Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. Utlönd Borís Jeltsín hefur náð samkomulagi við Sovétforseta um afsögn: Völd Gorbatsjovs aðeins naf nið eitft - fáni Sovétríkjanna dreginn niður í síðasta sinn í Kreml á gamlárskvöld „Frá og með nýársdegi byrja nýir tímar í þessu landi. Sovétríkin veröa þá ekki lengur til,“ sagði Borís Jelts- ín Rússlandsforseti eftir að hafa átt nær tveggja klukkustunda fund með Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovét- ríkjanna, um væntanlega afsögn. Jeltsín sagði eftir fund þeirra for- setanna að Gorbatsjov hefði breytt afstöðu sinni í grundvallaratriðum. Gorbatsjov hefur til þessa þráast við að viðurkenna að hann hafi í raun tapað öllum völdum en nú hefur hann sætt sig við hið óumflýjanlega. Von Gorbatsjovs var að stofnanir gamla kerfisins stæðu með honum á úrslitastundu. Þegar á hólminn kom reyndist aðeins fámennur hópur fylgjenda gamla kommúnistaflokks- ins vera á hans bandi. Æösta ráðið varð óstarfhæft eftir að fuUtrúar lýð- veldanna í nýja samveldinu viku úr sætum sínum og sögðust ekkert er- indi eiga lengur á þá samkomu. Nú síðast kom vamarmálaráð- herra Sovétríkjanna fram í fóruneyti Jeltsíns í viðræðunum við James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Þar með var ljóst aö herinn ætlaði að halla sér að nýjum valdhöf- um en Gorhatsjov rúinn völdum. Gorbatsjov hefur þegar lýst þeirri von sinni að nýja samveldinu famist vel á erfiðri vegferð framundan. Allt bendir til að níu fyrrum Sovétlýö- veldi verði með í samveldinu. Leið- togar þeirra koma saman til fundar í Alma-Ata, höfuðborg Kazakhstans, um næstu helgi. Ekki er tahð útilok- að að Gorbatsjov verði á fundinum. Enn er eftir að finna nafn á sam- veldið sem tekur við hlutverki Sovét- ríkjanna. En hugmynd er að kalla það Samveldi Evrasíuríkjanna því innan þess verða ríki bæði í Evrópu og Asíu. Nafnið skiptir þó minnstu máh. Samveldiö verður í gmndvaR- aratriðum ólíkt Sovétríkjunum. í stað miðstýrðs ríkis kemur einskon- ar efnahagsbandalag fullvalda ríkja. Rússar vilja taka sæti Sovétríkj- anna á alþjóðavettvangi en mæta andstöðu Asíulýðveldanna sem telja sigekkisíðurarftakaríkisins. Reuter Hagkerfi Sovétrikjanna er meira og minna i rúst eftir umrót siðustu missera. Matvöru er helst að fá á svörtum markaði eins og hjá þessum kjötsala í miðborg Moskvu. í baksýn er eitt af minnismerkjunum frá Stalinstimanum. Simamynd Reuter REDSTONE sjónvarpsleiktæki Nintendo Mmhaflí. Stýripinnar og tengingar við sjónvarp fyigjð.Steríó útgangur. A/V útgangur. REDST0NE m/ 20 leikjum kr. 13.500 REDST0NE m/ 42 leikjum kr. 14.500 REDST0NE m/115 leikjum kr. 19.990 Sýnishom úr leikjaskrá: TURTIES II__kr. 2.900 T0P6UN SIMPSONS_____lor. 2.900 kr. 2.900 S0CCER--------kr. 1.950 Konami Olympies kr. 2.900 ÞÚR H ÁRMÚLA 11 F S 91-681500 Deilt um sess Gorbatsjovs í sögunni Nú, þegar dagar Míkhaíls Gorbatsj- ovs í embætti Sovétforseta virðast vera taldir, eru sagnfræðingar famir að meta sess hans í sögunni. Sumir telja að hann hafi breytt heiminum til hins betra á meðan aðrir segja að honum hafi mistekist ætlunarverk sitt herfiiega. Margir bandarískir sérfræðingar í málefnum Sovétríkjanna