Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Page 32
40 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. Afmæli_________- Margeir Rúnar Daníelsson Margeir Rúnar Daníelsson fram- kvæmdastjóri, Sigluvogi 6, Reykja- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Margeir Rúnar fæddist á Akra- nesi. Hann fór tveggja mánaða í fóst- ur til Daníels Friðrikssonar, f. 21.5. 1909, d. 17.5.1991, bifvélavirkja á Akranesi, og Rósu Benónýsdóttur, f. 5.11.1908, d. 10.2.1966, húsmóður þar. Margeir stundaði nám við VÍ, lauk þaðan stúdentsprófi 1963 og cand. rer. pol.-prófi í þjóðhagfræði frá Kielarháskóla 1970. Margeir var hagfræðingur hjá búvörudeild SÍS1970-71, hjá skipu- lagsdeild SÍS1971-74, hagfræðingur Samvinnubankans 1974-85 og hefur verið framkvæmdastjóri Sam- vinnulífeyrissjóðsins frá þeim tíma. Margeir hefur haft á hendi ýmis nefndar- og stjómunarstörf, bæði á vegum hins opinbera og Samvinnu- hreyfingarinnar. Fjölskylda Margeir kvæntist 30.9.1967 Unni G. Stephensen, f. 10.1.1944, banka- ritara. Hún er dóttir Gunniaugs H. Stephensen, verslunarmanns í Reykjavík, og Helgu Andreu Lárus- dóttur, húsmóður þar, en fósturfað- ir Unnar er Siguijón Kristbjörns- son. Dætur Margeirs og Unnar eru Rósa, f. 5.6.1970, nemi, og Helga Andrea, f. 7.8.1975, nemi. Systkini Margeirs: Gróa, f. 2.1. Margeir Rúnar Danielsson. 1929, húsmóðir; Guðrún, f. 5.1.1930, húsmóðir; Anna, f. 1.8.1931, hús- móðir; Hrefna, f. 16.4.1933, húsmóð- ir; Sigurður, f. 16.11.1934, verka- maður; Sigrún, f. 6.3.1937, hjúkrun- arfræðingur; Halldóra, f. 18.5.1939, húsmóðir. Fóstursystkini Margeirs: Benóný Guðberg, f. 25.10.1932, bifvélavirki; Margeir Steinar, f. 10.4.1935, lést af slysfórum 1942; Haraldur Steinar, f. 4.1.1945, bifreiðastjóri. Foreldrar Margeirs voru Guð- laugur Daníel Vigfússon, f. 16.11. 1903, d. 11.5.1964, trésmiöur á Akra- nesi, og kona hans, Sigrún Sigurðar- dóttir, f. 2.10.1907, d. 21.5.1942, hús- móðirþar. Margeir tekur á móti gestum í Fóstbræðraheimilinu, Langholts- vegi 109-111, á afmælisdaginn milh klukkan 18.00 og 20.00. Fást fyrir 6-12-24 eða 32 volta straum. Sendum í póstkröfii LJÓS & ORKA Skeifunni 19 Sími 91-814488 Merming Af hátí ðarsöng - Rússnesk kórtónlist á geisladiskum Jólin em hátíð ljóssins - og tónhstarinnar. Ég á erf- itt með að ímynda mér jólaundirbúning án tónhstar- legrar umgjörðar, síbylju gömlu góðu jólasöngvanna dagana fyrir jól og stórbrotinna kórverka á sjálfri jóla- hátíðinni. í seinni tíð hef ég verið með talsvert af gam- alh kórtónhst á spilaranum, ekki síst gregoríanskan kirkjusöng. Þessi hátíðlegi, tæri og margslungni söng- ur virkar iðulega eins og mikih andans hreinshögur, róar stressaðan hlustandann í daglegu amstri og vekur með honum tilhlýðhega andakt. Með geisladiskabyltingunni og fahi múranna fyrir austan hafa komið á Evrópumarkað margir diskar með fágætum kirkjusöng rétttrúnaöarsafnaðanna, einkum og sér í lagi ýmiss konar pólýfónísk tóniist frá gömlu Rússíá. Inn á borð þeirra Japis-manna hafa th