Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. Fréttir Leifsstöð vantar 150 milljónir á ári: Stórgróðafyrirtæki en rikið hirðir tekjumar „Tekjumar sem flugstöðinni eru skammtaðar duga engan veginn til að endar í rekstrinum nái saman. Ef sömu bókhaldsreglur giltu hér- lendis og á flugvöllum annars staðar í hinum vestræna heimi væri flug- stöð Leifs Eríkssonar stórgróðafyrir- tæki. Hins vegar renna um 67 pró- sent teknanna framhjá okkur á ljós- hraða, beina leið í ríkiskassann. Að- eins 21,8 prósent teknanna koma í okkar hlut,“ sagði Pétur Guðmunds- son, flugvaUarstjóri á Keflavíkur- flugvelli, í samtali við DV. Samkvæmt athugun fortíðar- vandanefndar forsætisráðuneytisins nema íjárskuidbindingar ríkissjóðs vegna Leifsstöðvar rúmum 3700 milljónum. Þar af eru vanskil 300 mifljónir. Tahð er að rekstur Leifsstövðar eins og hann er nú geti aðeins staðið undir fjárskuldbind- ingum sem nema 1700 milljónum. Fortíðarvandi flugstöðvarinnar er því um 2000 milljónir. Tekjuafgangur 1991, fyrir afskriftir og íjármagns- kostnað, er áætlaður um 200 milljón- ir. Miðað við að öllum lánum Leifs- stöðvar og vanskilum verði skuld- breytt þannig að greiðslubyrðin jafn- ist á 25 ár miðað við 8 prósent árs- vexti verður ársgreiðsla um 350 milljónir króna. Miðað við þesar for- sendur vantar Leifsstöð 150 milljónir króna á ári til að standa undir fjár- skuldbindingum sínum. Árið 1990 voru tekjur af almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelh rúmar 1208 mihjónir króna. Af þeirri upphæð fóru 67,3 prósent beint í rík- issjóö, 10,9 prósent fóru í rekstur flugvaharins en einungis 21,8 pró- sent til Leifsstöðvar, þaö er húsa- leiga, innritunargjald og 10 prósent lendingargjalda. „Við þetta bætist að Miðneshrepp- ur fær 25 milljónir í fasteignaskatt en við fáum hins vegar enga þjón- ustu frá hreppnum. Uppsöfnuð van- skh viö ríkisábyrgðasjóð verða 300 mihjónir í árslok og ef ekkert verður að gert verða vanskilin 400 mihjónir í lok næsta árs. Það er sama og nettó- hagnaðurinn af Fríhöfninni 1990. Þetta er stórgróðafyrirtæki en þar sem ríkið hirðir bróðurpart tekn- anna stöndum við hér eins og hreppsómagar." Fortíðarvandi „Ef hlutur ríkisins er skertur þama kemur upp samsvarandi vandi annars staöar í reikningum ríkis- sjóðs. Byggingamefnd eða öðrum aðilum sem komu að málum við byggingu Leifsstöðvar vom aldrei gefin nein fyrirheit varðandi breyt- ingar á hlutíohum ríkisins í tekjum af Leifsstöð. Umframkostnaður vegna byggingar Leifsstöðvar lenti hins vegar ahur á ríkinu án þess að menn hugsuðu nokkum tíma um hvemig ætti að fjármagna hann. Menn súpa seyðið af því núna. Þegar við gerðum tihögur th úrbóta var okkur gert að auka tekjur Leifsstöðv- ar án þess að skerða hlut ríkisins í hehdartekjunum," sagði Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra og formaður fortíðarvanda- nefndar ríkisstjómarinnar. Lagði nefndin th hækkun lending- argjalda sem skha á 100 mihjónum í auknum tekjum. Hækkun innritun- argjalds á aö skha 85 mihjónum, gjaldtaka á bifreiðastæðum 15 mhlj- ónum, hækkun húsaleigu 100 mhlj- ónum og betri nýting auglýsinga- möguleika 30 mhljónum. Samtals nemur möguleg tekjuaukning 230 mhljónum. Við bætist möguleg nið- urfelhng fasteignagjalda. -hlh Fólksbill endaði á hvolfi úti í fjöru við Strandgötu i Hafnarfirði i gærmorgun. 17 ára ökumaður var einn í bílnum. Tókst honum að komast út úr bílnum og var ómeiddur að öðru leyti en því að hann kvartaði yfir eymslum í hné. Mikil hálka var á Strandgötunni þegar óhappið varð. DV-mynd S Sighvatur Björgvinsson um sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík: Segist vita að nunnurnar haf i fylgst með viðræðunum „Hjúkrunarstjómendur Landa- kotsspítala hafa lýst yfir eindregnum vhja um að viöræður verði hafnar um sameiningu spítalans við Borgar- spítala. Ég ht svo á að það sé nú vhji hjúkrunarfólks og lækna á spítalan- um að af sameiningu verði. Nú er bara spumingin hvetjir fuhtrúar spítalans verða í þessum viðræðum en það er þeirra aö ákveða það og þá í samráði við nunnumar. Það verður að vera ljóst hvort þær séu meðmælt- ar sameiningu því annars er th- gangslaust að hefja viðræður,“ segir Sighvatur Björgvinsson hehbrigðis- ráðherra. Sighvatur neitar því alfarið að ekki hafi verið haft samráð við nunnum- ar um sameiningu spítalanna. Lög- fræðhegur ráðgjafi þeirra og um- boðsmaður, Logi Guðbrandsson, hafi til dæmis átt fulla aðild aö