eru mildari í garð Gorbatsjovs en landar hans sem sumir hveijir eru svo fjandsam- legir honum að þeir hafa skálað fyrir dauða hans. Aðrir sérfræðingar eru mim harð- ari í afstöðu sinni og segja að það sem hann hafi áorkað hafi aðeins verið fyrir slysni. Þá eru sérfræðingamir líka ósam- mála um hvort hægt hefði verið að bjarga sovétkerfinu ef íhaldssamari maður hefði komist til valda 1985. Þeir velta fyrir sér hvað heíði gerst ef Jegor Lígatsjev hefði orðið flokks- formaður og hefði endurbætt efha- hagskerfið án þess að auka á skoð- anafrelsi. Reuter Kreppan kemur niðurájóla- Jafnvel jólasveinninn sjáifur fer ekki varhluta af kreppunni sem ríkir í bresku efháhagslífi. Bréfhm þeim sem bresk börn senda til „Hreindýraiands“ um hver jól hefur fækkað um helm- ing miðaö við árið 1990. Þá voru hréfin 750 þúsund. Lið eitt hundr- að sjálfboðaliða sér um að svara bréfunum. „Við erum í óðaönn að senda svör meö Hreindýralandsstimpl- inum og biðjum bömin um að vera þæg þvi þá muni jólasveinn- inn heimsækja þau,“ sagði Terry McMahon sem skipuleggur starf sjálfboðaliðanna. Rotturnaga símalínur í Plágu- borgCamus Gráöugar rottur hafa nagaö sundur símakapla í borginni Or- an 1 Alsír. Franski rithöfundur- inn Albert Camus lét einmitt sögu sína Pestina gerast í borginni og segir þar af mikilli plágu og mannfehi sem meindýrafár olli. Alsirska fréttastofan skýrði frá því að tæknimenn hefðu komist að því að rottumar hefðu nagað sundur marga kílómetra af kaþli eftir að borgin hafði verið síma- sambandslaus í sex daga. Blöð í Oran sögðu nýlega frá því að rottum hefði mjög fjölgað í borginni og að íbúar háhýsa yrðu aö stappa í gólfin til að hrelqa vágestinn á brott. Baker búinn að faralengraentiS tunglsins Nú stefhir aUt í það að James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, nái því að ferðast 400 þúsund kílómetra á þessu ári, sem er lengra en vegalengdin til tunglsins. Bandaríska utanrikisráðuneyt- ið sagði að Baker hefði þegar lagt að baki tæplega 378 þúsund kíló- metra og þá er fór hans til Sovét- ríkjanna þessa dagana ekki inni- falin. Hann er búinn að heim- sækja 35 lönd, þar á meðal nokk- ur sem ekki vom einu sinni til sem sjáifstæð ríki i fyrra. í fyrra ferðaðist Baker ekki nema 335 þúsund kílómetra og á þremur árum hefur hann farið 943 þúsund kíiómetra. Vegavinnumenn uppgötva 47 aitspendýr Vegagerðarmenn í Kalifomíu hafa uppgötvaö nær heiia beina- grind af áöur óþekktu spendýri sem ráfaöi um jöröina fyrir 47 milljónum ára. Thomas Demere, yfirmaður steingervingadeildar náttúm- fræðisafnsins í San Diego, sagði í gær að beinagrindin væri af dýri af ætt prótóreódonta. „En þetta er ný tegund innan þeirra fiölskyldu og við höfum aldrei séö þaö fyrr,“ sagði hann. Hann lýsti dýrinu sem eins metra löngum og 60 sentbnetra háum ferfætlingi, svona á stærð við meðalhund. Dýr þetta átti sömu forfeður og kameidýr. Ásamt heilu beinagrindínni fundust hlutar af beinagrindum annarra dýra af prótóreódonda- fjölskyldunni. Leifarnar hafa enn ekki verið rannsakaðar til hlitar þar sem verið er aö hreinsa þær. Frekari gröftur á svæðinu verð- urummittnæstaár. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.