Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991.
41
Meiming
Kolbrun Aðalsteinsdóttir, höfundur þriggja „Dagbóka“:
Skil við Kötu,
sátta við Irf ið og
tilveruna
Kolbrún Aðalsteinsdóttir hefur
undanfarin þrjú ár sent frá sér eina
unglingabók á ári sem náð hafa mikl-
um vinsældum og selst vel. Bækur
hennar þijár hafa fjallað um upp-
vaxtarár aðalpersónunnar, Kötu, en
í þriðju bókinni, Dagbók - Hvers
vegna ég?, lýkur sögunni af Kötu
þegar hún finnur ástina og hamingj-
una.
Kolbrún er danskennari og starfaði
sem slíkur áður en hún hóf ritstörf.
í stuttu spjalli við Kolbrúnu lék okk-
ur fyrst hugur á að vita hvað kom
til að hún fór að skrifa bækur.
Fann útgefandann
í símaskránni
„Fyrir fáum árum lenti ég í bílslysi
og fékk þær fregnir að ég mætti ekki
dansa meira. Leiddist mér mikið og
var ósátt við lífið og tilveruna. Ég
hafði verið fararstjóri á Ítalíu þar
sem ég keypti dagbók sem ætlunin
var að skrifa í allt sem ég ætlaði að
gera á Ítalíu í sambandi við vinnu
og annað en aldrei gafst tími til þess.
Þegar ég tók þessa bók upp sem var
skærbleik fékk ég hugmyndina að
skrifa sögu og var það upphafið að
fyrstu bókinni, Dagbók í lureinskilni
sagt. Ég lauk við bókina án þess að
gera mér nokkra grein fyrir hvað ég
ætti að gera við handritið. Það var
svo ein vinkona mín sem sagði að ég
ætti að fara með handritið til útgef-
anda. Ég þekkti ekki til neinna bóka-
útgefenda en sneri mér til Amar og
Örlygs. Var það eingöngu vegna þess
að það var fyrsta forlagið sem ég
rakst á í símaskránni. Ég talaði þar
við Helga Magnússon sem bauð mér
aö skila handritinu inn en gaf mér
samt engar vonir. Viku seinna var
hringt í mig og forlagið lýsti yfir
áhuga á að gefa bókina út.“
- Varstu með framhald í huga þegar
þú hafðir skrifað fyrstu bókina?
„Nei, alls ekki, en viðtökumar vom
góðar, ég fékk bréf frá stúlkum og
þegar það kom í ljós að Dagbókin var
einna útlánahæst á bókasöfnum lét
ég Kötu halda áfram í bók númer
tvö, Dagbók í fullum trúnaði. Hana
skrifaði ég á Kýpur en þangað fór ég
í nám auk þess sem ég starfaöi sem
fararstjóri. Þar gerði ég einnig drögin
að þriðju bókinni."
- Bækur þínar hafa orðið vinsælar
hjá unglingsstelpum. Telur þú aö það
hafi vantað bækm- fyrir vissan ald-
ursflokk hjá stelpum?
„Ég held það. Eg þekki mjög mikið
af unglingsstelpum í gegnum
kennslu og geri mér því nokkra grein
fyrir hvað það er sem þær vilja lesa.
Það sem kom mér á óvart er að svo
virðist sem stelpur á aldrinum 10-12
ára lesi einnig Kötubækumar mik-
ið.“
Nemendur kveikjan
að Kötu
- Hvemig skilur þú við Kötu?
„Hún er sátt við lífið og tilveruna,
er í mikilli rómantík og fegurð. Ég
skil við hana svona vegna þess að ég
trúi sjálf á rómantík og fegurð. Per-
sónulega er ég mjög sátt að hætta
núna að skrifa um Kötu.“
- Telurðu að lif hennar sem þú hefur
skapaö sé einhver samnefnari fyrir
líf ungra stúlkna?
„Upphaflega kveikjan að Kötu
sjálfri voru nokkrir af nemendum
mínum í Model-mynd sem er tísku-
sýningarskóh sem ég rek í dag. Ef
ég fékk tuttugu nemendur í hóp var
það áberandi að minnsta kosti þrír
nemendur áttu í ákveðnum erfiðleik-
um, vom feimnir og bældir. Sumar
þessara stúlkna vildu síðan ræða við
mig í einrúmi sem var auðsótt mál
og í þessum samtölum kom margt
upp á yfirborðið, meöal annars kyn-
ferðisleg áreitni sem þeim leið illa
út af. Ég benti þessum stúlkum á
ákveðna aðila í bænum til að leita
hjálpar hjá. Það er sérstaklega í
fyrstu bókinni sem ég byggi á atburð-
um sem ég upplifði í gegnum ákveðn-
ar persónur.“
- Nú ertu búin að setja punktinn við
Kötu, hvað tekur við?
