Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 34
42 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. Afmæli Hundrað ára: Ingibjörg Gísladóttir Ingibjörg Gísladóttir húsmóðir, Kambsvegi 11, Reykjavík, er hundr- aðáraídag. Starfsferill Ingibjörg fæddist að Hvítanesi í Skilmannahreppi en ólst upp á Akranesi hjá fósturforeldrum sín- um, Magnúsi Gíslasyni sjómanni og Ingveldi Ásmundsdóttur húsmóður. Fjölskylda Ingibjörg giftist 8.11.1912 fyrri manni sínum, Gunnari Gíslasyni, f. 14.8.1886, d. 25.10.1917, sjómanni í Reykjavík. Gunnar var sonur Gísla Gíslasonar, b. í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit, og Guðrúnar Bjarna- dótturhúsfreyju. Ingibjörg og Gunnar bjuggu í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dæt- ur: Hallfríði Láru Gunnarsdóttur, f. 17.9.1913, d. 25.4.1914, og Ástu Laufeyju Gunnarsdóttur, f. 1.9.1914, húsmóður á Hvolsvelli, sem er gift Sigurþóri Sæmundssyni húsa- smíðameistara og eiga þau fimm böm. Ingibjörg giftist 19.6.1919 seinni manni sínum, Zophóníasi Friðrik Sveinssyni, f. 2.9.1886, d. 12.9.1963, b. og trésmið. Hann var sonur Sveins Eiríkssonar, b. á Heynesi og Staðarhöfða á Akranesi, og Sigur- bjargar Sigurðardóttur húsfreyju. Ingibjörg og Zophónías Friðrik bjuggu að Stóra-Býli í Innri-Akra- neshreppi í tuttugu og fjögur ár. Þau fluttu til Reykjavíkur 1944 og hefur Ingibjörg lengst af búið á Kambs- veginum síðan. Ingibjörg og Zophónías eignuðust fimm börn: Soffia Friðrika, f. 6.12. 1919, d. 5.8.1985, lengst af húsmóður í Vestmannaeyjum, sem var gift Óskari Sigurðssyni, útgerðarmanni og endurskoðanda, sem einnig er látinn, og eru börn þeirra þrjú; Sig- urður, f. 8.9.1922, lengi bifreiðar- stjóri í Reykjavík, nú búsettur í Hveragerði, var áður í sambúð með Fjólu Aradóttur og eignuðust þau tvö börn en er kvæntur Guðfinnu Hannesdóttur húsmóður og eiga þau þijár dætur; Yngvi Magnús, f. 2.8.1924, húsgagnasmiður í Reykja- vík, var kvæntur Jóhönnu Valdi- marsdóttur húsmóður en þau slitu samvistum. Þau eignuðust fjögur börn en þrjú þeirra eru á lífi; Kjart- an Reynir, f. 20.7.1930, bifvélavirki í Kópavogi, kvæntur Stellu Hjalta- dóttur húsmóður og eiga þau þijú börn; Sveinbjörg, f. 2.8.1931, gift Sveini Elíassyni, fyrrv. bankaúti- bússtjóra, og eiga þau saman tvö börn auk þess sem hann á eina dótt- ur frá fyrra hjónabandi og Svein- björg son sem ólst upp hjá Ingi- björgu og Zophóníasi. Sá er Baldur Sveinn Baldursson! f. 1.8.1951, for- stjóri í Reykjavík, kvæntur Rósu Valtýsdóttur húsmóöur og eiga þau tvo syni auk þess sem Rósa á einn sonfráþvíáður. Ingibjörg á þrjú hálfsystkini. Þau eru Margrét, húsmóðir í Reykjavík; Ágúst, vélstjóri í Reykjavík, og Guð- mundur, starfsmaður hjá Ríkisút- gáfu námsbóka. Foreldrar Ingibjargar voru Gísli Gíslason, f. 21.11.1865, d. 28.5.1945, vinnumaður í Hvítanesi, Grafardal og