Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1991, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991. 15 „Sjómenn eru - og þeir eru vel að því komnir - ein tekjuhæsta launa- stétt á landinu." Heilagt stríð! Sá ágæti maður, forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands, Guðjón Á. Kristjánsson, hefur látið hafa þau orð eftir sér að núverandi sjómannafsláttur sé sjómönnum heilagur. - Þaö vantaði bara guðlega forsjá og amen á efdr efninu. Mér hnykkti satt að segja við. Hvað þýðir þaö þegar fjárhagsleg eða efnaleg kjaraatriði, sem byggj- ast á mismunum, eru orðin að helg- um rétti? Hvað er það annað en forréttindi? Sjómannafsláttur er skattaleg hyglun eins ákveðins hóps óháð tekjum hans eða eignum umfram aðra. Lífseig forréttindi Af hverfu veitum við ekki skáld- um og listamönnum fastan skatt- afslátt af tekjum? Af því að við viljum ekki forrétt- indi - því það er auðveldara að koma þeim á en afnema. Hafa ekki öll forréttindi allra stétta á ölium tímum verið af öðr- um heimi og kostað grimmiieg stríð til að losna við þau? Öll baráttusaga þjóðanna til jafn- ara og réttlátra samfélags er saga umbaráttu gegn „heilögum rétti“. Konungdómar, lénsfyrirkomu- lagið og margs konar forréttindi eignastétta - allt voru þetta helg vé og guðdómleg réttindi sem aldr- ei mátti skerða. Auðvitað er sjómannafrádráttur hér á íslandi ekki af þessari stærö- argráðu. Hér er þó félagslega verið að ræða um sama efnið. Skyldi eignarhald útgerðarinnar á fiskimiðunum eiga eftir að bætast í þennan vafasama félagsskap? Þá yrði samanburðurinn af sambæri- legri stærðargráðu. Forréttindi eru vissulega lifseig KjaUaiinn Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og hafa á öllum tímum átt for- mælendur fleiri en njótendur þeirra. Hugsun jafnaðarmanna hefur ekki hvað síst grundvallast á afnámi forréttinda. Vissulega halda alhr stíft í sín forréttindi. Menn sleppa þeim ekki án þess að láta reyna á þolrifin í þeim sem vilja draga úr þeim eða afnema. Engin heilög stétt Ríkisvaldið hefur engan siðferð- islegan rétt til þess konar mismun- unar. Sjómenn hafa aUs ekki meiri rétt tíl skattalegra forréttinda en t.d. fiskverkakonur eða vakta- vinnumenn, svo tekin séu handa- hófsleg dæmi. Eða hvað um fisk- vinnslumenn á frystitogurum og fiskvinnslumenn í landi? Sjómenn eiga að búa við fyrirmyndarkjör en ekki forréttindi umfram aðrar starfsstéttir. Launakjör stétta eiga að myndast í samningum aðfia á vinnumark- aði. Skattaleg mismunun eins og hér á sér stað er ekki einu sinni réttiætanleg þótt um væri að ræða tilfærslu til þeirra tekjulægstu. Þá á að skattieggja þá tekjuhærri meira en þá tekjulægri sem þó vissulega er ekki endUega um að ræða í þessu tilviki. Sjómenn eru - og þeir eru vel að því komnir - ein tekjuhæsta launa- stétt á landinu. Það er ekki hægt að ætiast til þess að ríkisvaldið grípi til skattalegra ráðstafana fyr- ir einstakar þjóðfélagsstéttir verði þær fyrir vonbrigðum meö niður- stöður kjarasamninga. Því sem bet- ur fer fyrirfinnst enn engin heUög stétt hér á landi sem hefur slíkan veraldlegan rétt umfram aðrar stéttir. Takmarka - ekki afnema Gleymum því heldur ekki að það stendur ekki til að afnema sjó- mannaafsláttinn þó næg rök séu fyrir því. í þeirri athugun sem rík- isstjórnin er að gera er eingöngu verið aö takmarka afsláttinn við dvöl á sjó. Það er aUt og sumt. Með þessu átti að taka þessi forréttindi af þeim sem starfa við sjávarútveg en eru ekki sjómenn, s.s. beitinga- menn sem hafa engan meiri rétt til þess en fiskvinnslukonur. Lengra gengur réttiætið ekki. Þá átti einnig að takmarka hann gagnvart sjómönnum þannig að þeir njóti hans ekki þegar þeir eru í fríi í landi eða úti á MaUorca. Ég hygg um það engan ágreining að landsmenn vUja búa sjómönn- mn þau bestu kjör sem þjóðin hefur efni á. Það þýðir ekki að skapa eigi skattaleg forréttindi. Fyrir þvi eru hvorki siðferðisleg né kjaraleg rök. Fyrir forréttindúm eru aldrei rök. Sanngjamir menn sjá að hér er um fullkomlega eðhlega aðgerð að ræða. Hinir munu kaUa þetta aðf- arir að heUögum rétti. Þröstur Ólafsson „Skattaleg mismunun eins og hér á sér stað er ekki einu sinni réttlætanleg þótt um væri að ræða tilfærslu til þeirra tekjulægstu.