Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1991, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1991. 9 Hftabylgja í Rio Nú er hásumar á suðurhveli jarðar með tilheyrandi ytri birtu og yl. I Rio de Janeiro í Brasilíu hefur hitamælirinn farið upp undir 40 gráður á Celc- ius undanfarna daga. Þegar svo ber undir er víst ekkert annað hægt að gera en fækka klæðum og kæla sig, eins og þetta unga par gerði I gær á | þeirri frægu baðströnd Copacabana. I baksýn er fjallið Corcovado, sem er eins konar Esja þeirra Riobúa. Símamynd Reuter Stjómarkreppa í Póllandi: Þingið vill fara hægar en Walesa Engin leið virðist vera að-koma saman starfhæfri ríkisstjóm í Pól- landi eftir kosningamar þann 27. október í haust. I gær varð Jan Olszewski gefast upp við stjómar- myndun vegna ósamkomulags um væntanlega efnahagsstefnu. Olszewski hafði verið með umboðið í nokkrar vikur áður en hann gafst | upp. Sjálfur vill hann kenna sam- starfsörðugleikum við Lech Walesa forseta um hvemig fór. Valdahlutfóll á þinginu em einnig mjög óljós þvi 29 flokkar eiga þar sæti og því ill- mögulegt að mynda stjórn. Olszewski er fyrrum lögfræðingur samstöðu og nýtur virðingar í Pól- landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem hann reynir stjómarmyndun en hefur orðið frá að hverfa í bæði skipt- in. Hann er líka þriðji sljómmála- maðurinn sem reynir að koma sam- an stjóm eftir kosningamar í haust. Nú em miklar líkur á að stjórnar- kreppan verði langvarandi. Væntanleg stjórn verður að beita ströngu aðhaldi í efnahagsmálum ef efnahagur landins á ekki að hrynja í rúst á komandi ári. Walesa viÚ að þróuninni í átt til kapítalisma verði hraðað sem kostur er með víðtækri einkavæðingu fyrirtækja. Þingmenn vilja hins vegar margir I Lech Walesa, forseti Póllands, gerir þá kröfu fil væntanlegrar rikisstjórn- ar að einkavæðingu verði hraðáð sem kostur er. Simamynd Reuter fara hægar í sakimar til að forðast atvinnuleysi fari mörg fyrirtæki á hausinn. Pólveijar þurfa að kljást við miklar erlendar skuldir en hafa feng- ið vilyrði á Vesturlöndum fyrir eft- irgjöf þeirra ef umbætur verða gerð- ar í atvinnumálum. Reuter Brúðarkjóll Madomu fór á600 þusund Brúðarkjóll Madonnu var seldur fyrir rúmlega sex hundmð þúsund krónur á uppboði þjá Sotheby’s í New York í gær og bijóstahaldari Marilyn Monroe var seldur fyrir rúmlega eitt hundrað þúsund krón- ur. Ekki fannst hins vegar kaupandi að aöskomum samfestingi sem Elvis heitinn Presley klæddist, enda sett á hann rúmlega ein og hálf milljón króna. Sala á eigum rokkstima á uppboö- inu gekk fremur illa og veröiö sem fyrir þær fékkst var mun lægra en búist hafði verið við fyrirfram. Þó seldist handskrifaður texti eftir Bob Dylan á um hálfa milljón króna. Reuter Utlönd Verðfall á skinnauppboði í Kaupmannahöfn Lágt verð á minkaskinnum kom mönnum á óvart við miðsvetrampp- boð í Kaupmannahöfn í gær. Aðeins tókst að selja 64% skinnanna sem í boði vom og var verðið að jafnaði um 9% lægra en á síðasta uppboði í september. Skýringin á þessu er talin sú að kaupmenn frá Bandaríkjunum og Japan sýndu uppboðinu ekki áhuga þannig að Evrópumarkaðurinn tók ekki við öllum skinnunum sem í boði vom. Þá er fallandi gengi á Banda- ríkjadal einnig kennt um en skinn era verðlögð í þeim gjaldmiðli. Ritzau NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Ásgeirjaknbsson - —— —7 Ásgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur aö geyma smósögur eftir hann, sem skrifaöar eru ö góðu og kjarnyrtu möli. Þetta eru bróöskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. M.Scott Peck Leiðin til andlegs þroska Öll þurfum við að takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um ieið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. ZOPHONIASSON VÍKINGS IÆKJ4RÆITV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra ■ á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. Hn«h»)gi GuAtnimdvvon Gamanscmi ^norra ^turlusonar Nokkur valin dæmi Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snorra, Sturlusyni banasárí Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DUÚRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs íslensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg: breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsieiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJA Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.