víðar, síðar verkamaður í Reykjavík, og Hallfríður Þorláks- dóttir, f. 5.8.1857, d. 18.7.1953, vinnu- kona á Akranesi og í nærsveitum. Ætt Gísli var sonur Gísla, í Katanesi og víðar, síðar í Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi, Gíslasonar, á Bjarteyj- arsandi, Gíslasonar, b. á Svarfhóli í Svínadal, Magnússonar. Hallfríður var dóttir Þorláks, b. á Ósi í Skilamannahreppi, Ásmunds- sonar, b. á Elínarhöfða og Görðum á Akranesi, og Ósi, Þorlákssonar, hreppstjóra á Bakka á Kjalarnesi, Brynjólflssonar, lrm. á Bakka, Ein- arssonar. Móðir Ásmundar á Elín- arhöfða var Ragnheiður Beinteins- dóttir ríka, lrm. í Þorlákshöfn, Ingi- mundarsonar, b. á Hólum í Stokks- Ingibjörg Gísladóttir. eyrarhreppi, Bergssonar, hrepp- stjóra í Brattsholti og ættfóður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Þorláks á Ósi var Hallfríður Jónsdóttir, b. í Flekkudal í Kjós, Péturssonar, b. á Vatnsenda, Jóns- sonar. Móðir Hallfríðar Þorláks- dóttur var Guðríður Ólafsdóttir, á Hofsstöðum í Hálsasveit, Bergþórs- sonar. Ingibjörg tekur á móti gestum á afmælisdaginn, 20.12., í Sóknarsaln- um, Skipholti 50A, á milli klukkan 18.00 og 21.00. Eggert Thorberg Kjartansson Eggert Thorberg Kjartansson múr- ari, Unufelli 9, Reykjavík, er se'xtug- urídag. Starfsferill Eggert fæddist í Fremri-Langey á Breiðafirði og ólst þar upp. Hann lauk námi í múraraiðn 1960 og hefur stundað þá iðn síðan. Þá hefur hann sinnt hlunnindabúskap í Fremri- Langeysíðustuár. Fjöiskylda Eggert kvæntist 20.3.1954 Hólm- fríði Gísladóttur, f. 6.9.1935, ætt- greini. Hún er dóttir Gísla Karels Elíssonar, b. á Grund í Eyrarsveit og síðar verkamanns, og konu hans, Jóhönnu Hallgerðar Jónsdóttur 'húsfreyju. Böm Eggerts og Hólmfríðar em Kjartan, f. 18.8.1954, skólastjóri Tónlistarskóla Dalasýslu, kvæntur Svanhvíti Sigurðardóttur sjúkraliða og eiga þau þrjúbörn; Eggert, f. 9.7. 1956, lyfjafræðingur, búsettur á Sel- tjamamesi, kvæntur Þorbjörgu Þyrí Valdimarsdóttur matvæla- fræðingi og eiga þau þrjú börn; Gísli Karel, f. 2.5.1961, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Steinunni Ás- geirsdóttur húsfreyju og eiga þau þrjú börn; Snorri Pétur, f. 19.5.1973, nemi í foreldrahúsum; Lilja, f. 15.11. 1977, nemi í foreldrahúsum. Systkini Eggerts: Svava, f. 5.7. 1923, húsfreyja í Reykjavík; Selma, f. 30.8.1924, húsfreyja á Ormsstöð- um í Klofningshreppi; Gunnar, f. 29.5.1927, járnsmiður í Reykjavík; Unnur, f. 25.2.1930, húsfreyja í Reykjavík; Kópur Zophanías, f. 24.5. 1933, bifreiðastjóri í Reykjavík; Elsa, f. 18.2.1937, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Eggerts em Kjartan Eggertsson, f. 16.5.1898, b. og kenn- ari í Fremri Langey, og kona hans, Júlíana Silfa Einarsdóttir, f. 5.4. 