Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. C Að rjúfa vítahring fátæktar Hin árlega jólasöfnun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar er nú hafin. Söfnunarbaukar ásamt gíróseðli og upplýsingum um starfið hafa verið sendir inn á hvert heimili á land- inu. Það er vissulega von okkar að landsmenn taki þessari sendingu vel, eins og þeir reyndar hafa gert undanfarin ár. Það er ekki úr vegi nú þegar söfn- mún „Brauð handa hungruðum heimi“ er hafin að gera ofurlitla grein fyrir Hjálparstofnun kirkj- unnar og markmiðum hennar. Hvernig hófst starfið? Hjálparstofnun kirkjunnar er sjálfseignarstofnun er stofnuð var árið 1970 af Þjóðkirkju íslands. Hjálparstofnunin htur á sig sem útrétta hönd kirkjunnar og þeirra 93% þjóðarinnar er henni tilheyra Kjallarirm Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar „Meginregla við verkefnaval er að hjálpin komist örugglega og fljótt til skila, verði sem flestum til hálpar og sé liður í að rjúfa þann vítahring fá- tæktar sem dæmir fólk til að lifa á mörkum hungurs og dauða kynslóð fram af kynslóð.“ „Hjalparstarfið er skipulagt og unnið í náinni samvinnu við aðila sem við þekkjum og treystum.' til þeirra sem minnst mega sín, bæði á meðal okkar og í fjarlægum löndum. Hjálparstofnunin er því með réttu stofnun íslensku þjóðar- innar, stofnun er vill vera farvegur þeirrar aðstoðar og hjálpar er við réttum meðbræðrum okkar. Hlutverk stofnunarinnar Samkvæmt skipulagsskrá er hlut- verk Hjálparstofnunar kirkjunnar að hafa forgöngu um og samhæfa mannúðar- og hjálparstarf íslensku kirkjunnar innanlands sem utan. Helstu verkefni hennar eru: Innanlands: a) að veita skyndihjálp í neyðar- tilfellum, b) að veita aðstoð innlendum hknarfélögum, c) að samræma og skipuleggja líknarstarf innan kirkjunnar og vera prestum og söfnuöum til að- stoðar í þeim efnum. Erlendis: a) að veita nauðstöddum kirkjum aðstoð og styðja starfsemi þeirra, b) að veita bágstöddum neyðar- og þróunaraðstoð, c) að veita aðstoð flóttafólki sem býr við bág kjör, d) að stuðla að því að mannrétt- indi séu virt. IASKRIFTARGETRAUN SVARSEÐILL □ Já takk. Ég vil svo sannarlega gerast áskrifandi að DV. Ég fæ eins mánaðar áskrift ókeypis og það verður annar áskriftar- mánuðurinn. Áskriftargjald DV er aðeins 1.200 kr. á mánuði, eða 48 kr. á dag. □ Játakk. Ég vil greiða með: Athugið! Núverandi áskrifendur þurfa ekki að senda inn seðil. Þeir eru sjálf- krafa með í áskriftargetrauninni. Starfsfólki FRJÁL3RAR FJÖLMIÐLUNAR og mökum þeírra er ekki heimil þátttaka I áskriftargetraun blaðsins. Vinsamlegast notið prentstafi: NAFN________________________ HEIMILISFANG/HÆÐ PÓSTSTÖÐ SÍMI KENNITALA 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 □ VISA □ EUROCARD □ SAMKORT □ INNHEIMT AF BLAÐBERA KORTNÚMER 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 L 1 1 1 1 1 1 J 1 GILDISTÍMI KORTS UNDIRSKRIFT KORTHAFA - SENDIST TIL: DV, PÓSTHÓLF 5380, 125 REYKJAVÍK, EÐA HRINGIÐ í SÍMA 27022 - GRÆNT NÚMER 99-6270, FAX (91) 626684. I 1 I I I I I 1 1 I s s s ;l Ei s s Jj Verkefni Verkefni stofnunarinnar eru val- in án tillits til þjóðemis, kynþáttar, trúarskoðana eða póhtískra hug- mynda viðtakenda og án tilhts til hver sé orsök neyðarinnar. Megin- regla við verkefnaval er að hjálpin komist örugglega og fljótt til skila, verði sem flestum til hjálpar og sé liður í að ijúfa þann vítahring fá- tæktar sem dæmir fólk til að lifa á mörkum hungurs og dauða kyn- slóð fram af kynslóð. Þegar verkefni eru vahn ber að hafa í huga að þau innihaldi ekkert það sem gerir menn háða áfram- haldandi hjálp og hafi þessi markmið: a) að rjúfa vítahring fátæktar og sjúkdóma, leysa úr læðingi krafta og hugvit fólksins sem starfað er meðal, b) að gefa því þannig sjálfu bæði tækifæri og ábyrgð á að skapa sér og bömum sínum mannsæmandi líf og betri framtíð. Með öðmm orðum að hjálpin sé hjálp til sjálfshjálpar. Hjálpin kemsttil skila Hjálparstarfið er skipulagt og unnið í náinni samvinnu við aðila sem við þekkjum og treystum. Má þar nefna hjálparstarf tveggja al- þjóðlegra kirkjustofnana, sem eru Lútherska heimssambandið og Al- kirkjuráðið. Einnig á Hjálparstofn- un náið samstarf við systurstofn- anir sínar á Norðurlöndum, sem venjulega hafa starfsmenn á hjálp- arsvæðunum. Algengt er að þessar hjálparstofnanir vinni saman að ákveðnum verkefnum. Hvaðan koma peningarnir? Starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar kostar mikla fjármuni. Stærsta tekjuhnd stofnunarinnar em almennar fjársafnanir og ber þar hæst hina árvissa jólasöfnun, „Brauð handa hungmðum heimi“. Framlög fastra styrktarmanna em einnig mjög mikilvæg auk þess sem sóknir og prestar leggja stofnun- inni hð og sala friðarkerta fyrir jóhn gefur þó nokkrar tekjur. Vilt þú vera með? Árangur starfsins sl. ár hefur verið mjög góður og nú leitar Hjálp- arstofnun kirkjunnar enn á ný til landsmanna. Krónumar margfald- ast að verðgjldi í þróunarlöndun- um og því geta allir verið með. Látum verkin tala, sýnum hug okk- ar til hðandi meðbræðra og notum baukinn og giróseðilinn. Engin verður fátækari við að leggja góðu málefni hð. Jónas Þórísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.