Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. Útiönd Bushneitarað skaffasmokka ognálar George Bush Bandaríkjaforseti hafnaði því í gaer aö stjómvöld dreiföu smokkum og sprautunál- um til aö hefta útbroiöslu eyðni- veimnnar og sagðí aö landsmenn aettu ekki að varpa grundvallar lífsgildum fyrir róða. Forsetinn sagöist frekar viija að fræðsla um eyðni yrði aukin. „Ég held að þaö sé ekki rétt að dreifa bara smokkum og gefast upp á tjölskyldunni og grundvall- ar lífsgiidum," sagöi hann meðal annars. Þá sagði Bush að það mundi bara auka fíkniefnavandann ef sprautunálum yröi dreift til eit- urflkla. Framtíðin leggstveliyfir- Stella Rimington, væntanlegur yfirspæjari þeirra á Bretlandi, koro til varnar leyniþjónustunni MI-5 í gær og sagði að hún gegndi iykilhiutverki þráttfyrir að kalda stríðiö væri fyrir bí. Rimington er fyrsta konan sem sest í æðsta valdastól gagn- njósnadefldar bresku leyniþjón- ustunnar'. Hún tekur viö embætt- inu í febrúar. Hún hefur starfaö fyrir leyniþjónustuna í 22 ár og oft komist í hann krappan. Hún sagði í yflrlýsingu að þrátt fyrir allar breytingar í heiminum gegndi leyniþjónustan erflöu, en engu að síður lifsnauðsynlegu, hlutverki og hún væri ánægð yflr aö fá að takast á viö forustuhlut- verkið. Innibyrgðartil- finningarvalda krabbameini Hans Eysenck, einn fremsti geðlæknir Breta, segir sannanir fyrir því að þeir sem byrgi tilfinn- ingar sínar inni í sér undir álagi séu líklegri til að fá krabbamein en aðrir. Reiðir menn og árásar- gjarnir eiga hins vegar á hættu að veröa fyrir hjartaáföllum. Eysenck sagöi að rannsóknir, sem hefðu verið gerðar undanfar- in 20 ár, sýndu að atferlismeðferð gæti snúið þessari þróun við og aukið lífsiíkur. Reuter Járnbrautarlestin var eins og harmóníka yfir að sjá eftir slysið. Mikil mildi þótti að enginn lét lífið því lestin var á mikilli ferð. Förinni var heitið í Disney World. Simamynd Reuter Þéttsetin farþegalest fór út af teinunmn í Flórída: Tók beygjuna á of miklum hraða - tvö hús urðu fyrir lestinni og 39 farþegar slösuðust Jámbrautarlest, þéttsetin farþeg- um á leið í Disney World skemmti- garðinn í Flórida, fór út af sporinu við bæinn Palatká í gær með þeim afleiðingum að 39 slösuðust og tvö hús eyðflögðust. Talið er aö lestinni hafi verið ekiö á of miklum hraða í beygju með þessum aíleiðingum. Eimreiöin og sex farþegavagnar fóm út af sporinu áöur en lestin stöðvaðist. í fyrstu var óttast að stór- slys heföi orðið en enginn hinna slös- uðu er í lífshættu. Fólkiö var á leið frá New York í skemmtigarðinn þeg- ar slysiö varö. Ekki er vitað með vissu hve margir vom í lestinni. Nær tvö hundruð manns höíðu keypt sér far með henni en ekki var tahð að allir hefðu fariö í þessa ferð. Reuter Carrington á ný til Júgóslavíu: Barist í frosthörkum a —s l*" \UTT TJOS / -J MYNDBAND FRÁ HÁSKÓLABIÓI rlLU 11 - Serbar reiðir út í EB Carrington lávarður, sáttasemjari Evrópubandalagsins, og 21 eftirhts- maöur á vegum Sameinuðu þjóð- anna heíja nýja friðarfór til Júgó- slavíu í dag. Ekkert bendir þó til þess aö lok sex mánaða styrjaldarátaka þar séu í sjónmáli þrátt fyrir miklar vetrarhörkur á átakasvæðunum. Bardagar héldu áfram í Króatíu í gær eftir ákvörðun EB um að viður- kenna sjálfstæði lýðveldisins þann 15. janúar. Útvarpiö í Króatíu sagði Á MYNDBANDALEIGURNAR í DAG Þessi gamla króatíska kona varð aö setja eigur sínar í hjólbörur og flýja heimili sitt undan styrjaldarátökun- um í Króatíu. Ekkert lát er á bardög- unum, þrátt fyrir vetrarhörkur. Sfmamynd Reuter að níu manns hefðu fallið og tuttugu særst í átökum viö bæinn Osijek undanfarna tvo