Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. 41 Fréttir Eitt leikrit á ári sett á svið fyrir nemendur Ernil Thorarensen, DV, Eskifirði; Unglingadeild Leikfélags Eski- flaröar sýndi tvívegis fyrir skömmu leikritiö Frostblóma - alltaf sama sagan - eftir Gunnlaug E. Ragnars- son sem jafnframt var leiksflóri. Leikritið gerist á vinnustað, nánar tiltekið í frystihúsi úti á landi. Er það alvarlegs eðlis en þó með gaman- sömu ívafi og tekst höfundi vel að koma efninu til áhorfenda. Það er sótt í þjóðfélagið eins og það er í dag og tekur á vandamálum unghnga - þeim mörgu freistingum sem þeir standa frammi fyrir. Umhverfið á vinnustaðnum er mannlegt. Hinir fullorðnu gefa unghngunum góð ráð og skóla þá til. Leikritið er að hluta til á ensku enda eru þau ófá frysti- húsin hér á landi sem hafa þurft á erlendu vinnuafli að halda. Eskfirskir áhorfendur könnuðust vissulega við sumar persónumar í frystihúsinu. Þær eru að hluta til sóttar til raunveruleikans frá því höfundur vann sjálfur á shkum stað fyrir 15-20 árum. Gerir það leikritið mun áhugaverðara og skemmtUegra. Leikendumir, 12 talsins, stunda allir nám í Grunnskóla Eskiflarðar. Tókst þeim undantekningarlaust vel upp í hlutverkum sínum og var vel tekið af áhorfendum með langvinnu klappi í lok sýninganna. Þeir heita Sigurður Hjaltason, Jens Garöar Helgason, Guðmundur Einarsson, Rebekka ÞórhaUsdóttir, Anna Stef- ánsdóttir, EgiU Ámason, Einar Andrésson, Ema Þorsteinsdóttir, Guðláug Kristinsdóttir, Smári Skúla- son, Perla Hreggviðsdóttir og Auður Friðgeirsdóttir. Hvíslarar: Lena Sif Björgólfsdóttir og Rebekka Þórhalls- dóttir. Tæknimaður var Sigurður Hjaltason en Ijósameistari Eiður Bragason. Að lokum er rétt að geta þess merka og óeigingjarna starfs sem Gunnlaugur Ragnarsson aðalbókari hefur ámm saman innt af hendi í þágu leikUstar á Eskifirði. Og nú síð- ustu 4 árin sérstaklega fyrir unglinga á Eskifirði en að jafnaði hefur hann uppfært eitt leikrit á ári fyrir nem- endur gagnfræðaskólans. Það er mikils virði fyrir byggðarlagið að eiga slíkan hugsjónamann. Selfoss: Fagrar skreytingar í tvítugri verslun Regína Thoiarensen, DV, Selfoesi: íris Bachmann stofnaði hannyrða- verslun hér á Selfossi að Eyrarvegi 5 fyrir tæpum 20 árum. Eins og fleira fyrirhyggjusamt fóUc og ábyggilegir þjóðfélagsþegnar, sem hugsa fyrir morgundeginum, byrjaði íris smátt með sína verslun. Hefur síðan verið að smástækka verslunina og breytt henni um leið í álnavöruverslun. Er íris-verslunin nú með stærri og fuUkomnari álna- vöruverslunum á Suðurlandi og er þá mikið sagt. Iris vinnur aUtaf sjálf í verslun- inni, sem nú er orðin 200 m2 að stærð, og hefur tvær fallegar stúlkur sér til aðstoðar við verslunarstörfin. Hún skreytir alltafsína verslun sjálf og ég var heilluð af skreytingunni og fyrirtækinu þegar ég ók um Sel- foss í gærmorgun og leit þar inn. Verslunin íris, InghóU og Fossnesti - þessi fyrirtæki bera af í faUegum jólaskreytingum hér á Selfossi nú. Ölfusárbrúin mætti hins vegar vera betur skreytt og minna er nú um skreytingar á Selfossi en oftast áður. ÓlafsQöröur: Fyrsta útgáfa íslenskra tónbanda Helgi Jónsson, DV, Ólafefirdi: Á næstu dögum kemur út hér á Ólafsfirði spóla með jólasögum. Það merkilega við þessa útgáfu er að hún er algerlega í höndum heimamanna, það er að segja íslenskra tónbanda sem er nýstofnað fyrirtæki Helga Jóhannssonar og Bjarkeyjar Gunn- arsdóttur. Það er Guðmundur Ólafsson, leik- ari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og rit- höfundur, sem les jólasögurnar en upptaka fór fram í Stúdíó Stefi en það er Birgir Birgisson í hljómsveitinni Upplyftingu sem rekur stúdíóið. Spólan er gefin út í 1000 eintökum. NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA Sögurúr týnáulandi BEl Ásgeirjakobsson Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn. Þessi bók hefur að geyma smásögur eftir hann, sem skrifaðar eru á góöu og kjarnyrtu máli. Þetta eru bráöskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og með alvar- legum undirtóni. PÉTUR zofH-ror-iiASSON VIKINGS IÆKjARÆITV Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guöríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis. KnnhiJtfi OuðmumlsMHi Gamansemi ^norra ^tarlusonar Nokkur valin dæmi Skuggsjá Pétur Eggerz ÁSl MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs islensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. M.Scott Peck Leiðin til andlegs þroska Öll þurfum við að takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banda- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. < 5 E a NÝJAR BÆKUR - Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snorra_ Sturlusyni banasár í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndir í bókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Auöunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ 0 <*■ ° Velkomin í verslunina Hálft hundrað bílastæð Það tilheyrir jólunum £ Opið virka daga frá 9 - Laugardaga frá 10-22 Sunnudaga frá 18-22. Sendum I póstkröfu. l/erslunin Hátúni 2 © 25155

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.