Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Page 5
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
5
Fréttir
RLR kannar flutning lögreglunnar á manni á geðdeild Landspítalans:
Rannsaka andlát sem bar
að með voveif legum hætti
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
til meðferöar mál sem tengist andláti
tæplega fimmtugs Reykvíkings sem
lést þann 5. desember. Dánarorsök
er ókunn en rannsóknin beinist með-
al annars að flutningi lögreglunnar
á manninum á geðdeild Landspítal-
ans þremur dögum áður en hann
lést. RLR hefur til meðferðar öll and-
lát á höfuðborgarsvæðinu sem ber
að „með voveiflegum hætti“, eins og
það er orðað. Þar er um að ræða
andlát þegar dánarorsök og sjúkra-
saga viðkomandi liggur ekki skýr
fyrir.
2. desember óskaði heimilislæknir
viðkomandi manns eftir aðstoð lög-
reglunnar við að flytja manninn frá
heimili hans í fjölbýlishúsi í Breið-
holti á meðferðardeild á Landspítal-
anum. Maðurinn átti við geðræn
vandamál að stríða, hann hafði neytt
áfengis í miklum mæli og þurfti
hjálpar við með skjótum hætti, að
áiiti læknisins - hann gæti verið
sjálfum sér og öðrum hættulegur.
Þegar lögreglan kom á vettvang
vildi maðurinn ekki fara með en
féllst þó á að koma eftir tíltal. Á leið-
inni niður að anddyri hússins rann
heiftarlegt æðiskast á manninn. Þeg-
ar komið var niður hljóp hann í gegn-
um stóra rúðu. Þrír lögreglumenn
áttu fullt í fangi með að róa manninn
niður og koma honum inn í bílinn. Á
leiðinni á Landspítalann bráði af
manninum en þegar þangað var
komið var hann með litlu lífsmarki.
Þurfti síðan m.a. að beita hjartahnoði
til að lífga manninn við. Hann komst
til lífs aftur en lést þremur dögum
síðar.
Samkvæmt heimildum DV var
dánarorsök mannsins ekki hjartabil-
dánarorsök ókunn en niðurstaða úr réttarkrufningu væntanleg
un. Hins vegar á niðurstaða rétt- vík hefur ekkert komið fram hjá RLR reglumönnum frá á meðan rannsókn manna. SamkvæmtupplýsingumDV
arkrufningarlækniseftiraðberasttil um rannsóknina ennþá sem gefur stendur, samkvæmt reglum um rétt- mun niðurstaða réttarkrufningar
RLR. Að sögn lögreglunnar í Reykja- tilefni til aö víkja viðkomandi lög- indi og skyldur opinberra starfs- liggja fyrir á næstu dögum. -ÓTT
Þú kemur ekki ab tómum
kofunum...
Orn og iý Oklyour
ISLANDSDÆTUR
Svipmyndir úr lífi íslenskra kvenna eftir
Símon Jón Jóhannsson og Ragnhildi
Vigfúsdóttur
Glæsileg bók, prýdd 200 ljósmyndum, sem
bregða upp lifandi svipmyndum úr lífi íslenskra
kvenna í eina öld: Tímamót, helstu skemmtanir,
gleðistundir, þjóðtrú og kerlingabækur. Hvemig
lifðu og hugsuðu mæður okkar, ömmur og
langömmur?
Verð kr. 4.490,-
HANDBOK ISLENSKRA HESTAMANNA
eftir Albert Jóhannsson í Skógum
Með 100 ljósmyndum af litbrigðum íslenska
hestsins'. Kári Amórsson, formaður L.H. ritar
formála.Vönduð og fróðleg bók um hesta og
hestamennsku og uppruna og eiginleika íslenska
hestsins. Leiðbeint er um aldursgreiningu hrossa,
gangtegundir, ásetu, taumhald, jámingar, reiðtygi,
beislabúnað, hirðingu, fóðrun, sjúkdóma og
meiðsli. Auk teiknaðra skýringamynda, er öllum
helstu litbrigðum íslenska hestsins lýst með 100
ljósmyndum.
Verð kr. 3.490,-
MAGNÚS ÓSKARSSON
sofnaði og sotti saman
NY ALISLENSK FYNDNI
Magnús Óskarsson borgarlögmaður tók saman
Nú mun þjóðin reka upp skellihlátur og skemmta
sér vel yfir hinni nýju bók Magnúsar, rétt eins og
hún gerði fyrir nokkmm ámm er fyrri bók hans
um sama efni kom út, en hún varð strax met-
sölubók og er nú ófáanleg.
Verð kr. 1.250,-
ORN OG $£) ORLYGUR
Síbumúli 11 -108 Reykjavík - Sími: 684866
Njörður Snæhólm ritar formála. Sagt frá frum-
herjum flugs á íslandi og í fyrsta sinni rakin saga
herflugs hér á landi og yfir hafinu í kring á árum
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Verðkr. 3.890,-
OG ÞJOÐHÆTTIR
eftir Guðmund L. Friðfinnsson, Egilsá
Þór Magnússon þjóðminjavörður ritar formála.
Höfundur er glöggskyggn á fólk og starfshætti
fyrri tíðar og dregur upp skýra og áhrifamikla
mynd af þjóðlífi sem nútíminn hefur leyst af
hólmi. Bókin er prýdd 300 ljósmyndum sem
gera efnið ljóst og lifandi.
Verðkr. 8.900,-
Eggert Norðdahl
FLUGSAGA ÍSLANDS
í STRÍÐI OG FRIÐI 1919 -
1945
ÖRN OG ÖRLYGUR - JÓLAÚTGÁFA 1991
flug.fMidní.fakar,
fljoö og þjoölegur
froöleíkur