Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Qupperneq 66
74 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991. Afmæli Brandur Brynjólfsson Brandur Brynjólfsson hæstarétt- arlögmaður, Baldursgötu 12, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Brandur fæddist á Hellissandi. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1937 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ1943. Hann var héraðsdómslög- maður 1946 og hæstaréttarlögmaður 1971. Brandur starfaði um skeið sem rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík. Hann stofnaði ásamt öðrum fasteigna-, skipa- og verð- bréfasölu undir heitinu Almenna fasteignasalan sem hann starfrækti á árunum 1944-51. Þá hefur hann starfrækt málflutningsstofu í Reykjavíkfrá 1946. Brandur tók mikinn þátt í íþrótt- um á sínum yngri árum. Hann var konungsbikarhafi í hundrað og tvö hundruð metra hlaupi 1940 og fyrsti fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu í leik gegn Dönum 1946. Hann var formaður íþróttafélags HÍ1941—42, sat í stjóm Knattspyrnu- félagsins Víkings og var formaður þess um skeið og sat í stjórn íþrótta- sambands íslands um tíma. Þá var Brandur landsliðsmaður í bridge um skeið. Fjölskylda Brandur er þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Björg Guðmunds- dóttir, f. 21.4.1922, d. 2.2.1982, hús- móðir. Þau skildu. Hún var dóttir Guðmundar Markússonar, skip- stjóra í Reykjavík, og konu hans, Unnar Erlendsdóttur húsmóður. Önnur kona Brands var Kolbrún Jónsdóttir, f. 12.9.1923, d. 22.7.1971, húsmóðir. Þau skildu. Hún var dótt- ir Jóns Þorleifssonar, listmálara í Blátúni í Reykjavík, og fyrri konu hans, Rakelar Ólafar Pétursdóttur, húsmóður og ljósmóður. Þriðja kona Brands var Edda Jó- hannsdóttir, f. 7.2.1932, BA í sögu og ensku. Þau skildu. Hún er dóttir Jóhanns Guðlaugssonar, véla- manns í Reykjavík, og konu hans, Sigríðar Ingibergsdóttur húsmóður. Börn Brands og Kolbrúnar eru Orri, f. 16.12.1948, frjótæknir á Höfn í Hornafirði, kvæntur Hörpu Gutt- ormsdóttur húsmóður og eiga þau einn son, og Þórunn, f. 2.10.1951, húsmóðir í Garðabæ, en sambýlis- maður hennar er Björn Erlendsson, matsveinn og verktaki við sendiráð og eiga þau eina dóttur, auk þess sem Þórunn á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Börn Brands og Eddu em Sigríður Inga, f. 19.2.1954, húsmóðirí Hafn- arfirði, gift Bergi Sigurði Olivers- syni lögfræðingi og eiga þau fimm börn, og Jóhann, f. 22.12.1959, starfsmaður við Náttúrufræðistofn- un, kvæntur Ömu Viktoríu Krist- jánsdóttur og eiga þau einn son. Albróðir Brands er Gísli Brynj- ólfsson, heildsah í Reykjavík. Hálf- systkini Brands, samfeðra, eru Brynhildur Brynjólfsdóttir, hús- móðir í Reykjavík, og Leifur Brynj- ólfsson útgerðarstjóri. Foreldrar Brands voru Brynjólfur Kjartansson, f. 20.12.1893, d. 20.9. 