Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Meiming Tréð vex meðan þú sefur „Ekki byijar það björgulega, tvítalið á for- síöu nafn höfundar," hugsaði ég þegar bók með heitinu: Alltaf glaðbeittur bar fyrir mín- ar sjónir. Það fór þó á annan veg þegar ég opnaði bókina og las. Þetta reyndist vera ævisaga Stefáns Jasonarsonar, bónda í Vorsabæ, rituð af honum sjálfum, en hann er kunnur félagsmálafrömuður á Suðurlandi og víðar. ' Þessi bók er í alla staði hin eigulegasta og vissulega er ég fróðari um menn og málefni eftir lestur hennar, að minnsta kosti hér á Suðurlandi. Skal nú efni hennar rakið í örfáum orðum: Fyrst segir frá æskuárum og uppvexti Stef- áns í Vorsabæ en hann missir móður sína tæplega þriggja ára gamall. Hefur það að vonum mikil áhrif á systkini hans og hann sjálfan. Síðar kemur á heimihð ung stúlka, Kristín Helgaóttir, ein af hinum mörgu Súluholts- systrum, og verður hún seinni kona Jasonar í Vorsabæ. Hjá henni ólst Stefán upp og verð- ur hinn vaskasti sveinn er árin líða. Fáum við að heyra rnn uppvaxtarár hans, þar til hann hleypir heimdraganum og er orðinn nemandi á Héraðsskólanum á Laugarvatni. Síöari hluti bókarinnar greinir frá Stefáni og starfi eftir að hann hefur gift sig og er sestur að í Vorsabæ. Eru það að vonum eink- um frásagnir af afrekum hans á sviði félags- mála sem þar eru raktar enda af nógu að taka þar sem hann verður formaður Ung- mennafélags íslands, Búnaðarsambands Suðurlands og klúbbanna: Öruggur akstur o.fl. Þá er eftir að telja upp önnur störf Stef- áns að félagsmálum en þau eru mikil að vöxt- um. Þá er að víkja aðeins að hinu neikvæða í bókinni. Skeð bls. 31: betra gerst. (Skeð er danska sbr. sket) Bls. 32. Bls. 32 aftast verði: með samfelldum söng og ótal blæbrigðum. Bls 47: (Vísumar): Þessar stökur eru teknar úr vísum frá Guðrúnu ísleifsdóttur á Kana- stöðum í Austur-Landeyjum áður á Selja- landi undir Eyjafóllum en þær sendi hún, þá ung stúlka, unnustanum sem var á vertíð í Vestmannaeyjum að sögn ömmu minnar sem fædd var 1870 og ólst upp ekki langt frá, í Skipagerði í Landeyjum. Sú sögn fylgdi þessum vísum að unnustinn sem fékk þær (Þórður í Hamragörðum) hafi sagt stúlkunni upp fyrir tilvikið. Samkvæmt upplýsingum Þórðar Tómassonar, ]H. hefti Eyfellskar sagnir bls. 115 en þar er bragur þessi (alls 18 erindi) birtur og eru þessi tvö nr. 12 og 13 í honum. Þá er í síðustu vísulínunni sagt tærir, á að vera færir. Bls 98: Ofrímað á tveimur stöðum (3. og 9. línu). Það er auðséð hveijum sem bragfræði kann. Vælukjói = vætukjói. Það orð þekktist líka hér fyrir austan (bls. 35). í sambandi við frásögnina um Skeiðaréttir flaug mér í hug vísa Haraldar Zóphoníasson- ar á Jaðri við Dalvík en ekki veit ég hvort Stefán í Vorsabæ kann hana: Skrefagreið og skjótráð var skörp á veiðisprettum. Vék á leiðir Venusar, vön úr Skeiðaréttum. Ég bendi á tvítekningu sem gjarnan hefði mátt komast hjá: notað í steypuna, bls 65. Bls. 29 stendur utast. Á samkvæmt mínum kokkabókum að vera yst. Hér er vafalítið um villu að ræða, sem rekja má til áhrifa af völd- um sunnlenskrar mállýsku. Margar skemmtilegar gamansögur eru í bókinni. Ég Bókmenntir Albert Jóhannsson tek sem dæmi eina bls. 49: Tóta var gömul kona sem eyddi síðustu árum ævi sinnar á Fljótshólum hjá Þuríði Halldórsdóttur. Einn sunnudaginn vildi Tóta fá mat sinn fyrir húslestur en Þuríður réði og kvaðst ljúka af lestrinum fyrst. Þá sagði gamla Tóta með nokkurri þykkju: „Nú, jæja, ljúktu þá lest- ursskrattanum af fyrst, en vert þú þá fljót að lesa“ Prentvillu fann ég ekki og er það mikill kostur. Þetta er góð bók og þrátt fyrir þessa