Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. Útlönd Leiðtogar Samveldis sjálfstæðra ríkja funda um hermál í dag: Verðum að reyna að draga úr ágreiningi segir forsætisráðherra Hvíta-Rússlands Ekki er vist að Borís Jeltsín Rússlandsforseta reynist jafn auðvelt að sannfæra leiðtoga annarra lýðvelda hins nýja samveldis um ágæti efnahagstillagna sinna í dag og það var að kyssa hönd kennslukonunnar Lubov Vísjnavskaja. Hún fékk verðlaun fyrir vel unnin störf um helgina. Símamynd Reuter Leiðtogar fyrri lýðvelda Sovétríkj- anna hittast í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að jafna djúpstæðan ágreining sinn um hem- aðar- og efnahagsmál sem þegar er farinn að ógna tilveru hins níu daga gamla Samveldis sjálfstæðra ríkja. „Það verður aö gera allt til að draga eins mikið úr ágreininginum og hægt er svo samveldið sem var stofnað hér leysist ekki líka upp hér,“ sagði Keb- ísj, forsætisráðherra Hvíta-Rúss- lands, við fréttamenn í gær. Þegar hefur slegið í brýnu milli Rússlands og Ukraínu, tveggja stærstu lýðveldanna þar sem um tveir þriðju 280 milljóna íbúa sam- veldisins búa, um hlutverk sameigin- legra hersveita og hvernig eigi að haga efnahagsumbótum. Ukraína og Azerbajdzhan vilja hafa eigin herafla og að sameiginleg yfir- stjóm nái aðeins til kjarnorkuvopna. Rússar vilja á hinn bóginn aö komið verði á fót verulegum sameiginlegum herafla samveldisins. Úkraínumenn eru þegar famir að taka við mönnum í þjóövarölið og þeir vilja einnig hafa ákveðnara neitunarvald yfir kjarn- orkuvopnunum sem nú eru undir umsjá Jeltsíns. Þá hefur Borís Jeltsín Rússlands- forseti hafnað beiðni nokkurra lýð- velda um að fresta því að verðlag verði gefið frjálst. Jeltsín hét því í sjónvarpsávarpi í gær að fylgja eftir einhliða umbótaá- ætlun rússneska lýðveldisins, þar á meðal því að gefa verðlag frjálst þann 2. janúar. I þessu fyrsta ávarpi sínu til þjóðar- innar eftir endalok Sovétríkjanna og afsögn Gorbatsjovs Sovétforseta var- aði hann við að næstu sex til átta mánuðir yrðu erfiðir og bað menn að hafa biðlund. Jeltsín skýrði einnig frá öðrum róttækum umbótum sem verður hrundið í framkvæmd á nýja árinu, þar á meðal auknum hraða í einka- væðingu og niðurskurði útgjalda, einkum til hermála, svo hægt verði að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á fyrstaársfjórðungi. Reuter Herpeslyf íbar- átfunnigegn eyðniveirunni Lyf sem hingað til hefur verið notað í meðferð gegn herpes, eða áblæstri, getur hugsanlega orðið til að opna nýjar leiðir i meðferö á eyðnisjúklingum, aö því er breskir visindamenn sögðu um helgina. Þeir vöruöu þó við of mikilli bjartsýni þegar niður- staða prófana á lyfinu, sem heitir acyclovir, væri metin. Paul Griffiths, prófessor í veiru- fræði viö Royal Free Hospital í Lundúnum, sagði að lyfið yki vonir manna um að hægt væri að haía hemil á eyðni þannig að HlV-smit táknaði ekki endilega dauöadóm yfir þeim smitaða. Hann sagði þó að lyfið væri ekki lækning á sjúkdómnum. Acyclovir var notað með lyfinu AZT á 300 sjúklingum í Bret- landi, Þýskalandi og Ástralíu., Niðurstöður sýndu fram á að dánartíðni þeirra sem fengu lyfjablönduna lækkaðí um helm- ing, úr tuttugu í tíu prósent, á einu ári Hóstamedal fyr- Tóniistarhúsið i Amsterdam hefur ákveðið að gefa tónleika- gestum hálstöflur til að reyna aö koma í veg fyrir hósta á meðan á tónieikum þar stendur. Ákvörðun læssi kemur