Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. Menning Ömmur okkar og langömmur Áriö 1926. Á leið inn í nýja tíma. Ljósm. Skafti Guðjónsson „Já, kvenmannslaus í kulda og trekki kúrir saga vor“ sungu rauðsokkumar. Orð að sönnu eins og fljótt má sjá með því að líta í þau annars ágætu safnrit um sögu þjóðarinnar sem út hafa komiö á síðustu misser- um. Enda hefur það verið bjargfost trú að ekkert úr lífi þeirra væri í frásögur færandi. Þær væm „skapað- ar til að mýkja geðsmuni karlmanna", eins og séra Bjöm í Sauðlauksdal orðaði það. Ævistarfið var að „elda graut og ala börn og þar með basta“. í bókum skyldu þær ekki liggja. Þegar konur í Húnavatnssýslu stofnuöu meö sér félag árið 1874 var efst á verkefnalist- anum að æfa sig í skrift. Liðlega þijátíu árum síðar sveif Bríet Bjarnhéðins- dóttir inn í bæjarstjórn Reykjavíkur ásamt þremur öðrum konum. Tilllögur hennar fengu misjafnar und- irtektir. „Hér á ekki að líðast heimtufrekja. Ég er fyr- ir mína parta alveg mótfallinn þessari bón konunn- ar“ hvein í einum bæjarfulltrúa þegar hún vildi fé til að láta kenna stúlkum að synda. Um þetta og margt, margt fleira má lesa í bókinni íslandsdætur (1850- 1950) sem bókaútgáfan Öm og Örlygur var að senda frá sér. Þó ekki sem viðbót við alfræðibókina miklu eins og ætla mætti, heldur sem annað bindi af ritröð sem hófst á bókinni Bemskan og fjallaði um leiki og störf íslenskra barna. Sama form er notað, hátt á ann- að hundrað glæsilegra mynda og texti tveggja höf- unda, sem vísa ríkulega til fjölmargra heimilda. Á seinasta áratug hafa birst verk þar sem vandlega er hugað að einstökum þáttum í sögu kvenna, svo sem Ljósmæður á íslandi sem Björg Einarsdóttir ritstýrði, ómetanlegt fræðirit Önnu Sigurðardóttur, Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár og brátt er væntanleg rann- sókn Þórunnar Magnúsdóttur - um konur og verka- lýðsfélög. En við höfum ekki fyrr eignast yfirlit á borð við íslandsdætur sem skoðar kjör og aðstæður kvenna frá mörgum hliðum, jafnt innan heimihs sem utan, sem og ímyndir og raunmyndir um lif þeirra, á aldar- löngu skeiði. Þar hefur verið óplægður akur. ívar Gissurarson á heiðurinn af mjög góðu mynda- vah. Sú fyrsta er af konu að hræra í potti á hlóðum, aðrar sýna konur við heyvinnu, þvotta, síldarsöltun, kolaburð og önnur störf. Við sjáum líka konur í skól- um, konur að fagna kosningarétti, nokkra bæjarfuh- trúa og fyrstu þingkonuna. Ótal konur og ólíkar. Mér finnst þó svohtið thgerðarlegt að hafa allar myndirnar með bláum blæ. Símon Jón Jóhannsson og Ragnhildur Vigfúsdóttir rita textann og skipta með sér efni, nokkum veginn til helminga. Það er dálítið skondið, eða kannski tím- anna tákn, að Símon Jón skrifar mest um „mjúku máhn“, aðstæður kvenna á heimilum, klæðnað og tísku, uppeldi, bónorð og brúðkaup, skyldur giftra kvenna, barneignir, kirkjuleiðingar, ömmur og þjóð- sögur og ágrip af menntunarsögu kvenna. Þá leggur hann víða meiri rækt við blæbrigði og hrynjandi í stíl. Bókmenntir Inga Huld Hákonardóttir Ragnhildur beinir hins vegar sjónum sínum að launa- vinnu utan eigin heimhis, svo úr verða merkheg drög að atvinnusögu kvenna. Síðan fylgir hún konum út á vettvang hins opinbera (og frásagnarverða!) lífs. Þær beita sér fyrir byggingu Kvennaskólans og Landspítal- ans og taka fyrstu skrefin á braut stjómmála og kven- réttindabaráttu. Hún gleymir ekki togstreitunni mihi skyldu og sköpunarþrár: er það eðh kvenna að að fórna sér fyrir fjölskylduna eða er þeim þröngvað th að eyða lífi sínu í „óþrotlegt heimihsamstur"? Grimmur ritstjóri (sem sjálfsagt hefur enginn verið) hefði sums staðar hagrætt kahabyggingu og heimtað ögn