Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Side 51
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 59 Af sterkum kenndum yinsæls listamanns „Uppákomumar í Via Panicale sannfærðu mig einnig um að innra með þessum dag- farsprúða og skemmtilega íslendingi bjó villimaður - „sauvage“, sem öðm hvom þurfti að fá útrás fyrir sterkar kenndir." Þannig kemst Jean-Jaques Lebel, „fóstbróð- ir“ Errós, að orði í hirnú sérlega læsilegu og vönduðu bók Aðalsteins Ingólfssonar um listmálarann Erró. Opinskáar frásagnir í tilvitnun þessari kemur fram ýmislegt af því sem einkennir þessa skemmtilegu bók. Þar er fyrst aö nefna hversu opinská hún er. Lesandanum finnst sem ekkert sé dregið undan og mikið fer fyrir frásögnum af því er Erró fær á ýmsan hátt útrás fyrir sterkar kenndir sínir. Vafalaust mim ýmsum þykja sumt af því „villimannslegt".- Hitt kemur þó ekki síður fram í bókinni hversu vel sam- ferðamenn Errós bera honum söguna, tala um að honum sé gamansemi og ljúfmennska í blóð borin, hann sé stálheiðarlegur en umfram allt skemmtilegur. í kringum hann sé ailtaf ys og þys, alltaf eitthvað að gerast. Finnist honum samkvæmin daufleg þá eigi hann til að berhátta sig og hlaupa aUsnakinn út og velta sér upp úr snjónum til að hrista upp í fólki. Mér finnst einn helsti styrkleiki þessarar bókar vera fólginn í þeirri aðferð sem Aðal- steinn hefur vahð og byggist á því að láta ýmsa samferðamenn Errós taka beinan þátt í frásögninni og mynda þannig mótvægi við frásögn listamannsins. Eru þessar frásagnir oft sóttar til vina og þátttakenda í lífi og hst Errós á ítahu, í Frakklandi eða Bandaríkjun- um, en íslendingar koma þar að sjálfsögðu einnig við sögu. Taldi Aðalsteinn að þannig kæmi hann á móts við khppimyndastíl Usta- mannsins sem skeytir saman ólíkustu aö- fóng. Þessi aðferð finnst mér hafa tryggt að bókin verður aldrei langdregin. Á höfundur mikinn heiður skilinn fyrir dugnað sinn við að hafa upp á svo mörgum útlendum sam- ferðamönnum Errós og mun þar raunar hafa notið dyggrar aðstoðar Ustamannsins sjálfs. Þá er það er ekki síður kostur við bókina hve hana prýða margar ljósmyndir úr lífi Errós en Ustamaðurinn átti þúsundir af sUk- um myndum og hafði raðað þeim upp í tíma- röö. Lífga þær að sjálfsögðu enn frekar upp á hina fjörlegu frásögn. Öll bókin finnst mér bera með sér að samvinna þeirra Aðalsteins og Errós hafi verið mjög góð. Frá Kirkjubæjar- klaustri til Kubu Listamaðurinn Erró hefur lifað mjög fjöl- breytUegu lífi og víða farið. Að loknum áhyggjulausum uppvaxtarárum á Kirkju- bæjarklaustri Uggur leiðin fljótlega út í heim, Blazer S-10 ’88 X Cab, ek. 61.000 Mikið úrval af góðum sleðum og jeppum BiFHElHASALA ÍSLANDS HF. S. 675200 GLEÐXLEC* JÓE vinnusemi sem einkennir Erró feUur Ula að hefðbundu fjölskyldulífi enda segir hann sjálfur á einum stað: „Ekki er hægt að hlaupa frá blautu ohumálverki í miðju kafi. Það er sennfiega þess vegna sem venjulegt fjöl- skyldulíf og bamauppeldi á ekki við mig.“ Umdeildur heimsborgari Það er örugglega ekki ofmælt að Erró sé mestur heimsborgari íslenskrar nútímaUst- ar, eins og Aöalsteinn Ingólfsson kemst að orði í inngangsorðum sínum. Hann hefur fyrir löngu skapað sér nafn í hinum alþjóð- lega Ustaheimi og auðgast á Ust sinni. En hann kynntist fátækt í upphafi ferUs síns eins og svo margir Ustamenn. Hin ísraelska kona hans, Myriam Bat Yosef, var dugleg við aö koma honum á framfæri. Sjálfur átti hann ekki gott með að standa í sölu- mennsku. Það var í kringum 1960 sem hann seldi fyrst fyrir umtalsverða upphæð að því er hann segir sjálfur. En jafnframt kemur fram í bókinni að á sýningu á íslandi árið 1957 hafi hann selt fyrir 118 þús. kr., sem þá voru góð árslaun. Upp úr 1967 fór hann að fá stöðugt fleiri boð um sýningar á megin- landi Evrópu og straumhvörf urðu á Usta- mannaferU hans árið 1969 þegar NMAM, nútímalistasafnið í París, ákvað að efna tíl stórrar sýningar á verkum hans. Á sjöunda áratugnum tók hann þátt í fjölmörgum uppá- komum, ekki síst í Bandaríkjunum. Þar