Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 48
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. tstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991 Útsvarið 0 hækkaðí a Haf narfirði a Sighvatur Björgvinsson: Sameining út úr myndinni en sparnað- urinn ekki Bæjarstjóm Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í gær að hækka pró- sentu útsvars úr 6,7 í 7,5 prósent en þaö er hæsta leyfllega útsvarspró- sentan. Þetta gefur Hafnarfjarðarbæ um 100 milljónir í auknar tekjur. Guðmundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri sagði í morgun að þessi hækkun væri eingöngu komin til vegna þeirra auknu álaga sem ríkis- valdið hefur sett á bæjarfélög. Mosfellsbær ákvað fyrir nokkra að hækka útsvar sitt úr 7,0 í 7,5 pró- sent. Sú hækkun er að hiuta til kom- in vegna lágra tekna í Mosfellsbæ, jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og að- gerða ríkisstjómarinnar. Langflest bæjarfélög á landinu full- nýta nú þegar útsvarsprósentu sína, hafa hana 7,5 prósent. Undantekn- ingar eru sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu. Reykvíkingar borga til dæmis 6,7 prósent í útsvar og verður það ekki hækkað. -JGH „Sameining sjúkrahúsanna á höf- uðborgarsvæðinu er komin út úr myndinni fyrir afgreiðslu fjárlaga. Ég geri þetta ekki í andstöðu við vilja St. Jósefssystra. Sameiningin gæti hins vegar komið til framkvæmda á næsta ári án þess að snerta þessi fjár- lög,“ segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. Sighvatur segir að með sameiningu Borgarspítalans og Landakotsspítala hafa ætlunin verið að spara á þriðja hundrað milljónir. Þeim spamaði segist hann nú ætla að ná fram í rekstrarkostnaði sjúkrahúsanna í Reykjavík. -kaa Samið á Selfossi Vinnuveitendur og Verkalýðsfélag- ið Þór á Selfossi undirrituðu í gær sérsamning til handa ófaglærðum starfsmönnum við Mjólkurbú Flóa- manna. Samningurinn er á sömu nótum og Dagsbrún gerði við Míólk- ursamsölima. Að sögn Ingibjargar Sigtryggsdótt- ur, formanns Þórs, var samið upp á ábatakerfi sem á að skila um 5 pró- sent launahækkun á ársgrundvelh. Þá var í samkomulaginu ákvæði um veikindarétt starfsmanna með háan starfsaldur sem lenda í langvarandi veikindum. Loks em inni ákvæði um námskeið sem halda skal á vinnustað ávinnutíma. -JSS Slippstöðin á Akureyri: Starfsmenn SUppstöðvarinnar á Akureyri, sem ekki hafa fengið upp- sagnarbréf, hafa gert stjórn fyrirtæk- isins tUboð þess eðUs að uppsagnir þriðjungs starfsmanna komi ekki til framkvæmda en þess í stað skipti allir starfsmenn stöðvarinnar milU sín þeirri vinnu sem verður hjá fyrir- tækinu. Þeir starfsmenn, sem era nú á uppsagnarfresti, eru á miUi 40 og 50 talsins. „Ég get ekkert sagt um þetta mál á því stigi sem það er nú,“ sagði Sig- urður G. Ringsted, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, í gær. Hann sagði að stjóm fyrirtækisins ætti eft- ir að fjalla nánar um máUð og taka afstöðu tU þessa tílboðs, sem er væg- ast sagt óvenjulegt, en niðurstöðu í máUnu er að vænta fyrir helgina. lést i vinnuslysi Maðurinn sem lést á vinnusvæði malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar í Hafnartj arðarhrauni á mánudag hét Björgvin KetUl Björgvinsson, 54 ára, til heimiUs að Austurtúni 15 í Bessastaðahreppi. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þijú böm. Aflýsa varð tónleikum kanadíska tónlistarmannsins Bryan Adams vegna þess að rafmagnskerfið í Laugardalshöllinni var ekki nægilega öflugt. Rótarar hans reyndu hvað þeir gátu að koma tækjunum í lag en allt kom fyrir ekki. - Sjá nánar frétt á bls 2. DV-mynd GVA BOUQUET D'OR Konfekt Veðriö á morgun: Úrkomu* laust sunn anlands 4 Sími: 91-41760 Á morgun verður fremur hæg norðaustanátt um aUt land. Smá- él verður á annesjum vestan- og norðanlands en úrkomulaust um sunnanvert landiö. Frost verður á bilinu 1-4 stig. LOKI Það skal tekið fram að hérerekki um Hafnarfjarð arbrandaraaðræða! BYL GJA Ni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.