þeim viö- ræðum sem fram hafa farið. Hann segir afstöðu nunnanna hafa komiö sér og umboðsmanni þeirra mjög á óvart. „Ég veit líka fyrir víst að það er ekki rétt að þær hafi ekki fylgst með viðræöunum nema í gegnum fjöl- miðla,“ fuhyrti hann. Sighvatur segir aö þar sem sameining hafi ekki tek- ist fyrir endanlega gerð fjárlaga- frumvarps sjái hann sig tilneyddan til að skerða framlög th Landakots- spítala um 380 mihjón krónur eða um rúmlega 30 prósent. Þessari skerðingu verði stjórnendur spítal- ans að mæta með verulegri hagræð- ingu og að leggja niður bráðamóttök- una. Hins vegar muni þetta ekki hafa áhrif á th dæmis rekstur augndeildar og bamadeildar. „Ég var búinn aö segja stjómend- um spítalans frá upphafi að ef það tækist ekki að ná fram spamaði, hagræðingu og sameiningu þá væri ekki nema það eitt eftir að skerða þjónustuna. Hehbrigðisráðuneytið prentar ekki peninga og þeir era ekki til. Heföi ég látið niðurskurðinn koma niður á báðum spítölunum hefði starfsemi þeirra beggja orðið í lamasessi. Ég átti því ekki annars úrkosta en láta annan spítalann draga saman seghn.“ -kaa ísland viðurkermir sjálfstæði Slóveníu og Króatíu: Ekkert sem mæiir gegn viðurkenningu - segir Jón Baldvin Hannibalsson „I bæði Króatíu og Slóveníu hafa farið fram lýðræðislegar kosningar. Ríkisstjórnir þeirra era rétt kjörnar og í þjóðaratkvæðagreiöslu hefur yf- irgnæfandi meirihluti ríkjanna lýst sig samþykkan sjálfstæði. Þá hafa bæði ríkin lýst því formlega yfir og skuldbundið sig lagalega til að fara að alþjóðasamþykktum um að við- hafa lýðræöislegt stjómarfar, réttar- ríki og öragga vemd á réttindum minnihlutahópa. Það er því ekkert sem mælir gegn því að viðurkenna sjálfstæði þeirra," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Ríkisstjóm íslands hefur fyrst vestrænna ríkja viðurkennt lýðveld- in Króatíu og Slóveníu sem sjálfstæð og fuhvalda ríki. Jón Baldvin sendi stjómvöldum ríkjanna tveggja yfir- lýsingar þess efnis í gær. Þar tók hann jafnframt fram aö íslensk stjórnvöld væru reiðubúin th að taka upp stjómmálasamband við þau og verður tilhögun þess ákveðin á næstu dögum. Að sögn Jóns Baldvins aukast lík- umar á að Serbar hætti landvinn- ingatafli sínu í Króatíu eftir því sem fleiri ríki viðurkenni sjálfstæði landsins. Markmið Evrópubanda- lagsins í þessu efni sé hins vegar að gefa Serbum möguleika á að ávinna sér sjálfstæði með sömu skilyrðum og Króatía og Slóvenía. Þess vegna hafi EB ákveðið aö bíða til 15. janúar með aö viðurkenna sjálfstæði Slóve- níu og Króatíu. „Ég held að þrýstingurinn á Serba um að fara að tilmælum Evrópu- bandalagsins veröi meiri eftir því sem fleiri ríki utan EB taka það skref að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu," segir Jón Baldvin. -kaa Samstaða um skerðingu a sjómannafrádrætti Verjum ekki spill- inguna í kerf inu - segirformaðurStýrimannafélagsmsÖldunnar „Við höfum ekki verið að veija neina spillingu í kerfmu heldur hinn almenna sjómann. Með að- gerðum okkar að undanfömu höf- um við náö þessu markmiði. Beitn- ingamenn og aðrir sem hafa sjó- mennsku að aðalstarfi fá frádrátt- inn áfram en líklega hreinsast út frístundasjómenn og aðrir sem ekki ættu að hafa rétt á þessum frádrætti. Að okkar mati hefði fjár- málaráðuneytið sjálft átt að taka þessa menn út úr kerfinu í stað þess að reyna að valta yfir okkur,“ segir Ragnar G.T. Hermannsson, fonnaður Stýrimannafélagsins Öldunnar Samkomulag náðist í gær milli talsmanna sjómanna og stjómar- flokkanna um aht að 250 mhljón króna skerðingu sjómannafrá- dráttar. Samkvæmt því verður út- færslunni breytt þannig að einung- is þeir sem hafa sjómennsku að aðalstarfi fá frádráttinn. Th að auð- velda íjármálaráöuneytinu eftirht taka stéttarfélög sjómanna að sér að taka saman upplýsingar um þá sem eiga rétt th frádráttar hveiju sinni. „Við teljum að nú hafi verið sóp- aö það vel í kerfinu að það geti stað- ið óbreytt um ókomna framtíð. Vonandi verður því ekki aftur reynt að valta yfir okkur,“ segir Ragnar. Að sögn Geirs Haarde og Össurar Skarphéðinssonar, þingflokks- formanna stjómarflokkanna, ríkir fuh samstaða um þessa niðurstöðu meðal stjórnarhða. Þvi muni eng- inn þeirra greiða atkvæði gegn skeröingu sjómannafrádráttar viö afgreiðslu fjárlaga. í sama streng tóku þeir Guðjón Á. Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson, þing- menn Sjálfstæðisflokksins. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.