Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 23 Sviðsljós Anjelica ásamt unnusta sínum, Jack Nicholson, og föður sínum, John Huston. Myndin var tekin 1985. Þessir menn eru nú báðir horfnir úr lífi hennar. Anjelica Huston: í skugga tveggja manna Mestan hluta lifs síns hefur kvik- myndaleikkonan Anjelica Huston staðiö í skugga tveggja frægra manna. í barnæsku var Anjelica þekkt sem dóttir hins fræga leik- stjóra, Johns Huston. Á fullorð- insárum var hún oftast nefnd sem ástkona leikarans Jacks Nicholson. Nú stendur hún á eigin fótum og gengur vel. John Huston reyndi margsinnis að koma því í kring að Anjelica og Jack gengju í þaö heilaga en án árangurs. Nú eru kringumstæður líka breyttar. John lést árið 1987 og Jack hefur hitt nýja konu. Nýttlíf Þetta varð upphafið að nýju lífi Anjelicu sem leikur Morticiu í kvikmyndinni Addamsijölskyldan sem sýnd verður á íslandi um jólin. Anjelica sló fyrst almennilega í gegn þegar hún hiaut óskarsverð- launin 34 ára gömul fyrir leik sinn í myndinni Prizzi’s Honor. Faðir hennar var reyndar leikstjóri myndarinnar og mótleikari hennar var Jack Nicholson en verðlaunin vorú samt viðurkenning fyrir hennar eigið framlag. Lítið samband við föðurinn Anjelica hafði ekki mikið sam- band við fóður sinn er hún ólst upp. Þegar hún fæddist var hann í Kongó í Afríku við tökur á mynd- inni Drottning Afríku með Hump- hrey Bogart og Katharine Hepburn í aðalhlutverkum. í endurminning- um sínum segir John Huston svo frá að hann hafi tekið við skeytinu um fæðingu dótturinnar og stungið því í vasann án þess að segja orð. Það hafi ekki verið fyrr en Kathar- ine Hepburn spurði hann um inni- hald skeytisins sem hann hafi greint frá leyndarmáhnu. Anjehca ólst upp á vesturströnd írlands. Faðir hennar kom heim um jólin en hinn hluta ársins var hann í Bandaríkjunum við kvik- myndagerð. Að sögð Anjehcu kom hann stöku sinnum heim á öðrum árstímum en þá vhdi hann helst vera í friði við handritaskriftir. Anjehca segir bernsku sína hafa verið erfiða. Hún var ellefu ára þegar foreldrar hennar skildu og fiutti hún þá með móður sinni og bróður til London. Fyrsta tilraunin misheppnaðist Hún var sautján ára þegar hún lék fyrst í kvikmynd. Þessi fyrsta tilraun hennar misheppnaðist al- gjörlega þó svo að faðir hennar væri leikstjórinn. Skömmu síðar lést móðir hennar eftir að hafa lent í árekstri við ölvaðan ökumann. Anjelica vhdi komast frá London og hélt th New York þar sem hún hóf störf sem ljósmyndafyrirsæta. Hún ætlaði sér samt ahtaf að verða leikkona og reyndi að læra eins mikið og hún gat um starfið með því að vera með fóður sínum þegar hann var að vinna. 21 ársþegarhún hitti Nicholson í einni heimsókn sinni th Los Angeles hitti Anjehca Jack Nichol- son. Hún var þá 21 árs. Sú heim- sókn var upphafið aö stormasömu sambandi sem entist í sautján ár. Voriö 1990 kom ný kona inn í líf Jacks, leikkonan Rebecca Brouss- ard. Þegar Anjehca las í slúður- blöðunum að Broussard og Nichol- son ættu von á bami sleit hún sam- bandinu og hefur ekki talað við Jack síðan. í kjölfar óskarsverðlaunanna varð Anjelica eftirsótt leikkona. Hún segist helst viija leika sérstak- ar týpur, kannski vegna þess að hún er sjálf sérstök, að því að hún segir. Hún segir að hlutverk Morticiu í Addamsfjölskyldunni henti henni ágætlega. Þar fái hún aö leika „kalda“ konu sem karl- menn geri hosur sínar grænar fyr- ir. Draugahölhna í myndinni segir hún einnig minna á það hús sem hún bjó í þegar hún var bam á ír- landi. Brúðkaup í vændum Sagt er að það eina sem ef th vill geti gert hlé á frama hennar sé nýr maður. Innan skamms ætlar hún að giftast myndhöggvaranum Ro- bert Graham. Gárungamir segja aö hún hafi bara þurft eitt ár th að forma hann. Menn gera þó ekki ráð fyrir að Anjehca falh á ný í skugg- ann af karlmanni heldur geti það verið að hún hafi hug á að mynda fjölskyldu. Anjehca varð nefnhega fertug síðasthðið sumar. Is-veisla ✓ Avaxtatertan frá Kjörís Bourbon vanilluís með ananasbitum og kókos/marengsbotni: .. .og ekki spillir verðið!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.