Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Sviðsljós De Niro sneri aftur til Toukie Kvikmyndaleikarinn Robert De Toukie Smith hálfu ári eftir að slitn- Niro hefur tekið aftur saman við aði upp úr sambandi þeirra. Fyrir hálfu ári skildu Robert De Niro og Toukie Smith. Nú eru þau aftur tekin saman. Það sem olli sambandsslitum þeirra var áhugi Roberts á annarri blökkukonu, fyrirsætunni Naomi Campbell, sem áður var vinkona hnefaleikakappans Mikes Tyson. Ástarsamband Roberts og Naomi stóð þó ekki lengi og nú virðist Ro- bert vera kominn á þá skoðun að honum líði best með Toukie sem hann hefur þekkt í íimm ár. Toukie er í veitingabransanum eins og Ro- bert en hann á vinsælan veitingastað á Manhattan. Toukie vakti mikla athygh í fyrra er hún ættleiddi barn sem eyðnisjúk kona hafði fætt. Nokkrum árum áður haíði bróðir Toukie, Willi Smith, lát- ist úr eyðni. Robert De Niro var áður kvæntur svörtu leikkonunni Diahne Abott og er sonur þeirra nú 14 ára. Robert vill ekki láta uppi hvort brúðkaup hans og Toukie sé í vændum. Cooper í Tvídröng um einn á ný Lara Flynn Boyle og MacLachlan. Kyle læikarinn : Kyle MacLaehlan, sem lék Cooper lögregluforingja í; Tvídröngum, er nú orðinn einn á ný. Kyle var trúlofaöur LaraFlynn Boyle sem iék Ðonnu í saraa myndaflokki. Samband þeirra fór út um þúfur er Kyle frétti að umv usta hans hefði kysst sjónvarps- stjörnuna Luke Perry á veitinga- stað i Hollywood. Einn af vinum „Donnu“ segir Kyle hafa orðið reiðan og afbrýði- saman, þó svo að hún hafi bara ætlaö að hitta vini sína. Rifrildi þeirra enduðu oft með því að Lara fór út og niður í bæinn. Það var einmitt eftir eitt rifilldiö sem Lara hitti Luke Perry af tilviljun. 30% verðlækkun Útsölustaður: Bílaborgarhúsið, Fosshálsi 1. Til styrktar íþróttafélagi fatlaðra Útsölustaður: Við Fríkirkjuna í Reykjavík Til styrktar Safnaðarheimili Fríkirkjunnar Verðlisti: Almennt verö 1990 Tilboð 1991: 126—150 m 2.655 +30% 1.850 151—175 m 3.325 +30% 2.320 176—200 m 4.245 +30% 2.970 201—250 m 5.185 +30% 3.630 Aðeins 1. flokks Normansþinur Styðjum gott máleftii Merming Laddi, Þórhaliur Sigurðsson. lesendur kynnast manninum á bak við allar persónurnar sem hann hefur skapað. Hér er hann í hlutverki Eirík Fjalars, sem er ein þekktasta persóna sem hann hefur skapað. Persónur og leikandi Laddi er löngu orðinn einn af risunum í skemmtanaþjónustunni. Óborg- anlegir karakterar sem hann hefur skapað eru heimilisvinir. Fírar eins og Eiríkur Fjalar, Skúii rafvirki, Þórður húsvörður, dúkkudruslan Skrám- ur og nú síðast Dengsi svo nokkrir séu nefndir. Fólki finnst það þekkja þessa hersingu og þykir það ekkert tiltökumál lengur að sjá hana birtast á sjónvarpsskjá, árshátíðum eða öörum skemmtunum. Maðurinn að baki karakterunum er ekki eins þekktur. Laddi - Þórhall- ur Sigurðsson - virðist stundum ekki vera með. Nema náttúrlega í botn- lausum drykkju- og kvennafarssögum sem um hann eru spunnar. Hann er í reyndinni feiminn og litillátur og tjáir sig lítt um menn og málefni. Ef hann þarf að koma einhveiju á framfæri kýs hann gjarnan aö gera það í gervi einhverrar persónunnar sem hann hefur skapað á alllöngum grín- ara- og leikferli sínum. En nú fáum við loksins aö kynnast Ladda sjálfum lítillega. Hann talar í bókinni Laddi sem út kom nú á dögunum. Talar að vísu ekki nándar Bókmenntir Ásgeir Tómasson nærri út en tjáir sig samt opinberlega. Laddi segir okkur á grátbroslegan hátt sorgarsögu bemsku sinnar í Hafnarfirði þar sem hann var lagður í einelti, kallaður apabróðir og öðrum uppnefnum og særður alls kyns sárum öðrum sem aldrei gróa. Hann segir okkur einnig frá unglingsárun- um þar sem feimnin var slík að hann gat ekki einu sinni drukkið í sig kjark til að bjóða stúlkum upp í dans. Einnig kynnumst við tónlistarferl- inum, til dæmis drepfyndinni ferð með hljómsveitinni Föxum til Noregs og ýmsu öðru. Árin hjá Sjónvarpinu ber eðlilega á góma. Þar má segja að Laddi hafi fundið sig og lífsstarf sitt. Bókin um Ladda var fróðleg aflestrar. Okkur hefur sannast á þessu hausti að á bak við glaðbeitta grímu leikarans og grínverjans er oft önn- ur með sorgarásjónu. Árni Tryggvason segir sína sögu í bókinni Lífróður og Laddi upplýsir þjáningar sínar vegna sjúklegrar feimni og minnimátt- arkenndar vegna erfiðra aðstæðna í æsku. Reyndar er sá hluti bókarinn- ar sem fjallar um bemsku- og unglingsárin mun athyglisverðari aflestrar en hinn þar sem árin í skemmtanaþjónustunni eru tíunduð. Ef til Vill er Laddi ekki búinn að gera þau ár fyllilega upp við sjálfan sig og því ekki tilbúinn að tjá sig um þau jafn opinskátt og hin fyrri. í lokakaflanum er að vísu dálítið tæpt á drykkjuskap og skipbroti í hjónabandi. Vonandi nægilega ítarlega til þess að slá á svæsnustu kjaftasögur. Þráinn Bertelsson skráir sögu Ladda. Þráinn hefur margsannað sig sem listamaður orðsins ekki síður en myndmálsins. Frásagnarstíllinn er lát- laus og án óþarfa skreytinga. Ekkert of né van í orðavali. Þeir Þráinn og Laddi eiga þakkir skildar fyrir snyrtilegt verk. Óhætt er að mæla með bókinni um Ladda við alla nema þá sem héldu að í bókinni fengju þeir staðfestar frá fyrstu hendi margar svæsnustu kjaftasögur sem sagöar hafa verið um grínverjann lítilláta á síðustu árum. Þráinn Bertelsson: Laddi. Lil og saga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.