Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 63
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. 71 Sálfræðinjafnfrmn- stæð og læknavísind- in fyrir 300 árum - segir Pétur Guðjónsson, höfundur bókarinnar Að lifa er list Pétur Guðjónsson telur að margt þurfi að breytast til að maðurinn geti búið sér skapandi og frjósamt líf. Menning Meðal kvikmynda sem hægt er að kaupa á tæpar þúsund krónur er óskarsverölaunakvikmyndin Cabaret. Átekin myndbönd með úrvalskvik- myndum á lágu verði Ein þeirra frumsömdu íslensku bóka, sem komið hafa út að undan- fömu, er ekki aðeins öðruvísi en flestar aðrar bækur heldur sker hún sig úr að því leytinu til að bók þessi, sem er Að lifa er hst eftir Pétur Guð- jónsson, kemur út á fimmtán tungu- málum í yfir þijátíu löndum á næsta ári og þótt ekki væri fjallað aö öðru leyti um bókina þykir þetta nokkuð stór frétt þegar íslenskur rithöfund- ur á í hlut. Pétur Guðjónsson er sjálf- sagt þekktastur hér á landi fyrir að hafa stjómað af mikilli röggsemi Flokki mannsins en úti í hinum stóra heimi er hann þekktur fyrir störf í samtökum húmanista og sem rithöf- undur og má nefna að fyrsta bók hans, sem fyrst var gefin út í Japan, hefur selst þar í meira en einni millj- ón eintaka. Til að fá aö vita um hvað bókin er var spjallaö við Pétur: „Að lifa.er hst er einfaldlega um það hvemig á að lifa lífinu lifandi. Hvatinn að þessari bók var að vinur minn fyrirfór sér, maöur sem var í blóma lífsins. Þegar slíkt gerist verð- ur maður máttvana og veit ekki hvað á að gera. Ekki gat ég kahað á hann til baka. Ég gat aftur á móti reynt að koma í veg fyrir að aðrir gerðu það og þetta tiltekna atvik varð þess valdandi að ég fór að hugsa um lífiö og hvernig í ósköpunum stendur á því að hér emm við í þessari tilveru í stuttan tíma og kunnum ekki að lifa. Þessi vinur minn var góður og elskulegur maður sem lét sig mikið varða aðra en sjálfsmorð er að verða þjóðfélagsmein í þjóðfélagi okkar; einstakhngar brotna og sjá ekki aðra úrlausn en að fyrirfara sér. Skipt í þrjá hluta Bókinni má svo eiginlega skipta í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er um það hvers vegna við kunnum ekki að lifa. Þaö er vegna þess að við höfum skrýtnar hugmyndir um okkur sjálf og er í bókinni litið á hvað við áhtum að sé maðurinn og hver tilgangur hans sé. Þá er fjallað um að gera uppreisn gegn þeim vanmætti sem við finnum fyrir í takmörkunum lík- amans. í öðm lagi er fjallaö um þau atriði sem hafa haft þau áhrif á okkur að við kunnum ekki að lifa, til dæmis hvers vegna við metum peninga meira en manninn. Af hverju setjum við eitthvað ofar manninum. í dag er ríkjandi sú hugmyndafræði að allt sem er hagkvæmt er gott en aht sem er óhagkvæmt er vont. Þá er litið á það sem þjóðfélagið segir að sé það besta, til dæmis af hverju fólk segir að aðrir hafi það svo gott eða, eins og ég orða það, Haföu það gott- draumurinn. Þessi draumur er ekki svo góður þegar að er 'gáð heldur er verið aö fara eftir ahs konar flóttaleiðum sem boðið er upp á. í þriðja lagi er fjallað um mann- lífssérfræðingana, sérfræðingana sem hafa sagt okkur aö svona eigum vlð að lifa. Ég tek til dæmis fyrir sálarfræðina sem ég tel svo frum- stæða að hún er á álíka stigi og læknavísindin voru fyrir þijú hundruð árum. Þetta eru ekki bara fúhyrðingar hjá mér heldur sýni