Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. ' Merming „Semja aldrei frið fyir en eftir unninn sigur" Ekki er um það deilt að Jónas Jónsson frá Hriflu var einn litríkasti, áhrifamesti og umdeildasti stjómmálamaður þjóðarinnar á fyrri hluta aldarinnar. Hann gegndi lykil- hlutverki við mótim íslenska flokkakerfis- ins, átti mikinn þátt í stofnun bæði Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins og í upp- gangi samvinnuhreyfingarinnar. Þegar hann komst til valda sem ráðherra beitti hann sér fyrir margvíslegum umbótum sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið. Jónasar frá Hriflu háði baráttu sína gjarn- an í rituðu máh. Margir hafa gegnum tíðina orðið til að skrifa um samskipti sín við Jónas og sjálfur setti hann á blað minningar og sögulegar skýringar, þótt hann skrifaði ekki heildstæða sjálfsævisögu. Jónas var einnig annálaður bréfritari; skrifaði oft mörg bréf á degi hverjum. Hann á veigamikinn sess í riti Þórarins Þórarinssonar um sögu Fram- sóknarflokksins. Vinir hans og velunnarar hafa þar að auki gefið út um hann tvær af- mælisbækur síðustu áratugi. Hefðbundin söguskoðun Það er því úr miklu lesefni að mpða fyrir ævisöguritara Jónasar frá Hriflu. í þessari bók, sem er einungis fyrsta bindi nýrrar ævisögu, vitnar höfimdurinn, Guðjón Frið- riksson, sagnfræðingur, líka ótæpilega bæði í bréf, greinar, ræður og rit Jónasar, sam- herja hans og andstæðinga. Það er hins vegar athyghsvert að rann- sóknir Guðjóns virðast ekki hafa breytt sem heitið getur ríkjandi skoðun á hlutverki Jón- asar í íslenskri stjómmálasögu fram til 1927. Sú saga sem hér er sögð af Jónasi víkur því í engum gmndvaharatriðum frá því sem áður hefur verið skrifað. Víða er satt best að segja ekki kafað miklu dýpra ofan í máUn en áður hefur verið gert, þótt sumt sé rakið í mun ítarlega máU og með tilvitnunum í bréf Jónasar sem gefa vissulega fyUri mynd af skapgerð Jónasar. Jónas Jónsson frá Hriflu. MikiU hluti bókarinnar íjallar eölUega um stjómmálamanninn Jónas - aUt frá Skin- faxaárunum fram til stjórnarmyndunarinn- ar 1927. Þar ber hæst herhvöt Jónasar til æskunnar í ungmennafélögunum, stofnun Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, rík áhrif Jónasar á stjómarathafnir á árunum 1917-1920, en þá var sveitungi hans, Sigurður Jónsson á YstafelU, einn þriggja ráðherra, og skrif Jónasar í Tímann um menn og mál- efni. Hreinar línur Jónas var fyrst og síðast meistari áróðurs- ins í ræðu og riti. Skrif Jónasar í Tímanum Bókmenntir Elías Snæland Jónsson vora eitilhörð í sókn og vöm og beindust ekki síst að hættulegustu foringjum and- stæðinganna. Dæmi um það eru skrif hans um Bjöm Kristjánsson, höfund Verslunaró- lagsins, og Einar Arnórsson, ritstjóra Morg- unblaðsins. Þær rimmur, og frægar deilur við Kristján Albertsson og Jónas Kristjáns- son lækni, em raktar hér ítarlega með til- vitnunum. Jafnvel eigin flokksmönnum fannst stund- um of langt gengið hjá Jónasi, en hann svar- aði fyrir sig fullum hálsi, t.d. í bréfi til Sigurö- ar ráðherra: „Að vísu er ég þér þúsund- sinnum sammála um að í heild sinni þurfi að rökræða mál. En eins og veröldin er þarf að taka blóð við og við og slá þá óvininn miskunnarlaust svo að hann ekki þurfi um- banda við. Við höfum á Bimi Kristjánssyni statuerað exempel, eyðilagt complet