Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Page 12
12 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. f slenskt kvenna- veldi í Aþenu - DV heimsækir skandinavískan jólabasar á Grikklandi i.------------- Pá]l Asgeirsson, DV, Aþenu: Hinn árlegi jólabasar skandinav- íska félagsins í Aþenu er einn af hápunktum félagslífsins meðal þess hluta íbúanna sem eiga upp- runa sinn á norðlægum slóðum. Basarinn í ár hafði þá sérstöðu að fámenn deild íslendinga innan fé- lagsins tók í fyrsta sinn þátt í hon- um. Staðurinn er „Skandinaviska kyrkan" í Aþenu, nánar tiltekið úti við hafnarhverfið Pireus. Tíminn er seinni hluti laugardags í lok nóvember. Þegar inn er komið er þaö fyrsta sem ferðalangur tekur eftir ótrúlega flókinn hrærigrautur tungumála sem hljómar framandi í eyrum sem eru rétt að venjast klingjanda grískrar tungu. Syngj- andi skandinaviskt málróf allt frá harðri finnsku gegnum mjúk dönsk kokhljóð yfir í ástkæra yl- hýra móðurmálið. Grikkir æstir í framandi munngæti Rétt innan við dymar stendur matarlegur og brosmildur feitur Dani og selur ol, smörrebröd, og frikadeller svo svitinn bogar af honum því Grikkir virðast æstir í að prófa framandi munngæti af dönskum uppruna. í næsta bás standa ílnnskar blómarósir á þjóð- búningum og steikja einhvers kon- ar vöfílur í gríð og erg. Enn innar er sænski básinn þar sem gómsætt , julglögg med pepparkakor“ er falt. Satt að segja bragðast það ólikt betur en sambærileg íslensk afurð sem Frónbúar hvolfa árlega í sig af samnorrænni skyldurækni og áfengisást. Fyrir utan eru hvítar sjávar- klappir og grænblár sjórinn gjáifr- ar við ströndina og síðustu sjóbað- gestir ársins stikla á sundfótum eftir steinunum og reka tæmar varlega ofan í fyrst í stað. Hitinn er óvenjuhár miðað við árstíma eða um 17 stig meðan dagsbirtu nýtur. Þrátt fyrir jólaskrautið á borðum og bekkjum innandyra frnnst ís- lenskum sveitamanni eiginlega vanta slydduél, norðankælu og saltslabb á göturnar til þess að full- komin jólastemning ríki. Sigurbjörg Hildur Rafnsdóttir við afgreiðslu i íslenska básnum á grískum jólabasar. Frændur okkar Danir vöktu óskipta athygli á basarnum. KYRiCAN akjdiÝAVíSKA .Skandinaviska kyrkan“ á Pireus er til húsa á jarðhæð i fjölbýlishúsi. íslenskt vodka vinsælt í íslenska básnum er grískum boðið að kaupa íslenskar lopapeys- ur, ullarsjöl og tvíbanda fingra- vettlinga handprjónaða af nær átt- ræðri bóndakonu norður í Svína- dal í Húnaþingi. Ennfremur Eld- ur-ís vodka sem þrátt fyrir cdlt er íslensk framleiðsla ofan úr Borgar- nesi. Þegar DV kemur á vettvang verður Sigurbjörg Hildur Rafns- dóttir fyrir svömm. „Það hafa margir sýnt lopapeys- unum og pijónlesinu mikinn áhuga þótt lítið haíi selst enn sem komið er. Vodkað gerir meiri lukku og selst eins og heitar lummur. Af því má ráða aö næsta ár ættum við að leggja meiri áherslu á íslenskt brennivín, harðfisk og ef til vill hangikjöt, þvi allt slíkt viröist vin- sælt hjá Grikkjunum," segir Sigur- björg sem verður óneitanlega nokkuð undrandi á að mæta full- trúa íslensku pressunnar. Sigur- björg er ættuð frá Sauðárkróki en fluttist ung til Danmerkur og síöan til Grikklands þar sem hún hefur búið í tæp í níu ár. „Ég hef reynt að fara heim til íslands annað hvert ár að jafnaði til þess að tapa ekki alveg tengslum við gamla Island.