„Ég er að ljúka við eina sögu. Sú
bók verður allt öðravísi en Kötu-
bækurnar. Ég fór til London fyrir
síðustu jól og tók þar tali unglinga
sem lifa á götunni, var að leita að
slíkum unghngum, af hveiju þeir
gera þetta og hvar samfélagið bregst
þeim. Þetta em oft krakkar sem
koma frá góðum heimilum þar sem
engin upplausn er. Mér er minnis-
stæöur strákur sem ég tók tah. Ég
tók eftir honum í Oxfordstræti þar
sem hann svaf með skóna undir höfð-
inu og teppi ofan á sér. Ég ætlaði
aldrei að þora að ávarpa hann en
hafði mig loks í það, pikkaði í hann
og fékk hann til að svara spumingum
mínum. Það kom í ljós að hann hvfldi
höfuðið á skónum vegna þess að
hann var hræddur um að þeim yrði
stohð. Á þessari yfirferð minni um
stræti í London sá ég ýmislegt og
heyrði sem mér fannst hræðilegt.
Það sem ég fékk vitneskju um þama
nota ég meðal annars í þessa sögu
mína sem verður örugglega þyngri
en Kötubækumar og er ekkert síður
strákabók en stelpubók.
-HK
íslenski hesturinn - Litaafbrigði:
Vönduð handbók sem gagn-
ast öllum hestamönnum
Út er komin bókin íslenski hestur-
inn - Litaafbrigði. Er hér um viðam-
ikið verk að ræða sem Stefán Aðal-
steinsson hefur ritað. Aö sögn Stef-
áns byijaði hann að eiga við litaaf-
brigði íslenska hestastofnsins fyrir
þijátíu árum og hafa birst eftir hann
greinar í ýmsum tímaritum en þetta
er í fyrsta sinn sem kemur út heildar-
útgáfa af rannsóknum hans. Bókin
er gefin út í vandaðri ösKju ásamt
eftirprentunum af fjörutíu htaaf-
brigðum íslenska hestsins.
Fjölbreyttir hestahtir hafa glatt
augu íslendinga frá því aö sögur hóf-
ust. Á íslandi geymdust fágætir
hestahtir betur en í Öðmm löndum.
Hér hafa menn gefið htum nöfn eftir
eðh þeirra í langan tíma.
Hin foma þekking íslendinga er
einstætt afrek. Þessi vitneskja lá hér
á landi öld effir öld. Á henni byggði
Stefán þegar hann setti fram á al-
þjóðavettvangi nýjar reglur um erfð-
ir á hestahtum.
Ljósmyndir í bókinni tók Friðþjóf-
ur Þorkelsson sem hefur meðal ann-
ars tekið myndir af hestum í tuttugu
ár.
Stefán Aðalsteinsson hefur mfldnn
hluta starfsævi sinar unnið aö erfða-
■ Friðþjófur
Þorkels-
son tók
Ijósmynd-
ir í bókina.
rannsóknum. Hann rannsakaði erfð-
ir á íslenskum sauðahtum og hlaut
doktorsnafnbót fyrir þær rannsókn-
ir. Hann setti fram nýjar reglur um
htaerfðir í hestum sem hlutu ipjög
góðar viðtökur, bæði innanlands og
erlendis en nú kemur þetta efni í
fyrsta sinn fyrir almenningssjónir.
-HK
Kolbrún Aðalsteinsdóttir. Dagbók - Hvers vegna ég?, þriðja Kötubókin og
sú síðasta.
STERN
UCM-923 CD
Hljómtækjasamstæda med öllu !!
• 40 watta magnari • Útvarpstæki
• Tónjafnari • 2 kassettutæki
• Plötuspilari • Geislaspilari
• "2 way" hátalarar • Fjarstýring
A Ð E I N S
kr. 29JÍ10.- stgr.
við Fellsmúla • Sími 67 87 00
Frístund Keflavík • Sími 92 - 1 50 05
Einnig á alvöru jólatilboði
fjölmörg önnur hljómtæki, sjónvarpstæki,
myndbandstæki, sjónvarpsleiktölvur, símar,
reiknivélar, útvarpsklukkur og ótal margt fleira.
fí
HLJÓMTÆKJA- OG
SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN
ristund
QPIEN
PlTICjARniR
EFTIR JANE SMILEY
OGNÞRUNGIN ORLAGASAGA
ÚR BYGGÐUM ÍSLENDINGA
Á GRÆNLANDI
Bókaútgáfan
Hildur
AUÐBREKKU 4 - 200 K0PAV0GUR
SÍMAR 91-641890 0G 93-47757