Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 42
42
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991.
Afmæli
Snæbjöm Jónasson
Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri,
Laugarásvegi 61, Reykjavík, er sjö-
tugurídag.
Starfsferill
Snæbjöm fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA1941, prófi í bygginga-
verkfræði frá HÍ1946, stundaði
framhaldsnám við Eidgenössische
Technische Hochschule í Zúrich í
Sviss 1947-48 og við Massachusetts
Institute of Technology í Cambridge
í Bandaríkjunum 1951.
Snæbjöm hóf störf sem verkfræð-
ingur hjá Vegagerð ríkisins 1948, var
þar deildarverkfræðingur 1963-64,
yfirverkfræðingur 1964-74, forstjóri
tæknideildar 1974-76 og vegamála-
stjóri frá 1976 en hann lætur af störf-
um um áramótin fyrir aldurs sakir.
Snæbjöm sat í stjórn Verkfræð-
ingafélags íslands 1956-58 og í stjórn
Stéttarfélags verkfræðinga 1958-59.
Hann var ritari íslandsdeildar
Norræna vegtæknisambandsins frá
1957 og hefur verið formaður henn-
ar frá 1977. Snæbjöm hefur setið í
stjóm skipulagsnefndar Efnahags-
og framfarastofnunar E vrópu
(OECD) um rannsóknir aðildarríkja
í vegagerð frá 1974, í skipulagsstjóm
og Almannavamaráði frá 1976 og
formaður frá 1979, ráðunautur fé-
lagsmálaráöuneytisins um vatns-
veitur og holræsi frá 1976, formaður
skipulagsstjómar og samvinnu-
nefndar um skipulag Reykjavíkur
og nágrennis og um skipulag Akur-
eyrar og nágrannasveitarfélaga frá
1978.
Snæbjöm var sæmdur riddara-
krossi íslensku fálkaorðunnar 1980,
Kommendörskrossi sænsku Norð-
urstjörnunnar 1987 og Order of the
BritishEmpirel990.
Fjölskylda
Snæbjöm kvæntist 22.8.1947
Bryndísi Jónsdóttur, f. 7.9.1925,
stúdent og húsmóður. Hún er dóttir
Jóns Hallgríms Stefánssonar, hst-
málara í Reykjavík, og Sigríðar
Geirsdóttur Zoöga ljósmyndara.
Böm Snæbjörns og Bryndísar eru
Sigríður, f. 4.6.1948, hjúkrunarfor-
stjóri Borgarspítalans, gift Sigurði
Guðmundssyni lækni og eiga þau
þijú börn, Bryndísi, Kristínu og
Guðmund Ingva; Jónas, f. 6.2.1951,
umdæmisverkfræðingur Vegagerð-
ar ríksins á Sauðárkróki, kvæntur
Þórdísi Magnúsdóttur, kennara og
BA, og eiga þau fiögur böm, Snæ-
björn, Kristjönu, Bryndísi og Níní;
Herdís, f. 8.11.1953, fulltrúi hjá Eim-
skipafélagi íslands í Reykjavík, og á
hún eina dóttur, Steinunni Rósu.
Systkini Snæbjörns: Brjánn, f.
1915, nú látinn, skrifstofumaður á
Akureyri og síðar í Reykjavík; Val-
borg, f. 1920, húsmóðir og lengst af
skrifstofumaður í Reykjavík.
Foreldrar Snæbjörns: Jónas Jón
Snæbjörnsson, f. 21.3.1890, d. 18.7.
1966, menntaskólakennari og brúar-
smiður á Akureyri og síðar í Reykja-
vík, og kona hans, Herdís Símonar-
dóttir, f. 2.4.1890, d. 17.10.1975, hús-
móðir.
Ætt
Bróðir Jónasar er Hafliði, faöir
Krisfiáns, fyrrv. póstrekstrarsfióra.
Jónas var sonur Snæbjörns, hrepp-
sfióra í Hergilsey, bróður Stéfáns,
langafa Gunnlaugs Sigmundssonar,
forstjóra Þróunarfélags Islands.
