Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991.
Spumingin
Lesendur
Attu þér uppáhalds-
jólasvein?
Daníel Óskarsson, yfirm. Hjálpræðis-
hersins: Nei, ég á engan uppáhalds-
jólasvein.
Marin Ásmundsdóttir dúx: Eigum
við ekki bara að segja Stúfur.
Hrönn Hilmarsdóttir nemi: Það er
Gluggagægir.
Hildur Jónsdóttir, 12 ára: Nei, þeir
eru allir eins.
Islensk jól
í Gautaborg
Gautaborg með augum íslendings rétt fyrir jólin.“
Jóhann Helgason skrifar:
Það var fallegt vetrarkvöld fyrir
stuttu. Ég var á rölti hér í Gautaborg
og spókaði mig í jóladýrðinni. Að-
ventuljósin voru komin í hvem
glugga. Ég er viss um aö Svíar eiga
heimsmet í aöventuljósum en það er
trúlega eitt af fáum heimsmetum
sem við íslendingar eigum ekki. Jóla-
seríur skreyttu verslunargötur
meira en nokkru sinni og hlæjandi
jólasveinar í hveijum búðarglugga.
í þessum blessaða jólamánuði
sendur hugur manna ekki síður til
matar og drykkjar en til jólagjafa.
Og hvað mig, íslendinginn, varðar
er ég orðinn banhungraður af til-
hlökkun löngu áður en ég sest aö
jólaborðinu. Það er nú einu sinni svo
að þegar maður er búsettur erlendis
þá er að sjálfsögðu ekki heiglum hent
að nálgast hinn sérstaka íslenska
mat sem maður er alinn upp við frá
bamæsku.
Þar nefni ég helst hangikjötið, svið-
in, -harðfiskinn, og hamborgar-
hryggi, en þeir fást bara soðnir hér
í Svíþjóð og era bragðlausir með öllu.
Og síðast en ekki síst Þorláksmessu-
skötuna, sem á ekki sinn líka. - En
nú er heldur betur að birta til í þess-
um málum hjá okkur íslendingunum
hér í Svíaríki því hann Gunnar vinur
okkar, kjötskurðarmeistari með
meira, ætlar að flytja inn jólamat
ofan í langsoltna íslendinga hér. Til
hans streyma pantanir í stórum stíl
og ásóknin er slík að menn verða að
bíða tímunum saman við símann
sem er rauðglóandi hjá honum daga
sem nætur. Það kemur engum á
óvart sem þekkja Gunnar.
Til stendur að Eimskip sjái um
ílutninginn hingað til Gautaborgar
og þegar síðast fréttist höfðu verið
teknir á leigu nokkrir frystigámar
aukalega til vonar og vara undir jóla-
matinn til að fyrirbyggja að nokkur
íslendingur í Svíþjóð færi í jólakött-
inn. Hafnaryfirvöld hér era búin aö
afmarka sérstakt svæði fyrir þessa
gáma þegar þeir koma með krásirn-
ar. Þangað verður svo landinn aö
sækja sína pöptun.
Sjálfur pantaði ég glerhákarl eins
dökkan, kæstan pg morkinn og hægt
er að fá hann. Ég hlakka mikið til
að sporðrenna fyrstu sneiðinni sem
er hið besta magalyf sem fmnst til
að eyða bakteríum og öðra aðskota-
lífi í maga. - Ég var nú kominn á
göngu minni niður að höfn sem er
uppljómuö hvítum jólaljósum sem
áhafnir skipanna hafa verið að koma
fyrir. Hafflöturinn glóði sem gull í
kvöldhúminu en að mér setti kulda-
hroll og ég tók því á rás upp í útlend-
ingahúsið til að fá mér heitt kaffi og
kleinur. - Þetta er Gautaborg með
augum íslendings rétt fyrir jólin.
Vilja þeir taka frá okkur jólin?
F.G. skrifar:
Nú nálgast jólin með öllu sem þeim
fylgir, hreingerningum, alls kyns
innkaupum, gjöfum, fötum, skrauti
og öðra slíku. Ofan á allt þetta bæt-
ist svo oft langur vinnudagur. Mikið
hefur verið talað um að fólk eyði um
efni fram og sé stressað. Þrátt fyrir
þetta er mikill jólahugur í fólki og
það verður vingjamlegra hvert við
annað og boöskapur jólanna er aldrei
langt undan.
