Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022- FAX: Auglýsingar: (91 >626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Viðbrögð sveitarfélaga Sparnaðaraðgerðir ríkisstjómarinnar gera ráð fyrir að færa ýmis verkefni yfir á sveitarfélögin. Talið er að ríkið spari sér sjö hundruð milljónir með þeim tilfærsl- um. Þetta er nokkur upphæð en ekki óviðráðanleg, þeg- ar haft er í huga að hér er verið að dreifa byrði á fjöl- mörg sveitarfélög og þá í samræmi við stærð þeirra og umsvif. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur harðlega mótmælt þessum aðgerðum og þau mótmæh eiga að því leyti rétt á sér að ríkisstjómin hafði engin samráð um tihögur sínar, auk þess sem hér er verið að raska áður gerðu samkomulagi um verkaskiptingu milh ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélögin verða hins vegar að horfast í augu við kreppuna og slæman hárhag þjóðarbúsins. Þau geta ekki verið stikkfrí þegar þjóðin þarf að spara. Þegar ríkisvaldið þarf að losa sig undan verkefnum eða draga saman seglin er eðhlegt að sveitarfélögin kosti nokkru th og taki þátt í þeim ahsherjarráðstöfunum sem þjóðfé- lagið verður allt að gangast undir. Nú hefur hins vegar verið sagt frá því að tvö sveitarfé- lög hafi notað tækifærið th að hækka hjá sér útsvörin. Bæjarstjómir Hafnarfjarðar og Mosfehsbæjar hafa fyrir thstilh viðkomandi rneirihluta hækkað útsvarsálagn- ingu úr 6,7% í 7,5% sem þýðir th að mynda í Hafnar- firði að tekjur bæjarsjóðs hækka um hundrað mhljónir króna. Fleiri sveitarfélög kunna að fylgja í kjölfarið. Hér er ekki karlmannlega að verki staðið. Erfiðleik- um ríkisins er velt yfir á almenning. Þessi bæjarfélög ætla ekki að taka þátt í aðhaldi og hagræðingu th að létta fólki þær afleiðingar sem samdrátturinn í efna- hags- og atvinnulífinu hefur í för með sér. í stað þess að taka á sig sinn skerf í aðhaldinu em bæjarsjóðir þessara tveggja sveitarfélaga að ýta sinni eigin ábyrgð yfir á bæjarbúa. Th að bæta gráu ofan á svart standa lög til þess að Hafnarfj arðarkaupstaður fái hærri úthlut- un úr Jöfnunarsjóði heldur en eha. Því má með öðmm orðum halda fram að þeir sem fara fyrir bæjarstjóm Hafnarfjarðar séu að notfæra sér þrengingamar í þjóðfé- laginu, bæjarfélaginu th framdráttar og aukinna tekna. Viðbrögðin í Reykjavík em önnur. Borgarstjóri hefur lýst yfir því að útsvör í Reykjavík muni ekki hækka, heldur verði gripið til víðtæks aðhalds í rekstri. Hann hefur að vísu mótmælt auknum verkefnum sem færð em frá ríkissjóði yfir á Reykjavíkurborg en lætur við það sitja. Reykvíkingar fá ekki sendan reikninginn af þeim sökum. Mun þó fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar síst vera betri en 1 Hafnarfirði, ef tekið er tilht th lausa- íjárstöðunnar. Að minnsta kosti hefur bæjarstjórinn í Hafnarfirði talað digurbarkalega um góða stöðu bæjar- sjóðs Hafnarfjarðar. Nú síðast fýrir örfáum dögum þeg- ar reikningar bæjarsjóðs vom th afgreiðslu. Ríkissjóður og ríkisstjómin hefðu auðvitað getað gripið th þess ráðs að hækka tekjuskatta og velta þann- ig vandanum yfir á ahan almenning. Það er ekki gert, sjálfsagt vegna þess að ríkisstjómin gerir sér einhverja grein fyrir að heimilin í landinu em ekki aflögufær. Kreppan kemur fram í minni tekjum og minni kaup- mætti. Þessi sömu heimih þola ekkert frekar hærri út- svarsálagningu. Bæjarsljómir og bæjarfuhtrúar em nær fólkinu held- ur en ráðherrar og ríkisstjómir. Þeir fyrmefndu eiga að vita hvaða áhrif það hefur á tekjur og afkomu heim- ha- þegar efnahagshfið færist í dróma. Ákvörðun um hækkun útsvars mun ekki mælast vel fyrir. Ehert B. Schram ,Hitinn i skoöunum margra er kominn hátt upp fyrir suöumark .. “ segir Gunnar meðal annars í grein sinni. Simamynd Reuter Kjörorð dagsins Lýðræöi er kjörorð dagsins í Rússlandi og öðrum ríkjum komm- únismans fyrrverandi en þær hug- myndir sem Rússar hafa um lýð- ræði eru allt aðrar en þær sem menn eru vanir á Vesturlöndum. Fræðilega séð hafa Rússar búið viö allra manna mest lýðræði undan- farin 70 ár. Lýðræði er innbyggt í kommúnismann, ekkerfer til sem býður upp á annað eins lýðræði á bókum. Flokkimnn sá til þess að sovétin, ráðin, á hverjum vinnu- stað væru vettvangur starfsmanna til að koma á framfæri hugmynd- um sínum og kvörtunum og flokk- urinn hafði deild á hverjum einasta vinnustað að heita má, með tilheyr- andi útsendara KGB. En allt þetta lýðræði og allar þessar sellur kommúnistaflokksins í öllu þjóðlífinu voru andvana fæddar því að allt vald kom að of- an. Væri einhverju breytt var það með tilskipunum. Sú hugmynd að