Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 29
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
29
Sviðsljós
Nýr líkami
fyrir 10
milljónir
Söng- og leikkonan Cher heitir
fullu nafni Cheriiyn Sarkisian
Bono Allman. Þaö er nú ekki
beinlínis lipurt í munni og því
undrar engan að hún skuli hafa
stytt nafn sitt þegar hún ákvað
að skella sér í skemmtanaiðnað-
inn.
Síðustu árin hefur Cher verið
eins og lifandi auglýsing fyrir
lýtalækningar. Hún segir að tutt-
ugu og fimm ára vinna og tvær
bamsfæðingar hafi sett sín spor
og hún fundið að hún væri ekki
samkeppnisfær við tuttuga árum
yngri konur. Því hafi hún keypt
sér nýjan líkama.
Cher byrjaði á mittinu. Það var
gert mjórra með því að taka burtu
bæði neðstu rifbeinin. Bijóstun-
um var lyft og naflinn minnkað-
ur. Rassinn var tekinn í gegn,
lærin urðu sem ný með fitusogi
og bakið var rétt með skurðað-
gerð. Kinnbeinin voru hækkuð
með siiikonsprautum samtímis
því sem nefið var minnkað. Húð-
in var slípuð og allt kostaöi þetta
stjörnuna sem samsvarar tíu
milljónum íslenskra króna.
Cher kveðst líta á líkama sinn
sem fjárfestingu en viðurkennir
að hún verði að halda sér í stöð-
ugri þjálfun til að halda sér fal-
legri.
Orðrómurinn segir að Cher eigi
sex hundruð og fimmtíu pör af
skóm og óteljandi kjóla. Lagerinn
af ungum fylgdarsveinum er
einnig sagður stór en hún gefur
þá skýringu að eldri menn bjóði
henni aldrei út.
Faóirinn
fíkniefnaneytandi
Cher fæddist 1946 í E1 Centro í
Kaliforníu. Móðir hennar, Georg-
ía, er af frönskum ættum en getur
einnig rakið ættir sínar til che-
rokee-irtdíána. Faðir Cher, John
Sarkisian, var Armeni og tíndi
ávexti í Kaliforníu. Hann neytti
heróíns og samband hans og
móður Cher var laust í reipunum.
Þau gengu þrisvar í hjónaband
en alls giftist Georgía, sem var
kántrísöngkona, átta sinnum.
Cher eignaðist hálfsystur, Ge-
organne, sem var ljóshærð og blá-
eyg eins og móðir hennar og
amma. Cher segist umfram allt
hafa viljað hkjast þeim og fannst
hún öðruvísi en allir aðrir í fjöl-
skyldunni.
Föður sinn hitti Cher ekki fyrr
en hún var ehefu ára. Þá sá hún
hvaðan hún hafði dökku augun
og dökka hárið.
Um föður sinn segir Cher að
hann hafi verið sú gerð fíkniefna-
neytenda sem hefði getaö selt
móður sína fyrir nokkra dohara.
Faðir Cher lést í fangelsi fyrir sex
árum en hann hafði verið dæmd-
ur fyrir fíkniefnasölu.
Cher var aðeins fimmtán ára
þegar hún varð ástfangin af ein-
um þeirra karlmanna sem um-
gengust móður hennar. Hann var
ekki seinn á sér að notfæra sér
þrá hennar eftir ást og stóð sam-
band þeirra yfir í ár. „Ég þorði
aldrei að segja mömmu frá því.
Hún heíði drepið hann.“
Sonnybjargaði
Það var svo poppsöngvarinn
Sonny Bono sem bjargaði Cher
þegar hún var sextán ára og gerði
hana síðar að heimsstjörnu. „Mér
fannst hann fallegasti maður sem
ég hafði séð. Við giftum okkur og
ég hélt að maður væri hamingju-
samur ef maður rifist ekki. Ég gerði
hugsanir hans að mínum."
Sonny var ellefu ánun eldri en
Cher og tók aUar ákvarðanir fyrir
þau bæði. Þau mynduðu grúppuna
Cher ásamt Chastity, dóttur sinni,
og Georgíu, móður sinni. Bæði
dóttir Chers og sonur hafa fetaö í
fótspor móður sinnar og lagt söng-
inn fyrir sig.
Sonny & Cher og náðu miklum vin-
sældum. Þau eignuðust dóttur sem
þau gáfu nafnið Chastity.
Á sjöunda áratugnum varð Cher
eitt af stóru nöfnunum í banda-
ríska poppheiminum. Sonny þótti
ekkert sérstaklega hæfileikaríkur
tónlistarmaður en hann gat hins
vegar séð um viðskiptamálin.
„Hann var ráðríkur og tillitslaus,
típísk karlremba. Frægðin steig
honum til höfuðs," segir Cher sem
skildi við Sonny eftir ellefu ára
hjónaband. Sonny er núna borgar-
stjóri í Palm Springs.