Ellefu mánuði ársins látum við eins
og Kristur sé ekki til, þurfum ekki á
honum að halda, og hömpum margs
konar falsspámönnum og villutrú
(hér á ég sérstaklega við nýaldar-
sinna). Tólfta mánuðinn, desember,
hafa þeir hingað til látið vera að
troða sinni trú upp á okkur, sann-
kristið fólk. - Þar til nú að þeim hef-
ur borist liðsauki. Á ég þar við Pétur
Guðjónsson sem skrifaði þá ágætu
bók, „Bókin um hamingjuna".
í grandaleysi mínu keypti ég mér
þessa bók, sem hann er að gefa út í
sjálfum jólamánuðinum, og hann
kallar „Að lifa er list“. Þar fer hann
hins vegar þvílíkum orðum um trú-
arbrögðin að ég byijaði að efast um
mína trú. Svo rökfastur og sannfær-
andi er hann. En við Pétur Guðjóns-
son og annaö nýaldarfólk vil ég segja:
Viljið þið í alvöra taka frá mér og
öðra fólki okkar barnatrú, taka
burtu jóhn og þann boðskap sem þau
flytja?
Að lokum skora ég á kirkjunnar
menn og segi: Verið á varðbergi
gagnvart slíkum villutrúarskrifum
eins og hér er verið að breiða út. Það
er okkar að koma með rök á móti
svona árásum á kristnina. Nú verðið
þiö að styrkja okkur í trúnni þegar
heiðingjamir reyna að læða inn hjá
okkur öörum hugmyndum. - Biðjum
fyrir þeim sem villst hafa af leið, biðj-
um fyrir Pétri Guðjónssyni og ööra
nýaldarfólki. Þá getum við öll átt
kristin og gleðileg jól.
Svava Gísladóttir, 12 ára: Nei.
Ólafur Marteinsson, 14 ára: Já, já,
það er Giljagaur. Hann er bestur.
Ríkisskip, hlutafélag með ríkisrekstri
Ingvar skrifar:
| Nú er komiö skriflegt tilboð, ef til-
boð skyldi kalla, til ríkisins, eiganda
Skipaútgerðar ríkisins, frá undir-
j búningsnefnd sem vinnur að stofnun
! hlutafélags til kaupanna. Tilboðið er
| ekki stórt í sniðum. Það hljóðar upp
á að nýtt fyrirtæki verði stofnað, eig-
j ur útgerðarinnar verði keyptar, en
áframhaldandi samningur svo gerð-
ur við ríkið um óbreytta þjónustu.
Það vekur að sjálfsögðu athygli að
óskað er eftir áframhaldandi ríkis-
styrk til að reka hið nýja fyrirtæki.
Gífurlegar upphæðir hafa verið
reiddar fram af ríkinu til að halda
Hringid í síma
27022
milli kl. 14 og
-eða skrifið
ATH.: Nafn og símanr. veróur
aðfylgjabréfum
„Eða ... kaupa skip sem flytti fragt og fólk jafnhliða."
úti rekstri Skipaútgerðarinnar, eða
allt að einni milljón króna á dag
hvem. Hvemig undirbúningsnefnd-
in, sem er auk þess skipuð alþingis-
mönnum, ætlar að réttlæta þetta er
mér og sennilega flestum lands-
mönnum fyrirmunað að skilja.
Þessir aðilar ættu að huga að öðr-
um kostum í flutningum til lands-
byggðarinnar en að halda þeim úti
með ríkisstyrk. Þeir gætu t.d. látið
kanna hvort ekki væri ódýrara að
leggja jámbrautir til hinna ýmsu
staöa landsins. Eða, ef þeir vilja endi-
lega halda sig viö skipaútgerð, hvort
ekki væri skynsamlegra að kaupa
skip sem flytti bæði fragt og fólk jafn-
hliða. - Þessi hugmynd um óbreyttan
rekstur Skipaútgerðar ríkisins er
ekki þess virði að ljá máls á.