skýrari hnur, því stundum skarast efnið nokkuð. En bæði Símon Jón og Ragnhhdur eru ótrúlega víðles- in og krydda texta sinn óspart með með hnyttnum klausum sem sóttar eru í ævisögur, blaðagreinar, fræðirit og ferðasögur. Góðar heimhdaskrár vísa veg þeim lesendum sem vhja fræöast meira um einstök efni. Sömuleiðis ber að þakka ítarlega skrá yfir mynd- ir og ennfremur atriðisorð, svo hægt er að finna á augabragði hvar skrifað er um hvað: .saltfisk, salerni, sambúð... Höfundarnir líkja verki sínu við „könnunarflug yfir svæðið, lent er á ýmsum stöðum og þeir skoðaðir, en nákvæm kortlagning bíður". Flugferðin var skemmtheg og óhætt að óska dætrum íslands - og sonum - th hamingju með gullfallegt og spennandi brautryðjendaverk. Simon Jón Jóhannsson og Ragnhildur Vigfúsdóttir. íslandsdætur. Myndaritstjóri ívar Gissurarson. Örn og Örlygur 1991. 292 bls. Keflvíski bjargvætturinn í fyrstu skáldsögu sinni, í miðjum draumi, leiðir Súsanna Svavarsdóttir lesendur sína inn í thveru keflvískrar stórfjölskyldu sem hin fimmtíu og funm ára Hanna ber hitann og þungann af. Hanna hefur alltaf lifað lífi sínu fyrir aðra og aldrei séð neitt athugavert við það. Frá morgni th kvölds stritar hún við að gera öhum th hæfis, manninum, böm- unum átta, bamabömunum, foreldrum, tengdaforeldrum og vinum. Hún straujar ekki einungis bleiur af mikilh hst heldur sér hún að auki um ahan þvott fyrir móður sína og bræður en mamma hennar er hla haldin af ímyndunarveiki og kvartar og kveinar ahan sólarhringinn. Heimih Hönnu er eins og umferðarmiðstöð, öhum opið, og þeir sem eitt sinn koma þangað í heimsókn vilja helst aldrei fara þaðan aftur eins og t.a.m. tengda- móðir hennar og mágkona sem ætluðu bara að stoppa í örfáa daga en em búnar að vera í tuttugu ár. Það hvarflar aldrei að Hönnu að hún sé að gera neitt annað en henni ber og hún er óþreytandi við að stjóma fólkinu sínu og skipuleggja líf þess. Þannig hefur þetta ahtaf verið og Hanna hefur aldrei leitt hugann neitt sérstaklega að því að það sé kannski ekkert athugavert viö það að aðrir fjölskyldumeðhmir fái að lifa sínu lífi án hennar íhlutunar. Hún er orðin háð því að stjóma og aðrir era orðnir háðir þessari stjómsemi. En skjótt skipast veður í lofti. Hanna fær alvarlegt höfuðhögg og þarf í framhaldi af þvi að leggjast inn á spítala. Þar fær hún ómældan tíma tU að gera upp og endurmeta afstöðu sína th þess lífs sem hún hefur lifað og bömin hennar koma líka eitt af öðra og játa það fyrir henni að nú sé mál að linni, það sé tími th kominn að hún fari að lifa líf- inu örhtið fyrir sig. Vala dóttir Hönnu flýgur aha leið frá Amer- íku þegar hún fréttir af slysinu og tekur strax th við að segja móður sinni th syndanna: „Halda ekki allir bara áfram að lifa í sömu hringavitleysunni og koma svo öðra hverju th þín th aö heha úr raslafótunni? Ég hef komið heim á hverju ári í fimmtán ár. Það er aldrei neitt nýtt að gerast. Það hefur aldr- ei neinn tekist á við vandamál sín og ekkert breytist. Þú hlustar á alla, reynir að hagræða thveranni til að öðrum hði vel. Þú ferð aldr- ei neitt. Hvenær hafið þið pabbi farið í sum- arfrí, bara tvö saman?