daga. Króatar og Slóvenar vora von- sviknir aö EB skyldi ekki viðurkenna sjálfstæði lýðveldanna strax en þeir sögðust vera reiðubúnir að bíða. Serbneskir embættismenn gagn- rýndu ákvörðun EB harölega. Carrington sagði að hann mundi hitta leiðtoga allra lýðveldanna sex tfl að skýra ákvörðun EB fyrir þeim og leita stuðnings þeirra viö vopna- hlé. Hann virtist þó lítt sannfærður um að átökin væra senn á enda. Embættismenn í Slóveníu og Króa- tíu sögðu að Carrington mundi hitta forseta lýöveldanna tveggja í austur- rísku borginni Graz. Þaöan fer hann svo til Júgóslavíu til að ræða við for- seta Serbíu og leiötoga annarra lýð- velda. Eftirhtsmenn SÞ eru væntanlegir til Belgrad í dag til að kanna mögu- leikana á því að senda tíu þúsund manna friðargæslusveitir tfl Júgó- slavíu. Sameinuðu þjóðimar ætla ekki að senda sveitir fyrr en komið hefur verið á varanlegu vopnahléi. Tanjug-fréttastofan segir að meira en átta þúsund Serbar hafl flúið Króatíu að undanfomu og farið tfl Bosníu-Hersegóvínu. Meira en hálf milljón manna hefur flúið undan styrj aldarátökunum frá því þau hóf- ust. Reuter dóttur sinni Kennari í sveitahéraöi i Suður- Kína hjó höíúðið af þriggja ára dóttur sinni vegna þess að spá- maður sagði honum að síðar á lífsleiðinni yrði dóttirin honum að bana. Kennarinn heitir Wang Faxiang og er 28 ára gamall. Wang sætti færis eitt sinn þegar : konahans fór að heiman og myrti bamið. Sagt var frá máiinu opin- berlega í Kina til að vara fólk við foraum átrúnaði á spámenn og seiökarla. Fyrirdómvegna mordaá27 gömlum komim í París eru hafin réttarhöid yfir Thierry nokkrum Mailturin, sem sakaður er um aðfld að morðum á 27 gömlum konum þar í borg- inni á árunum 1984 tfl 1987. Sam- verkamaður hans lést úr eyðni i fangeisi fyrir tveimur árum. Mennirinir voru honunar og eiskhugar. Ákæran á hendur Mathurin tekur aðeins tfl átta moröa og sjálfur hefur liann játaö sex þeirra á sig. Sagt er að hann hafl verið sem þræll elskhuga sins og aðeins fylgt honum við ódæðin. Konurnai- voru allar rændar áð ur en þær voru myrtar. Líflátinn fyrir að myrða keypta eiginkonu Du HuLxi, 32 ára gamall bóndi í Austur-Kina, var líflátinn í síð- asta mánuði eftír að vera fundinn sekur um morð á eiginkonu sinni. Konuna keypti bóndi; af farand- sala í vor fyrir flárhæð sem svar- ar til um 50 þúsund íslenskum krónum. Konan var aðeins 17 ára gömul. Húu reyndi að fiýja frá nýja heimilinu sínu en maöur hennar náði henni og stakk hana tfl bana. Kínversk yfirvöld segja að sala á konum færist nú í vöxt í landinu. Tuttugu indíánar myrtir við bænir Hópur ókunnra byssumanna réðst inn á samkomu hjá indíán- um i Kolombíu og myrtu 20 gest- anna. Fólkið var samankomiö á bænastund vegna komu jólanna. Meðal hinna látnu eru flögur böra. Tíu menn aðrir særðust í árásinm. sumir hættuJega. Vitni segja aö byssumennirnir hafi verið um 60 og notað vélbyss- urviðverknaðinn. Lögreglan tel- ur líklegast að hópur öfgamanna, sem vill flæma alla indíána úr héraöinu. hafa verið þaraa að verki. Þeir hafa oft látið tii sín taka á iiðntun árunt. Háar bætur fyrír að vera reknar þungaðar Tvær hiúkrunarkonur í breska heraum hafa fengið háar bætur fyrir brottrekstur úr starfi. Þær voru báðar ófrískar þegar þeim var vikið úr hernum og þótli sannað fyrir rétti að þær heföu sætt misrétti vegna kynferðis Hvor kvennanna fær 25 þúsund pund L bætúr frá bernum. Það svarar til um 2,5 mifljóna ís- lenskra króna. Taiiö er að í kjölf- arið fylgi kærur frá þúsundum kvenna sem á undanfömum árum itafa verið reknar úr hera- um vegna þungunar, Reutor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.