Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 48
56 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Dularfull vera á ferli - útdráttur úr Dýrið gengur laust eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur Hrafnhildur Valgarðsdóttir, höfundur bókarinnar Dýrið gengur laust. Hrafnhildur Valgarðsdóttir, höf- undur unghngabókanna Leður- jakkar og spariskór og Unglingar í frumskóginum, hefur sent frá sér nýja unglingabók, Dýrið gengur laust. Hér á eftir fer útdráttur úr einum kafla nýju bókarinnar: Kvikmyndatakan gekk vel á nýja staðnum og í lok vikunnar leit út fyrir að flestar útitökur væru komnar í höfn. Grjóni var laus úr hinu hvíta höfuðfati en bar rautt ör á enni til minningar um heUis- ferðina sem hann fór með hinni fögru og ástsjúku Þuru. Uppákom- an með álfunum varð smám saman eins og fjarlæg martröð en nornin var komin undir græna torfu og réð því ekki lengur yfir neinu í þessum heimi. Gijóni hafði þó krossana góðu áfram á sínum stað, annan í eyranu og hinn á bringunni, og enn var hann staðráðinn í því að útvega sér litla Biblíu til að hafa í bijóstv- asanum, þvi að allur er varinn góð- ur þegar maöur er í starfi sem þessu. Síðasti dagur kvikmyndatökunn- ar rann upp bjartur og fagur. Gústi glaðvaknaði og leit á klukkuna. Hún var ekki orðin sex og honum lá ekki á að fara á fætur. En það var óróleiki í beinum hans, eitt- hvað sem rak hann fram úr rúminu og í fötin, strax. Hann læddist fram- hjá Braga sem svaf með galopinn munn og Gústa dauðlangaði til að setja eitthvað ógeðslegt upp í hann, bara í gríni. Nei. Bragi var í ástar- sorg og hafði auk þess ekki strítt honum í allt sumar. Hann lét hann í friði, fór í strigaskó og læddist út. Táta reis upp úr bæli sínum í for- stofunni og dillaði skottinu. „Komdu bara með mér, Táta mín,“ sagði Gústi og kjassaði tík- ina. Morgunninn var svalur og Gústa var hrollkalt en það var eins og eitthvað ýtti stöðugt á eftir honum. Táta þefaði út í lofdð og skokkaði á undan honum. Hún þurfti að míga hér og þar og alls staðar og svo þurfti hún að þefa mikið. Hún dró nefið eftir jörðinni milii þess sem hún rak það upp í loftið. Hún tók svo marga sveigi og beygjur að Gústa reiknaðist það til að hún gengi 10 metra meðan hann gengi einn. Dökkklædd vera AUt í einu snarstoppaði Táta, sperrti eyrun og starði fram fyrir sig. Gústi horföi í sömu átt og sá þá hvar dökkklædd vera var á sveimi í girðingunni þar sem gæð- ingamir voru. Hjarta hans sló örar og hann sagði Tátu að vera róleg. Svo gekk hann hratt en þó varlega niður túnið í átt að verunni. Hon- um sýndist þetta vera svartklæddi strákurinn en sá það ekki glöggt. Táta titraði af æsingi og hann vissi að hún óskaði þess heitt að mega stökkva niður túnið og gelta á þennan ókunna gest. En þegar þau komu nær fór Táta að dilla skottinu eins og hún þekkti dökku veruna. Hún hljóp á undan Gústa og gegndi honum ekki þegar hann skipaði henni hvíslandi röddu að vera kyrr. Þegar veran varð vör við Tátu tók hún á rás og hljóp allt hvað af tók í burtu. Gústi sá að það yrði von- laust fyrir sig að ná henni þar sem hún hafði fengið svo gott forskot. En hann hugsaði með sér að þetta heföi örugglega verið svartklæddi strákurinn og Táta virtist þekkja hann. Hver gat hann verið? Hvers vegna var hann að læðupokast inn- an um hestana svona snemma morguns? Gústi tók viðbragð og hljóp til hestanna. Gæðingamir þrír stóðu kyrrir og fylgdust með honum nálgast en aðrir hestar hop- uðu undan þótt þeir kíktu útundan sér á vin sinn sem þeir þekktu svo vel. Hann leitaði að einhveiju í grasinu, vissi ekki hveiju og hann fann það. Eitthvað brúnt sem minnti á stóra hnetu lá í grasinu við fætur gæðinganna. Gústi tók það upp og leitaði um leið að fleiri hnetum. Hann fann tvær í viðbót, skoðaði þær og setti svo í vasann. Hnetur? Haföi strákurinn verið að gefa hestunum hnetur? Furðulegt. Eitt var víst. Hann varð að komast að því hver þessi svartklæddi strákur var og hann vissi nú að það var einhver sem hann þekkti, ann- ars hefði Táta ekki fagnað honum. Gústi var órólegur þegar hann gekk aftur heim til sín. Hann lædd- ist inn og ákvað að taka til morgun- matinn svo að mamma hans gæti sofiö áfram. Henni veitti ekki af hvíldinni. Hann var rétt að byija að taka til matinn þegar hún birtist á náttslopp, þreytuleg og syfjuð. „Ég hélt að þú værir innbrots- þjófur,“ sagði hún og brosti til Gústa. „Svona getur maður veriö vitlaus þótt maður sé kominn á þennan aldur. Hvaða innbrotsþjóf- ur væri svo heimskur aö koma hingað í þetta hreysi. Hveiju gæti hann stolið? Ónýtum fötum, sprungnum diskum eða gömlu brauði?