hinn almenni, óbreytti maður hafi eitthvað að segja um örlög sín er framandi fyrir Rússa. Þvi hefur oft verið haldið fram að í raun og veru hafi Rússland sáralítið breyst und- ir kommúnismanum frá því sem var undir keisaranum. í stað bojara hafi komiö kommíssarar, hugar- farið og skipulagið sé í raun það sama undir öðru nafrii. Mensévíkar og bolsévíkar Lýðræði í huga Rússa og margra annarra táknar alræði meirihlut- ans og réttleysi minnihlutans. Þannig var það þegar bolsévíkar rændu völdum af mensévíkum í byltingunni forðum, enda þótt mensévíkar væri í meirihluta, en það voru bolsévíkar sem knúðu sitt fram. Svo hefur verið í Sovétríkj- unum alla tíð síöan. Minnihlutinn hefur haft meirihlutann að engu með ofríki í nafni lýðræðis. Það ofríki fólst meðal annars í því að þagga niður í öllum sem mótmæltu, rétt eins og tíðkaðist á keisaratímanum, og um gúlagið þarf ekki að hafa mörg orð. Þaö var líka arfur frá keisaratímanum en ennþá miskunnarlausara. Þær milijónir sem fórust í gúlaginu segja meira en þarf að segja um lýðræðið í verki undir kommún- isma. Hið fræðilega lýðræði, sem hugsjónamenn hvarvetna dásöm- uðu, var aldrei nema fræðilegt. Það hafði það eitt sér til ágætis að líta vel út á prenti. Kto-kogo? Nú eru þáttaskil í Rússlandi og nýlendum þess fyrrverandi og allra KjaUariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður veðra von. En hugsunarháttur breytíst ekki á einni nóttu þótt hon- um sé gefið nýtt nafn. Lýðræði er eftír sem áður framandi fyrir þær þjóðir sem byggja rússneska keis- aradæmið fyrrverandi, sá hugsun- arháttur að allt vald komi að ofan er enn ráðandi. Rússneskum hugs- unarhætti hefur verið lýst með tveimur orðum: Kto-kogo? sem merkir, hver - hverjum. I því felst spumingin hver geti gert hverjum hvað, illt eða gott. Sá maður sem er í aðstöðu til að gera einhverjum öðrum illt eða gott er þar með valdamaður, hvort sem hann er afgreiðslumaður í kjötbúð eða aðal- ritari kommúnistaflokksins. Kerfi kommúnismans hefur gengið út á þetta. Hvaða blók, sem var í flokknum, hafði aöstöðu á ein- hvem hátt til að hafa áhrif á líf og frama annarra. Kerfið gekk út á að hafa þessa menn með sér en ekki á móti. í þessu fólst meðai annars hin vægðarlausa harð- stjóm meirihlutans í öílum sellum á vinnustöðum. Hver sá sem var með múður var útskúfaður. Tillits- semi við skoðanir, sem gengu á svig við opinberan sannleika, var ekki til og er ekki til núna heldur. Hugsunarhátturinn mun ekki breytast núna þótt Sovétríkjunum hafi verið breytt í samveldi evr- ópskra og asískra ríkja. Tillitsleysi í þessu felast miklar hættur. í meira en sjötíu ár hefur allur ágreiningur verið bældur niður með hörku og fullkomnu tillits- leysi. Nú er valdið til að bæla niður skoðanir í upplausn. Hitinn í skoð- unum margra er kominn hátt upp fyrir suðumark og ekki við ööm að búast en upp úr sjóði á ótal svið- um. Þetta á við um þjóðfélagið allt en fyrst og fremst um hvers konar minnihlutahópa. Þá er ekki aðeins um þjóðfélagshópa að ræða heldur heilar þjóðir sem eiga harma að hefna gegn rússneska risanum. Nú, þegar Sovétríkin eru að líða undir lok í fyrri mynd, koma allir minnihlutahópamir fram á sjónar- sviöið, hvort sem þeir eru BalkcU•, þjóðin í Kákasus, Tsjetjen-Ingúsh, sem voru reknir frá heimkynnum sínum í Kákasus 1945 og fluttir eins og búpeningur á nýjar slóðir á steppum Rússlands í refsingar- skyni fyrir samvinnu við Þjóð- veija, eða Volgu-Þjóðveijar sem voru fluttir á sama hátt til Síberíu. Allar þessar þjóðir og margar fleiri eru famar að láta í sér heyra. Kerfið er hrunið og með því vilj- inn til að beita ofbeldi. Ekkert nema ofbeldi hélt Sovétríkjunum saman. Kjörorð dagsins er lýðræði en gallinn er sá að fólk, sem aldrei hefur kynnst lýðræði, veit ekkert í hveiju það felst. Lýðræði kann að viröast sjálfsagður hlutur fyrir þá sem þekkja ekki annað en ef að er gáð er það ekki svo einfalt mál. Kjami lýðræðis er virðing fyrir skoðunum minnihlutans og þann kjama hafa Rússar aldrei skilið né heldur margar aðrar þjóðir, svo sem Litháar, sem hafa þegar notað nýfengið frelsi til að skerða rétt minnihlutahópa í landi sínu. Slíkar aðfarir em uppskrift fyrir þjóðfélagsólgu og það er innan þjóðfélaganna í Sovétríkjunum fyrrverandi sem hættan á algerum glundroða og upplausn vofir yfir en ekki fyrst og fremst stríðshætta milli einstakra ríkja og sjálfstjóm- arsvæða. Gunnar Eyþórsson „Kjörorð dagsins er lýðræði en gallinn er sá að fólk, sem aldrei hefur kynnst lýðræði, veit ekkert í hverju það felst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.