Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Blóðbankinn óskar öllum blóðgjöfum og
velunnurum sínum gleðilegra jóla og góðs
komandi árs með þökk fyrir hjálpina á
liðnum árum.
r II
ITOLSKU LAMPARNIR
komnir
í miklu úrvali
LJÖS & ORKA
Skeifunni 19
Sími 814488
688311
Hljómsveitin Gömlu brýnin
í kvöld
* Jólaglögg að
hætti hússins
til ki. 23
ifclriilaCJJa
Kr. 1.480
Frítt inn á Dansbarinn fyrir matargesti
SMAAUGLYSINGADEILD
Sunnudaginn 22. des.
frá kl. 18-22.
Þorláksmessu 23. des.
frá kl. 9-18.
Föstudaginn 27. des.
frá kl. 9-22.
Hinhliðin
Kertasníkir kemur síðastur til byggða.
Sopinn úr Ell-
iðavatni góður
- segir Kertasníkir jólasveinn sem kemur síðastur til byggða
Jolasveinarnir eru nú komnir í
bæinn og senn líður að því að sá
síðasti gefi gott í skóinn. Þá geta
þessir skrítnu karlar farið að
hlakka til jólabaUa þar sem þeir
ganga í kringum jólatréð með góðu
bömunum. Það er Kertasníkir sem
kemur síðastur, aðfaranótt 24. des-
ember, og þá er nú betra að kertin
logi í húsum svo karlinn verði kát-
ur. Kertasníkir er um það bil að
gera sig kláran fyrir ferðalagið og
helgarblaðiö náði gervihnattar-
sambandi við hann, þar sem hann
beið hjá mömmu sinni, henni
Grýlu, eftir að fá að halda til
byggða. Kertasníkir ætlar að sýna
hina hhðina að þessu sinni:
Full nafn: Bræður mínir kalla mig
Kertasníki. Það er vegna þess að
ég er svo hrifinn af þessum fallegu
ljósum.
Fæðingardagur og ár: Ég er víst
orðinn 326 ára og þykir ekki mikið.
Sem sagt á besta aldri.
Maki: Hvurslags spumingar em
þetta?
Böm: Hér er fuht af jólasveina-
bömum.
Bifreið: Ég fer um á sleðanum mín-
mn sem kemst um holt og hæðir.
Starf: Maður dundar við að smíða
leikfong og búa til hitt og þetta góð-
gæti.
Laun: Ha, ha, ha...
Áhugamál: Þarf nú að tilkynna það
líka. Þaö trúir örugglega enginn að
ég hafi gaman af að lesa. Ég stelst
stmidum til þess þegar htið er að
gera hjá okkur bræðrunum.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Eg hef prófað en
setti víst of margar tölur og fékk
fimm réttar. Síðan fékk ég að vita
að það mætti bara merkja við fimm
tölur. Þær vom víst fimmtán hjá
mér.
Hvað finnst þér skemmtilegast?
Bæjarferðir em í miklu uppáhaldi
en ég fær bara svo sjaldan að skjót-
ast til byggða. Það er hún mamma
gamla sem bannar það.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Æi, það er þegar hann Lepp-
alúði pabbi er aö biðja mig að þvo
mér. Það er hrein hörmung enda
ætti hann sjálfur að skrúbba sig.
Það er hræðilegt að sjá skítinn á
karhnum.
Uppáhaldsmatur: Þegar hún
mamma nennir að sjóða hangiket
þá svífum við bræður af ánægju.
Uppáhaldsdrykkur: Mér þykir
ósköp góður sopinnúr Elhðavatni.
Fæ mér oft slurk á leiðinni í bæinn.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Heitir hann
ekki Magnús þessi sterki. Úff, ekki
vhdi ég mæta honum í Reykjavík.
Uppáhaldstímarit: Jólasveinablaö-
ið er alltaf skemmthegt. Það er gef-
ið út hér í fjallinu og þaö er ekki
verra en þessi glanstímarit hjá
ykkur þama í þéttbýhnu.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð? Þær eru nú margar svo
ósköp sætar. Heitir hún ekki Hófi
eða var þaö Linda eða Svava? jæja
það er svo sem sama hver er, mað-
ur fær í hnén við thhugsunina um
þessar yndislegu hnátur.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Okkur jólasveinunum
er ahtaf hlýtt th stjómmálamanna.
Þeir þurfa að leggja svo mikið á sig
greyin svona rétt fyrir jóhn á þing-
inu.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Mig langar mikið að sjá for-
setuna okkar. Hún er svo mikh
indælismanneskja.
Uppáhaldsleikari: Kethl Larsen er
ágætur maður.
Uppáhaldsleikkona: Rósa Ingólfs er
auðvitað frábær.
Uppáhaldsssöngvari: Hún Anna
Mjöh er algjör dúkka.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ég
finn svohtið th með honum Ragn-
ari Reykás þessa dagana.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Hvað æth hafi orðiö af vini mínum
Bart Simpson?
Uppáhaldssjónvarpsefni: Jólaball í
sjónvarpssal. Þá sjáum við bræður
hvað við tökum okkur vel út.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Vertu nú
ekki með svona hahæris spuming-
ar.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Ég heyrði faUegan söng hjá
honum Halla Thorst. um daginn.
Hvað heitir nú aftur stöðin hans?
Uppáhaldsútvarpsmaður: Æth það
sé ekki bara Sigurður Pétur. Hann
er aUtaf með íslenskt. Hann lætur
líka svo vel í eyrum.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Nú em svo margar
stöðvar héma í fjallinu að við
bræður getum vahð úr. Ég var t.d.
að horfa á BBC áöan og sá þar fóst-
bræður mína í útlöndum. Það var
nú skemmthegt.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eyjólf-
ur veðurfræðingur er í mestu
uppáhaldi þessa dagana. Hann rétt
ræður ef það fer ekki að snjóa al-
mennhega.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég
stalst á baU í íþróttaskólanum á
Laugarvatni um daginn. Það var
nú aldeihs fjör, skal ég segja þér.
Uppáhaldsfélag í íþróttum? Jóla-
sveinafélagið á mikla framtíð fyrir
sér. Þú ættir bara að sjá okkur síð-
an við fengum hnöttótta leður-
blöðra. Hurðaskellir bróðir lærði
að sparka blöðrunni og síðan höf-
um við verið á eftir henni um öll
fjöU.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtiðinni? Mig langar alveg
óskaplega mikið í rauð Eyjakerti í
jólagjöf.
Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Við
bræður höfum svo mikið aö gera í
sumarfríinu. Ég málaði jólakort
sem bestu börnin fá núna í skóinn.
-ELA