1961, skipstjóri í Reykjavík og síðar umsjónarmaður HÍ, og Ingveldur Brandsdóttir, f. 10.4.1893, d. 9.9.1941, húsmóðir. Ætt Brynjólfur var sonur Kjartans, prests á Stað í Grunnavík, bróður Gísla, prests á Sandfelh, afa Björns Guðmundssonar, forstjóra Heild- verslunar Ásbjöms Ólafssonar. Hálfbróðir Kjartans var Einar í Skálholti, faðir Kjartans, prests í Holti. Kjartan var sonur Kjartans, prests í Ytri-Skógum, Jónssonar, b. í Drangshhð, Björnssonar. Móðir Kjartans á Stað var Ragnhildur Gísladóttir, b. í Gröf í Skaftártung- um, Jónssonar. Móðir Brynjólfs skipstjóra var Kristín Brynjólfsdóttir, prests í Vestmannaeyjum, bróður Bergs, prests í Vallanesi. Brynjólfur var sonur Jóns, prests á Hofi, Bergsson- ar, prests í Hofi, Magnússonar, bróður Eiríks, meistara í Cam: bridge. Móðir Brynjólfs í Vest- mannaeyjum var Rósa Brynjófs- dóttir, prests í Heydölum, Gíslason- Brandur Brynjólfsson. ar. Móðir Kristínar var Ragnheiður Jónsdóttir, verslunarmanns í Kú- víkum í Reykjarfirði, Salómonsson- ar. Ingveldur var systir Unu, móður Hjartar, forstjóra J. Þorláksson og Norðmann. Una var einnig amma Guðrúnar Hannesdóttur, skóla- stjóra Starfsþjálfunar fatlaðra, og Gunnars Hanssonar, forstjóra IBM. Ingveldur var einnig systir Kristín- ar, konu Helga Pjeturs, heimspek- ings og jarðfræðings. Ingveldur var dóttir Brands, útvegsb. á Hallbjarn- areyri í Eyrarsveit, Bjamasonar og Ólínar Bjarnadóttur. Steinberg Friðfinnsson 75 ára Steinberg Friðfinnsson, bóndi í Spónsgerði í Amarneshreppi í Eyja- fjarðarsýslu, er sextugur í dag. Starfsferill Steinberg fæddist í Baugaseli í Hörgárdal og ólst þar upp. Hann kynntist ungur öllum aimennum sveitastörfum og fékk sitt barna- skólanám í farskóla Skriöuhrepps. Steinberg hefur síðan unnið land- búnaðarstörf, að undanskildum þremur árum er hann ók mjófkur- flutningabíl úr Arnarnes- og Skriðu- deild að Mjólkursamlagi KEA á Akureyri 1958-61. Steinberghóf bú- skap í Spónsgerði 1961 og hefur búið þarsíðan. Steinberg gegndi formennsku í Ræktunarfélagi Amames- og Ár- skógshreppa, svo og formennsku í Búnaðarfélagi Amarneshrepps. Hann sat í skólanefnd Þelamerkur- skóla fyrir Amarneshrepp og var formaður kirkjukórs Möðruvallar- klausturskirkju í nokkur ár. Fjölskylda Kona Steinbergs er Ásta Ferdín- andsdóttir, f. 25.6.1928, húsfreyja í Spónsgerði. Hún er dóttir Ferdín- ands Kristjánssonar, b. í Spóns- gerði, og konu hans, Jennýjar Ás- geirsdóttur húsfreyju. Börn Stein- bergs og Ástu eru Hjörtur, f. 19.5. 1961, kennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar og nemi í orgeheik við Tónlistarskóla Akureyrar; Sverrir, f. 5.5.1965, starfar að bústörfum að Spónsgeröi; Haukur, f. 17.8.1967, starfar á Akureyri; Atli, f. 16.10. 1969, starfar á Akureyri. Bræður Steinbergs: Friðfinnur, f. 26.6.1917, kvæntur Rannveigu Ragnarsdóttur og eiga þau ijögur böm; Páll, f. 10.11.1918, ókvæntur og barnlaus; Helgi, f. 18.3.1923, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn; Ingimar, f. 3.7. 