Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 36
36
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
„Ég hef þroskast
og lært heilmikið"
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra í spjalli um jólin, árið sem er að líða og nýtt ár
Hundurinn Tanni er engin smásmíöi en hann ver hús forsætisráðherrahjón-
anna fyrir óboðnum gestum. Forvitnin skín úr augum hans er húsbóndinn
gengur frá jólakortum. Davíð segist vera mikill jólamaður og hlakkar tii
hátíðarinnar.
Þingið hefur verið erilsamt undanfarnar vikur. Davið vonast til að geta
verið kominn í frí á Þorláksmessu. Á morgun ætlar hann að sitja á Þing-
völlum og skrifa áramótaræðu sína sem flutt verður í útvarpi og sjónvarpi.
„Eg er mikill jólamaður í mér og
hlakka þess vegna til hátíðarinnar,"
sagði Davíð Oddsson forsætisráð-
herra er helgarblaðið fékk hann til
að taka sér þriggja stundarfjórðunga
frí frá önnum í vikunni og ræða svo-
lítið um jólin og árið sem er að líða.
Davíð Oddsson á eftir að minnast
ársins 1991 sem árs breytinga og
umskipta í lífi sínu. Hann var kjörinn
formaður Sjálfstæðisflokksins í byxj-
un mars. Eftir kosningaslag í apríl
var Davíð kosinn í fyrsta skipti á
þing og áður en mánuöurinn var Uð-
inn hafði hann myndað nýja stjórn
ásamt Alþýðuflokki. Þar með var
borgarstjórinn orðinn forsætisráð-
herra einnig. SíöastUðið sumar lét
Davíð borgarstjórastóUnn í hendur
Markúsi Emi Antonssyni.
Síðan hefur Davíð einbeitt sér að
niðm-skurði í þjóðarbúinu ásamt rík-
isstjóminni en mörgum finnst hníf-
urinn ganga fuUnærri sér. Það kom
því fáum á óvart, eftir erfiðar aðgerð-
ir stjómarinnar, að Davíð yrði kos-
inn óvinsælasti stjómmálamaöurinn
í skoðanakönnun DV fyrir stuttu.
Þingstörfin hafa verið erfið að und-
anfómu en ef allt hefur gengið sam-
kvæmt óskum ættu þingmenn að
vera komnir í jólafrí nú.
„Vonandi verða allir komnir í frí á
Þorláksmessu," sagði Davíð. „Það er
engin ástæða til annars en að reyna
að klára fyrir þessa helgi. Vegna
mikiUa anna á þinginu undanfarið,
fundahöld fram á nótt, hafa önnur
mál setið á hakanum og þau þarf
einnig að klára.“
Fastheldinn
ajolasiði
Davíð sagðist ekki hafa haft tíma
til að gera neitt heimavið enda hefði
fjölskyldan vart séð hann síðustu
daga. „Maður er varla heima hálfa
nótt,“ segir hann. „Ég hef því Utið
komið nálægt jólaundirbúningi. Hins
vegar hef ég alltaf verið spenntur
fyrir jólum og það hefur ekki breyst.
Eg er fastheldinn á jól eins og flestir
íslendingar. Það em sannköUuð fjöl-
skyldujól hjá okkur," bætir hann við.
„Við erum lítil fjölskylda, sonurinn
er kominn á þrítugsaldur, þannig að
yfirleitt hefur þetta verið þriggja
manna aðfangadagur. Reyndar verð-
um við fjögur núna því tengdafaðir
minn veröur hjá okkur. Mjög hefð-
bundinn matur verður á borðum en
við höfum aUtaf hangikjöt á aðfanga-
dag. Þaö þykir kannski skrítið en
byggist á því að þegar við Ástríður
vorrnn að hefja búskap í UtiUi íbúð
hér í sömu götu, sendi amma hennar
okkur hangUæri. Þessum einyrkjum
á fyrsta búskaparári eins og það var
kaílað. Vegna þess höfum við haldið
þessum sið okkar," segir Davíð.
„Hins vegar hef ég orðið var við að
þessi siður þykir mjög ófrumlegur.
Við borðum sjávarrétti í forrétt á
aðfangadag og á jóladag er þaö ham-
borgarhryggur. Á gamlárskvöld er
það síðan fondue-réttur, svona eldur
og bras,“ segir forsætisráðherra.