ég fram á þetta með rökum. Sálfræðing- ar leggja áherslu á að aðlaga ein- staklinginii þjóðfélaginu í stað þess að láta hann gera uppreisn gegn því þjóðfélagi sem til dæmis býr til þær kringumstæður að sjálfsvíg eru al- geng. Trúarbrögðin tek ég líka hörð- um höndum. Bókin er full af trú á manninn og tilveruna en viö verðum fyrst að afneita ákveðnum leiöum sem virka ekki - ein af þéim leiðum er opinber trúarbrögð. Einnig tek ég nýöldina fyrir og tel ég mig rass- skeha þessa gömlu hjátrú sem verið er að grafa upp og færir fólk niður á lágt vitundarstig. Nýöld er ekkert annað en bisness. Búumí gerviþjóðfélagi Ég sný við blaðinu þegar ég er bú- inn að loka fyrrnefndum leiðum og beini athyglinni að þörfum manns- ins, andlegum og félagslegum. Við búum í gerviþjóðfélagi þar sem lifn- aður er ekki í samræmi við þarfir okkar. Við borðum ekki þegar við þurfum og sofum ekki þegar viö er- um úrvinda af þreytu. Ég legg áherslu á hvernig hægt er að þróast persónulega og einnig félagslega en maðurinn getur ekki þróast persónu- lega nema hann breyti umhverfinu sem hann lifir í. - Er það ekki oftast svo að bók sem þessi er lesin, síðan lögð frá sér og manneskjan heldur síðan áfram vanabundu lífi sínu? „Ég held að allir sem eiga góð sam- skipti við aðra og geta skapað sitt líf séu ekki í vandræðum með að aðlaga sig þeim boðskap sem er í bókinni. i lokakaflanum er aht dregiö saman í prógramm og þar eí lögð áhersla á að gera þetta meö öðrum. Ég hef sagt aö sá sem fer í gegnum þessa bók verður aldrei sá sami. Ég lét fjörutíu manns lesa bókina áður en hún var gefin út. Þessir fjörutíu voru teknir úr mismunandi stéttum og voru mis- munandi þenkjandi og fékk ég góðar ábendingar um aö bókin væri fyrir nánast alla.“ Kemur út í þrjátíu löndum - Þú skrifar bókina á ensku? „Já, aðalástæðan er að enskan er alþjóðamál og þar sem strax var ákveðið að hún kæmi út á nokkrum tungumálum var auðveldast að semja hana á ensku en ég vil taka það fram að ég tel þýðingu Eyvindar Erlendssonar snilldarlega gerða. Fyrsta enskuútgáfan kemur út í næsta mánuði á Indlandi og verður upplagið 150 þúsund. Fyrsta spænska útgáfan kemur fyrst út í Argentínu. Síðan mun hver útgáfan á fætur annarri koma út, meðal ann- ars á rússnesku og albönsku. - Hvemig stendur á því að þú ert orðinn svona vel þekktur? „Að hluta til er það vegna þess að ég hef verið síðastliðin tuttugu ár að búa til hreyfingu í mörgum löndum sem er manngildishreyfing. Síðan hefur mér verið boðið á ýmsar ráð- stefnur sem varaforseti alþjóðlegra húmanistasamtaka og haldið ræður þar. Það má eiginlega segja að eitt hafi leitt af öðru í sambandi við feril minn sem rithöfundur og ég sagt eins og er að ég áttaði mig ekki sjálfur á þessu fyrr en allt í einu ég stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að bók- in yrði gefin út á tiu tungumálum og síöan hafa einhver bæst við. Verð- ur Að lifa er list gefin út í yfir þijá- tíu löndum." - Áttu samleið með einhveijum öðr- um sem hafa skrifað um líkt efni? „Það eru höfundar sem hafa farið inn á sömu mál, til dæmis Sigurður Nordal, en ég tel mig samt fara inn á nýjar brautir þar sem er mjög ná- kvæmur skilningur á sálarlífi ein- staklingsins og samtímis farið inn á svið sem sumir myndu segja að væri trúarsvið. Ég vil taka þaö fram að bókin Að lifa er hst er jákvæð