1926, kvæntur Guðnýju Skaptadótt- ur og eiga þau fjögur börn; Reynir, f. 24.1.1934, ókvæntur og barnlaus; Ari, f. 29.5.1938, ókvæntur og bam- laus. Bræður Steinbergs eru alhr á lífi og búsettir á Akureyri nema PáU sem er vistmaður í Skjaldarvík. Foreldrar Steinbergs: Friðfmnur Steindór Sigtryggsson, f. 13.12.1889, d. 24.8.1976, b. í Baugaseh og víðar, og kona hans, Una Soffoníasdóttir, f. 24.6.1894, d. 21.11.1970, húsfreyja. Ætt Friðfinnur var sonur Sigtryggs Sigurðssonar Halldórssonar, próf- asts á Melstað, Ámundasonar, smiðs í Syðra-Langholti í Ytra- Hreppi, Hahdórssonar. Móðir Friðfinns Steindórs var María Pálsdóttir, b. á Auðbrekku í Hörgárdal, Friðfinnssonar, b. á Skriöu, Þorlákssonar, dbrm. á Skriðu, HaUgrímssonar. Móðir Friðfmns á Skriðu var Margrét Steinberg Friðfinnsson. Björnsdóttir. Móðir Páls í Auð- brekku var Steinunn Pálsdóttir, prests á Bægisá, Árnasonar, bisk- ups á Hólum, Þórarinssonar. Móðir Steinunnar var Þórdís Stefánsdóttir Scheving, prests á Prestshólum. Móðir Maríu var Sigríður Magnús- dóttir, b. í Saurbæ í Hörgárdal, Jónssonar. Una var dóttir Soffoníasar Sig- urðssonar, b. Klúðri, Jónssonar, b. í Dagverðartungu, Þorvaldssonar. Móðir Unu var Helga, dóttir Frí- manns Ágústssonar og Þóm Tómas- dóttur, b. á Barká, Tómassonar í Efstalandskoti Jónssonar. Steinberg verður að heiman á af- mæhsdaginn. Helena HáUdórsdóttir, Vesturbrún 16, Reykjavík. 70 ára Ragnheiður Pétursdóttir, Sléttu 2, Eyjafjarðarsveít. 50 ára Pétur Guðlaugsson, Brandsstöðum 1, Svínavatns- hreppi. Óskar Þórarinsson, Múlavegi 4, Seyðisfirði. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík. Guðbjörg J. Jónsdóttir, Broddadalsá 1, FeUshreppi. Hjörleifur Sigurðsson, Sogavegi 84, Reykjavík. Ólöf Júliusdóttir, Garðabraut 11, Akranesi. Pétur Nikulásson, Miðbraut 12, Vopnafirði. Jóhannes G. Jóhannesson, Laugarbrekku 13, Húsavík. Sva va Sigurðardóttir, Ásgerði 1, Reyðarfirði, 40ára Margrét Hilmarsdóttir, Fannafold 50, Reykjavik. Kristín Matthiasdóttir, Kleifargerðí 2, Reykjavík. Sigþrúður Ármannsdóttir, Miðvangi 111, Hafnarfirði. Anna Ingibjörg Flosadóttir, Öldugötu 57, Reykjavík. Sóiey Sturludóttir, Víðilundi 6f, Akureyri. Þórður K. Magnússon, Heiðarhorni 11, Keflavík. Guðmundur Gunnarsson, Þórsgötu 20b, Reykjavík. ísleifur Ottesen, Skerplugötu 4, Reykjavík. Ólafur Helgi Grímsson, Hörgslundi 6, Garðabæ. Stefán Scheving Thorsteinsson, Árvangi, Mosfellsbæ. Ragnar Lundborg Jónsson, Brúsastöðum, ÞmgvaUahreppi. 50ára Sigurður Haraldsson, Hraunbæ 32, Reykjavík. Dagný Jónsdóttir, Goðheimura 24, Reykjavík. Erla Ófeigsdóttir, Erluhólumð, Reykjavík. Erna Guðnadóttir, ÁIftahólum8, Reykjavík. 40ára Þórunn I. Reynisdóttir, Fannafold 30, Reykjavík. Einar Steingrimsson, Smáragötu 10, Vestmannaeyjum. Björn Halldórsson, Austurbergi 12, Reykjavík. Kolbrún Þórarinsdóttir, Vogagerðil9,Vogum. : Baldvin Gunnlaugur Heimisson, Álakvísl 19, Reykjavik. Sviðsljós Savannatríóinu afhent gull Meðlimir i Savannatríóinu tóku fyrir nokkru við gullplötu fyrir breiðskifuna Eins og þá sem nú hefur selst í yfir þrjú þúsund eintökum. Afhendingin fór fram i beinni útsendingu á Bylgjunni. F.v.: Björn Björnsson, Þór- ir Baldursson, Troels Bendtsen og Halldór Backman frá Skifunni. í baksýn sést í Sigurð Ragnarsson útvarps- mann. DV-mynd RASI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.