Snæbjöm var sonur Krisfiáns,
hreppsfióra í Hergilsey, Jónssonar,
hreppstjóra á Kleifum, bróður Jóns,
langafa Karls, afa Péturs Einarsson-
ar flugmálasfióra. Jón var sonur
Orms, ættföður Ormsættarinnar,
Sigurðssonar. Móðir Krisfiáns var
Kristín, systir Guðrúnar,
langömmu skáldanna Theodóru
Thoroddsen og Matthiasar Joch-
umssonar. Kristín var dóttir Egg-
erts, b. í Hergilsey, Ólafssonar.
Móðir Jónasar var Guðrún Haf-
liðadóttir, dbrm. í Svefneyjum, Eyj-
ólfssonar eyjajarls, alþingismanns í
Svefneyjum, Einarssonar. Móðir
Guðrúnar var Ófina Friðriksdóttir,
b. í Arnardal, bróður Jóhönnu,
ömmu Muggs. Friðrik var sonur
Eyjólfs, prests á Eyri, Kolbeinsson-
ar, prests og skálds í Miðdal, Þor-
steinssonar. Móðir Ólinu var Sigríð-
ur Ólafsdóttir Þorbergssonar, prests
á Eyri og ættfoður Thorbergsættar-
innar.
Systir Herdísar var Steinunn,
móðir Jóhannesar Zoéga hitaveitu-
sfióra. Herdís var dóttir Símonar,
b. á Iðunnarstöðum, bróður Hildar,
ömmu Péturs Ottesen alþingis-
manns, Jóns Helgasonar ritstjóra
og Magnúsar Ásgeirssonar skálds.
Símon var sonur Jóns, ættfoður
Efstabæjarættarinnar, Símonar-
sonar, bróður Teits, ættfóður Teits-
ættarinnar, langafa Óskars Vil-
hjálmssonar, garðyrkjustjóra
Reykjavíkurborgar, og Helga Sig-
urðssonar hitaveitustjóra. Móðir
Herdísar var Sigríður Davíðsdóttir.
Snæbjörn tekur á móti gestum í
Borgartúni 6,fjórðu hæð, á afmæhs-
daginn klukkan 16.30-19.00.
GuðmundurLS.
Jóhannesson
Guðmundur Lárus Skúh Jóhannes-
son, vélsfióri og fyrrv. útgerðarmað-
ur, Borgarbraut 5, Grundarfirði, er
sextugurídag.
Starfsferill
Guömundur fæddist í Krossnesi í
Eyrarsveit. Hann fór tólf ára til sjós
og stundaöi síðar vélskólanám
1950-51. Guðmundur var vélsfióri á
bátum frá Snæfehsnesi 1951-72,
stundaði útgerð 1969-82 en frá 1982
hefur hann verið skipveiji á togar-
anum Runólfi SH135.
Guðmundur var formaður Verka-
lýðsfélagsins Sfiörnunnar í Grund-
arfirði 1957-58 og ritari sama félags
1962-65. Hann var í samninganefnd-
um sjómanna um langt árabh og
hefur verið formaður sjómanna-
dehda Verkalýðsfélagsins Sfiörn-
unnar frá 1988.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 1.6.1958 Jó-
hönnu Rögnu Pálmadóttur, f. 16.2.
1935, d. 23.12.1990, húsmóður og
verkakonu. Foreldrar hennar:
Pálmi Kristinn Ingimundarson og
Sveinfríður Ágústa Guðmundsdótt-
ir en þau bjuggu í Vestmannaeyjum,
Reykjavík og í Grundarfirði frá 1954.