þótti heimamönnum að hann ásamt ýmsum öðr- um evrópskum núttímahstamönnum bland- aði um of erótík og póUtík inn í listræna tján- ingu sína. Erró hefur jafnan verið umdeUdur sem Ustamaður og svo er enn þó hann hafi hlotið alþjóðlega frægð. Beðinn að fjarlægjamyndir Þannig hefur hann nokkrum sinnum verið beðinn um að fjarlægja myndir af sýningum vegna þess aö þær særðu velsæmiskennd einhvers eða einhverra. Lögreglan fjarlægði eitt sinn mynd af sýningu hans í MUanó og Vatíkanið lét fjarlægja tvær mynda hans af sýningu í Róm og menn hafa oft hneykslast á yfirgengUegri erótíkinni í myndrnn hans. Hér heima fékk sýning hans eitt sinn þá dóma að það væri engu líkara en „að efnis- val myndanna hefði farið fram í víti, frönsk- um hóruhúsum, fangabúðum nazista.. .eða álíka vistarverum." Rúmið leyfir ekki að víöar sé gripið niður í þessa vel heppnuðu bók. Því fer íjarri að menn þurfi að vera sérstakir áhugamenn um myndhst tU að geta haft ánægju af lestri hennar. Á Aðalsteinn Ingólfsson mikinn heiður skilinn fyrir að hafa með þessum hætti flutt heim mesta „heimsborgarann og huldumanninn í íslenskri myndhst". M. Benz 380 SE '82, ek. 140.000 Mazda 323 '90, 5 d., ek. 25.000 Suzuki Vitara ’90, ek. 46.000 Ford 230 ’81, 4x4 Erró flettir brosandi bók sinni. Með honum á myndinni er vinur hans og kollegi, Veturliði Gunnarsson. DV-mynd BG tíl Óslóar, Rómar, Flórens, Parísar, New York og svo aftur til Parísar eða þaðan oft- sinnis víða um heim, eins og tU Rússlands, Kúbu og Tælands, þangað sem hann sótti sér konu, auk tíu mánaða ferðalags umhverfis jörðina. Frá flestum þessum stöðum hefur Aðalsteinn grafið upp samferðamenn Errós og ekki síst ástkonur sem fyUa upp í frásögn- ina. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson í þeim efnum og óspar á að segja sögur af ástarævintýrum sínum. Er óhætt að segja að hannhleypi lesendunum alveg inn á gafl hjá sér. Oft fyUa ástkonumar svo út í mynd- ina. Hin ísraelska eiginkona hans segir frá því að hún hafi stundum fundið hárklemmur annarra kvenna í hjónarúminu. Hún segir einnig að áður en þau giftu sig hafi Erró sagt henni að hann yrði að fá að sofa hjá öðrum konum. Sjálfum fannst honum það eftir á að hyggja ekki svo slæmt þegar hann neyddist tU að breyta nafni sínu úr Ferró í Erró því það minnti á að „errótíkin" væri svo rík í huga hans. Frásögnin af bemsku- og uppvaxtarárun- um á Kirkjubæjarklaustri er lifandi og skemmtUeg. Kirkjubæjarklaustur var þá stórbýU í alfaraleið. Meðal þeirra sem þangað komu oft var Kjarval og það var hann sem fyrstur kveikti í Erró áhugann á að búa til myndir. Þar fæddist og áhugi Errós á vélum sem síðar átti eftir aö endurspeglast rækUega í myndhst hans. Þar komst Erró líka yfir stúlku í fyrsta sinn, tólf ára gamaU, og segir í því sambandi að hann hafi aldrei haft sekt- artilfinningu varðandi kynferðismál. Koma þau mál enda aUnokkuð við sögu i þessari bók og konumar í lífi hans virðast fleiri en tölu verði á komið. „Errótík" Hætt er við að ýmsum finnist jafnvel sem kvennafarssögumar standi upp úr eftir lest- ur þessarar bókar. Erró er ákaflega opinskár Eftirmyndir frægra málara Annað dæmi um hversu Erró er hreinskU- inn í frásögn sinni er að hann kannast við að hafa gert eftirmyndir eftir verkum Picasso og Oscar Dominiguez og að þær séu nú í umferð sem „ekta“ verk. Að sjálfsögðu hefur Erró komist í kynni við fjöldann aUan af heimsþekktum listamönnum. Sérlega minn- isstæðar era frásagnir hans af Salvador DaU, sem verða síður en svo til að draga úr þeirri hugmynd sem fólk hefur gert sér af DaU sem hinum mesta furðufugU. í bókinni kemur vel fram hin gífurlega vinnuharka Errós. Mun algengt að hann vinni í aUt að fjórtán tíma tömum. Bragi Ásgeirsson, sem var samferða Erró á upp- hafsárum hans erlendis, segir sögu af vUja- þreki og hörku Errós, hvemig hann lét magnaða matareitran, sem hann varð fyrir, ekki hamla fyrirhugaðri fór þeirra félaga til Kaprí. Þaö segir sig eiginlega sjálft að sú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.