Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991.
BÍLALEIGA
við Flugvallarveg
ARNARFLUGS
gegnt Slökkvistöðinni
Jólatilboð
50% afsláttur
af daggjöldum í desember
: 61-44-00
Simi
91
Fax 91 -61 #44#15
MINOLTA
’Litsel
AUSTURSTRÆTI 6, SÍMI: 611788
• Sjálfvirkur fókus
• Sjálfvirkt flass
• Dagsetning
• Sjálfvirk filmufærsla
Verð kr. 8.990 stgr.
Sororicide (Só-Rorri-Sæd)
The Entity LP og CD
Myndband frumsýnt í kvöld í
Bylmingi á Stöð 2 kl. 18.30.
„Plata ársins“
Árni Matthíasson - Morgunblaðið
Gunnar Hjálmarsson - Þjóðviljinn
Platonic
í ' .i'T’Sj».
«1 - ■
Segið þið okkur
hvað hef ur gerst
- eru svörin sem fást í Kreml um framtíð Sovétríkjanna
„VUl ekki einhver segja okkur
hvaö er að gerast,“ sagði Vitalíj
Churkin, talsmaður sovéska utan-
ríkisráðuneytisins, þegar Tass-
fréttastofna spurði hann um framtíð
ráðuneytisins eftir að Borís Jeltsín
Rússlandsforseti lét leggja það undir
Rússland.
„Hvað ætlist þið til að ég segi. Ég
veit ekkert," hélt talsmaðurinn
áfram þegar leitað var eftir viðbrögð-
um viö tíðindunum. Jeltsín kom
mjög á óvart með yfirtöku sovésku
ráðuneytanna í Kremi og enn er ekki
ljóst hvort hann veitti Sovétríkjun-
um náðarhöggið með tilskipunum
gærdagsins.
Sovétríkin eru í það minnsta
óstarfhæf eftir þó Míkhaíl Gorbat-
sjov forseti hafi haldið áfram störfum
eins og ekkert hefði í skorist. Hann
er þó orðinn leiguhði Jeltsíns því
Rússlandsforseti yfirtók aRar eigur
Sovétforseta.
Jeltsín viðist ekki heldur líta svo á
að ástandið sé ótryggt því hann er
nú á Ítalíu og ræðir þar við ráða-
menn og áhrifamenn í atvinnulífmu.
Þá fer hann á fund Jóhannesar Páls
páfa í dag. Rússar eru ekki alls kost-
ar sáttir við framgöngu kaþólsku
kirkjunnar eftir aö trúfrelsi komst á
fyrir austan og segja að hún reyni
að ganga á hlut rétttrúnaðarkirkj-
unnar.
Jeltsín leitaði í gær eftir viður-
kenningu ítala á Rússneska sam-
bandslýðveldinu og falaðist eftir að-
stoð í þrengingum landins. Giulio
Andreotti, forsætisráðherra Ítalíu,
sagði að ríki Evrópubandalagsins
ætluðu aö hafa samflot í viðurkenn-
ingu á lýðveldunum sem áður mynd-
uðu Sovétríkin. Hann hét hins végar
aliir aöstoð sem ítalir mættu veita.
Áhrifamenn í foruneyti Jeltsíns
vildu ekkert segja um nýjustu at-
burði í Sovétríkjunum. Framtíð rík-
isins ræðst endaniega á fundi í
Alma-Ata í Kazakhstan um helgina
en Jeltsín heldur rakleiðis þangað frá
Ítalíu síðar í dag. Á meðan verða
Sovétríkin enn á landakortinu þótt
ríkiðséhruniðtilgrunna. Reuter
á f ullveldi okkar
- segir forsætisráöherra Króatíu
•A-N
Carrington lávarði, sáttasemjara
Evrópubandalagsins, gengur illa að
koma á triði í Júgóslavíu. Eftir tund
sinn með forseta Serbíu i gær viður-
kenndi hann allt að því að honum
hefði mistekist ætlunarverk sitt.
Teikning Lurie
Þýskaland mun væntanlega viður-
kenna sjálfstæöi júgóslavnesku lýð-
veldanna Króatíu og Slóveníu fyrir
jól. Stjómvöld sögöu í gær að þau
mundú viöurkenna formlega öli
júgóslavnesku lýðveldin sem þess
óskuðu þann 15. janúar næstkom-
ándi ef þau uppfylltu skilyrði Evr-
óþubandalagsins um lýðræði, rétt
minnihlutahópa og trygg landamæri.
Talsmaður þýsku stjómarinnar
sagði hins vegar efdr rikisstjómar-
fund að Króatía og Slóvenía yrðu
hugsaniega viðúrkennd fyrir jól eða
um leið og öll skUyrði veröa uppfyllt.
Leiðtogar Króatíu fögnuðu yfirlýs-
ingu Þjóðveija í gær og sögðu að hún
táknaði endalok Júgóslavíu.
„Það er mikUsvert að Evrópu-
bandalagið og mikUvægustu ríki
þess skuU staðfesta fuUveldi okkar
og þar með í reynd viðurkenna að
Júgóslavía sé ekki lengur tU,“ sagði
Franjo Greguric, forsætisráðherra
Króatíu, í gær.
En Serbar í Króatíu svömðu með
því að lýsa yfir eigin lýðveldi. Þá
hörðnuðu bardagamir í Króatiu þeg-
ar yfirlýsing Þjóðverja yarð kunn.
ísland viðurkenndi sjálfstæöi lýð-
veldanna tveggja í gær og Svíþjóð,
Finnland og Rúmenía voru að búa
sig undir að viðurkenna þau,
Evrópubandalagið ákvað á fundi á
þriðjudag að fara með Króatíu og
Slóveníu sem sjálfstæð ríki írá Í5.
janúar. Þau verða þó aö uppfyUa
framangreind skUyrði þann 23. des-
ember.
Carrington lávarður, sáttasemjari
EB, sem er í Júgóslavíu tii aö reyna
að koma á friði játaði næstum ósigur
sinn eftir fund með MUosevic, forseta
Serbíu.
Ante Markovic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, sagði af sér embætti í
gær vegna ósamkomulags um fjár-
framlög tíl hersins. Blað í Belgrad
sagði að samkvæmt fjárlagafrum-
varpi næsta árs ætti herinn að fá 86
prósent ríkisútgjaldanna. Á það gat
MarkovicekkifaUist. Reuter
— talandí dæmi um þjónustu
Utlönd
Sovétforseti orðinn leiguliði Rússlandsforseta:
Boris Jeltsín Rússlandsforseti lagði undir sig Kreml með einu pennastriki og hélt við svo búið til Ítalíu. Hér er
hann með Francesco Cossiga Ítalíuforseta í forsetahöllinni í Róm. Símamynd Reuter