Rjúpur hafa aldrei verið á hans jóla-
borði.
Engin óskagjöf
Davíð segir að fjölskyldan hlusti
aUtaf á messu áður en borðað er.
Eftir matinn em gjafir teknar upp
og kvöldsins notið í rólegheitunum.
Ekki segist hann hafa neina óskagjöf
í huganum en kona hans og sonur
höfðu einmitt nýlega spurt sömu
spurningar. „Það eru nokkrar bækur
sem ég er spenntur fyrir. Ég hef þeg-
ar fengið bókina um Kristján Eldjám
og fmnst hún fróðleg og skemmtileg.
Maður vonast auðvitað til að fá bók
í einhverjum pakka,“ segir Davíð
sppskur.
Á jóladag heimsækir forsætisráð-
herrann móður sína ásamt fjöl-
skyldu sinni. „Við emm á fjölskyldu-
flakki eins og margir aðrir þessa
daga,“ útskýrir hann. „Ekki má
gleyma heimsökn í kirkjugaröinn en
þangað fomrn við alltaf á aðfanga-
dag. Það er' venja að fara þangað um
hálfeitt. Við hugum aö leiðum afa og
ömmu ásamt fleirum en þeim vill
^ölga ár frá ári,“ segir hann enn-
fremur.
Davíð segist ekki hta á jólin ein-
göngu sem hvíldardaga þó auðvitað
séu þau það líka. „Maður fer inn í
ákveðinn farveg sem manni þykir
vænt uni,“ segir hann. „Ég hlakka
til þessara daga, ekki síst vegna þess
hátíðleika sem fylgir þeim. Þrátt fyr-
ir að fólk sé alltaf að tala um að jólin
séu að týnast í kaupæði sýnist mér
svo ekki vera. Jólin gefa okkur and-
legt nesti og hugurinn hverfur til
hins helga. Það er í raun merkilegt
að þessir fáu dagar á hveiju ári gefa,
jafnvel nútímafólki eins og okkur,
einhvem aukinn frið. Boðskapur jól-
anna hefur þess vegna ekki alveg
tapast þrátt fyrir að menn tali þann-
ig-“
Ekki kaup-
mannahátíð
Davíð vill ekki meina að kaupæði
grípi fólk í desembermánuði eða að
yfir standi kaupmannahátíð. „Það er
of mikið gert úr þessu," segir hann.
„Við notum þennan tíma til að kaupa
eitthvað til heimilisins sem annars
yrði keypt á öðmm tíma. Jólin era
til að gleðja okkur og aðra. Menn
hafa kannski sparað til að búa til
ytri hátíðarbrag á heimilinu um jól-
in,“ segir hann.
Eiginkona Daviðs, Ástríður, er að
hans sögn af gamla skólanum varð-
andi undirbúningjólanna. „Hún ger-
ir þetta allt saman, bakar og þrífur,"
segir hann. Mér finnst það reyndar
tilheyra."
Davíð telur ekki að jólin hans muni
breytast þrátt fyrir að hann gegni
nú annarri stöðu en áður. „Jólin
heima við breytast ekki,“ segir hann.
„Hins vegar verða aðrar athafnir
sem ég tek þátt í. Þar á meðal ávarp
til þjóðarinnar í gegnum útvarp og
sjónvarp."
Áramótaræðan
samin á morgun
Ekki segist hann vera búinn að
semja ræðuna en hefur ákveðið að
dvelja á Þingvöllum um helgina og
skrifa. „Ræðan er aðeins farin að
gerjast í höfðinu en það hefur verið
of mikið að gera til að hægt væri að
hugsa frekar um hana,“ útskýrir
hann. „Þess vegna verður gott að
nota næðið á Þingvöllum á sunnu-
daginn og einbeita sér við skriftir."
Allar spár sem birst hafa eru svart-
sýnisspár og ástandiö í efnahagsmál-
um þjóðarinnar vægast sagt ömur-
legt. Davíð tekur undir að ástandið
sé svart og því sé kannski enn erfiö-
ara en ella að búa til þýðingarmikla
ræðu. Þjóðin hefur fengið mikið af
svartsýni yfir sig og þess vegna er
nauðsynlegt að finna ljósan punkt í
tilverunni. „Fjárlagaumræðan
stendur venjulega yfir á þessum tíma
sem er kannski ekki sá heppilegasti
á árinu,“ segir Davíð. „Á hitt ber að
hta að íslendingar em sterkir og
samheldnir þegar á móti blæs. Hins
vegar em þeir nokkuð óbeislanlegir
þegar vel gengur. Ég mundi segja að
þó mönnum leiðist svartsýnin þá er
þjóðin nokkuð góð að taka á vanda-
málunum - það er seigt í henni,"
sagði Davíð ennfremur.
