Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. Spumingin Feröu í kirkju á jólunum? Jón Helgi Pétursson nemi: Nei, það geri ég ekki. Jón Kristófer Sigmundsson tamn- ingamaður: Já, að sjálfsögðu. Það er fóst regla hjá mér aö fara á aðfanga- dag. Lilja Björk Gísladóttir nemi: Já, ég geri það. Björn Axelsson landslagsarkitekt: Nei, ég fer aldrei í kirkju á jólunum. Jens Sigurðsson vélstjóri: Já, ég býst við því. Skúli Eggertsson nemi: Nei, yfirleitt ekki. Lesendur Kvoldsogur - ekki hræðast myrkrið Margt er hægt að gera til að forðast myrkrið... Ragnhildur Ragnars skrifar: Eg hef hlustað á kvöldsögur á Bylgjunni, nú síðast í umsjá Bjama Dags. Eiríkur Jónsson og ÞórhaUur Guðmundsson hafa einnig haft um- sjón með þessum þáttum, sem eru að mínu mati mjög athyglisverðir, einkum fyrir það hve þörfin er mikil hjá fólki fyrir að fá áheyranda að sinni kvöldsögu. - Sumar hverjar eru mjög alvarlegar. Oft er það þannig að fólk kýs gjarn- an nafnleynd og þess vegna getur þaö tjáð sig betur. Margir eru einmana sem hafa engan til að tala við annan en útvarpsstöö og það eitt er um- hugsunarvert. - Það sem fékk mig hins vegar til að skrifa til lesenda- dálks DV er þáttur sem var á dag- skrá mánudagskvöldið 2. des. Þá var rætt um myrkrið. Það eru nefnilega margir sem eru hræddir í myrkri. Ég reyndi mikið að ná til þáttarins en álagið var mikið og náði því ekki í gegn. Það er hins vegar margt hægt að gera til að láta sér líða vel og vera -óhræddur. Eins og fram kom í þess- um þætti er Faðirvorið svo öflug bæn að það sem ekki kemur í guðs friði þaö fer þegar farið er með bæn. Hug- urinn er svo öflugur að það hjálpar einnig þótt farið sé með bæn í hugan- um. Og fleira er hægt að gera, kveikja á kertum, kveikja á reykelsi og krossa alla glugga með höndum eða bara í huganum. Mikil blessun fylgir því einnig að hafa Jesúmyndir eða styttur eða hangandi kross því hann er mikil vöm gegn ótta. Mikiö atriði er líka að hugsa jákvætt og blóta ekki því það kallar ekki á gott. Það komast alltaf færri að en vilja í svona þáttum og mér finnst kjörið að halda svona umræðu áfram, t.d. á lesendasíðu. Þar er þó möguleiki á meiri og betri umfjöllun, jafnvel lausnum. Ég skora á fólk aö láta í sér heyra. Með svona skrifum fást oft svör frá öðrum aðil- um þótt síðar verði og tækifæri fyrir slíkt gefst ekki í ljósvakamiðlum. Raufarhöfn: Frétt DV um ástandið var rétt Ámi Pétursson, Raufarhöfn, hringdi: Þar sem Margrét Óskarsdóttir, kennari á Raufarhöfn, fann hjá sér þörf að lýsa því yfir að frétt um „hrikalegt ástand" í atvinnumálum hér í bænum, sem birtist í DV, hafi verið ósönn að hennar mati þá hefði hlessuð konan að mínu mati átt að láta fylgja með að hún hefur ekki verið búsett hér á Raufarhöfn nema í tvo og hálfan vetur og veit því að ég tel ekki mikið um það hvemig fólki líður hér. Þessi kona á ekki fasteign hér á Raufarhöfn og getur því farið héðan þegar henni sýnist svo, það er ekkert sem bindur hana hér. Annað fólk sem á hér fasteignir er í átthagafjötr- um og losnar ekki við eignimar, jafn- vel þótt það vildi gefa þær. Sumt af þessu fólki væri farið héöan ef það væri hægt að selja hér fasteignir, hér er fjöldi húsa til sölu en þau seljast ekki. Svo segir Margrét að oft hafi mátt lýsa ástandinu á Raufarhöfn eins og gert var en ekki núna. Hvað veit hún um það, konan sem hefur búið hér í svo stuttan tíma og er ekki einu sinni hér á sumrin? Hún er þvi varla dóm- bær á það hvemig fólki hér líður. Svo er það spuming líka hverjir hafa efni á því að vera að tjá sig um félagsmál hér í plássinu. En það má hins vegar segja í lokin að menn hér bíði eftir því að Davíð Oddsson styrki menn til að komast héðan í burtu, hér er sáralítið að gera og menn fremur ósáttir við ástandið. Fréttin í DV sem Margrét var að setja út á var rétt. Á vinnustað mínum hafa menn rætt þessa frétt og em á einu máh um að hún hafi verið hárrétt í alla staði. VerkföUin snertu ekki fyrirtækin: Launafólki og almenningi blæðir S.