Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 21
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 21'
I>V Sviðsljós
Eftir 22 ár upplýstist leYndarmál hennar:
Eg drap bömin mín
- segir Pamela Brittain
Pamela Brittain var aðeins fjórt-
án ára gömui þegar hún fæddi dótt-
ur á baðherberginu heima hjá sér.
Hún var full af angist og skömm.
Enginn hafði vitað af því að hún
var bamshafandi. Hún hélt á litla
barninu, lét það ofan í vatn og
stuttu síðar tók hún líflausan
kroppinn aftur upp. Þessi unga
móðir klæddi líkið í brúðufót og
faldi það síðan á bak við panelvegg
hjá baðkarinu. Þar lá fyrir annað
lík, sonur Pamelu sem hún fæddi
árið áður.
Tuttugu og tveimur árum síðar,
árið 1991, komst upp um leyndar-
mál Pamelu. Móðir Pamelu, sem
var orðin ékkja, ætlaði að end-
umýja baðherbergið og smiðimir
fundu líkamsleifar af tveimur ný-
fæddum bömum.
Þessi saga hneykslaði fyrir stuttu
Englendinga þegar uppvíst varð
um morð bamanna, en móðir
þeirra var þá orðin 36 ára gömul.
Pamela varð í fyrsta skipti að segja
frá leyndarmáli sínu.
„í meira en tuttugu ár hef ég þurft
að lifa með þessu leyndarmáli,“
segir Pamela. „Ég hélt að ég hefði
drepið tvö bömin mín en nú veit
ég að sonur minn fæddist andvana.
Það vissi ég ekki fyrr,“ segir hún.
„Það eina sem ég hugsaði um þá
var að hann mætti ekki gráta. Ég
hef oft velt vöngum yfir hversu
vond og brjáluð manneskja ég sé.
Hvemig gat ég gert þetta?“ spyr
hún. „Eg reyni ekki einu sinni að
afsaka þetta. Þegar lögreglan yfir-
heyrði mig var ég tilbúin til að taka
Pamela ásamt eiginmanni og tveimur börnum.
út mína refsingu. Eg slepp við hana
enda er htið svo á að síðustu tveir
áratugir hafi verið nægileg refsing
vegna vanlíðanar." í dag er Pamela
gift og móðir tveggja táninga.
„Hvernig gastu þetta," spyr þrett-
án ára gamall sonur hennar, Jan.
Eiginmaðurinn, Lex Thorson, varð
einnig bmgðið og æpti: „Það ætti
að hengja þig.“
„Þegar ég var búin að segja fjöl-
skyldu minni aha sólarsöguna var
þeim bmgðið, að sjálfsögðu. Það er
ekki auövelt að skhja þetta,“ segir
Pamela. „Það eina sem ég get sagt
er að ég var htil ráðviht skólastelpa
sem sá enga aðra leið en þessa,“
útskýrir hún.
Pamela var þrettán ára þegar hún
varð fyrst ástfangin. Foreldrar
hennar höfðu enga hugmynd um
að hún ætti í ástarsambandi við
Davið, 15 ára. Hann var vinur bróð-
ur Pamelu.
„Þegar ég uppgötvaði að ég væri
ófrísk þoröi ég engum að segja frá
því. Ekki einu sinni móður minni.
Ef ég hefði gert það hefði aht fariö
öðruvísi," segir Pamela nú.
„Þetta em mín mistök og ég verð
að ráða fram úr þeim,“ segist Pa-
mela hafa hugsað. Ég fitnaði hth-
lega á meðgöngunni en ekkert
óeðhlega þannig að enginn tók eftir
þessu. Þegar ég fékk fyrstu hríðir
hljóp ég inn í herbergið mitt, setti
plötu á fóninn, í von um að enginn
myndi heyra í mér. Ég hugsa að
ósk mín hafi verið sú að móðir mín
kæmi að mér. Hins vegar þorði ég
ekki að kalla á hjálp. í staðinn
fæddi ég ein og hjálparvana son
minn. Ég trúði varla að þetta væri
að gerast. Ég kæfði hann og lét síð-
an líflausan kroppinn inn kodda-
ver og faldi í náttborðinu mínu.
Eftir á fór ég í heitt bað og fór síðan
niður th hinna," segir Pamela sem
síðan faldi líkið bakviö panelvegg-
inn.
Hún hélt að þarna væri hræðheg-
um kafla í lífi sínu lokið. Aðeins
nokkrum vikum síðar uppgötvaði
hún að hún væri ófrísk aftur. „Ég
veit ekki hvernig það gat gerst.
Kærastinn minn notaði yfirleitt
smokk,“ segir hún. Ég þurfti að
ganga í gegnum sama hlutinn upp
á nýtt. Þegar dóttir mín fæddist var
ég ein heima. Fæðingin gekk mjög
vel, ég lét renna í bað og drekkti
litla barninu. Þegar ég vissi hvað
ég hafði gert brast ég í grát, þetta
var hræðhegt. Ég faldi hana hjá
bróður hennar,“ segir Pamela.
Það eina sem hélt henni lifandi
eftir þetta var ást hennar á Daviö,
sem var faðir beggja barnanna.
Árið 1974, þegar hún var 19 ára
ætluðu þau að gifta sig. Aðeins
tveimur mánuöum fyrir brúðkaup-
ið lést hann úr krabbameini. Hann
fékk aldrei að vita um börnin sín.
Ef móðir Pamelu hefði ekki aht í
einu dottið í hug að endurnýja bað-
herbergið hefði enginn vitað um
leyndarmálið.
Rétturinn kvað upp úr um að lík-
unum skyldi brennt. Ég ætla að
fylgja þeim, kannski get ég eftir það
byijað nýtt líf,“ segir Pamela
Brittain.