Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. Verkfærahlaðborð Iselco Hjá okkur fáið þið hörðu pakkana. Jólagjafir sem koma sér vel. mmm m0 | Skeifunni 11 D-sími 686466 JÓLAFERÐ TIL PORTÚGAL 23. desember - 2. janúar Flug og bíll frá kr. 51.520.- Flug og hótel frá kr. 57.920.- Flug og lúxus íbúð frá kr. 79.020.- EVRÓPUFERÐIR^ Klapparstíg 25-7 sími 628181 fax 624456 telex 3028 euro is 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800 ATH.: Viðurkenndur spennir fylgir. NASA-tölvan er samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins! Verðdæmi: Nasa leikjatölva meb Turbo stýripinnuir og 4 leikjum_______11.900,- Nasa leikjatölva meb Turbo stýripinnum og 35 leikjum______14.900,- Super Mario Bros. III__3.900,- The Simpsons___________3.900,- Yo-Nid_________________3.900,- Back To The Future_____3.900,- Battle Toads___________3.900,- 100 leikja pakki______10.800,- Meiming Saga forystumanns í atvinnulífinu Það er ævinlega fengur að því þegar menn, sem stað- ið hafa í forystu í atvinnulífi þjóðarinnar, láta frá sér fara ævisögu sína. Saga þeirra er aö hluta saga þjóðar- innar. Nú hefur ævisaga Erlends Einarssonar verið rituð og er komin út hjá Fróða hf. Erlendur er löngu þjóðkunnur maður, starf hans orðið mikið og vinnudagm- langur. Hann hefur svo lengi sem ég man eftir mér verið einn helsti forystu- maður samvinnuhreyfingarinnar og forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga var hann í hálfan Erlendur Einarsson. Við stjórnvölin hjá Sambandinu í hálfan fjórða áratug. fjórða áratug. Undir stjóm Erlends færði Samvinnu- hreyfingin mjög út kvíamar og varð stærsta og víðf- eðmasta fyrirtæki landsins, stórveldi á íslenskan mælikvarða. Mörgum mun þykja fróðlegt að kynnast æviferh þessa manns og kynnast atvikunum sögðum með hans eigin orðum en Kjartan Stefánsson ritar bókina í 1. persónu Erlends. Erlendur segir sögu sína af hreinskilni. Einu sinni var sagt að á „toppnum" væri „ekki skjól uppi fyrir frosti, snjó né vindi." Erlendur segir frá mörgum sigrum en einnig von- brigðum og harðskeyttum átökum. Með lestri bókar- innar kynnast menn líka manninum sjálfum, Erlendi Einarssyni. Uppvaxtarárin Erlendur lýsir lífi og starfi á uppvaxtarárum sínum, sjósókn og sveitalífi, bjargsigi og veiðum. Erlendur fór snemma að vinna fyrir sér á sumrin. Þrettán ára gamall fær hann vinnu við vegagerð og snemma beygist krókurinn. Fimmtán ára fer hann að vinna í Kaupfélaginu við afgreiðslu og á skrifstofu. í bókinni segir Erlendur um móður sína: „Móðir mín var geðrík kona, enda átti hún rætur að rekja til slíks. Jón Brynjólfsson, faðir hennar, var af sumum talinn hörkutól." Um fóður Erlends, Einar Erlendsson, sagði Óskar Þorláksson í minningargrein: „Einar var snemma efnilegur ungur maður sem allir litu upp til og dáðu vegna Ijúfmennsku hans, reglusemi og drengi- legrar framkomu á öllum sviðum. í æsku hafði Einar ekki aðstöðu til langrar skólagöngu en var prýðilega sjálfmenntaður í skóla lifsins. Hann var glaövær, fé- lagslyndur og hvers manns hugljúfi." Rætur Erlends standa 1 Vík. Erlendur Bjömsson, fóðurafi hans, var annar frumbygginn í Víkurkaup- túni og Jón Brypjólfsson, móðurafi hans, var einnig einn af fhimbyggjum í Vík. Úthafsaldan lemur suður- ströndina. Erlendur segir frá sjóslysum, bátskeljar á úfnum bárum og lítiö má út af bera. Þrívegis farast bræður, náskyldir Erlendi, og sjórinn tekur sinn toll í fámennu byggöarlagi. Nábýhð við hafið og hættima mótar menn. Áthyglisverö er lýsingin þegar athafnamaðurinn lít- ur til baka yfir öldurót viðskiptalífsins og hættur æskustöðvanna: „Yfirborð hins daglega lífs er eins og hafllöturinn. Það er á stöðugri hreyfingu með öldu- róti og annríki daganna. Það ber í skauti sínu góða og slæma daga, sigra og ósigra, gleði og sorg. Er þá ekki í þessu mikla umróti hins daglega lífs nauðsyn- legt fyrir hvem og einn að eiga sitt hugardjúp með ró og friði sem öldurót á yfirborði daglega lífsins nær ekki að trufla? Er ekki einmitt þetta djúp eins og kjölfesta í skipi, sem heldur því á réttum kih þótt stormar geisi og ólgu- sjór flengi kinnungana? Og er ekki uppspretta hinnar andlegu orku, sem