annmarka verður hún mörgum til ánægju sem hana lesa. Alltaf glaöbeittur Endurminningar Stefáns í Vorsabæ. Höfundur: Stefán Jasonarson. Bókaútgáfan úrn og Úrlygur. Reykjavík 1991. Lastaii lítur í bók Lastaranum líkar ei neitt, Lætur hann ganga róginn; Finni’hann laufblaðfolnað eitt, Þá fordæmir hann skóginn. Mér kom þessi staka Steingríms Thorsteinssonar í hug þegar ég las „ritdórn" eftir Áma nokkum Blan- don í DV síðastliöinn mánudag um öndvegisverkið „Safnarinn" eftir John Fowles og þýðingu mína á því. Satt að segja átti ég von á að fjallað yrði að einhveiju marki um sjálfa skáldsöguna, kosti hennar og lesti (ef einhveijir væm), stíltök höfundar og sálfræðilegt innsæi, og hvemig sagan í heild orkaði á þennan tiltekna lesanda. En því var ekki aldeilis að heflsa. Einungis íjórðungur „ritdómsins" var helg- aður verki Johns Fowles og var mestanpart yfirborðslegt snakk um söguþráðinn, en síðan sneri greinarhöfundur sér að því sem greiiúlega skipti hann mestu máli, semsé fimbulfambi um þijú orð sem hann taldi mig hafa misskilið og því þýtt ýmist lauslega eða al- rangt. AOt annað í þessari afburða- góðu sögu var honum hégómi einn og smámunir. Og lítum þá á orðin þrjú sem Á.B. var svo umhugað um að kæmust óbrengluð til skOa, þó hann bæri ekki fram neinar tOlögur um skárri þýðingar. Fyrst þeirra er „la-de- da“ sem ekki er til í ensku nema í þessari sögu og er uppfmning ann- arrar höfuðpersónunnar, Frede- ricks Cleggs, og er ætlað að lýsa málfarseinkennum móður Mír- öndu, sem er hin höfuðpersónan. Þetta orð kemur fyrir í fimm sam- böndum og ég leyfði mér að þýða það ýmist „skringOegur“, „tepru- legur“ eða „tílgerðarlegur" (þrisv- ar). Vissulega er áhtamál hvort þýða hefði átt orðskrípið á sama hátt í öOum tílvikum, það hefði ugglaust verið einfaldast, en orða- far hefur tilhneigingu tíl að mótast af samhengi sínu, og úrþví ekki var til nein hliðstæða við orðið á ís- lensku þótt mér engin goðgá að láta samhengið ráða þýðingunni hveiju sinni. Reyndar er það misskOning- ur Á.B. að Frederick sé svo andlega fátækur að hann eigi erfitt með að orða hugsanir sínar. Hann heldur dagbók og segir sinn helming sög- unnar án sjáanlegra vandkvæða, þó stílsmáti hans sé einatt nokkuð flatneskjulegur. Næsta orð sem „ritdómarinn" hnýtur um er „crypt" sem kemur fyrir þrisvar og ég hef ýmist þýtt „hvelfmg", „andstyggðarhola" eða „grafhvelfing“. í öOum tOvikum ræðst þýðingin af samhenginu og að mínum dómi hlýtur jafhan að vera smekksatriði hvort þýða beri texta „orðrétt". Loks er orðið „lameducking" sem er enskt slanguryrði og ákaflega margrætt einsog títt er um orð sem ekki hafa verið skOgreind eða „fryst“ í orðabókum. Það þýddi ég í ólíkum samböndum með jafn- sundurleitum orðum og „kúga“, „hitta aftur", „hjálpa" og „styðja við bakið á“. Fúslega skal játað að tvær fyrstu þýðingamar orka tví- mælis, en þær breyta Utlu sem engu um samhengi textans í hvoru tOviki. Á hinn bóginn dregur Á.B. þá ályktun af ofangreindum þremur dæmum að ég kunni ekki ensku og eigi að láta ógert að þýða enska texta á íslensku, telur reyndar heppOegast aö lagt verði blátt bann við starfsemi minni á þeim vett- vangi. Nú vOl svo til að ég hef frumsamið heOar sex bækur á enska tungu og aukþess þýtt stórt safn íslenskra ljóða á sömu tungu (The Postwar Poetry of Iceland), og hefur mér ekki fyrr verið borin á brýn vankunnátta í þeirri grein. Þess má einnig geta til gamans að þegar valdar voru ritgerðir í safn- rit um bandaríska stórskáldið Walt Whitman fyrir 100 ára ártíð hans 1992, úr þeim sæg ritgerða sem um hann hafa birst á síðustu áratug- um, þá var ritgerð eftir