Eftir skilnaðinn viö Sonny giftist
Cher rokkstjörnunrii Gregg All-
man. En níu dögum eftir brúðkaup-
ið fór Cher fram á skilnað. Gregg
var heróínisti.
Cher komst svo að því að hún var
barnshafandi og reyndi að halda
hjónabandinu gangandi. Hún eign-
aðist soninn Elijah Blue, hjálpaði
manni sínum eftir bestu getu og
hélt áfram söng sínum. Hjónaband
hennar og Greggs hafði þó neikvæð
áhrif á viðhorf manna til hennar
þó svo að hún hafi sjálf alltaf for-
dæmt neyslu fíkniefna og áfengis.
Hún reykir ekki einu sinni.
Efitir tæp tvö ár gafst Cher upp.
Hún leitaði að öðrum lífsförunaut
og leist vel á Gene Simmons í rokk-
hljóriisveitinni Kiss. Það gerði hins
vegar einnig bestu vinkonu Chers,
Díönu Ross.
Óskarsverðlaun
Á áttunda áratugnum var Chér
stórstjama í Las Vegas. Hún var
djörf í klæðaburði þá eins og nú
og blöðin kepptust við að birta
heilsíðumyndir af henni. Þaö kom
þó að því aö hún þreyttist á lífsstíl
sínum og ákvað að snúa sér að leik.
Allir hlógu að henni.
„í tvö ár hljóp ég á milfi umboðs-
manna sem tjáðu mér að engin
kona gæti hafið leikferil sinn 35 ára
gömul." Það gat hins vegar Cher.
Og hún fékk meira að segja óskars-
verðlaun.
Söng- og kvikmyndastjarnan Cher, sem nú er 45 ára, segist lita á lik-
ama sinn sem fjárfestingu.
NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA
úr
týndú Iandi
Áígeirjakobsson
Asgeir Jakobsson
SÖGUR ÚR
TÝNDU LANDI
Ásgeir Jakobsson er landskunnur
fyrir œvisögur sínar um íslenska
athafnamenn. Þessi bók hefur
að geyma smásögur eftir hann,
sem skrifaöar eru á góðu og
kjarnyrtu máli. Þetta eru
bráðskemmtilegar sögur, sem
eru hvort tveggja í senn
gamansamar og með alvar-
legum undirtóni.
M.Scott Peck
Leiðin til andlegs
þroska
Öll þurfum við að takast á við
vandamál og erfiðleika. Það er
oft sársaukafullt að vinna bug á
þessum vandamálum, og flest
okkar reyna á einhvern hátt að
forðast að horfast í augu við
þau. í þessari bók sýnir banda-
ríski geðlœknirinn M. Scott Peck
hvernig við getum mœtt ertið-
leikum og vandamálum og
öðlast betri skilning á sjálfum
okkur, og um leið öðlast rósemi
og aukna lífsfyllingu.
jXT' JR
ZCr'MONiASSON
VIKINGS
IÆKJARÆITV
Pétur Zophoníasson
VÍKINGSLÆKJARÆTT V
Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt,
niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra
á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti
hluti h-liðar œttarinnar, niðjar
Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram
að Guðmundi Brynjólfssyni á
Keldum verður skipt í tvö bindi,
þetta og sjötta bindi, sem kemur
út snemma á nœsta ári (1992).
Myndir eru rúmur helmingur
þessa bindis.
Pétur Eggerz
ÁST, MORÐ OG
DULRÆNIR HÆFILEIKAR
Þessi skáldsaga er sjöunda bók
Péturs Eggerz, í henni er meðal
annars sagt frá ummœlum
fluggáfaðs íslensks lœknis, sem
taldi sig fara sálförum að
nœturlagi og eiga tal við fram-
liðna menn. Þetta er forvitnileg
frásögn, sem fjallar um marg-
breytilegt eðli mannsins og
tilfinningar.
Hnnhojji GitfttnundvsfMi
Gamansemi
^norra ^íurlusonar
Nokkur valin dæmi
siugpjj
Finnbogi
Guömundsson
GAMANSEMI
SNORRA STURLUSONAR
23. september voru liðin 750 ár
síðan Árni beiskur veitti Snorra,
Sturlusyni banasár í Reykholti. í
þessari bók er minnst
gleðimannsins Snorra og rifjaðir
upp ýmsir gamanþœttir í verkum
hans. Myndir í bókina gerðu
Aðalbjörg Þórðardóttir og
Gunnar Eyþórsson.
Auöunn Bragi
Sveinsson
SITTHVAÐ KRINGUM
PRESTA
í þessari bók greinir Auðunn Bragi
frá kynnum sínum af rúmlega
sextíu íslenskum prestum, sem
hann hefur hitt á lífsleiðinni.
Prestar þeir, sem Auðunn segir
frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni
hans af hverjum og einum mjög
mismikil; við suma löng en aðra
vart meira en einn fundur.
SKUGGSJÁ
Bókabúð Olivers Steins sf
NYJAR BÆKUR - SKUGGSJA - NYJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