Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 45
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
53
Sviðsljós
Pierce Brosnan hefur ekki alltaf verið jafn glæsilegur og hann er nú.
Hætti súkkulaðiáti
og fékk konuna
sem hann vildi
Leikarinn Pierce Brosnan, sem
þekktastur er fyrir leik sinn í mynda-
flokknum Remington Steele, hefur
verið spurður hvort hann geti ekki
hugsað sér að leika Douglas Fair-
banks í kvikmynd um líf Charhe
Chaphns. Pierce Brosnan er upp með
sér af tilboðinu því það kom frá Ric-
hard Attenborough sem hann kveðst
meta mikils. Pierce er nýbúinn að
leika í tveimur kvikmyndum sem
talið er að hljóta muni góða aðsókn.
í einkalífinu ganga hlutimir ekki
jafn vel. Cassandra, kona Pierce, er
með krabbamein og hefur þurft að
leggjast nokkrum sinnum á sjúkra-
hús.
Cassandra og Pierce hittust fyrir
tuttugu árum. Hann varð strax yfir
sig ástfanginn en hún tók hhitunum
með meiri ró. Reyndar var Pierce
ekki jafn grannur og glæsilegur og
hann er í dag heldur talsvert þybb-
inn.
Hann gat auðveldlega sporðrennt
sex til sjö súkkulaðistykkjum á dag
og svolgrað kóka kóla í htratah. Cas-
sandra varð því ekkert sérstaklega
spennt en svo var hún líka gift.
„Mér tókst hins vegar að sannfæra
hana um að ég væri sá rétti og síðan
höfum við verið saman,“ segir Pierce
sem varð að hætta við sætindin.
Böm Cassöndru frá fyma hjóna-
bandi eru 17 og 16 ára gömul og ganga
í heimavistarskóla á Englandi. Cas-
sandra og Pierce eiga saman sex ára
son sem býr hjá foreldrum sínum í
Los Angeles.
Pierce er fæddur á írlandi en flutti
á unghngsárunum til London. Þaðan
fór hann th Bandaríkjanna, fastá-
kveðinn í að láta drauma sína ræt-
ast. Hann kveðst þó sakna landslags-
ins á írlandi og árstíðaskiptanna.
Söngkonan Sinead
O'Connor skilin
Eftir nokkuma ára stormasamt
hjónaband með rokkaranum John
Reynolds hefur sköllótta söngkonan
Sinead O’Connor ákveðið að skhja.
Hún hefur þó lýst því yfir í breskum
fjölmiðlum að þau John geti eigin-
lega hvorki verið saman né aðskhin.
„Við elskum hvort annað enn heitt
og innhega en það er ekki nokkur
möguleiki á að við getum búið sam-
an,“ segir Sinead. „Eg veit ekki einu
sinni hvers vegna við giftum okkur.
En einmitt þá fannst mér það vera
það eina rétta.“
Sonur Johns og Sineads, Jake, er
orðinn íjögurra ára. Hann býr nú
með móður sinni í lúxusvihu í Lon-
don.
Sköllótta söngkonan Sinead O’Connor býr nú ein.
JAPIS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
bara si
'V'*' . Jfr ,
ac- ■< °
w
oS
... .
x: s
í»*'„** .
Velkomin í verslunina Ji
Hálft hundrað bílastæða
Það tilheyrir jólunum a£
Opið virka daga frá 9-2
Laugardaga frá 10-22.1
Sunnudaga frá 18-22.0
Sendum í póstkröfu.
l/ferslunin
Hátúni 2 s 25155