“ 100 prósentkonur Það sem vekur athygli aðkomu- manns eftir því sem lengur er dval- ist í félagsskap vorra norrænu bræöraþjóða á því sólbakaða. Grikklandi viö sænskt harmóníku- spil og ilm af norsku jólabrauði er að hér er varla að sjá nokkum full- trúa skandinavískra karlmanna. Við nánari rannsókn kemur í ljós að meðlimir Norræna félagsins í Aþenu eru nær 100 prósent konur giftar grískum körlum. Hver skyldi vera ástæða þessa sterka kvenna- veldis? Satt best að segja verður fátt um svör en kunnugar konur segja blaðamanni þó að í langflestum til- vikum séu grísk-skandinavísk hjónabönd afleiðing sólarlanda- ferða. Þó í slíkum ferðum séu karl- ar ekki síður tíðir gestir en konur virðast grískir hafa verið fengsælh á norrænum miðum en norrænir bræður þeirra á grískri veiðislóð. En hvemig gengur svo sambúð þjóðanna? „Hún gengur ágæta vel,“ svarar Ingibjörg Ingadóttir sem hefur ver- ið búsett í Aþenu um þriggja ára skeið. „Því er ekki að leyna að í grísku samfélagi er karlaveldi tölu- vert mikið en ég býst við að við fáum ráöið því sem við viljum ráða á okkar hátt,“ segir Ingibjörg og brosir, eða eigum við kannski að segja, glottir. íslenskt kvenfélag Ingibjörg hafði forgöngu um að þær tíu íslensku konur, sem búsett- ar em í Aþenu og næsta nágrenni, hittast núorðið reglulega og halda úti vísi að íslensku kvenfélagi á Grikklandi. Að hennar sögn er þetta stórskemmtilegur félags- skapur og um leið nauðsynlegur til þess aö efla tengsl og samstöðu meðal íslendinga íjarri fósturjarð- ar ströndum. Við nánari eftirgrennslan kemur upp úr dúmum að kvennaveldið hefur nýlega haft spumir af ís- lenskum karlmanni búsettum í Aþenu giftum þarlendri konu. Samkvæmt bestu heimildum er sá með víðförulh íslendingum því hann yfirgaf skerið 1914 og kom síðast í stutta heimsókn 1954. Sviðahaus snertiflöturinn Ef marka má undirtektir grískra basargesta er ekki ýkja langt milli þessara tveggja menningarsamfé- laga þó eini snertiflöturinn virðist í fljótu bragði vera sviðahausinn sem grískir borða af engu minni ættjarðarást en íslenskir. Svo má auðvitað ekki gleyma saltfiskinum íslenska sem í áratugi hefur glatt gríska bragðlauka þó hérlendar matreiðsluaöferöir séu dálítið ólík- ar íslenskri soðningu með rúg- brauði og hangifloti. Grískur basargestur, sem tekur blaðamann tah, segist vera þangað kominn með vini sínum sem sé gift- ur sænskri konu. Hann segir að sig hafi ávaht langað í heimsókn til Skandinavíu og sérstaklega íslands og reynist furðu fróður um eld- fjallaeyjuna í norðri. Hann segist ekki hingað kominn til að kaupa prjónles heldur til að rifja upp bragðið af dönsku smurbrauði sem hann hefur kynnst á ferðalögum. Viðkunnanlega kalt Danski bjórinn er að verða upp- seldur og hið sama má segja um íslenska vodkaö. Norrænar mæður smala saman börnum sínum sem mörg bera nánum kynnum þjóð- anna fagurt vitni, ýmist með ljóst hár og brún augu eða önnur af- brigði blóðblöndunar þjóða af óhk- um uppruna. Og að sjálfsögðu flest jafnvíg á grísku og það Norður- landamálanna sem móðirin talar. Það hggur við að blaöamaöur sé kominn í jólaskap þegar síðasti glöggbolhnn er tómur og kominn tími th að hverfa út í grískt nátt- myrkur. Það er að verða viðkunn- anlega kalt í Aþenu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.