Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1991, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1991. Fréttir íþróttafjölskylda á ferð. Þau voru mætt í Hlíðarfjall á Akureyri á laugardags- morguninn hjónin Friðrik Friðriksson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, og Nanna Leifsdóttir, margfaldur íslandsmeistari á skíðum, ásamt ungum syni sínum. Opnað var í Hlíðarfjalli um helgina og fjölmargir lögðu leið sína þangað í ágætu veðri, kátir yfir að komast á skíði í nóvember en það hefur ekki gerst í mörg ár. DV-mynd gk Smáauglýsingar - Sími 27022 ■ Bátar Hausttilboð. RS 5500 tíPS, hentugur í smærri báta, hagstætt verð. Visa og Euro. Friðrik A. Jónsson hf., Fiskislóð 90. sími 91-14135. ■ BDar til sölu Isuzu Troper LS, árg. '89, til sölu, 5 dyra, 5 gíra, blár og grár, 2,8 1 V6, reyklitað gler, rafmagn í rúðum, sam- læsingar, hraðastillir, útvarp/kass- etta, ný dekk, álfelgur, dráttarkrókur, mjög fallegur bíll. Uppl. í síma 675593. Ford Probe '89, ekinn 26 þús. milur, sjálfskiptur, overdrive, rafinagn í speglum, centrallæsingar, álfelgur o.fl., einn sinnar tegundar á Islandi, verð 1.300 þús. Uppl. gefur Bjarni í síma 91-42346 eða á Nýju bílahöllinni, sími 91-672277. Range Rover, árgerð '83, til sölu, litur grár og svartur, 4 dyra, ekinn 87 þús- und km, 3 eigendur frá upphafi, verð kr. 1250 þúsund. Uppl. hjá Bílasölu Hafnarfjarðar, sími 91-652930. BMW 318i, árg. '91, til sölu, ekinn 5000 km, gullsanseraður, rafmagn í öllu, samlæsingar, 4 höfuðpúðar, verð á nýjum bíl 2050 þús. staðgrejtt, okkar verð 1850 þús. staðgreitt. Upplýsingar hjá Nýju bílahöllinni í síma 91-672277. MMC Lancer GLX, árg. '88, til sölu, ekinn 34 þúsund km, 5 gíra, rafmagn í rúðum, centrallæsingar, verð kr. 750 þúsund, skipti á ódýrari. Uppl. hjá Bílasölu Hafnaríjarðar, sími 91-652930. MMC Colt '83 til sölu, mjög góður bílh Verð aðeins 80 þús. Uppl. í síma 91-34905 eftir kl. 19 á kvöldin. Lausn í mjólkurdeilunni Tuttugu og sjö þúsund króna eingreiðsla til starfsfólksins - ákveöiö aö semja um kaupaukakerfi og hagræöingu í rekstri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Samningar tókust í deilu ófaglærðs starfsfólks í mjólkurbúunum á Ak- ureyri og Húsavík við vinnuveitend- ur um kvöldmatarleytið í gær, nokkrum klukkustundum áður en til verkfalls átti að koma. Samkvæmt heimildum DV var það 27 þúsund króna eingreiðsla sem varð til þess að losa um málið í gær, en þegar samningafundur hófst um hádegið horfði þunglega um lausn deilunnar. Þessi greiðsla, sem allir fá er sótt hafa starfsnámskeið, er þó aðeins hluti samkomulagsins. Samið var um að komið verði á fót kaup- aukakerfi á næstunni, og einnig verður gripið til hagræðingar í rekstri mjólkurbúanna. „Ég er eftir atvikum ánægð með þessa niðurstöðu, það er alvarlegur hlutur að lenda í hörðu verkfalli sem e.t.v. hefði getað orðið langt og strangt," sagði Kristín Hjálmarsdótt- ir, formaður Iðju á Akureyri, þegar samningarnir höfðu verið undirrit- aðir í gærkvöldi. íslenskir aðalverktakar: Gert ráð fyrir svipuðum umsvifum næsta ár „Það er ekki minna um verksamn- inga fyrir herinn en verið hefur. Það er kannski óljósara hvað verður á næsta ári. Samt sem áður gerum viö ráð fyrir að umsvif verði álíka," seg- ir Stefán Friðfmnsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra aðalverk- taka. Talsverðs ótta hefur gætt á Suðumesjum um að verkefnum ís- lenskra aðalverktaka fækki á næsta ári og að fólk missi vinnu hjá fyrir- tækinu. „Við áætlum að veltan á næsta ári verði svipuð og í ár en verkefnin falla kannski öðruvísi á einstakar deildir hjá okkur. Það fer svolítið eftir því hvaða verkefni koma og hvenær þau koma þannig að það er ekkert hægt að segja um það hvort við fækkum starfsfólki. Það