dæmis borist diskar frá Melodya-útgáfunni með tals- verðu magni slíkrar tóihistar. Ég hef verið með einn slíkan disk th hlustunar um nokkurt skeið - „Early Russian Polyphony“ (SUCD 10-00013) nefnist hann. Hrífandi og innfjálg Hér er um að ræða kirkjulega tónhst fyrir karla- kóra, aht frá 11. öld og fram 17. öld, í senn drunga- lega, hrífandi og innfjálga. Hins vegar eru upplýsingar með þessari tónhst af skomum skammti nema fyrir þá sem eru verseraðir í rússnesku. í meðfylgjandi bækhngi kemur einungis fram að upptökur á diskinum hafi verið gerðar að undirlagi rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu og í anda perestrojku og að karlakórnum (hve stórum?) sé stjómað af A. Grindenko. Gaman hefði verið að fá einhverja umfjöliun um tengslin mhh gregoríanska kirkjusöngsins og þessarar rússnesku pólifóníu. í Japis fann ég einnig annað fágæti frá Melodya, upptökur á kórtónhst eftir Tsjækovskí (SUCD 10-00015). Menn þekkja að sjálfsögðu sinfóníur hans, óperur og bahetttónhst en sönglög hans og kórtónhst hefur ómaklega falhð í skuggann. Þó var söngtónhst tónskáldinu mjög hjartfólgin; fyrsta þroskaverk hans var raunar kantata. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson Dýpt og víðáttur Hér bregst upplýsingamiðlun útgefenda enn á ný því á bæklingi með diskinum er næstum ekkert að græða nema það að upptökur á þessum kórverkum hafi farið fram í Sankti Sofiíu dómkirkjunni í Polotsk þar sem heyrð er sögð vera fimagóð. Um það er engu logið því sjaldan hef ég heyrt meiri dýpt og víðáttur í kórsöng á geisladiski. Kórtónhst Tsjækovskís er auðvitað ekki víðs fjarri gömlu rússnesku pólifóníunni, sjá hrífandi „á capp- eha“ útsetningar hans (ein þeirra er einnig tekin upp með hljómsveitarundirleik), en er aö mestu samin við veraldlegan kveðskap, th dæmis náttúrulýrík góð- skáldsins Lermontovs, svo og aðskhjanlegar þjóðvísur. Þetta er blæbrigðarík kórtónhst, melódísk, drama- tísk og virðuleg, vel th þess fallin að auka skhning eyrans á þessu mikla tónskáldi sem aht of oft hefur verið vændur um væmni. Frásagnir af hestamönniim Enn er komið fyrir sjónir almennings nýtt hefti af árbókinni Hestar og menn eftir þá Guðmund Jónsson kennara og Þorgeir Guðlaugsson landfræðing. Bók þessi hefur sem fyrr að geyma helstu úrsht frá stórmót- um hérlendis og erlendis, auk ýmissa frásagna af öræf- um og öðrum torfærum í byggð sem óbyggð. Má þar fyrst nefna sagnir um efnhega knapa svo sem Ragnar Þór Hilmarsson, Guðna Jónsson, Þórð Þor- geirsson, Tómas Ragnarsson og útlendingana Carinu Heher og Ulf Lindgren. Að auki eru svo frásagnir af svaðilfórum: Kringum Tindfjöh og Einn á ferð yrir norðan Vatnajökul. Þá eru í bókinni frásögur af úrsht- um móta. Má af þeim toga nefna: Fjórðungsmótið á Suðurlandi, íslandsmótið í Húnaveri, heimsmeistara- mótið í Norrköping, sögu flórðungsmóta á Suður- landi, auk úrshta nokkurra móta árið 1991. Af þessum upptalningarmolum sést að af nógu er að taka fyrir þá sem leita fanga um efni er varðar hesta í þessari