Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991.
Fréttir
Fjármálaráðherra með endurskoðaða tekjuáætlun:
Samdráttaráhrifum mætt
með auknum tekjuskatti
- óraunhæfflárlagagerð, segir Ólafur Ragnar Grímsson
Friörik Sophusson fjármálaráö-
herra áætlar að samdrátturinn í
efnahagslífinu á næsta ári skeröi
tekjur ríkissjóðs um allt að 3,5 millj-
aröa. Miðaö við fyrirliggjandi íjár-
lagafrumvarp skeröast tekjurnar um
1,7 milijarða. Engu aö síöur segir
Friörik ríkisstjómina stefna að því
aö afgreiða íjárlög með um fjögurra
milljarða haÚa. Upphaflegt markmið
hafi hins vegar verið að hafa hann
undir ijórum milijörðum en líklega
muni hann hækka um allt að 300
milijónir.
I ljósi nýrrar spár Þjóðahagsstofn-
unar hefur fjármálaráðherra lagt
fram endurskoðaða tekjuáætlun fyr-
ir árið 1992 í tengslum við fjárlaga-
gerðina. Samkvæmt henni er ein-
ungis gert ráð fyrir að heildartekjur
ríkissjóðs á næsta ári lækki um rúm-
ar 1000 milljónir, eða úr 106,4 millj-
örðum eins og fj árlagafrumvarpið
gerir ráð fyrir í 105,4 milljarða. Er
þá gert ráð fyrir að tekjuskattur ein-
staklinga aukist um rúma 1,2 millj-
arða og 334 milijónir í aukin innflutn-
ingsgjöld miðað við upphaflegt fjár-
lagafrumvarp ásamt fleiri breyting-
um í heildartekjum ríkissjóðs. Enn
er óútskýrt með hvaða hætti tekju-
skattur einstaklinga á að aukast.
Til viðbótar þessum leiöréttingum
á fjárlagafrumvarpinu er í endur-
skoðaðri tekjuáætlun gert ráð fyrir
að halda eftir 700 milljónum af stað-
greiðsluskilum til sveitarfélaga
vegna þátttöku þeirra í löggæslu. Þá
er meðal annars gert ráð fyrir að
frestun á niðurfellingu jöfnunar-
gjalds skili rikissjóði 350 milljónum.
Verri innheimta á virðisaukaskatti
eykur enn meir á tekjuvanda ríkis-
sjóðs. í nóvember síðstliðnum inn-
heimtust aðeins um 800 miUjónir af
virðisaukaskatti eða milljarði minna
en áætlað var. Miðað við fjárlaga-
frumvarpið er nú gert ráð fyrir að
virðisaukaskattur skili ríkissjóði 2,5
milljörðum í minni tekjur.
Að sögn Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, fyrrverandi fjármálaráðherra,
eru ýmsir alvarlegir veikleikar við
þessa endurskoðuöu tekjuáætlun.
Fráleitt sé að ætla, miðað við fyrir-
sjáanlegan efnahagssamdrátt, aö
tekjuskattur einstaklinga og inn-
flutningsgjöld geti skilaö ríkissjóði
1,5 milljarði í auknar tekjur. Líklegra
sé að þessar tekjur minnki á sama
hátt og viriðisaukaskatturinn.
Að samanlögðu segir Ólafur Ragn-
ar ríkisstjórnina standa frammi fyrir
auknum fjárlagavanda upp á minnst
3 mUljarða.
-kaa
Sendiferðabíll og fólksbíll lentu í hörðum árekstri skammt frá Litlu kaffistof-
unni I Svinahrauni um miðjan dag i gær. Fjórir voru fluttir á slysadeild.
Tildrög slyssins voru að sendibflstjórinn missti vald á bifreið sinni i hálku.
Á myndinni er framhluti fólksbilsins sem skall á sendibilnum. DV-mynd S
Norðurlöndin með
sameiginlegt lottó
- íslensk getspá í undirbúningsviðræðum
Forráðamenn íslenskrar getspár
eiga nú í viðræðum við starfsbræð-
ur sína annars staðar á Norður-
löndunum um stofnun samnorr-
æns lottós. Yrði það hrein viðbót
við það lottó sem nú er starfrækt
hér.
„Það hafa ekki veriö teknar nein-
ar ákvarðanir né leitað heimUda tíl
að framkvæma þetta,“ sagði VU-
hjálmur VUhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri Islenskrar getspár,
við DV. „Viö erum einungis með í
þessum viðræðum sem nú eiga sér
stað. En það eru öU Norðurlöndin
með í þeim.
Forráðamenn allra lottó- og get-
raunafyrirtækja á Norðurlöndum
hittast reglulega og hafa með sér
ákveðið samstarf. Á slíkum fund-
um hefur hugmyndinni um norr-
ænt lottó verið varpað fram. Menn
óttast svolítið þessa frjálsu opnun
Evrópumarkaðarins. Þeir hafa
sýnt áhuga á að standa saman og
tryggja hagsmuni."
VUhjálmur sagði að menn væru
sammála um aö skoða máUÖ vand-
lega. Þessa dagana, svo og í byrjun
nýs árs, yrðu gerðar kannanir í
hveiju landi fyrir sig. Ákvörðun
yrði ekki tekin fyrr en að vori 1993.
„Það er verið að tala um að hafa
þetta á miðvikudögum," sagði VU-
hjálmur. „Okkar lottó yrði áfram á
laugardögum. Þetta yrði því viðbót
við það.“
-JSS
Breytt þjóðhagsspá:
Samdrátturínn á næsta árí
sá mesti frá stríðslokum
- Þjóðhagsstofnun spáir ríkissjóði ailt að 700 milljóna króna tekjutapi
Þjóðartekjur dragast saman á
næsta ári um 6,1 prósent samkvæmt
nýrri spá Þjóðhagsstofnunar. Slíkan
samdrátt hafa íslendingar ekki þurft
að horfast í augu við frá stríðslokum.