“ „Farðu aftur að sofa mamma. Ég er að taka til morgunmatinn," sagöi Gústi hlýlega og brosti til mömmu sinnar. „Blíða bamið mitt,“ hvíslaði hún og fékk tár í augun. „hvers vegna em tvíburamir ekki líka svona blíðir?" Hún rölti aftur inn í svefn- herbergi, kúrði sig niður og sofnaði samstundis. Rottueitur Það stóðst á endum að um leið og morgunmaturinn var kominn á borðið og kaffið komið á hitakönnu heyrðist vekjaraklukka hringja eins og hver önnur frekjudós. Gústi hlustaði á geðvonskutal Braga sem staulaðist inn á baðherbergið og stuttu seinna kom pabbi hans fram, pirraður yfir því hvað Bragi væri alltaf lengi á klósettinu. En skapið mýktist strax þegar hann sá að Gústf var búinn að leggja á borð og hita kaffi. „Hvað kemur til að þú ert svona snemma á fóturn?" spurði hann undrandi og leit glettnislega á son sinn. Gústi fór í vasa sinn og dró upp hneturnar. „Ég fann þetta viö fæt- ur gæðinganna," sagði hann og lét hnetumar liggja í opnum lófa sér. Pabbi hans starði á hnetumar, tók þær svo og skoðaði gaumgæfi- lega. „Við fætur gæöinganna? Sagðirðu það?“ Gústi kinkaði kolli. „Hvað er þetta? Ekki em þetta venjulegar hnetur, eða hvað?“ „Nei, aldeilis ekki. Ef mér skjátl- ast ekki þá er þetta rottueitur," sagði pabbi hans þungri röddu. „Rottueitur? En...“ Gústa varð orðfátt. „Leitaðirðu eitthvað á svæðinu hvort þar væri meira af þessu efni?“ „Já, en ekki vel. Svartklæddi strákurinn var að sniglast í kring- um gæðingana klukkan sex í morg- un. Ég veit ekki af hveiju ég vakn- aði og flýtti mér út. Táta var með mér og hún virtist þekkja hann.“ Gústi horföi djúpt í augu pabba síns og hvíslaöi: „Þetta virðist vera ein- hver héöan úr þorpinu, annars hefði Táta ekki fagnað honum." Kvikmyndataka Á svæðinu þar sem kvikmynda- takan fór fram ríkti kátína. Það var eins og fólkið hefði allt fengið vít- amínsprautu, leikaramir léku bet- ur en nokkru sinni fyrr og leik- stjórinn gaf sér tíma til að reyta af sér brandara. Allt haföi gengið samkvæmt áætlun þrátt fyrir smá- vægilegar uppákomur eins og álfa og álfabyggð. Það var sem þungu fargi af honum létt. Gústi og pabbi hans mættu með hestana og þótt þeir heföu báðir verið leiðir yfir því sem gerst haföi um morguninn smituðust þeir bráðlega af allri þessari kæti. Ris- inn réð varla við sig þegar honum varö hugsað til þess að geta farið að veiöa strax næsta dag og hann geislaði allur af leikgleði. Rós gaf sér tíma til að hlaupa til Gústa með svolitlar fréttir. „Við Gijóni verðum hérna fram í næstu viku því að hann þarf að gera upp alla reikningana við þorpsbúa. Ég fæ far með honum til Reykjavíkur," sagði hún og var ijóð af gleði. Gústi stökk hæð sína og gólaði. Honum fannst muna um hvern dag, hveija klukkustund, hveija mínútu, sem hann gæti verið leng- ur nálægt henni. „Við getum farið í langan útreiðartúr," sagði hann. „En þá er eins gott að Táta komi með svo enginn óprúttinn náungi geti stohð hestunum," sagði Rós og glotti. Gústi virti hana fyrir sér, þessa smávöxnu mannveru með stóru, þunglyndislegu augun. Hún var meira sminkuð í framan nú en áð- ur, því að persónan sem hún lék í kvikmyndinni átti að vera orðin geöveik. En þótt Rós væri með dökka bauga undir augunum og síða hárið allt í flóka sá hann feg- urö hennar imdir gervinu og hon- um hitnaði öllum af tilfinningum sínum. „Eigum við aö rugla saman nest- inu okkar í hádegishléinu?" spurði hún glaðlega. „Eða hryllir þig kannski við aö borða með geð- veikri stúlkukind?“ „Ég titra allur af ást þegar ég sé geðveikar stúlkukindur," sagði Gústi þungri röddu. Þau hlógu bæði og Rós flýtti sér í burtu. Hún átti fullt í fangi með að taka niður gleðisvipinn og setja upp sorgar- svip hinnar geðveiku bóndadóttur sem elskaði snarvitlausan öm meira en allt annað. Þegar hádegishléið kom flýtti Gústi sér að ganga frá hestunum, greip nestið sitt og fór til Rósar. Hún haföi tekið sig út úr hópnum og sat á teppi rétt hjá með stóran plastpoka fyrir framan sig. Þegar hún sá Gústa varð hún dularfull á svip og benti honum að seljast hjá sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.