Minnisstætt ár
Forsætisráðherra er þess viss að
árið 1991 muni lengi verða minnis-
stætt. „Þetta er í rauninni búið að
vera ótrúlegt ár. Ég hefði alls ekki
trúað um síðustu áramót að allt þetta
ætti eftir að henda. Það voru sérstak-
ar ástæður í vor þegar ég tók við for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum. Ég
fór í kosningar þar sem ég leiddi
flokkinn og myndaði ríkisstjórn á
skömmum tíma. Síðan hafa menn
verið aö læra hver á annan í stjórnar-
samstarfi. Hvert áfallið af öðra hefur
riðið yfir okkur, minnkun fiski-
stofna, ekkert álver, vandræði með
EES og vandamál hvert sem litið er.
Eftir á að hyggja höfum við verið að
stýra bátnum í miklum ólgusjó. Þrátt
fyrir erfiðleika, meðan á þessu öllu
stendur, mun þetta standa upp úr í
minninguni. Mönnum hefur tekist
þrátt fyrir allt að sigla fram hjá flest-
um skeijum. Það hefur gengið á
ýmsu og þetta ár verður fróðlegt í
minni sögu að minnsta kosti,“ sagði
Davíð þegar hann rifjaði upp ýmsar
uppákomur á árinu. Þar fyrir utan
er maðurinn ófeiminn að tjá sig og
hefur snert ýmsar viðkvæmar sáhr.
„Já, ég hef víst sett allt á annan end-
ann vegna þess,“ bætir hann við.
Gráu hárunum
hefurfjölgað
„Ég hef lært gríðarlega mikið á öllu
þessu en vona þó að ég hafi ekki elst
meira en góðu hófi gegnir. Gráu hár-
unum hefur fjölgað talsvert. Þetta
hefur þó gengið allt mjög eðlilega og
ekkert sem ég sé eftir. Maður hefði
kannski stundum viljað fara aöra
leið. Þetta er ekkert ósvipað og að
tefla skák. Eftir á getur maður séð
að hægt hefði verið aö leika aðra leiki
en þá er ekki hægt að taka þá upp.
Eðlilegast er að halda áfram úr því
sem komið er enda þroskast maður
og lærir af mistökum. Auk alls þess
sem hefur verið að gerast hér á landi
eru miklar umbyltingar úti í heimi.
Sovétríkin eru fallin og kommúnist-
ar sem mættu í kröfugöngu á Rauða
torginu voru eins og fámennur sér-
trúarsöfnuður. Þetta er í raun furðu-
legt.“
Davíð Oddsson er bjartsýnn þegar
hann horfir fram í tímann. „Ég sé
að við getum komið okkur vel áfram
á næsta ári og komið málum áleiðis.
Ríkisstjórnin er að gera marga erfiða
og leiðinlega hluti. Ef þessar aðgerðir
heppnast geta þær virkað eins og
bólusetning gagnvart erfiðleikunum.
Það er kannski ekkert skemmtilegt
að láta bólusetja sig en ekki eins vont
og maður heldur fyrirfram. Þessar
aðgerðir koma í veg fyrir að vandinn
verði okkur of erfiöur. Ef þær heppn-
ast verður næsta ár gott stökkbretti
inn í framtíðina. Það era allir að laga
til hjá sér, jafnt einkafyrirtæki sem
ríkisstofnanir. Þegar fer að rætast
úr verðum við betur undir það búin
að takast á við lífiö. Þess vegna hef
ég mikla trú á næsta ári og það leggst
vel í mig.“
Jákvæð þróun
í útlöndum
Þegar Davíð er spurður um utan-
ríkismálefni þarf hann ekki umhugs-
un. „Þó allir þessir hlutir sem eru
að eiga sér stað úti í heimi séu skrítn-
ir þá eru þeir allir jákvæðir. Þessi
yfirþyrmandi ótti sem dundi yfir
lengi, umræða um kjamorkuvá og
kjamorkustyrjöld, er ekki lengur
jafn sterk. Það er mikill léttir í sjálfu
sér. Hins vegar er óvissa í Sovétríkj-
unum. Mér þykir þetta engu að síöur
jákvæð þróun.