einn voldugasta mann landsins af því hann stóð í götu nauösynlegra framkvæmda." Það var meginmarkmið Jónasar á þessum ámm að koma á hreinum hnum í stjómmál- unum, með góðu eða illu. Kapphlaupið um sálirnar Á þeirri leið þurfti hann hins vegar ekki aðeins að taka á andstæðingunum heldur einnig að reka sína eigin menn áfram. Hon- um blöskraði oft hversu menn vom deigir til stórræða: „Alls staðar er sama hugleysið, agaleysið og þröngsýnin eins og fram kom í flokki okkar í vetur,“ segir hann í bréfi til Sigurðar ráðherra 1920. „Alltaf festist ég sjálfur í þeirri trú og skoðun að eiga sjálfur aldrei neitt undir meirihlutageðþóttanum. Svo fáir (em þeir) sem má teysta til að grípa ekki til fót- anna þegar hættan nálgast." Og í bréfi til sonar Sigurðar, Jóns, skýrir hann hlutverk sitt við mótun Framsóknar- flokksins svo um sama leyti: „Mitt hlutverk er að halda áfram, meðan unnt er að efla í ykkur karlmannskjarkinn. Venja ykkur við, sem hafið skap, til að þola þá æf- ingu... semja aldrei frið fyrr en eftir unninn sigur. Þeir sem ekki þola þetta... þeir verða að klofna frá.“ Guðjón skýrir þessa hörku sem einkenndi stjómmálaumræöuna á þriðja áratugnum - því Jónas fékk það auðvitað jafn óþvegið og hann gaf - með þeirri óvissu sem ríkti í stjómmálunum vegna þess að kjósendur voru að raða sér upp á nýtt í fylkingar: „Stjórnmálaforingjamir voru óöraggir, vissu ekki enn hvar línur milli flokkanna lágu nákvæmlega og vom að reyna að hrifsa til sín sem mest af óráðnum sálum og hneigð- ust því meir til stóryrða en ella.“ Barátta Jónasar skilaði fljótiega þeim ár- angri að Framsóknarflokkurinn tók við stjórnartaumunum. Þá fóm í hönd með ein- dæmum stormasamir framkvæmda- og átakatímar. Forvitnilegt verður að sjá um- íjöllun Guðjóns um þá hildartíma í lífi Jónas- ar frá Hriflu, og þá auðveldara að meta gildi verksins í heild. Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. Höfundur: Guöjón Friðriksson. Iðunn, 1991. Sumardýrð Þessi ljóðabók lofsyngur síðasta sumar á íslandi sem var það hlýjasta og sólríkasta í manna minnum. Og bókin er öll mikil nátt- úmdýrkun, ævinlega er mælandi einn á ferð í íslenskri náttúra sem heillar hann og þarf ekki að fara lengra en niður í fjöra í vest- urbæ Reykjavíkur þar sem hann býr. Og þessi tilbeiðsluljóð em yfirleitt öll á sömu bókina lærð, upptalning á því sem fyrir augu ber, og fullyrðingar rnn að mælandi sé gagn- tekinn af því öllu saman. Þær fullyrðingar styrkjast raunar stundum af stíl ljóðanna, þar sem er kyrrlát upptalning hreyfingar- lausra náttúrufyrirbæra: í Húsafellsskógi Úfið hraun þakið svörtmn og gulum skófum grámosinn liggur hér í öldum. Smágerð birkitrén teygja sig upp úr gjótunum fagurgræn og fagnandi yfir birtu dagsins. Ofar handan skógivaxinna hæða blá fjöll og fimindin að baki þeirra fannahví t ísbreiðan á j öklinum langa og hreina undir mislitum skýjum og björtum háloftabláma. Fjallstindar sem leiða huginn til himins. En ofar öllu, í hátignarró, gnæfir haddur þinn logabjartur. Engum ertu likur, Eiríksjökull! umvafinn skýjum á heiðum sumardegi. Þetta er þokkalega byggt, í fyrsta erindi em andstæður þar sem annars vegar er óskapnaður í gráu, svörtu og gulu, en upp úr honum teygja sig persónugerð trén. Lýs- ingarorðin, sem um þau era höfð, lúta öll að einhverju smágerðu, lífvemm, og