býr í hveijum manni, fólgin í þessu hugardjúpi?" Nám og starf Erlendur settist 18 ára gamah í Samvinnuskólann og skólavahð var auðvelt. Faðir Erlends var sam- vinnumaður og þau töldu samvinnuhreyfinguna mannbætandi þar sem hún setur manngildið ofar auð- gildinu. Skólastjóri Samvinnuskólans var þá Jónas Jónsson frá Hriflu og auðlesið er af bókinni að Erlendur hefur metið Jónas mikils. Hann telur ummæh Haralds harðráða um Gissur ísleifsson, síðar Skálholtsbiskup, geta átt við Jónas. „Af Gissuri má gera þrjá menn. Hann má vera víkingahöfðingi og er til þess vel fah- inn. Þá má hann og vera konungur af sínu skaplyndi og í þriðja lagi biskup og er hann til þess best fallinn." Frá Samvinnuskóla fór Erlendur í Landsbankann og hugöist um skeið verða bankamaður en örlögin höguöu málum á annan veg. Erlendur greinir frá ýmsum merkum atburðum þessara ára, stríðsáranna. Nám og starf í National City Bank í New York. Val lífsförunautar. Raunar er það Vilhjálmur Þór, þá forstjóri Sam- bandsins, sem breytir lífshlaupi Erlends. Hann fær Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson Erlend til að taka að sér forstöðu tryggingadeildar, sem hann hafði í hyggju að stofna, síðar Samvinnutrygg- ingar. Erlendur var fyrsti forstjóri Samvinnutrygginga og gegndi því starfi í niu ár. Hann rekur þessi ár og seg- ir frá ýmsum samstarfsmönnum. Viðhorf hans til þess fyrirtækis koma fram í setning- um eins og: „Mér fannst það heillandi verk að und- irbúa stofnun Samvinnutrygginga og veita þeim for- stöðu...“ og „Samvinnutryggingar voru óskabam mitt sem fyrirtæki...“ En eftir að Erlendur tekur að starfa hjá Sambandinu gerast hlutimir hratt. Á ótrúlega skömmum tíma vinn- ur Erlendur sig upp í forstjórastólinn. Níu ámm eftir að hann hóf starf hjá Sambandinu er honum boðið forstjórastarfið, aðeins 34 ára gömlum. Staðið í ströngu í bókinni fiahar Erlendur um Vilhjálm Þór sem hann telur réttilega örlagavald í lífi sínu. Það er árið 1954 sem Vilhjálmur Þór kahar Erlend fyrir sig og spyr hann hvort hann vhji taka við forstjórastarfinu í Sam- bandinu. Erlendur lét th leiðast eftir nokkurn umhugs- unartima og átti kona hans, Margrét, sinn þátt í þeirri ákvörðun. Á þessum tíma unnu rúmlega 800 manns hjá Sam- bandinu og velta þess var rúmar fimm hundmð millj- ónir króna. Erlendur segir frá sterkri póhtískri spennu á aðal- fundum Sambandsins en margir hafi varla gert grein- armun á Sambandinu og Framsóknarflokknum. Er- lendur taldi því nauðsynlegt að breikka pólitískan vettvang Sambandsins. Jafnframt ræðir Erlendur um hina fiölmörgu sam- starfsmenn sína í bókinni og samskipti sín við þá. Um póhtísk afskipti sín segir Erlendur að hann hafi sem ungur maður verið vinstra megin við Framsókn- arflokkinn. Eftir aö hann byrjaði hjá Samvinnutrygg- ingum gekk hann th hðs við Framsóknarflokkinn. Hann sat í framkvæmdastjórn flokksins í mörg ár. Hann segir líka að Sambandið hafi stutt Framsóknar- flokkinn fiárhagslega en stuðningur hafi líka verið veittur öðrum flokkum. í lokaköflum bókarinnar segir Erlendur frá síðustu árunum hjá Sambandinu, þar er upphafið að þeim miklu skipulagsbreytingum sem síðar urðu á Sam- bandinu. Hann greinir frá málum varðandi forsfióra- skiptin og þar kynnast menn hhð Erlends á þessum málum. Kaffibaunamálið gerir hann einnig að um- ræðuefni og gerir því skh. Bókinni lýkur Erlendur með orðunum: „Mörgum finnst það eftirsóknarvert að komast th valda og met- orða. Það ætti þó ekki að vera æðsta markmið lífsins. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri th aö stjóma Sambandinu og skifia eftir spor í íslenskri atvinnusögu. Það var mikið ævintýri. Að hafa átt góða fiölskyldu og góða konu hefur þó gefið lífi mínu mest ghdi. Það er gæfa mín.“ Kjartani Stefánssyni tekst vel th við ritun þessarar bókar. Hér er sögð saga manns sem þorra æviára sinna stendur þar sem atvinnusaga íslendinga er að gerast. Sjónarmið slíks manns eru verð umhugsunar þegar fortíðin er metin. Staðlð i ströngu. Ævfmlnnlngar Erlends Einarssonar, fyrrverandi forstjóra SÍS. Rltað af KJartani Stefánssyni. Útgefandi Fróðl hf„ Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.