Ó. skrifar: Hvaða valdabrölt er á fomáða- mönnum verkalýðsins núna fyrir jólin? Þeir skella á skæmverkfalli á bensínsölufólk á hluta höfuðborgar- svæðisins og fáeina hlaðmenn hjá Flugleiðum. - Hveijum er verið aö þjóna og hveijum glymur svo klukk- an að þessu loknú? Það gefur augaleið að þetta gerir viðsemjendununum, olíufélögunum og Flugleiðum, lítið sem ekkert ógagn. Þetta bitnar á almenningi og þeim skjólstæðingum forystumanna verkalýðsins sem verkföUin ná til. „Hverjum er verið að þjóna og hverjum glymur svo klukkan ... ?“ í bensínverkfallinu keyptu menn bensín fyrir skæmverkföllin og eftir þau með margföldu vinnuálagi á starfsfólkið sem verkalýðsfélagið svipti þriggja daga launum rétt fyrir jólin. Óg í verkfallinu sjálfu fóra bíl- eigendur í næstu kaupstaði, Kópavog og Hafnaríjörð, og keyptu bensín. í hlaömannaverkfallinu flugu menn með minni flugfélögunum sem sum hver að minnsta kosti era að hluta til í einu Flugleiða og því spuming um í hvaða vasa fjármun- imir fóra. Loftflutningum var hrað- að eða frestað fram yfir verkfall. Fólkið sem þurfti að ferðast gat ekki tekið með sér þann farangur sem það hefði kosið og þurfti að sæta minni vélum og meiri töf. Ég get ekki séð nema eina útkomu úr þessum verkföllum eins og svo mörgum verkföllum fyrr á tíð: það era bláflibbamennimir í forystu verkalýðsins sem era að reyna að sýnast fyrir skjólstæðingum sínum. - Þeir verða að láta taka eftir því að þeir séu að „gera“ eitthvað. Trúáframtiðina Mér ofbýður hveroig ijölmiðlar hampa öllu þvi sem neikvætt er, stríðsfréttum, nauðgunarmálum, svikum og prettum. Fátt virðist vera þess rirði að birtast nema það sé nógu svæsið. - Iivemig eiga börn og unglingar að geta horft björtum augum til framtið- ar við svona aðstæður? Hugrakkir bjartsýnismenn sem ekki taka þátt í þessum subbu- gangi fá lítinn hfjómgrann. Pétur Guðjónsson er einn sá hugrakk- asti og dásamlega bjartsýnn eins og fram kemur í bók sem nýlega er komin út eftir hann. Hann lítur ððrum og bjartari augum á frarn- tlðina og endurvekur baráttuvilja og ást á lífinu. Ég þakka honum : að þora aö standa upp og segja það sem segja þarf. Kvennalistakon- Ester hringdi: Þær hafa lítið haft sig i frammi, kvennaiistakonur, eftir að þeim svelgdist á áiversmálinu með þvi aö fagna ffestun á framkvæmd- um viö það. - Nema þær séu svo yfir sig ánægðar með frestunina að þær megi ekki mæla! Þær haía einkum teflt fram þingkonu sinni frá Vestfjörðum upp á síðkastið og vist er um það að hún virðist a.m.k. sú málefna- legasta þeirra allra. Ef tíl vill eru hinar bara að undirbúa sinna- skipti tii að taka undir með EB- sinnum. Levi’svörumar ekki dýrari hér M.B. skrifar: Ég er forfallinn Levi’s aðdáandi og vil helst eingöngu kJæðast ekta Levi’s fötum. Ég ákvað því að fara í verslunarferð tii útlandaog gera þessi „reyfarakaup" á Levi’s vör- um. - En því miður varð reyndin önnur. Ég keypti Ld. Levi’s peysu sem kostaöí þar 5.300 ísl. kr. Fannst ég hafa himin höndum tekið og keypti því tvær. Þegar heim kom komst ég hins vegar að því að sams konar peysa kostar hér aðeins 5.700 kr. Á öll- um æðibunuganginum hafði ég aöeins sparað nokkur hundruð krónur. Eg vil þvi benda fólki á aö kannna verðið hér heima áður en það fer i sérstakar verslunar- ferðir til útlanda. Nafnbirtingar Kristján hringdi: I Morgunblaðinu sá ég nýlega tvær fréttir umsama efni, á sömu blaðsíðu. Menn höföu verið dæmdir í Sakadómi Reykjavíkur. í annarri fréttinni um menn sem voru dæmdir í eins og hálfs og tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot. Þar voru mennimir nafngreindir. í hinni fréttinni var um að ræða 8 mánaða fangelsis- dóm yfir hagfræðingi en án nafn- ; birtingar. Þetta er ekki góð blaöa- mennska. hvað þá réttlát. • Fhmast ■ engar siöareglur um nafnbirtingar iiinna dæmdu? Jón Trausti Haiidórsson hringdi: Presturinn í Langhoitskirkju sagði si. sunnudag i predikun að stjórnmáiamenn mættu vera ábyrgari gagnvart náunganum og ættu jafnvei að koma oftar í kirkju og reyna að skfija boð- skapinn - ekki væri nóg að hlusta. Það yrði heilmikiii lær- dómur fyrir þá. f nýútkomnum bókum Nýals- sinna er m.a útskýrður atburður- inn á Sinaífjalii, og ættu mehn að kynna sér þaö veL Ef menn skylja samhengiö er sigurinn unninn. - Hjá sfjómmálamönn- um og okkur öllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.