hér koma einnig andstæður í litum; fagurgræn, birtu. Þetta er nærsviðið, en 2. erindi sýnir baksviðið, íjær og fjær, jafnframt því sem htimir lýsast. Síðasta erindið er svo hámark þessa, í persónugervingu. Lýsingin á loga- Bókmeimtir Örn Ólafsson björtu hári verunnar og hátignarró, leiðir hugann aö upphafinni, þróttmikilh vem. Bæði fyrsta hnan, og þó einkum staða Eirík- sjökuls í kvæðinu, verða til þess að hann má sjá sem eins konar táknmynd guðdóms- ins. En jafnvel þótt svo sé ekki hefði hann gjaman mátt fá sérkennilegri, sterkari lýs- ingu en „Engum ertu líkur“, ásamt: „í há- tignarró“. Svona almenn lofsyrði segja svo htið. Ýmislegt er vel gert í þessu kvæði, og fleiri mætti nefna, t.d. „Ljósmóða". En vitaskuld er flest hér býsna kunnuglegt, hefðbundið. Ég á nú ekki von á aö slík einkunnarorð hryggi höfundinn, en þó er hann stórum fastari í hefðinni þegar hann fylgir gömlum bragarháttum. Það geta þeir frekar leyft sér sem em sjálfstæðari skáld, en hér yfirgnæfa klisjumar, berast sjálfkrafa fram á rími, stuðlun og reglubundinni hrynjandi. Per- sónugerð myndin í 2. erindi er ekki sem verst, en mestaht annað er sviplaust, og stendur alls ekki undir útjöskuðum upp- hrópununum í síðari hluta fyrsta og þriðja erindis: Nótt í Stóruskógum Opnast fyrir augum minum áin breið í Stafholtstungum, íslensk fegurö: fjöll og hálsar. Fossar gleði í hjörtum ungum! Hafharfiall, þú höfuðvigi héraðs, berð af vættum öllum; undir skýja siifursængum svefninn býður hamratröllum. Kynngimögnuö kyrrð og friður, kjarrið grænt á ásum löngum, ferskur blær og fuglakliður - friðsæl gleði í rjóðum vöngum. Þessi tvö kvæði - af þremur tugum - verða að nægja sem dæmi. En mér sýnast þau líka dæmigerð fyrir bókina í hehd. Þetta er sjald- an beinlínis slæmt, en aldrei neitt áhrifamik- ið heldur. Höfundur er greinhega gagntekinn af íslenskri náttúruljóðahefð, en hefur ekki mikið fram að færa frá sjálfum sér. Þegar maður hefur löngun th að tjá sig í ljóðum, án þess að hafa neitt nýtt eða frumlegt fram að bera, er þá ekki ráð aö einbeita sér að þýðingum, a.m.k. fyrst um sinn? Hann getur þá fundið kröftum sínum verðug viðfangs- efni og þroskandi, en jafnframt unnið ljóð- listinni gagn. En þá þarf önnur vinnubrögð en höfð hafa verið við þá einu þýðingu sem hér birtist, „Sólskinsdagur“ eftir Longfehow. Jón skhar nokkum veginn hrynjandi og rím- skipan framtexta, og stuölar ljóðið að auki. Jón Valur Jensson. En þetta kostar sitt, í þýðingunni er notað fonhegt og óljóst orðalag, þar sem frumtext- inn er myndrænn og skarpur. Til að sýna þetta verður eitt erindi að nægja (bls. 28): Ég heyri vind í léttum leik með ljúfúm þyt í grænni eik, en glóandi öxum gullregnið nú greinum bendir niðr á við. I hear the wind among the trees Playing celestial symphonies I see the branches downward bent Like keys of some great instrument. í frumtextanum sér mælandi greinar trjánna sveigðar niður eins og tangenta á einhverju (þ.e. ókennhegu) miklu hljóðfæri, og hann heyrir vindana leika himneskar hljómkviður á hljóðfærið. Þessi mynd hverf- ur alveg í þýðingunni, og í staðinn koma khsjur „í léttum leik og ljúfum". Þetta er hvorki skáldinu bjóðandi né íslenskum les- endum. Jón Valur Jensson: Sumarljóð 1991. Goóorð 1991, 60 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.