mig talin eiga erindi í þá bók, enda hef ég áfaOalaust birt tugi ritgerða á ensku í bókum og tímaritum jafnt austan hafs sem vestan. Það eru mér því nokkur tíðindi að mig skorti tilfinnanlega þekkingu á tungu Shakespeares. En látum það gott heita. Síðasta aðfinnsla „ritdómarans" er sú að ég hafi leyft mér að bæta við heilli línu í tílvitnun Míröndu í „Ofviðr- ið“ eftir Shakespeare. Og má tO sanns vegar færa að nú fyrst kasti tólfunum í hinni makalausu út- leggingu sérfræðingsins. Míranda er að rifja upp atriði úr „Ofviðr- inu“ þarsem Prosperó er að ávíta Kalíban (sem er hliðstæða við Frederick) fyrir vanþakklæti og skeþnuskap. Orðrétt segO- Á.B.: „Höfundurinn gætir þess vandlega í tílvitnun sinni að hafa ekki með orðin „ég sýndi þér í öfiu mOdi og mannúð“ (173), vegna þess að Frið- rik sýnir Míröndu ekki nnldi og mannúð." Hér er öOu öfugt snúið hjá bless- uðum manninum. Prosperó er að álasa KaOban íyrir að vanþakka mOdi sína og mannúð og fyrir að reyna að svívirða dóttur hans, sem í þessu samhengi vísar beint til Míröndu sögunnar, enda kaOar hún Frederick einatt KaOban. Af ráðnum hug bætti ég við Onunni sem um getur til að gera íslenskum lesendum tílvitnunina skOjanlegri, en vitaskiOd kannast enskumæl- andi lesendur við samhengið og átta sig betur á hvað fyrir höfundi vakir. Jafnvel með þessari hjálp minni hefur Á.B. ekki gert sér grein fyrir hvað um var að ræða! Það virðist mjög hafa farið fyrir brjóstið á Áma þessum Blandon að mér skuO hafa verið fahð að þýða „Ulysses" eftir James Joyce, og raunar virðist það ráðslag Máls og menningar vera meginhvati hinna makalausu skrifa um „Safn- arann". Hann hefur, að mér skOst, setið með sveittan skaOann und- anfarin níu ár yfir þýðingu minni á „Dubliners" (1982) tO að finna þar einhveija hnökra sem verða mættu honum til framdráttar í þeirri við- leitni að fá mig settan í þýðinga- bann. Og viti menn: eftir langa og lýjandi lúsaleit fann hann eina setningu sem ég hlýt að játa að er skelfileg, ekki síst þegar einungis helmingur hennar er birtur eins og A.B. lætur sér sæma að gera. HeO er setningin á þessa leið: „Ást miOi karls og konu er óhugsandi afþví kynmök mega ekki eiga sér stað og vinátta milO karls og konu er óhugsandi afþví kynmök eru óumflýjanleg“ (117). Hver réttsýnn lesandi hlýtur að sjá í hendi sér að hér er ekki um að ræða rangþýð- ingu (ég þekki skOsmuninn á „man“ og „woman" hvað sem Oður enskukunáttu minni að öðru leyti!), heldur pennaglöp og yfir- sjón í prófarkalestri. Fyrri hluti setningarinnar á vitaskuld að vera: „Ást mifli karls og karls...“ Þessi eina vifla, svo óskapleg sem hún vissulega er, er einasti afrakst- ur Á.B. af níu ára striti, og fer varla hjá að maður finni tíl með honum í vanmáttugri og þrákelknislegri viðleitni hans við að troða af mér skóinn. Hitt er samt sýnu meira áhyggjuefni og snertir ekki bara vesaOng minn, ef „ritdómarar" á borð við Áma þennan Blandon eiga í vaxandi mæO eftir að setja svip á umfjöOun um bækur sem hér koma út. Af tvennu iflu er iflt umtal að vísu skárra en einber þögnin, en mikið eiga bókalesendur ólært ef þeim er fyrirmunað að sjá skógjnn fyrir einstökum tijám. Og gjama mættu þeir sem um bækur vOja fjafla hafa hugfast heilræði sem einn Ostfengasti þýðandi okkar, Þorgeir Þorgeirsson, fékk fyrir margt löngu hjá öðrum öndvegis- þýðanda, Geir Kristjánssyni: „Og pkki man ég betur en það hafi ein- mitt verið Geir sem fyrstur sagði það í mín eyru að þýðing textans orð fyrir orð væri ömggasta leiðin tfl að steindrepa verkiö í þýðing- 1 unni.“ Sigurður A. Magnússon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.