bók. Víkjum þá nánar að efni bókarinnar: Fyrsti kaflinn fjallar um fjórðungsmótið sem haldið var á Suðurlandi síðasthðið sumar. Hann er mjög greinar- góður og traust heimhd um mótið og sögu þess en myndir af hrossum hefðu mátt að skaðlausu vera fleiri. Þá koma myndir með viðtali við skeiðmeistarann 1991 en þá tign hlýtur Ragnar Þór Hilmarsson, einn af hinum ungu og efnhegu knöpum okkar. Guðni Jónsson segir frá hesti sínum, Svarti, og hvemig þeir félagar misstu af Suðurlandsmeistara- mótinu vegna veru þess fyrmefnda á sólarströnd. En það kemur dagur eftir þennan dag og við sjáum hvað setur næst. Haukur Árnason læknir segir frá ferð sinni og félaga kringum Tindfjöh. Þar era þeir á heimaslóð- um mínum og því um kunnugar slóðir að ræða fyrir mig. Einn á ferð kringum Vatnajökul er frásögn Ólafs B. Schram forstjóra. Hún sýnir, þótt góð sé, ágætt dæmi um það hvemig ekki á að ferðast. Höfundur fer einn með hestum sínu kringum Vatnajökul. Við lestur þeirrar frásögu hugsar lesandinn aftur og aftur: „Hvað hefði gerst ef hann hefði ekki haft að stöðva hestana hjá Hlakambi í Lóni eða hestur og maður drukknað í Jökulsá á Fjöhum?" Þá hefði enginn orðið th frásagn- ar um það sem gerðist í Fljótinu. Þessi frásögn er ann- ars sú magnaðasta í bókinni að hinum ólöstuðum. Saga um heimsmeistaramótið er næst og segir sitt þó að ekki verði hún sögð hér. í frásögn Tómasar Ragnarssonar vekur það athygh að þeir félagar: hann, bræðimiir Orri og Styrmir, auk Þórðar Þorgeirssonar stofna svokahaðan Stjömuklúbb og taka þátt í sýning- um sem slíkir en neita að ganga í Félag tamninga- manna þótt ágætt sé. Carina Heher segir frá því er Bókmermtir Albert Jóhannsson hún varð heimsmeistari í skeiði á hestinum Glaumi frá Sauðárkróki. Loks er í bókinni frásögn um fjórðungsmót á Suður- landi og helstu úrsht móta ársins 1991. Þetta er hin eigulegasta bók sem hinar fyrri og myndimar flestar hreint augnayndi. Á það bæði við teikningar Ragnhhd- ar Sigurðardóttur og htmyndir. Við frásögnina um feigðarfor Páls stúdents í Árkvöm vantar söguna um Sigurð Gottsveinsson hinn frækna son Þjófa-Gosa, en hann stökk yfir Bleiksárgljúfur með viðarknippi á bakinu. Sömuleiðis vantar frásögnina af því þegar Böðvar Kristjánson, þá á Butra í Fljótshhð, nú í Þor- lákshöfn, bjargaði lffi stúlku þegar hún féh í Bleiksárg- ljúfur. Enn sem fyrr er þó of mikið af prentvhlum. Það era myndimar sem gefa bók þessari aukið ghdi, bæði teknar og teiknaðar. HESTAR OG MENN V. HEFTI Höfundar: Guðmundur Jónssson og Þorgeir Guðlaugsson. Bókaforlagið: Skjaldborg 1991. TAKH> ÞATT 1 JÓLA- GETRAIIA Vinningar að verðmæti 270 þúsund krónur. Skilafrestur er til 23. desember. Scndid aiia 10 scrilana í ciim iuiislai»i-(il;csilci»ir vimiiiii*ar irá dajiis oi» Kailíóliiidiiiiii í MYRKRI 0G REGNI eykst áhættan verulega! Um það bil þriðja hvert slys í umferðinni verður í myrkri. Mörg þeirra í rigningu og á blautum vegum. RUÐUR WJRFA AÐ VERA HREINAR. ||UMFERÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.