Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. 33 _______________________Merming Fleygir kaf lar úr ís- lenskum bókmenntum Það er mikill vandi að velja kafla úr ís- lenskum bókmenntum og birta undir heitinu íslensk málsnilld. Stærö vandans er í öfugu hlutfalii við þykkt bókarinnar. Eigi getur hjá því fariö að slíkt úrval beri mjög vitni um smekk þess sem velur og auövitað yflrsýn yflr íslenskar bókmenntir. Rómveijar sögðu að fomu: ekki tjáir að deila um smekksatr- iði. Þar á hver og einn við sjálfan sig. Mér hefur alltaf fundist það vandaverk að framkvæma slíkt val minna mig annars veg- ar á landbúnað og hins vegar á námugröft. Að fara yfir aragrúa bóka og draga saman málsnilld minnir mig á aö slá akra og safna komi í hlöðu. Menn þurfa ekki að sá, öllu fremur að ná besta heyfengnum. Á hinn bóginn þarf aö grafa djúpt og finna Bókmenntir Guðmundur. G. Þórarinsson það sem glóir. Ekki ólíkt því að höggva de- manta úr jarðlögum sem lítið skera sig úr umhverfinu. Námugröftur er tímafrekur og demantaleit erfið en gleðin tær eins og upp- sprettulind þegar demanturinn, harður og tær og skínandi, birtist í gráu berginu. Bækur sem þessi eru yndisauki þeim sem gaman hafa af málsnilli og geta líka ef vel tekst til stytt mönnum leið inn í verk og hugarheim helstu skálda. Þær em líka fund- Þórarinn Eldjárn ritstýrði íslenskri mál- snilld. ið fé stjómmálamönnum sem ævinlega þurfa að halda tækifærisræður með litlum fyrir- vara og hafa ekki tíma til að lesa heilar bæk- ur í gegn til þess að finna hentuga tilvijnun. Bókinni íslensk málsnilld er skipt í kafla eftir efni. Hún fjallar um: Ættir, konur og karla, lífið, land og þjóð, borg og sveit, menn og dýr, ferðir, veður, tungu og bókmenntir og músík. Ekki er ég í vafa um að bókaþjóðin íslend- ingar mun hafa gaman af þessari bók. En auðvitað verður hver og einn að dæma fyrir sig hvemig vahð hefur tekist. Sjálfur tel ég verkið vel unnið en úrvahð spannar tímann frá dögum Egils Skaha- grímssonar til okkar daga. En bókin talar sínu máli best sjálf. Ég gríp niður í hana af handahófi. Konur og karlar Svo er okkar ást í mihi sem hús standi hallt í brekku svigni súlur sjatni veggur sé vanviðað völdum bæði. Bryngerðarljóð Stelpur vom fyrirhtlegar kveifur, klögu skjóður og kjaftatæfur. Einn sólskinsdag sá ég að þær höfðu feingið bijóst. Bemsku minni var lokið. Dagur Sigurðarson: Bemska Land og þjóð Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar og auðnir hnattarins taka við. Eldgröf í sæ, með ísbláan múrinn á aðra hhð. Hannes Pétursson: ísland Okkar þjóð, okkar þjóð. Ég er ekki viss um, að við séum nein þjóð. Við erum miklu frem- ur nokkurs konar útilegumenn, nokkurs konar útilegumenn. Steinn Steinarr (í viðtali) Menn og dýr Við vitum að við emm hver öðmm meiri kettir útí mýri og sláum aumarlega streingi með breytilegu mjálmi allan sólarhringinn. Þorsteinn frá Hamri: Menning Ferðir Bifreiðin sem hemlar hjá ijóðrinu í líki svartrar pöddu hvílir heit hjól sín á meðan fólkið streymir í skóginn og fyllir loftið blikkdósahlátri. Stefán Hörður Grímsson: Bifreiðin sem hemlar hjá ijóðrinu Tunga og bókmenntir Enn ömurlegra væri að lifa í þessari vondu veröld, ef aht væri varðveitt, sem skrifað hefur verið. Sigurður Nordal: Síra Magnús Grímsson og þjóðsögurnar. Bókin er vönduð að frágangi, faheg og eigu- leg og mun veita mörgum ánægju. íslensk málsnilld Útgefandi: Mál og menning. Þórarinn Eldjárn ritstýrðl. Reykjavlk 1991. JÓLAGJÖFIN HANDA HEIMILINU AIWA CX-Z85M h]]ómtækl með karaoke 2x55 vött rms Super T bassi BBE „sound“ Hágæða geislaspilari meö 1-bitduai d/a converter 5 banda tónjafnari Dolby b Surround sound 55 lykla fjarstýring CD edit Tvöfalt „auoto reverse" segulband Útvarp með 30 stöðva minni Karaoke hljóðblöndun „Timer/sleep“ aðgerðir Alsjálfvirkur plötuspilari Með plötuspilara 78.800 stgr. Án plötuspilara 69.900 stgr. Heimilið billinn og diskótekið h i Ný, breytt og betri verslun D i i ÍXdQlO ÁRMÚLA 38 (Selmúlamegin), 105 Reykjavík SÍMAR: 31133 813177 PÓSTHÓLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.