Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Síða 33
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
33
Jón Páll Sigmarsson með 20 prósent afl eftir slys og aðgerð:
Með stálvíra í handleggnum
- keppi aftur ef ég verð þokkalega góður, segir Jón Páll
Vinstri upphandleggsvöðvi Jóns Páls er rækilega styrktur með stálvírum en spurningin er hvort þeir geti gert hann að sterkasta manni heims á ný. Ef
grannt er skoðað, sést á myndinni að vinstra megin er kúlan minni þegar hann hnyklar vöðvana. DV-mynd Brynjar Gauti
„Ég vona aö ég geti keppt á ný og
stefni að því aö taka þátt í mótum
næsta sumar. En þaö er ljóst að ár-
angurinn verður ekki sá sami og
áður í þeim greinum þar sem ég þarf
að beita upphandleggsvöðvanum,"
sagði Jón PáU'Sigmarsson kraftajöt-
unn í samtali við DV.
Jón Páll slasaðist í keppni í Dan-
mörku þann 24. ágúst og í framhaldi
af því gekkst hann undir aðgerð í
Skotlandi. Græddir voru vírar í fest-
ingar við upphandleggsvöðva vinstri
handar til að styrkja þær en Jón
Páll á langt í land með að ná fyrri
krafti og getur í dag aðeins lyft um
20 prósent af því sem hann gerði fyr-
ir slysið.
Gatekki
varið titilinn
Þetta varð til þess að Jón Páll gat
ekki varið titil sinn, „Sterkasti mað-
ur heims," sem hann ætlaði sér að
hreppa í fimmta skipti. Hann missti
ennfremur af nokkrum öðrum
kraftamótum í vetur og verður að
hætta við ferð til Finnlands í janúar.
Jón Páli var í kraftakeppni milli
Norðurlandaþjóða í Árósum þegar
óhappiö varð. „Ég og Gunnar Jóns-
son kepptum fyrir Islands hönd og
höfðum forystu þegar að þvi kom að
velta bú með handafli. í þeim átökum
sleit ég festingar við svonefndan
„biceps-vöðva", þann sem maður
hnyklar þegar sýna á hve sterkur
maður er. Festingin fór í sundur frá
olnboganum og slitnaði við beinið."
eftir eitt og hálft ár er hann þokkaleg-
ur, en ekki samur og áður. Þegar
hann keppti hér á landi á dögunum
vann hann Magnús Ver í nokkrum
greinum en var síðan slakur í þeim
sem reyndu mest á vöðvann."
Fævonandi hærri
prósentu en kanínur
„Tilraunir lækna á kanínum sýna
að svona festingar þola 20 prósent
álag eftir að þær hafa slitnað einu
sinni. Með stálvírunum geri ég mér
vonir um að fá hærri prósentu en
kanínumar. Vonandi keppi ég á ný
en það geri ég ekki nema ég verði
þokkalega góður. Ég ætla ekki í
keppni og tapa fyrir mönnum sem
ég á að vinna út af lélegum hand-
legg,“ sagði Jón Páll Sigmarsson.
-VS
Bað um mann með
kuta og stálvír
„Ég fór beina leið á sjúkrahús og
þar sem vinur minn Jim Reeves hef-
ur lent í sams konar meiöslum tvisv-
ar vissi ég hvað gera þyrfti. Ég bað
um mann með beittan kuta og stál-
vír. Dönsku læknarnir færðust und-
an þessu og kváðust ekki geta lagað
þetta svo gott yrði. Þeir afskrifuðu
sem sagt handlegginn á staðnum.
Ég var ekki hress með þessi mála-
lok og sá að ég yrði að koma mér hið
snarasta úr landi, mér væri ekki
lengur vært í Danaveldi. Ég bað því
um að fá að hringja „kollekt" til Skot-
lands þar sem ég þekkti lækni þar.
Það var hins vegar ekki hægt að fá
að hringja frá sjúkrahúsinu, það
samrýmdist ekki einhverjum reglum
og að lokum var mér visað þaðan í
símaklefa úti á götu!“
NÝ BÓK FRÁ ELLERT B. SCHRAM
Ég bið lesendur um að taka þessá bók ekki hátíðlega.
Hún er hvorki gamansaga né lífsreynslusaga. Og þó hvort tveggja.
Bókin er brot úr starfi og lífi og leik, sýnishorn af hugmyndaflugi
góðlátlegt grín að grafalvarlegum hlutum.
Sagði lækninum að
égyrði næstur
„Mér tókst að ná sambandi við
skoska lækninn og flaug beint þang-
að daginn eftir, á mánudagi, og hann
skar mig upp á þriðjudegi. Eg kynnt-
ist þessum lækni í gegnum Jim Reev-
es, ég heimsótti Reeves á spítalann á
sínum tíma, hitti lækninn og bað um
nafnspjaldið hans og sagði að liklega
yrði ég næstur í aðgerð hjá honum.
Það gekk eftir!“
Er orðinn hálf-
gerður „Tortímandi"
„Hann skar á tveimur stöðum í
vöðvann og njörvaði festingarnar
niður með vír sem verður þar til
ffambúðar. Ég er því orðinn hálf-
gerður „Tortímandi" með ómennsk-
an vinstri handlegg!
En ég er langt frá því að vera orð-
inn góður. Fyrir slysið hitaði ég upp
með 55 kílóa lóðum en nú er ég að
leika mér með 10 kílóa lóö. Ég er því
ekki með nema um 20 prósent afl í
handleggnum. Ég get ekki tekið á
móti skiptimynt því ég get ekki snúið
olnboganum þannig að lófinn vísi
upp. Reynsla Jim Reeves er sú að
ÚTGEFANDIFRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. FÆST i ÖLLUM BÓKAVERSLUNUM.
MEÐAL EFNIS:
Af fingrum fram
Fyrsti kossinn
Orrustan við Landakot
Stéttaskipting í stóöinu
Flöskur í farteskinu
Nú er hún Snorrabúö stekkur
Meó vitiö í fótunum
Viö græna borðió
Er súpan innifalin?
í kröppum sjó
Hinn sanni karímaður
Ástir samlyndra hjóna
Óviðkomandi bannaöur aögangur
ístöðuleysið borgar sig
Af aurum api
Ruglað fólk og óruglað
Þingmennskan er ekkert grín
Minn pólitíski kapall
Bannsetta frelsið
Þingmaður þjóðarinnar
Að missa af strætó
Yfir lækinn i leit aö vatni
Týnda kynslóðin
í fimmtugsafmæli
Nafli alheimsins
Eins og fólk er flest
Á flótta undan fríinu
Dömufrí
Afkomendur Göngu-Hrólfs
í sumarbústað
Hristu af þér slenið
Draumur hlauparans
Einstæðingar ellinnar
Saga úr hvunndagslífinu
Hver er þessi trú?
Ég átti mér móður