“ Hvers vegna stjóm- mál - hvers vegna jól? „En stjórnmál eru engu að síður f augum flestra einkum barátta um brauð og völd“, segir m.a í grein Tryggva. Fyrir fáum árum mátti á miðri jólaiostu lesa í sænsku dagblaði auglýsingu sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Góðir lesendur, kæru vinir. í til- efni af enn einu afmæh mínu, sem nú stendur fyrir dyrum, vU ég náð- arsamlegast biðjast undan hvers konar umstangi, öUu umróti og aUri eftirtekt. Undir þessa auglýsingu var ritað: Jesús Kristur. Að auglýsingunni stóðu nokkur kristin ungmenni sem töldu fólk hafa gleymt Jesú Kristi og boðskap hans - en notaði fæðingarhátíð frelsarans til að selja og til að kaupa. Þetta unga fólk vUdi fyrir hans hönd biðja um að kaup- hátíðinni lyki, kauphátíð sem hald- in er í skjóU komu frelsarans. Boðskapur jólanna Engnm vafi leikur á að mörg okk- ar eru löngu búin að gleyma hvers vegna við höldum jól og hver er kjami kristinnar trúar. Lengi hafa menn talað um kauphátíð og jóla- æði og móraUstum eins og mér hefur orðið þetta tilefni til ýmiss konar athugasemda. Stenm Steinarr segir í kvæði sínu Jól að kappátið, klukknahringing- in og messumar og bænagjörðin sé „kannski heimskast og and- styggUegast af öUu, sem upp var fundið á þessari voluðu jörð.“ Enn velta menn jólahaldi okkar fyrir sér. Hitt er mér þó jafnvel enn ofar í huga nú í lok jólafóstu og það er hvers vegna stjórnmál. Sagt er að stjómmál snúist um þaö hvað er rétt og hvað er rangt í þjóðfélagslegu tiUiti - að hveiju beri að stefha og hvemig eigi aö KjaUaiiim Tryggvi Gíslason skólameistari ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Óvíst er hvort allir eru sam- mála um þessar skUgreiningar. Einn hópur manna segir að okkur eigi ekki að líða vel fyrr en við vit- um að öðrum líður líka vel. Aðrir segja að þaö sem máh skipti sé að einstaklingurinn fái notið sín, einkum þeir sem em dugmiklir og kjarkaðir. Fyrir mér sem mórahsta stendur það hins vegar óhaggað aö rétt og rangt hlýtur að vera og verður undirstaða að stjómmálastarfi og stjómmálabaráttu og starfsemi stjómmálaflokka eins og rétt og rangt er meginviðfangsefni heim- speki og trúarbragða. Völd og stjórnmál En stjómmál em engu að síður í augum flestra einkum barátta um brauð og völd. Einn af kunnustu athafnamönnum þessa lands segir á sunnudag í víðlesnasta blaði landsins um lífsviöhorf sitt: „Völd? Ég hugsa ekki í völdum. Ég bý ekki th samsæri og spinn valdavef mér til framdráttar. Slíkt er mjög fjarri mér. Það fer hins vegar ekki hjá því í þessu þjóðfé- lagi eins og öðrum að einhveijir fái völd. Spumingin er hvemig með þau er farið. Þau em tæki til að ná ákveðnum markmiðum út á við og stjóma fyrirtækinu inn á við. Fyrir mig persónulega hafa völd þýðingu sem tæki til að ná árangri og skila málum þannig áfram að ástandið sé betra en það var þegar ég kom að því.“ Hefðbundnir stjórnmála- flokkar Margt bendir th þess aö margir séu orðnir leiðir á stjómmálum og tala um stjómmálaþref og póhtískt þras, um alþingi götunnar og leik- araskap og málróf gagnfræða- skólahugsunar. Einn af umtöluð- ustu ritstjómm landsins segir í víö- lesnasta dagblaði landsins á laug- ardag um lífsviðhorf sitt: Þjóðin er vonandi byrjuð að efast um notaghdi hinna heföbundnu stjómmálaflokka, sem segjast „vera í póhtík". Hún hefur upp- götvað mjúk ghdi Kvennahstans, en næsta skref er að hún uppgötvi að hún þurfi einnig alvöruflokk hinna hörðu ghda, eins konar karlalista. Þjóðin þarf fólk sem raskar rónni. Lífið er blöff Lífið er blöff, en kjaftshöggin em ekta, sagði Hahdór Laxness í Strompleik, þar sem hann fjallaði um fáránleikann í lífi okkar eins og víðar í verkum sínum. Sfjóm- mál em ef th vhl aðeins fyrir þá sem geta gefið á kjaftinn, fyrir þá sem vilja fyha „alvöruflokk hinna hörðu ghda“ og það fólk sem raskar ró okkar. Sá grunur hefur líka stundum læðst að mér að lágmæltur boð- skapar jólanna um frið á jörðu og velþóknun guðs sé í andstöðu við baráttuna um brauð og völd og starf stjómmálaflokka. Gleðhega jólahátíð. Tryggvi Gíslason „Margt bendir tilþess að margir séu orðnir leiðir á stjornmálum og tala um stjórnmálaþref og pólitískt þras, um alþingi götunnar og leikaraskap og málróf gagnfræðaskólahugsunar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.