Börn Guðmundar og Jóhönnu:
Sveinfríður Ágústa, f. 6.1.1957, hús-
móðir í Danmörku, maki Gunnar
Hansen sjómaður og eiga þau einn
son, Svein Óla, en Sveinfríður átti
áöur Pálma Marel Birgisson og Guð-
mund Jóhannes Bjömsson; Ólafur
Jón, f. 19.2.1959, sjómaður, maki
Hrafnhhdur Skúladóttir, starfsm.
hjá Hafnarbakka, en hún átti dóttur
áður, Skúlínu Jónsdóttur; Skúhna
Hlíf, f. 31.7.1960, húsmóðir og fyrrv.
skipsfióri, maki Björn Guðmunds-
son vélstjóri, þau eiga tvo syni, Hjört
Bjöm og Jóhann Skúla; Guðmund-
ur Skúh, f. 19.2.1962, framkvæmda-
stjóri, maki Hanne Brithe, húsmóðir
og verkakona, þau búa í Danmörku
og eiga einn son, Pétur Jóhannes.
Systkini Guðmundar: Amór
Björgvin, f. 10.5.1930, starfsmaður á
Keflavíkurflugvelh, hans kona var
Guðbjörg Einarsdóttir húsmóðir,
látin, en hún átti eina dóttur, Gerði
Ámundadóttur; Guðrún Kristín, f.
7.6.1933, húsmóðir, hennar maður
var Kjartan Stefánsson rafvirkja-
meistari, þau skildu, þau eiga fiögur
böm, Skúhnu Hlíf, Guðrúnu Krist-
ínu, Ehnu Borg og Stefán; Kristín
Salbjörg, f. 7.8.1937, d. 7.10.1990,
húsmóðir, hennar maður var Bjöm
Guðmundur L.S. Jóhannesson.
Benediktsson bifreiðarstjóri, þau
eignuðust einn son, Agnar.
Foreldrar Guðmundar: Jóhannes
Ólafur Þorgrímsson, f. 20.11.1900,
d. 18.12.1975, bóndi og farkennari í
Eyrarsveit, og Skúlína Hlíf Guð-
mundsdóttir, f. 10.11.1898, d. 18.3.
1986, en þau bjuggu að Forna-Kross-
nesiíEyrarsveit.
Ætt
Jóhannes Ólafur var sonur Amórs
Þorgríms Helgasonar, bónda á Mikl-
hóh í Skagafirði, og konu hans,
Helgu Salbjargar Jónsdóttur hús-
freyju.
Skúlína Hlíf var dóttir Guðmundur
Skúlasonar, útvegsbónda í Krossnesi
í Eyrarsveit, og konu hans, Guðrún-
ar Kristínar Jóhannesdóttur.
Guðmundur er að heiman á afinæl-
isdaginn.
90 ára 00 ára 40 ára
Stefán StefánBson,
Sólgörðum, Grýtubakkahreþpi.
85 ára
Guðrún Sigtryggsdóttir,
Munkaþverárstræti 32, Akureyri.
Sigríöur Jóntna Jónsdóttir,
Dalbraut 27, Reykjavik.
Hjarni Sigurðsson,
Dalbraut 27, Reykiavík.
Jónina Finnadótttr,
Hrafnhildur JóhannBdóttir,
Vöglum, Eyjafiarðarsveit.
Sigrún Þorsteinsdóttir,
Hamrahlið 17, Reykjavík.
Hörður Björnfison,
Stniðsbúö 1, Garðabæ.
Haukur Þorleifsson,
Árgötu 1, Reyðarfirði.
50 ára
Krietjana Petrína Jensdóttir,
Noröurfellí 1, Reykjavík.
Guri IJv Stefúnsdóttir,
Reykási 33. Reykjavik.
Þórunn Björk Tryggvadóttir,
Bjartnalandi 10, Sandgerði.
Björn Heigi Ófeigsaon,
Reykjaborg, Lýtingsstaðahreppi.
Hulda Sigurðardóttir,
Stuðlaseli 23, Reykjavik.
Ingunn Guðjónsdóttir,
Miðtúni 24, Höfh í Homafirði.
_ Sigrún JóeÍBdóttir,
Smáraflöt 3, Garðabæ.
Viðar Jónaaaon,
“ Eyktarási 6, Reykjavík.
Sveinn Sœári Björnsson,
Heiðarbrún 4, Hveragerðí.
Tove Bech,
Barrhoiti 35, Mosfelisbæ.
