Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. 15 Byggðastefna í fyrri greinum hef ég fært rök fyrir því að vandi landsbyggðar- innar verði ekki leystur með því að breyta kvótakerfinu í sjávarút- vegi. En hvernig verður hann þá leystur? Því eiga stjómmálamenn að svara og er löngu orðið tíma- bært að þeir móti skýra byggða- stefnu. Þeir ættu að byija á því að ræða ítarlega markmiðin sem eru flest óljós, til að mynda markmiðið um Jafnvægi í byggð landsins". Ráðaleysi Eftir að hafa um árabil rannsak- að mótun byggðastefnunnar stend- ur eitt upp úr, þ.e. hvað ráðaleysið er mikið. Þó ber að nefna að vinna tveggja nefnda á síðasta kjörtíma- bib skilaði okkur nokkur skref í rétta átt. Þessi skref voru því miður aUt of stutt og fá. Tillögur Hér verða í örstuttu máb kynnt fimm mikbvæg atriði sem hljóta að felast í góðri byggðastefnu fyrir ísland. Hvert þessara atriða er nægjanlegt efni í blaðagrein en plássið hér leyfir hvorki nánari rökstuðning né útskýrandi dæmi. Þróun byggðar er eðblegur hluti af þróun þjóðfélagsins. Ekkert er athugavert við það að sveitabæir, dabr og þorp leggist í eyði. Það var athygbsvert að fylgjast með við- brögðum manna við hugmyndum forsætisráðherra um að aðstoða fólk við að flytja frá sjávarplássum. Nákvæmlega sams konar hug- mynd er í framkvæmd gagnvart bændum, án þess að hrópað sé „hreppaflutningar", en bændur geta fengið greiðslu frá stjórnvöld- um fyrir að bregða búi, bæði með greiðslum úr Jarðakaupasjóði og með því að selja ríkinu fram- Kjallariim Snjólfur Ólafsson dósent viö Háskóla íslands leiðslukvóta. Það er best að ganga hreint til verks. Ef stjómvöld vilja leggja fram fé í þeim tbgangi að margir búi á einhverjum stað þá er eðbleg- ast að greiða fólki fyrir að búa þar. Féð gæti runnið beint tb fólksins, tb fyrirtækja þar eða sveitar- sijórna, e.t.v. í formi skattaafslátt- ar. Heimamenn geta notað þetta fé tb að kaupa kvóta ef þeir telja þvi best varið á þann hátt. Það mætti hugsa sér að tbtekinn hluti auð- bndagjalds í sjávarútvegi rynni tb strjálbýbsins með þessum hætti. Ef stjórnvöld vbja leggja fé tb land- búnaðarmála vegna þess að það sé mikbvægt að halda landinu í rækt þá ætti að greiða bændum fyrir að halda jörð í rækt, sem þyrfti þá að skbgreina nánar, en ekki fyrir að framleiða kjöt og mjólk. Aukin samkeppni Efla þarf Eyjafjarðarsvæðið sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið því það em sífebt fleiri þættir í nútíma þjóðfélagi sem byggjast á svo miklu fjöbnenni að einungis þessi tvö svæði koma tb greina. Má nefna mbhlandaflug, mennta- og rannsóknastofnanir og mögu- leika hjóna með framhaldsmennt- un að fá vinnu við hæfi beggja. Auk þess febur þetta að þeirri mjög svo athygbsverðu framtíðarsýn Trausta Valssonar, sem felur m.a. í sér veg yfir hálendið. (Sjá bók hans „Framtíðarsýn: ísland á 21. öld“.) Færa þarf vald og ábyrgð frá Reykjavík. Hér má meðal annars benda á hugmyndir manna í sam- tökmmm Útverði, Það vbl oft brenna við að staðarþekking nýtist ekki þegar ákvarðanir em teknar. Einnig er meiri hætta á að farið sé út í óhagkvæmar framkvæmdir, t.d. gerð flugvaba á tveimur nálæg- um stöðum, ef sótt er í stóran sjóð í Reykjavík, heldur en ef heima- menn í héraði bera ábyrgð á hvem- ig fjármagnið er notað. Það þarf að færa landbúnaðar- stefnuna í nútímahorf sem hraðast. Stjómvöld eiga að hætta afskiptum af landbúnaðinum á þann hátt sem gert er. Það er gjörsamlega úrelt meginhugsun í kerfinu að stjóm- völd ábyrgist kaup á tbteknu magni af helstu landbúnaðarafurð- um. Landbúnaðarráðherra er í raun langsamlega stærsti kjötkaupmað- ur landsins með veltu upp á 8000 tonn af kindakjöti. Sömuleiðis ætti opinber verðákvörðun að vera bðin tíð, hvort sem það er sexmanna- nefnd eða einhver annar aðib sem ákveður verðið. Það veröur að auka samkeppni um verð og gæði í landbúnaðmum tb muna. Snjólfur Ólafsson „Stjórnvöld eiga að hætta afskiptum af landbúnaðinum á þann hátt sem gert er. Það er gjörsamlega úrelt megin- hugsun í kerfinu að stjórnvöld ábyrgist kaup á tilteknu magni af helstu