1896, húsfreyja. Ætt Kjartan er sonur Eggerts Thor- bergs, b. í Fremri-Langey, Gíslason- ar, formanns í Bjarneyjum, Gunn- arssonar. Móðir Gísla var Guðrún, húsfreyja á ísafirði, Sigurðardóttir, b. í Vatnsíjarðarseli, Péturssonar, b. í Flatey, Eyjólfssonar. Móðir Egg- erts var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Skáleyjum, Einarssonar, b. í Svefn- eyjum, Sveinbjörnssonar, b. í Hval- látmm, Gíslasonar, b. þar, Svein- bjömssonar, b. í Ytri-Fagradal, Ámasonar, prests í Hvallátmm, Jónssonar, b. í Flatey, Bjömssonar, b. á Reykhólum, Þorleifssonar, hirð- stjóra þar, Bjömssonar, hirðstjóra á Skarði, Þorleifssonar og Ólafar ríku Loftsdóttur. Móðir Guörúnar var Margrét, húsfreyja í Flatey, Páls- sonar, skrúðhaldaraþar, Pálssonar, b. þar, Guömundssonar, lrm. í Stór- holti, Lýðssonar, prests í Skarðs- þingum, Magnússonar. Móðir Margrétar var Sigríöur, systir Ástríðar í Skáleyjum, ömmu Theo- dóm Thoroddsen og Matthíasar Jochumssonar. Sigríður var dóttir Guðmundar, b. í Hergilsey, og Guð- rúnar Eggertsdóttur, b. í Hergilsey, Ólafssonar. Móðir Kjartans var Þuríður Jóns- dóttir, dbrm. og lóðs í Bíldsey, Bjarnasonar, og k. h., Þorgerðar Björnsdóttur. Jón var sonur Bjama Péturssonar, lóðs í Höskuldsey, og k. h. Halldóru Einarsdóttur, b. í Hrísakoti, Einarssonar, b. í Fagur- ey, Pálssonar. Móðir Einars í Hrísa- koti var Halldóra Sigurðardóttir frá Fremri-Langey, systir Orms, ætt- foður Ormsættarinnar. Móðir Hall- dóm í Höskuldsey var Valgerður Ólafsdóttir, fræðimanns í Arney, Jónssonar, lrm. og annálaritara í Purkey, síöast á Grímsstöðum, Ól- afssonar. Júlíana Silfa er dóttir Einars, b. í Bíldsey, bróður Þuríðar í Fremri- Langey. Móðir Júlíönu var Guðrún, síðar húsfreyja á Hópi í Eyrarsveit, Helgadóttir, b. í Rimabúð í Eyrar- sveit, Helgasonar, og konu hans, Margrétar Sigurðardóttur. Helgi í Rimabúð var sonur Helga á Hnaus- um í Eyrarsveit, Helgasonar, á Rifi, Helgasonar, á Hellnafelli í Eyrar- sveit, Steindórssonar, sýslumanns í Hnappadalssýslu, Helgasonar. Móð- ir Helga í Rimabúð var Þorkatla Bjarnadóttir, b. í Neðri-Lág, Kára- sonar. Móðir Þorkötlu var Sæunn Eggert Thorberg Kjartansson. Jónsdóttir, b. á Harrastööum í Miðdölum, Jónssonar, og konu hans, Ingveldar Einarsdóttur, prests í Hvammi í Hvammssveit, Þórðarsonar, prófasts þar, Þórðar- sonar. Margrét í Rimabúð var dóttir Sigurðar í Suðurbúð og konu hans, Guörúnar Jónasdóttur, formanns í Pumpu í Eyrarsveit, Sigurðssonar. Eggert og Hólmfríður taka á móti gestum á heimli sínu á afmælisdag- inn eftir klukkan 20.00. Jóhann Baldvinsson Jóhann Baldvinsson bifreiðastjóri, Hafnargötu 77, Keflavík, er áttræð- urídag. Starfsferill Jóhann fæddist í Hrauntúni í Biskupstungum og ólst upp í Súlu- holtshjáleigu í Flóa. Jóhann og kona hans fluttu til Keflavíkur 1939 þar sem Jóhann var vörubflstjóri allt tfl ársins 1976. Þá hóf hann störf hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann starfaði til 1981 er hann hætti störf- um fyrir aldurs