Ég held að við ættum að líta á
næstu átta ár sem eftir era af öldinni
bjartsýnisaugum. Þrátt fyrir allt vil
ég vera bjartsýnn," segir Davíð og
bætir við: „Þetta er kannski eins og
að vaða í feni en sjá til lands.“
Forsætisráðherrann lætur sér
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
nokkuð í léttu rúmi hggja þó hann
hafi hlotið þann vafasama heiður aö
vera valinn óvinsælasti maður
landsins. Hann var reyndar vinsæl-
asti stjómmálamaðurinn einnig.
„Þessar kannanir era á margan hátt
athyghsverðar. Þær segja mér að
fólki er ekki sama og tekur afstöðu
gagnvart manni. Það er út af fyrir
sig ánægjulegt. Ég skil í sjálfu sér
betur neðri súluna um óvinsældir
heldur en þá efri sem merkir vin-
sældir. Þetta era ekki vinsælar að-
gerðir sem ég hef staðið fyrir. Jafn-
framt hef ég þurft að segja marga
hluti sem enginn vhl heyra eins og
t.d. um býggðamál. Landsmenn
munu sjá þegar þeir hugsa vel sinn
gang að þessar óvinsælu aðgerðir
eiga eftir að koma okkur öllum til
góða þegar fram í sækir."
Hótanir í
gegnum síma
Óvinsældir forsætisráðherrans
koma ekki einungis fram í könnun-
um. Síminn er stundum rauðglóandi
og þaðan berast reiðar raddir utan
úr bæ. Þau hjónin hafa tekið th þess
ráðs að taka símann af eftir mið-
nætti. „Ég er í símaskránni og allir
geta þess vegna hringt í mig. En þetta
truflar mig lítið og er í raun ekki
meira en maður má búast við. Það
var hringt í Ástríði og henni sagt að
ég bæri ábyrgð á fimm mannslífum.
Ég hef oft fengið morðhótanir í gegn-
um síma en það era yfirleitt menn
sem eru kenndir og ég tek þá ekki
alvarlega. Ástríður er hins vegar við-
kvæm gagnvart þessu. Hún hefur
ekki myndað skel eins og ég sem er
ágætt. Það er óhoht að vera of harður
gagnvart umtali. Mér finnst það galli
hversu mikla skel ég hef búið um
mig. Það er ekki eðhlegt að vera al-
gjörlega ónæmur fyrir atlögum,
árásum eða hvers kyns rógi.“
Stíllinn hefur
ekki breyst
Davíð segist ekki hafa hug á að
breyta um stíl. „Ég held að maður
ætti ekki að reyna slíkt. Reyndar hef
ég ekkert velt fyrir mér hvort ég
hafi stíl. Þess vegna fer ég ekki að
hugsa um að breyta mér á einn eða
annan hátt. Maður á bara að vera
eðhlegur. Það sést ahtaf í gegnum
þá sem era að búa sér th karakter,"
segir hann.
Hreinskhni Davíðs hefur stundum
komið honum í koh en í öðrum thvik-
um hafa menn haft gaman af hnit-
miðuðum svörum hans. „Ég hef allt-
af verið opinn og hreinskilinn," út-
skýrir hann. „Stundum situr maður
þó auðvitað á þvi sem mann langar
að segja. Þetta var kannski öðruvísi
þegar ég var borgarstjóri þar sem ég
vann að hagsmunum eins kjördæm-
is. Það gat verið erfiðara en einnig
léttara og skemmthegra. Maður sá
meira eftir sig í því embætti. Borgar-
stjórinn hefur meira boðvald."
Davíð hafði aldrei setið á þingi áður
en hann varð forsætisráðherra sl.
vor. Hann segist þó án efa einhvern
tíma eiga eftir að vera óbreyttur
þingmaður og kynnast þeirri hhð-
inni. „Það er undarlegt og ahs ekki
algengt að menn stökkvi í ráðherra-
stól án setu á þingi. Það er enginn
fæddur í ráðherraembætti en þetta
lærist aht saman,“ segir hann.