Þá er útiit fyrir að fjárfesting í land-
inu dragist saman um 12,4 prósent
og er það meiri samdráttur en mælst
hefur frá árinu 1950. Verg landsfram-
leiðsla mun dragast saman um 4,1
prósent miðað við yfirstandandi ár.
Á fundi fjárlaganefndar Alþingis í
gær sagði Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, horfumar
í efnahagsmálum þjóðarinnar sjald-
an hafa verið jafndökkar og nú. Sagði
hann að vegna samdráttar í efna-
hagslífinu á næsta ári yrði ríkissjóð-
ur af500 til 700 milljón krónum í tekj-
ur miðað við fyrirliggjandi fjárlaga-
fmmvarp ríkisstjómarinnar.
Gangi spá stofnimarinnar eftir
mun einkaneyslan dragast saman
um 6,1 prósent, samneyslan um 0,3
prósent, útflutningur um 4 prósent,
innflutningur um 10,1 prósent og við-
skiptajöfnuðurinn verða óhagstæður
um 4,1 prósent. Kaupmáttur ráöstöf-
unartekna mun rýrna um 5,5 pró-
sent, viðskiptakjörin versna um 5,6
prósent. Gert er ráð fyrir að verð-
bólgan verði 5,4 prósent.
-kaa
Frumvarp um skatt á arðgreiðslur hlutaflár:
Rústar hlutabréf amarkaðinn
- segir framkvæmdastjóri VSÍ
„Ef fyrirtækjunmn væri ekki
heimilt að telja arðgreiðslur til frá-
dráttar í rekstri, eins og hvern annan
rekstrarkostnað, með sama hætti og
vaxtagreiðslur, væri þar á ferðinni
stórkostlegt slys sem miðaði að því
að rústa þennan fátæklega hluta-
bréfamarkað okkar og stórskaða
efnahagslífið," sagði Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands íslands, við
DV.
Þórarinn gekk á fund efnahags-
nefndar Alþingis í gær. Þar afhenti
hann samþykkt framkvæmdastjóm-
ar VSÍ sem mótmælir harðlega
ákvæði í frumvarpi til laga um tekju-
og eignaskatt sem miðar að sérstakri
skattlagningu arðgreiðslna af hluta-
fé.
í samþykktinni segir meðal annars
að sérstaða íslenska skattakerfisins
felist ekki í því að arðgreiðslur að
ákveðnu hámarki séu undanþegnar
skatti heldur því að íjármagnstekjur
almennt séu undanþegnar skatti og
að skattahlutfóll séu hærri en víðast
gerist. Það þekkist heldur ekki að
arður af hlutafé sé skattlagður
þyngra en vaxtatekjur.
Greiddur arður hafi talist til kostn-
aðar í skattauppgjöri fyrirtækja en
hafi verið bundinn við 15% af nafn-
virði hiutafiár. Nú leggi ríkisstjómin
til að þessi takmarkaða heimild til
til að telja arðgreiðslur af hlutafé til
rekstrargjalda verði felld niður með
öllu. Þar með sé hlutafé enn sett skör
lægra en lánsfé því að arðgreiðslur
skattleggist því í raun með skatta-
hlutfalli fyrirtækja, 45 prósentum,
meðcm vextir af lánsfé séu með öllu
skattftjálsir.
-JSS
Tónleikar Brian Adams féllu niður
Ekkert varð áf tónleikum kana-
díska rokkarans Bryans Adams í
Laugardalshöllinni gærkvöldi vegna
rafmagnsbilunar í tækjabúnaði.
Vonbrigði áhorfenda vom mikil þeg-
ar tónleikunum var aflýst en uppselt
var á tónleikana og mannskapurinn
búinn að bíða óþolinmóður rúmar
tvær klukkustundir eftir goðinu þeg-
ar loks var tilkynnt að Adams myndi
ekki koma fram.
Talið er að aöalspennir hafi gefið
sig í höllinni í gær en rafmagnstrufl-
anir höfðu verið að gera tónleika-
höldurum lífið leitt fyrr um daginn
og fór rafmagnið til að mynda af
Laugardalshöllinni rúmar tvær
klukkustundir upp úr klukkan hálf-
fimm. Tóníeikagestir sem voru mest-
anpart á aldrinum 15-20 ára voru
ekki einir um vonbrigðin í gær-
kvöldi. Hljómsveitin Ný Dönsk, sem
Vonsviknir unglingar bfða þess aö
hjómleikar Brian Adams hefjist, en
þaö varö ekki. DV-mynd GVA
átti að hita upp fyrir Bryan Adams,
missir að öllum likindum af því tæki-
færi að koma fram stórtónleikum
sem þessum, í þetta sinn að minnsta
kosti. Upphitunarhljómsveit á tón-
leikunum í kvöld verður Síðan skein
sól en þeir sólarmenn koma í stað
Sálarinnar hans Jóns míns sem gekk
úr skafdnu á síðustu stundu.
Ekki fór neinum sögum af við-
brögðum Bryans Adams viö því sem
gerðist í gærkvöldi en ekki er ólík-
legt að kappinn hafi verið hvíldinni
feginn því hann kom ekki til landsins
fyrir en á sjöunda tímanum í gærdag
eftir langt og strangt flug frá Evrópu.
Öllum þeim sem áttu miða á tón-
leikana í gærkvöldi gefst enn kostur
á aö beija goðið augum því miöamir
gilda á tónleika Adams sem fram eiga
að fara í Laugardalshöllinni í kvöld
svo framarlega sem búiö verður
kippa rafmagnsmálum í lag.
-SþS-