land- búnaðarafurðum. “ Metum stöðuna í f iskeldinu „Ef við segjum sem svo að eftir reynslu fyrsta áratugarins skulum við hætta fiskeldinu erum við aðeins að tefja fyr- ir hagvexti og batnandi afkomu okkar á næstu áratugum... “ „... fiskeldið ekki tímabundið tískufyrirbrigði heldur eðlilegt þróunarstig í framhaldi af fiskveiðum." Rúmur áratugur er nú bðinn frá því að farið var að huga af krafti að uppbyggingu fiskeldis á íslandi. Ég minnist þess að á árunum 1975 tb 1980 var btið á málsvara fisk- eldisins svipað og mormónatrú- boða, en á þessum árum varð þó tb stór hópur áhugamanna um greinina. Gífurleg atorka og fjár- munir voru lagðir í fiskeldið allan síðasta áratug, en núna eftir fyrstu lotu umfangsmikbs fiskeldis er greinin nánast í rúst. Af þeim fjölda fyrirtækja, sem byggð voru upp á undanfömum áratug, eru aðeins nokkur eftir. Vantrú og vonleysi hefur gripið um sig meðal fiskeldismanna og fæstir þeirra sjá nokkurs staðar hvítan blett. Aftur á móti hlakkar í úrtölu- mönnum og þeim sem margra hluta vegna hafa verið andsnúnir fiskeldinu aba tíð. Grundvallaratriði gleymast Ég tel, að á þessum tímamótum sé ekki hægt aö láta úrtölumenn ráða umræðunni um greinina og semja um hana ótímabær eftir; mæli og því sé nauðsynlegt að fisk- eldismenn stappi í sig stábnu og fari gaumgæfbega yfir atburði síö- asta áratugar. Þeir reyni að meta í raunhæfu ljósi mistök og árangur, stöðuna í dag og reyni að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Helstu grundvabarstaðreyndir hafa oft vbjað gleymast í daglegri umfjöbun um fiskeldið. í þróim mannkynsins var búfjárrækt eðb- legt framhald af veiðimennsku. Eins er fiskeldið er ekki tímabund- ið tískufyrirbrigði heldur eðhlegt þróunarstig í framhaldi af fiskveið- um. Að ímynda sér aö fiskeldis- starfsemi sé lokið á íslandi eða KjaUaiinn Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur henni verði hætt, þrátt fyrir erfið- leika og afhroð á fyrsta áratug verulegrar starfsemi greinarinnar er misskilningur. Við getum ekki ráðiö því að þró- un verði í fiskeldi en við getum ráðið því hversu hratt það þróast og hvemig. Ef við segjum sem svo að eftir reynslu fyrsta áratugarins skulum við hætta fiskeldinu erum við aðeins að tefja fyrir hagvexti og batnandi afkomu okkar á næstu áratugum - svo einfalt er það. Languraðdragandi Annað atriði, sem oft vbl gleym- ast, er að í eðb sínu er fiskeldi land- búnaður en eðlbegur þróunartími nýrra greina landbúnaðar er mjög langur. Ef tekist hefði að byggja upp árangursríkt fiskeldi á íslandi á einum áratug heföi það verið hreint kraftaverk. Hitt er svo ann- að að engar framfarir verða án draumsýna, bjartsýni og atorku. í þessu sambandi er rétt að minn- ast þess aö laxeldiö í Noregi, sem við höfum horft mjög til, var í þró- un í um 25 ár áður en það fór að blómstra og gefa af sér verulegar tekjur. Fiskeldismenn hafa á þessum síð- ustu og verstu tímum verið að vona að árangur færi að nást í hafbeit- inni. Hafbeitin hefur átt sér langan aðdraganda og verið mun lengur í þróun héma en aðrar greinar fisk- eldis og árangurinn lætur bíða eftir sér. Okkur Islendingum er ýmis- legt betur gefið en þobnmæði og er í sambandi við hafbeitina e.t.v. rétt fyrir okkur að rifja upp sögu haf- beitarinnar í Japan. Japanir hófu hafbeitartilraunir á eynni Hokko- ido á Kyrrahafslaxinum ketu (chum á ensku) 1870. í 100 ár fram undir 1970 gekk starfsemin mjög brösulega. Endurheimtm- vom það btlar að reksturinn var í jámum, fyrirtæki spmttu upp og fóra á hausinn og vora ýmist í eigu ein- stakbnga eða opinberra aðba. Loksins um 1970 náðist að stór- auka endurheimtur og á síðustu 20 áram hefur þessi starfsemi gefið meiri arð en aðrar greinar í Japan. Hafbeitarsleppingar á Kyrrahafs- laxi era nú árlega 6-7.000.000.000 seiða þar af yfir 2.000.000.000 frá Japan. Okkur er nauðsynlegt að fara nú niður í saumana á reynslu síðustu ára í fiskeldinu og meta stöðu þess og móta skynsamlega þróunar- stefnu þess á næstu árum. Eyjólfur Friðgeirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.