„Fyrsta árið mitt sem borgarstjóri
rak ég mig á ýmsa hluti og það var
mikhl galsagangur á mér en nú eru
menn búnir að gleyma því.“
Einmanalegt starf
- En hvað kom Davíð Oddssyni mest
á óvart þegar hann tók við hinu nýja
embætti?
„Æth það hafi ekki verið hversu ein-
manalegt og einangrað þetta starf er.
Embættið skapar ákveðna fjarlægð
sem sjálfsagt myndast vegna virðingar
við það. Menn vhja að forsætisráð-
herraembættið sé virðingarstaða og
því kann ég vel þó ekki mín vegna
heldur eðhs þess. Menn mega þó aldr-
ei láta embættiö stíga sér til höfuðs
og breyta sér með nýju göngulagi og
rödd eins og hefur komið fyrir.“
Davíð telur að íslendingar standi
Það hefur ekki gefist mikill tími fyrir forsætisráðherrann að undirbúa jólin. Örstutt stund gafst þó í vikunni og þá var jólagjöfum pakkað inn. Ekki er annað
að sjá en Davíð farist innpökkunin vel úr hendi enda fær hann góða hjálp frá eiginkonunni, Ástríði Thorarensen. DV-myndir Gunnar V. Andrésson
nú í sömu sporum og árið 1968. Þá
var mikh stöðnun í þjóðfélaginu. „En
síðan kom mikið framfaraskeið,"
minnir hann á. „Þó við lækkum að-
eins í lífsgæðum þá verðum við
áfram í fremstu röð. Þetta land á
ótrúlega möguleika."
Hann telur af og frá að ný heims-
kreppa sé á næsta leiti. Þegar ástand-
ið í Áustur-Evrópu jafnar sig og þeir
þoka sér í áttina th markaðskerfis
þá mun koma mikh gósentíð."
Augnablikið í
Viðey minnisstæðast
- Þegar þú htur th baka og horfir
yfir árið. Hvað stendur upp úr í
minningunni?
„Það er kannski erfitt að nefna eitt-
hvað eitt,“ svarar Davíð eftir um-
hugsun en bætir síðan við. „Æth þaö
sé ekki augnabhkið í Viðey þegar ég
áttaði mig á að við Jón Baldvin gæt-
um myndað nýja ríkisstjóm. Það var
ekki efnisatriði heldur skynjaði ég
það aht í einu eftir að við höfðum
rætt um aha heima og geima. Þetta
gat farið á báða vegu en á þessu
augnabliki fann ég aö ný stjóm væri
að fæöast. Ég held að það augnablik
sé mjög greypt í huga mér nú þegar
ég horfi th baka.“
Nýþjóðarsátt
Davíð segist alltaf ganga hratt th
verks og segist ekki skhja seinagang-
inn í kerfinu. Hann tekur sem dæmi
vinnu í kringum kjarasamninga.
„Það vita allir um hvað verður samið
en samt hanga menn yfir samning-
unum og búa th eitthvert mál. Það
kalla ég sviðsetningu fyrir almenn-
ing. Betra væri að negla hlutina
strax. Ég held að við hljótum að búa
th nýja þjóðarsátt því það er eina
vonin th að böhð verði ekki meira
en það er. Vextir era að lækka þó það
gangi fuhhægt. Mesta breytingin fyr-
ir mig er sú hvað allir hlutir era
hæggengir, endalaus samráð, nefnd-
ir, fundir og þras. Þessu þarf að
breyta eða að minnsta kosti hðka
eitthvað th. Það er alveg eins hægt
eins og margt annað sem viö eram
að gera. Aðrar ríkisstjómir töldu
ekki hægt að beita niðurskurðinum
en við getum það þrátt fyrir harm-
kvæh, mótmæh og pirring."
Ef marka má ummæh Davíðs getur
þjóðin átt von á bjartsýni í áramóta-
ræðu og vonandi skálað fyrir betri
tíð. En hvað ætlar forsætisráðherr-
ann að gera þegar hann hefur lokið
við að skrifa ræðuna á sunnudag?
„Þorláksmessu köhum við ahtaf
jólapat því yið erum ahtaf of sein og
á hlaupum. Ég kaupi jólatré og annað
sem þarf. Síðan förum við feðgamir
saman í bæinn og kaupum jólagjöf
handa frúnni. Það höfum við ahtaf
gert á Þorláksmessu og lendum ahtaf
í sömu vandræðunum."
-ELA