Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 49
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 57 Merming Langþráðir tónleikar Bryans Adams í Laugardalshöll á miðviku- dagskvöldið heppnuðust mjög vel í aUa staði og flestir tónleikagestir fóru sveittir og ánægðir heim. Ad- ams og félagar sáu Uka til þess að áheyrendur fengju eitthvað fyrir peningana sína með því að spila nánast stanslaust í rúma tvo klukkutíma. Meðal annars voru þeir klappaðir upp í þrígang og er ekki grunlaust um að vonbrigðin frá kvöldinu rafmagnslausa hafi átt sinn þátt í ákafa þeirra að þóknast áheyrendaskaranum, sem taldi hátt á fimmta þúsund manns. Tónleikahaldarar lögðu greini- lega ríka áherslu á að aUar áætlan- ir stæðust og ólíkt tónleikahaldi hér á landi yfirleitt, hófust þessir tónleikar á fyrirfram auglýstum tíma stundvíslega! Sólin skínandi Síðan skein sól átti fyrsta leik og án þess að á nokkum sé haUað held ég að betri tónleikahljómsveit fyrirfinnist vart hér á landi nú um stundir. Hljómsveitin er einstak- lega samstíUt og þétt og Helgi Bjömsson hefur sérstakt lag á að fá áheyrendur með sér. Sólin er annars nýkomin frá Bretlandi þar sem hún spflaði á klúbbum vítt og breitt og fékk víst feiknagóðar viðtökur. Það sást líka greinflega að hljómsveitin var í hörkuformi þó svo hún sé ekki með í jólaplötuslagnum að þessu sinni. Hún renndi Upurlega í gegnum mörg af sínum þekktustu lögum á 45 mínútum og hópurinn söng meö af inlifun. Helgi benti réttilega á það áður en þeir félagar yfirgáfu sviðið að fyUsta ástæða væri tU að halda fleiri stóra tónleika hérlend- is, jafnvel með íslenskum hljóm- sveitum eingöngu, íslensk ung- menni ættu það skUið. Daufarundir- tektiríbyrjun Goðið langþráða, Bryan Adams, steig svo á sviðið nokkrar mínútur yfir níu og aUt ætlaði um koU að keyra. Heldur sljákkaði þó í áheyr- endum þegar fyrstu lögin reyndust þétt keyrslm-okk sem fáir könnuð- ust við og ekki bætti úr. skák að Adams hafði ekki fyrir því að yrða á gestina fyrr en eftir fjórða lag. Þá baðst hann innvirðulega afsök- unar á því sem gerðist kvöldið áður og upplýsti að hann hefði boðist tíl að halda tvenna tónleika þetta kvöld en áhugi héfði ekki verið fyr- ir hendi. Ég held að þar hafi hins vegar skynsemi ráðið því hætt er við að æði þunnskipað hefði orðið á öðrum hvorum tónleikanna. Nýfrægur á íslandi Eftir því sem leið á færðist fjör í leikinn; bæði gerði Adams í því að peppa áheyrendur upp og svo fóru fleiri og fleiri kunnugleg lög að hljóma. Adams var þó greinUega ekki fyllUega ánægður með við- brögð fólksins því hann sá ástæðu tíl þess að hvetja það sérstaklega Bryan Adams í Laugardalshöllinni. að lagið góða væri á ferðinni. Það kom svo loks undir lok fyrsta skammts og þá í samfloti með öðru frægu rólegu lagi, laginu Heaven sem Adams gerði heimsfrægt 1985. Og í báðum þessum lögum tók haU- arkórinn undir fuUum hálsi. Jólasveinahúfa ogjólalög Hljómsveitin hvarf svo af sviðinu um klukkan tíu en birtist von bráð- ar aftur öflum tíl mikiliar ánægju og einhver henti jólasveina-húfu til Hljómleikar Sigurður Þór Salvarsson Adams sem skeUti henni á sig og brá á leik ásamt hljómsveitinni og glamraði nokkur jólalög. Aftur yfirgaf hljómsveitin sviðið til þess eins að láta klappa sig upp á ný og renna gegnum nokkur lög þar sem hæst bar lagið Summer of ’69. Enn var kvatt en áheyrend- ur, sem loksins voru farnir að taka almennUega við sér, höfðu það af að kaUa hljómsveitina enn einu sinni fram áður en Bryan Adams þakkaði fólki fyrir stórgóðar mót- tökur og hvarf af sviðinu með ósk um að eiga hingað afturkvæmt sem fyrst. Höllin tæpast bjóðandi Það verður að segjast eins og er að í byijun tónleikanna leist mér ekkert á blikuna, því þótt hljóm- sveitin væri pottþétt vantaði allt samband við áheyrendur en þetta lagaðist þegar frá leið. Og þegar upp er staðið fuUyrði ég að þetta hafi verið góðir tónleikar og er þess fullviss að 99,99% tónleikagesta eru mér sammála. Ekki skal undanskihnn hér þátt- ur Síðan skein sól sem færði mér enn einar sönnur fyrir því að ís- lenskar hljómsveitir standa erlend- um stórhljómsveitum ekkert að baki nema síður sé. Og í lokin skal því komið á framfæri að Laugar- dalshölhn er tæpast mönnum bjóð- andi sem tónleikahöU; hljóðið frá svona kraftmiklum tækjmn eins og fylgja þessum hljómsveitum verð- ur einn hrærigrautur og bitnaði það mun meira á Sólinni en Bryan Adams hverju sem þar var um að kenna. Nú verður að spýta í lófana og drífa í aö koma upp mannsæmandi tónleikahöll fyrir aUa tónlist! fBÍLASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍKUR Athygli er vakin á því að á Þorláks- messu, mánudaginn 23. desember nk., er ókeypis í alla stöðumæla, bíla- stæði og bílastæðishús á vegum Reykjavíkurborgar. IJjl Gatnamálastjóri tíl að skemmta sér og sleppa fram af sér beishnu! Skýringin á deyfð áheyrenda framan af held ég að sé einfaldlega sú að Bryan Adams er nýfrægur maður hér á landi og uppistaða tónleikagesta, sem voru á aldrinum 15-20 ára, þekkir Utt sem ekkert bakgrunn hans sem tónUstarmanns og þá ekki lögin hans. Þó var ótrúlegt hvað menn voru vel með á nótunum og gátu sungið með en það fór ekkert á miUi mála að stór hluti tónleikagesta var kominn tíl að hlusta á eitt lag; lag- ið (Everything I Do) I Do It for You. Þannig máttu ekki heyrast upp- hafstónar í rólegu lagi án þess að aUt tryUtist þar sem menn héldu BILALEIGA ARNARFLUGS við Flugvallarveg - gegnt Slökkvistöðinni HATIÐATILBOÐ af dag- og kílómetra- gjöldum um hátíðarnar Sími 91 • 61-44-00 Fax 91-61 SMnp a M Tl T 11j■ j jí’i Fanný Jónmundsdóttir veitir faglega ráðgjöf umfata- og litaval á laugardag og sunnudagfrá kl. 13:00 Verið velkomin HERRAFAIAVERSLUN Fákafeni 11 - sími 31170

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.