“ (70) Eftir þessa yfir- hellingu fer Hanna í vörn eins og von er en um leið getur hún ekki annaö en viðurkennt fyrir sjálfri sér að það sé nú ýmislegt th í því sem Vala segir. Henni finnst sér misboð- ið og verður th skiptis reið og leið og áður en hún veit af er hún farin að láta alls kyns „undarlega" hluti frá sér fara. Það er „önn- ur“ Hanna sem kemur aftur heim, Hanna sem hugsar sig tvisvar um áður en hún snýst í kringum hðið sitt. Eins og gefur að skhja þá er þetta ekki tekið út með sældinni. Hanna kemur fólki á óvart með thsvörum sínum og fær það upp á móti sér, en um leið reyna þeir hinir sömu að láta eins og ekkert hafi í skorist og sefja umskipti Hönnu á reikning höfuðhöggsins. Áður en yfir lýkur hefur þó ýmislegt breyst. Tengdamamma er farin að hugsa sér til hreyfings, sonur Hörmu og tengdadóttir farin að átta sig á að það sé ekkert sjálfsagt að hggja uppi á Hönnu og Adda til ævhoka, fólk er hætt að sitja yfir henni lon og don og heimta ráð og Hanna sjálf er farin að sætta sig við að líf annarra heldur áfram án hennar. Skortir kraft og einlægni í miðjum draumi er gerð thraun th að draga upp hversdagslega mynd af venjulegu fólki sem eins og fyrir hreina thvhjun hittist, gift- ist, fer að búa og eignast böm. í lífi þessa fólks er ekki ahtaf aht með felldu eins og gengur en það sem helst einkennir thveru þess er botnlaust thbreytingarleysi sem reynt er að fylla upp í með endalausum kjaftasögum. Brauðstritið er það sem máhð Súsanna Svavarsdóttir. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir snýst um og að koma börnunum th manns á sem sársaukalausastan hátt. Hér er ýmis- legt að fmna sem virkar sannfærandi á les- andann eins og t.a.m. yfirborðsmennskan sem einkennir samskipti fólksins en uppgjör- ið sjálft og atburðimir sem leiða th þess eru ekki nógu vel undirbyggðir. Fyrstu kaflar bókarinnar era flausturslega unnir og les- andinn fær það á tilfinninguna að höfundi hafi legið einiun of mikið á. í upphafi sögu er Hanna í heimsókn hjá mömmu sinni sem lætur öhum hlum látum að vanda og er ekki bara fáránleg og farsakennd heldur óraun- veruleg líka. Mitt í öhum hamaganginum slasast Hanna og þar með er sagan komin á fihla ferð. Það hefði farið betur á því að kynna Hönnu rólega th sögunnar, þá hefði lesandinn öragglega fengið meiri tilfmningu fyrir henni og kannski örlitla samúð. Höf- undur hefur heldur ekki nógu mikið vald á máh og stil í upphafi. Kaflamir era enda- sleppir og ekki tekst að ná tökum á frásagn- arhættinum, þar sem hlaupið er fram og aft- ur í tíma, fyrr en eftir sjötta kafla. Þá er eins og slakni á einhverri spennu og höfundur nær sér á meira flug, sérstaklega í þeim köfl- um þar sem lesandinn fer með Hönnu aftur th fortíðar. Þessar thvísanir aftur í tímann eru aö sjálfsögðu th þess gerðar að lesandinn fái hehlega mynd af Hönnu og lífi hennar, en þessar frásagnir era í rauninni fyrst og síðast skemmthegar. en varpa ekki nógu sterku ljósi á tilfinningamar sem hggja að baki uppgjörinu. Persónumar eru allar ein- hhða og ekkert sérstaklega sannfærandi og þegar á aht er litið er uppreisn Hönnu frekar máttleysisleg miðað við öh þau ítök sem hún hefur fram að þessu haft innan ljölskyldunn- ar. Hanna er sambland af harðstjóra og þræh en því flókna samspih er ekki komið nógu vel til skila og enn síður thfinningum hennar þegar hún er að átta sig á því að hvoragt hlutverkið, hvað þá bæði, henta henni leng- ur. í frásögninni er sagt beinum orðum að Hönnu líöi eins og aht hennar líf sé aö fara fyrir lítið: „Þetta er eins og að vakna í miðj- um draumi og sjá að húsið er alelda." (Bls. 91). En það er aldrei alveg á hreinu hvað Hönnu dreymdi né heldur hvaða afstöðu hún hyggst taka th draumsins. Breytingamar ganga of ljúflega og átakalaust fyrir sig og Hanna er ekki nógu afdráttarlaus í vanhðan sinni th þess að lesandinn geti tekiö hana trúanlega. Þótt hér sé vissulega mikh frásagnargleði í gangi og hehmikið fjör þá vantar einhvem kraft í persónusköpunina og ennfremur þá dýpt, heiðarleika og einlægni sem þarf th að gera sögu sterka og sanna. i miöjum draumi Súsanna Svavarsdóttir. Iðunn 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.