sakir. Fjölskylda Kona Jóhanns er Guðríður Eiríks- dóttir, f. 30.12.1909, húsmóðir. Hún er dóttir Eiríks Guðmundssonar í Feijunesi í Flóa og Ingveldar Jóns- dótturhúsmóður. Fósturforeldrar Guðríðar voru Bjöm Guðmundsson í Vesturholti á Skeiðum og Ingibjörg Ásmundsdótt- irhúsfreyja. Böm Jóhanns og Guðríðar vom Bjöm, f. 24.3.1936, starfsmaður Flugleiða á Keflavikurflugvelli, bú- settur í Keflavík, kvæntur Hrönn Sigmundsdóttur og eiga þau þrjú böm, Sigmar, f. 7.4.1958, Bimu, f. 2.4.1960, og Jóhann, f. 4.1.1966; Sig- ríður, f. 5.8.1937, húsvörður við Fjöl- brautaskóla Garðabæjar, gift Roy Ólafssyni, hafsögumanni í Reykja- vík, og eiga þau þrjúbörn, Jóhönnu Guðríði, f. 7.3.1962, Ólaf Bjöm, f. 5.9.1964, og Sigríði, f. 22.11.1967. Langafabörn Jóhanns em nú sex að tölu. Systkini Jóhanns: Kjartán, f. 20.5. 1909, nú látinn, búsettur í Reykja- vík, var kvæntur Þuríði Björnsdótt- ur og eignuöust þau einn son; Sigur- björg ljósmóðir, nú látin, var gift Grími Guðmundssyni sem einnig er látinn og eignuðust þau saman einn son, auk þess sem hún átti einn son fyrir; Sólveig, var gift Kristni Há- konarsyni í Hafnarfirði sem er lát- inn og eignuðust þau eina dóttur; Málfríöur, f. 8.5.1915, búsett í Garði, gift Njáli Benediktssyni og eiga þau þijúböm; Einar, f. 29.6.1918, nú látinn, búsettur í Kópavogi, var Jóhann Baldvinsson. kvæntur Þorbjörgu Valdimarsdótt- ur og eignuðust þau tvo syni. Foreldrar Jóhanns voru Baldvin Jónasson, f. 21.12.1873, d. 7.6.1952, b. í Hrauntúni, Vatnsholti og í Súlu- holtshjáleigu, síðast búsettur í Reykjavík, og Þóra Kjartansdóttir, f. 11.2.1879, d. 17.1.1961, húsmóðir. Jóhann verður að heiman á af- mælisdaginn. í RAUTT LjÓS^RAUTT LJÓS! ) s__________iIraT^______) afmælið 20. desember 85 ára 50 ára Kristín Bergsdóttir, Austurbyggðl9, Akureyri. 75 ára Sigriður Sigurðardóttir, Blómvallagötu íob, Reykjavik. 70 ára Ásmundur Aðalsteinsson, Hafnarstræti 18b, Akureyri. Jón Bjðrgvin Magnússon, Tunguvegi46, Reykjavik. Guðbrandur Sigþórsson, Hafnargötu 20, Siglufirði. Lilja Guðmundsdóttír, Selbrekku 20, Kópavogi. Hún tekui- á móti gestum á afmæl- isdaginní Kiwanishúsinu, Braut- arholti 26 í Reykjavík, kl. 18-20. Bettý Stefánsdóttir, Torfufelli 25, Reykjavík. - Ormar Jónsson, Barmahlíö 15, Sauðárkróki. Pálína Jónsdóttir, Faxatuni 20, Garðabæ. 40 ára Ólafur Skúli Símonarson, Franmesvegi 65, Reykjavik. 60 ára Jóna S. Steinbergsdóttir, Hríseyjargötu 9, Akureyrí. Þorgrimur Jónsson, Ltmdahólum 2, Reykjavík. Ólafur Haukur Johnson, Kríunesi 7, Garðabæ. Jón Árni Guðmundsson, Skólavegi 58, FáskrúðsfiröL Theódór Halldórsson, Brekkuseli 29, Reykjavík. Guðrún Hjartardóttir, Krossavík 2, Vopnafirðí. Jón Þorbergsson, Prestsbakkakoti, Skaftárhreppi. Halldór Óláfur Bergsson, Ve$turbergi48, Reykjavík. Magnús Gylfason, Neshömrum3, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.