Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1991, Blaðsíða 72
YLGJAN
Undirbúningur jólanna nær nú hámarki. Verslanir eru opnar til klukkan 22 í kvöld og frá 13-18 á morgun, sunnu-
dag. Hvarvetna má sjá fólk á hlaupum i jólainnkaupum og ef litið er inn á heimilin er víða verið að baka, þrífa, taka
til og skreyta. Meðan fullorðna fólkið hamast er gott að eiga stund hjá jólatrénu og skoða kúlurnar.
DV-mynd GVA
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1991.
Hæstaréttardómur:
I ■ ■ "
kæra til Mann-
24 leigubílstjórar hafa ákveðiö aö
kæra niðurstöðu Hæstaréttar í máli
lífeyrissjóðs leigubílstjóra á hendur
einum þeirra til Mannréttindadóm-
stóls Evrópu. Hæstiréttur dæmdi í
nóvember einn bílstjóranna til að
greiða lífeyrissjóði leigubifreiða-
stjóra iðgjöld í sjóðinn sem hann
hafði neitað að greiða frá árinu 1982.
Með dóminum þótti ljóst að leigubíl-
stjórarnir svo og allir aðrir launþeg-
ar, eru skyldugir til að greiða í lífeyr-
issjóði síns stéttarfélags. Þessu vilja
leigubílstjórarnir ekki una.
29 leigubílstjórar neituðu upphaf-
lega að greiða í sjóðinn. Málið sem
Hæstiréttur hefur nýlega dæmt í var
hið fyrsta sem endanleg niðurstaða
fékkst í fyrir íslenskum dómstólum.
Magnús Thoroddsen hæstaréttar-
lögmaður mun annast kæru leigubíl-
stjóranna til mannréttindadómstóls-
ins. -ÓTT
ORYGGÍSSÍMINN
Vandað og viðurkennt öryggistæki
fyrir þig og þó sem þér þykir vænt um
Sda - Leiga - Þiónusfa
C 91-29399
^ Allan sólarhringinn
Öryggisþjónusta
síðgn 1 969
VARI
Mjólkurfræðingar:
Boða verk-
fall á nýjan
leik 28.
desember
Mjólkurfræðingar hafa boðað sex
sólarhringa verkfall, frá laugardeg-
inum 28. desember til fimmtudagsins
2. janúar. Samningaviðræður þeirra
og viðsemjenda þeirra sigldu í strand
í fyrrinótt. Nýr sáttafundur í deil-
unni hefur verið boðaður næstkom-
andi íöstudag.
Mjólkurfræðingarnir höfðu raunar
boðað verkfall frá miðnætti annars
dags jóla til miönættis á gamlárs-
kvöld. Vinnuveitendasambandið og
Vinnumálasambandið töldu að sú
vinnustöðvun hefði verið ólöglega
boðuð og vísuðu málinu til Félags-
dóms. Mjólkurfræðingar ákváðu þá
að draga boðunina til baka. Þeir boð-
uðu síðan verkfall á nýjan leik í gær
eins og fyrr sagði.
Kristján Larsen, formaður Mjólk-
urfræðingafélags íslands, sagði við
.DV í gær að samkomulag hefði náðst
um öll atriði nema eitt. Væri það ald-
ursflokkahækkanir. „í því sambandi
erum við aðeins að tala um samræm-
ingu miðað við annað fólk, sem vinn-
ur í samíögunum," sagði Kristján.
„En það má segja að staðan sé þung
núna.“
Verkfallið mun ná til rúmlega 40
mjólkurfræðinga í Reykjavík, Borg-
arríesi, á Selfossi, Sauðárkróki,
Húsavik og Akureyri, ef þaö kemur
til framkvæmda.
-JSS
Hlustaðu
LOKI
Menn drekka þá eitthvað
annaðen mjólk
umáramótin!
Veöriö á sunnudag
ogÞorláksmessu:
Frostum
allt land
Gert er ráð fyrir norðlægri eða
breytilegri átt á sunnudag og
mánudag. Hætt við éljagangi við
norður- og austurströndina og
jafnvel um tíma vestur með suö-
urströndinni. Vestanlands og
víða í innsveitum verður léttskýj-
að. Frost verður um allt land og
víða yfir 10 stig í innsveitum.
F R ÉTTASKOTIÐ
62 • 25 • 25
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Hrun í jólaversl
uninni á Akurevri
Gylfi KristjárEEan, DV, Akureyxi;
Kaupmenn á AkureyH, sem DV
hefur rætt við, eru nær undantekn-
ingarlaust á einu máh um það að
verslunin núna fyrir jólin sé ntjög
raikið minni en fyrir jóhn si. ár.
Sumir tala um algjört hrun og
margar verslanir munu standa
frammi fyrir alvarlegu ástandi þeg-
ar kemur fram yfir áramótin cg
yfirstandandi ár verður „gert upp“.
„Ég læt ekki hafa neitt efth- mér
en ég get sagt þér utan dagskrár
að ástandið er skelfilegt, Það er
ekki nóg með að verslunin sé minni
hvað magn varðar, heldur nær hún
ekki einu sinni sömu krónutölu og
í fyrra,“ sagði kaupmaður á Akur-
eyri sem DV ræddi við og vildi ekki
láta nafn sitt koma fram.
Fleiri kaupmenn vildu ekki tjá
sig um ástandið undir nafhi, töldu
aö þaö yrði flokkað undir „væl og
volæði" en tóku í sama streng.
„Menn geta svo velt fyrir sér
ástæðunum fyrir þessu ástandi.
Eitt er minnkandi kaupgeta, fólk
er hrætt við þaö óvissuástand sem
framundan er. Svo koma til hinar
flölmörgu verslunarferðir sem fólk
hér fór til útlanda fyrir skömmu,
það þýðír ekkert að horfa fram hiá
því að þær hafa mikil áhrif,“ sagði
einn kaupmannanna.
Svo virðist sem Ijósið í myrkri
kaupmannastéttarinnar sé hjá
bóksölum og að bókin haldi velh
þrátt fyrir allt. Aðrír bentu á að það
væri ekkert skrítið, bóksalar væru
aö seljavirðisaukaskattslausa vöru
og bökaforlögin önnuðust auglýs-
ingar fyrir bókaverslanimar af
miklu kappi og legðu i þær mikla
peninga.
Sá sem kvað fastast að orði sagði
það ekkert vafamál að þessi út-
koma verslana á Akureyri nú í
jólamánuðinum yrði til þess að
íjöldi verslana í bænum my ndi fara
á hausinn eftir áramót. „Sumar
verslanir eru að bjóða mikirrn af-
slátt og auglýsa hann grimmt. Að
það gerist á þessum tíma segir
meira en mörg orð,“ sagði hann.
Ragnar Sverrisson, formaður
Kaupmannafélags Akureyrar, lýsti
því yfir þegar verslunarferðirnar
til útianda í haust stóðu sem hæst
að verslanir á Akureyri myndu
verða af verslun sem næmi 80-100
milljónum króna. Þegar Ragnar
var spurður að því hvort þetta
væri að koma í Ijós nú svaraði
hann; „Ég vil ekki láta hafa neitt
eftir mér um þetta mál nú.“