bók. Fyrir mig er þessi bók skrifuð meö ákveðna ætlun í huga, ólíkt fyrri bókum mínum, og ég vil meina að bókin sé gjöf til mannsins og vil að sem flestir geti notið hennar." -HK Nokkur aukning hefur verið á útgáfu á myndböndum með kvik- myndum á sem eru eingöngu til sölu. Til skamms tíma var allsráð- andi leiga á myndböndum með efni, en með lækkandi verði hefur orðið aukning á framboði af þekkt- um kvikmyndum sem nær ein- göngu eru framleiddar með sölu í huga. Engir hafa komist jafn lágt í verði á áteknum myndböndum en Myndbandasafnið sem nýlega gaf út sex kvikmyndir á myndbandi eingöngu til sölu og er verð hverrar spólu fyrir sig aðeins tæpar þúsund krónur. Það sem myndbandasafnið býður upp á í þessum pakka eru allt þekktar úrvalsmyndir og óskars- verðlaunamyndir. Fyrsta ber að telja Cabaret með Lizu Minnelli í aðalhlutverki en sú mynd fékk fjölda óskarsverðlauna á sínum tíma. Aðrar eru They Shoot Horses Don’t They með Jane Fonda í aðal- hlutverki, Hell in the Pacific með Lee Marvin í aðalhlutverki, The Spiral Staircase, klassísk kvik- mynd frá fimmta áratugnum og tvær perlur úr sjóöi Alfred Hitc- hcocks, Notorious með Cary Grant og Ingrid Bergman og Spellbound með Ingrid Bergman og Gregory peck í aðalhlutverkum. Allar myndirnar eru með íslenskum texta. Ef sá sem kaupir þessar myndir vill taka yfir þær þá er þaö hægt og er það nýmæh og einnig er hægt að taka fyrir aftan hveija mynd því hver spóla er hvorki meira né minna en 195 mínútur í sphun. -HK Dengsi, öðru nafni Þórhallur Sigurðsson. Jólaball með Dengsa og félögum - Dengsi og félagar Of mikið af því góða Jólalög hafa þá sérstöðu að heyrast skamman tíma á hveiju ári en bæta það hins vegar upp sum hver með því að lifna við um hver jól. Þannig hafa orðið th síghd jólalög bæði innlend og erlend og vísast eru mörg hinna síghdu íslensku jólalaga erlend að uppruna. Lengi vel voru íslenskar jólaplötur teljandi á fingrum ánnarrar handar og dugðu vel. Á síðustu árum hefur hins vegar hlaupið hræðhegur ofvöxtur í jólaplötuút- gáfu svo ekki er lengur þverfótaö fyrir plötum um hver jól sem bera eitt- hvert jólanafn en eru svo bara miður góðar poppplötur þar sem textahöf- undar bulla um jólin í stað ástarinnar eða einhvers annars. Svo eru það jólaplötur eins og sú sem hér er th umfjöllunar þar sem Laddi í gervi þekktrar fígúru úr sjónvarpi, sem ekkert hefur með jólin Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson að gera, misnotar sér vinsældir sínar meðal bama og trallar gömul og góð jólalög með misgóðum árangri. Th skrauts skjóta svo upp kollinum hér og hvar í lögunum aðrar þekktar Laddafígúrur auk þess sem Hemmi Gunn syngur með í einu af þremur lögum plötunnar sem ekki teljast th heföbundinna jólalaga. Það síðasta þeirra á reyndar ekkert erindi að minu mati á jólaplötu fyrir böm en í þessu lagi rekur textinn raunasögu manns sem fer alltaf yfiram á kreditkortinu sínu um jólin. Það er kannski ekki ráð nema í tíma sé tekið að vara bömin við óhóflegri kreditkortanotk- un sem fyrst. Með ahri viröingu fyrir Ladda sem leikara og listamanni lyktar þessi uppákoma larigar leiðir af gróðabralli og maður þakkar bara sínum sæla að ekki skyldi öhum fígúrum hans detta í hug að gefa út jólaplötu. Getið þið ímyndað ykkur jólaplötu með Elsu Lund?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.