DV
Ekkiafsökunar-
beiðniGæslunnar
Jón Magnússon, Landhelgisgæsl-
unni, skrifan
{lesendabréfi i DV 10. des. sl.
segir Gísli Ólafsson að Landhelg-
isgæslan hafi beðist afsökunar á
þætti sínum varðandi hið hörmu-
lega slys er bv. Eldhamar fórst.
Gísli kvaðst hafa heyrt þetta í
útvarpi.
Tilkynningin, sem Landhelgis-
gæslan sendi öllum flölmiðlum
5. des. sl., var ekki afsökunar-
beiðni heldur annars eðlis. Gísla
hefur því misheyrst - Stjómstöð
Landhelgisgæslunnar tekur upp
á sérstakt segulband með
tímaslgámæli öll símtöl sem ber-
ast til og frá stjórnstööinni. Þegar
viðkomanmdi dómari hefur opn-
að réttarhaldið, sem enn er lokaö,
kemst Landhelgisgæslan ekki hjá
því að bírta útdrátt úr samtölum
hið örlagaríka kvöld, 22.11. sl.
Hvenærkemur
Völvu-Vikan?
Margrét Kristjánsdóttir skrifar:
Ég er ein þeirra sem alltaf lesa
áramótaspá völvu Vikunnar. Ég
laá áramótaspár sem birtust í
a.m.k. tveimur timaritum
snemma í desember. Mér finnst
alltof fljótt að lesa þessar spár svo
snemma. Auk þess fannst mér
þær fjalla mest um dægurmál af
léttara taginu og ekki vera nógu
víðtækar.
Nú bíð ég spennt eftir Vikuvölv-
unni því sú spá er orðin víðfræg,
jafnvel í öðrum löndum. - Hún
mætti nú fara aö koma fyrir al-
menningssjónir hvað líður. Eða
kemur spáin ekki út f ár?
Slæleg þjómista
Gunnar Haraldsson hringdi:
Það er slæleg> þjónusta hjá
bankastofhunum hér að koma
ekki til móts við fólk líkt og aðrar
þjónustustofnanir gera td. fyrir
jóhn. Margir þurfa í bankastofn-
anir eftir kl. 4 á daginn. í svona
mikilli kaup- og verslunartíö er
það lágmark að einhver banki
hafi opið eftir kL 4.
Tökum stóra verslanamiðstöð
eins og Kringluna, þar er ekki
banka að hafa, hvorki eftir kl. 4
né á laugardögum eða sunnudög-
um, þótt menn séu að vandræðast
þar með ávfsanir eöa aðra papp-
íra sem hvergi er hægt aö fá
greitt úr nema i bönkum. - Bank-
ar þurfa að veita betri þjónustu.
„Verkefnastrák-
armr“stressuðu
Hulda skrifar:
Ég vinn á stórri skrifstofu hjá
hinu opinbera. Ég veit ekki hvað
hefur breyst undanfarna mánuði
eða svo, nema hvað mér finnst
flestir hér vera orönir svo upp-
stökkir hver viö annan. Stafar
þetta af peningaleysi eða hvaö?
Mér finnst ótækt þegar karl-
mennirnir yrða vart á mann
öðruvísi en í styttingi og era svo
önnum kafnir í útréttingum um
allan bæ að þeir sjást varla lengur
á sínum stað
Þetta er jafnt áberandi hjá hin-
um yngri sem eldri. Þeir virðast
á kafi í verkefnum fyrir utanað-
komandi aöila og þetta er orðið
eitt stress hjá þeim mörgum
hverjum. Ég kalla þá stundum
„verkefnastrákana" stressuðu.
En þeir bregðast ókvæða við og
verða þá enn stressaðri. - Hvem-
ig endar þetta allt?
Leyfum þeim
aðlækna
Helgi Jónsson hringdi:
Ef einhveijir eru svo trúaðir á
andalækningar, náttúrulækning-
ar eða jafnvel „kukl“, sem svo er
kallað þegar ólærðir fást við að
lækna sjúka, leyfum þá fólki aö
njóta þessarar aðstoðar.