Jóhannes
Guðmundsson
Jóhannes Guðmundsson verkamað-
ur, Frostafold 163, Reykjavík, er sex-
tugurídag.
Starfsferill
Jóhannes er fæddur á Sauðár-
króki en ólst upp í Mýrarkoti á
Höfðaströnd. Hann kom í Mýrarkot
6 mánaöa gamah til Einars Jó-
hannssonar, bónda þar, og konu
hans, Hólmfríðar Helgadóttur, og
dvaldi hjá þeim th 13 ára aldurs. Þá
flutti Jóhannes til Reykjavíkur og
var þar við sendilsstörf í einn vetur
en fékkst síðan við landbúnaðar-
störf á Suðurlandi fram yfir tvítugt.
Jóhannes var bóndi á Syðstu-
Grund undir Eyjafiöhum 1964-67 en
hefur síðan verið búsettur í Reykja-
vík og stundað þar almenna verka-
mannavinnu.
Fjölskylda
Jóhannes kvæntist 31.12.1956
Sigrúnu J. Bjömsdóttur, f. 18.6.1933,
húsmóður. Foreldrar hennar: Björn
Jósefsson, bóndi á Hrappsstöðum í
Víðidal, V-Húnavatnssýslu, og Sig-
ríður Jónsdóttir.
Böm Jóhannesar og Sigrúnar:
Óskar Sveinbjöm, f. 30.3.1954,
sjúkranuddari, maki Rósa Stefáns-
dóttir húsmóðir, þau eiga þrjú böm,
Elsu Rut, Evu Sigrúnu og Stefán
Öm; Sigríður EUsabet, f. 10.3.1955,
húsmóðir, maki Sigfús Þráinsson
verkamaður, þau eiga einn son,
Sigfús; Jóhannes Rúnar, f. 15.4.1960,
starfsmaður hjá Hagkaupi, maki
Sigríður Nanna Egilsdóttir húsmóð-
ir, þau eiga eina dóttur, Sigrúnu
Ósk; Baldvin Þór, f. 15.4.1960, verka-
maður, hann á einn son, EUas Ás-
geir; Berglind, f. 16.4.1971, starfsm.
íÓðinsvéum.
Foreldrar Jóhannesar: Guðmund-
ur Jóhannes Jóhannesson verka-
maður og Ehn Hermannsdóttir, f.
Jóhannes Guðmundsson.
8.4.1903, d. 3.9.1982, húsmóðir. Guð-
mundur bjó á Akureyri lengst af en
ElínáHofsósi.
Ætt
Foreldrar Guðmundar vom Jó-
hannes Hahdórsson, bóndi á Mó-
bergi í Langadal, og EUsabet Þor-
leifsdóttir en foreldrar hennar voru
Þorleifur Erlendsson, Stóra-Búr-
fehi, og Ósk Jónsdóttir. Þorleifur
var sonur Erlends Pálmasonar,
Tungimesi, og EUsabetar Þorleifs-
dóttur Þorkelssonar í Stóra-Dal.
Faðir Elínar var Hermann Þor-
láksson Þorlákssonar Einarssonar,
bónda á Hólakoti í Fljótum, Einars-
sonar, bónda á Dæh í Fljótum. Móð-
ir Elínar var Anna Kristín Una Þor-
grímsdóttir Einarssonar, bónda í
Gröf á Höfðaströnd. Móðir Önnu
Kristínar Unu var Elín Magnúsdótt-
ir, bónda í Ytra-Vahholti í Hólmi í
Skagafirði. Foreldrar EUnar bjuggu
á Fjahi í Sléttuhhð í Skagafirði.
Jóhannes er að heiman á afmæhs-
daginn.
Rauðalæk 41, Reykjavík.
Bílaleigubíll um jólin
Eins og undanfarin 15 ár bjóðum við 50% affslátt
af dag- og kílómetragjaldi yfir hátíðarnar.
BÍLALEIGA AKUREYRAR skeifunni 9-reykjavík-s. 91-686915
AKUREYRI OG ÚTIBÚIN KRINGUM LANDIÐ