er heldur fleira fólk í vinnu hjá okkur nú en venjan er miðað við árstíma. Yflrleitt höfum við fækkað fólki um þetta leyti og nú er verið að skoða þau mál. Málin eru í athugun svo það er lít- ið hægt að segja af eða á um þessa hluti annað en það að við sjáum ekki ástæðu til að áætla að umsvifin verði minniánæstaári." -J.Mar Menráng ’68 kynslóðin Fátt er hlálegra en úrelt tíska og stæll gærdagsins. En svo líða 20 ár og þá hefur fjarlægöin brugðið ljóma á fyrirbrigðin, gott ef ekki leynist einhvers staðar eftir- sjá og jafnvel aðdáun á því, sem áður þótti hallæris- legt og púkó. '68 kynslóðin og öll sú gerjun, sem átti sér stað á meðal æsku Vesturlanda á sjöunda áratugnum, vekur í dag forvitili ungs fólks. Þess vegna er glettnisleg lýsing á kommúnulífi í bandarískum háskólabæ frá þessum tíma alveg kjörið verkefni fyrir leikfélag í framhaldsskóla og raunar hvern þann leikhóp sem vill ná til sín „týndu kynslóö- inni“ meðal leikhúsgesta, þ.e. aldurshópunum frá 12-25 ára. Leikritið, sem leikfélag Verslunarskólans valdi til ílutnings þetta áriö, heitir Börn mánans, eftir banda- rískan höfund, Michael Weller, sem mjög sennilega þekkir kommúnulífið af eigin raun. Þorsteinn Bachmann leikstýrir heilum hópi nem- enda og tekst að skapa skemmtilegt og óþvingað and- rúmsloft. Áhorfendum finnst þeir vera komnir inn til krakkanna sem kúldrast þarna saman í þröngri íbúð í leiguhjalli og reka sig á það að þrátt fyrir allar hug- sjónir fylgja sambýlinu öll þessi venjulegu og hvers- dagslegu sambúðarvandamál. Eins og segir i leikskrá eru persónurnar: „Bob, óframfærinn og þunglyndur tónlistarsnillingur, Mike, spaugari, Cootie, besti vinur Mikes og meðhjálpari hans, Norman, draumóramaður, Dick, sjálfselskur framagosi, Ruth, ákveðin, en stundum illgjörn, Kathy, þroskuð og alvarleg, Shelly, óþroskuð og ístöðulaus." Þessi upptalning segir margt um verkið, og víst eru þessar persónur ansi klisjukenndar. En því má bæta við að textinn er léttur og gamansamur þó að alvara lífsins sé ekki langt undan. Krakkarnir lifa þessi ár eins og þeir séu í sumarbúðum en öllum er þeim ljóst að brátt skilji leiðir og þau haldi hvert í sína átt út í hinn harða heim. En er á meðan er - stúdentsárin æskuglöð og allt það. Eins og fyrr sagði hefur leikstjóra tekist að slípa hópinn vel tíl. Þátttakendurieika flestir með fyrirhafn- arlausri leikgleði þó að þeir Óttar Pálsson og Rúnar Freyr Gíslason geri sig kannske best enda í þakklát- ustu hlutverkunum. Af öðrum leikurum má nefna Nemendur Verslunarskólans sem taka þátt i uppfærsl- unni á Börn mánans. Leiklist Auður Eydal verki Dicks og Guðna Arnar Guðnason, hann var ágætur sem Bob. Sambýliskonur þeirra þrjár vöru leiknar af Öldu Sigurðardóttur, Evu Margréti Ægisdóttur og Fífu Konráðsdóttur. Persónur stelpnanna í verkinu eru ennþá klisjukenndari en strákanna og gjalda þær stöll- ur fyrir það, auk þess sem framsögn þeirra er ekki alltaf nógu skýr. Því brá reyndar fyrir hjá fleiri leik- endum og var helsti ljóður á annars góðri skólasýn- ingu. : Hópurinn hefur augljóslega leitaö í gömlum fata- birgðum ættingja og vina og orðið vel til fanga. Fata- flóran er mjög „raunsæ“ og undirstrikar tímaskeiðið, ásamt vel völdum lögum frá þessum árum. Það var augljóst á þeirri sýningu sem ég sá að verk- ið hefur spurst vel út. Hvert sæti í salnum var skipað og undirtektir þrumugóðar. Leikfélag Verslunarskóla íslands, Allt milli himins og jarðar, sýnir: BÖRN MÁNANS Jakob Ingimundarson sem náði föstum tökum á hlut- i ‘iubiðníic&fí qo Höfundur: Michael Weller Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann lóbsiaugA gi»v%L.pi3 .íioaaíri ujít ii(>nÍEt3 Bðs iiuM 'iiónym-vu TTTTTrrrTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.