í kjölfar herferðar þar sem tónleikagestir voru minntir á að hósti hefur truflandi áhrif á aðra gesti, svo ogtÖnlistarmennina. Reuter Heittrúaðir íslamstrúarmenn sigra í kosningum í Alsír: Bjóða andstæðingum sættir Samtök heittrúaðra íslama í Alsír, FIS, sem sigruðu með yfirburðum í fyrri umferð þingkosninganna í landinu á fimmtudag, hvöttu í gær til sátta við andstæðinga sína og lýstu því yfir að þau mundu virða alþjóðlegar skuldbindingar landsins þegar þau taka við völdunum. Abdelkader Hachani, einn leiðtoga FIS, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að ekki yrði hvikað frá þeirri stefnu að gera Alsír að íslömsku ríki innan árs. Hann sagði að stjórnar- skrá landsins yrði virt og gert yrði ráð fyrir því að herinn virti vilja þjóðarinnar. FIS fékk að minnsta kosti 167 sæti af 206 sem kosið var um á fimmtudag í fyrstu fjölfokkakosningum sem hafa farið fram í Alsír. Seinni umferð kosninganna, þar sem kosið verður um hin sætin 224, verður þann 16. janúar og býður FIS fram í svo til hverju kjördæmi. Blóðug átök urðu milli stuðnings- manna FIS og öryggissveita stjórnar- innar í júní. Hachani sagðist ekki búast við frekari átökum við herinn. Reuter Friðarviöræður um E1 Salvador 1 New York: Búist við miklum Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ, og Alfredo Cristiani, for- seti El Salvador, ræddust við í New York í gær um gang friðarviöræðna milli stjórnvalda El Salvador og skæruliða. Búist er við verulegum árangri fyrir áramót. Símamynd Reuter árangri Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að hann byggist við veru- legum árangri í samningaviðræðum mn að binda enda á borgarastyijöld- ina í E1 Salvador en gerði um leið að engu vonir manna um að gengið yrði frá friðarsamningum áður en hann lætur af embætti annað kvöld. Hann lét þessi orð falla eftir við- ræður við Alfredo Cristiani, forseta E1 Salvador, í New York í gær. Cristiani ræddi í tvígang við de Cuellar og á sama tíma ræddu full- trúar stjómvalda í E1 Salvador og fulltrúar skæruliða um vopnahlé og efnahagsumbætur. Deiluaðilar hafa ræðst við í New York frá 16. desem- ber. Talsmaður þjóðfrelsishreyfingar- innar FMLN var sammála de Cuellar um hraða viðræðnanna og sagði að á næstu fjörutíu klukkustundum ætti að vera hægt að ljúka samning- unumaömestu. Reuter Kjallarar fylltust afvatnii Færeyjum Margir kjallarar í Þórshöfn í Færeyjum fylltust af vatni í ofsa- regni sem geröi aöfaranótt jóla- dags og linnti ekki fyrr en undir kvöld. Vatnselgurinn var svo mikill að loka þurfti nokkrum götum í bænum fyrir allri um- ferð. Það var snemma á jóladags- morgun að yfirvöldum bárust fyrstu tilkynningar um að vatn væri farið að flæða inn í kjallara húsa, einkum í vesturhluta Þórs- hafnar, þar sem göturæsi höfðu ekki undan. Á mörgum stöðum í bænum mynduðust pollar sem voru eins og stór stöðuvötn að sjá. Slökkviliðið Þórshafnar brá skjótt við og var þegar hafist handa við að dæla vatninu burt. Skemmdir urðu þó allnokkrar á húsnæði manna og í fæstum til- vikum munu heimilistryggingar þeirra bæta skaðann. Það gerði illt verra að nokkur snjór lá yfir eyjunum þegar hann fór að rigna og var hann allur bráðnaður þegar menn risu úr rekkju á jóladag. ú Norðmennekki undrandi á úr- sögn íslendinga Ákvörðun islendinga um að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráð- inu kom norskum stjórnvöldum ekki á óvart, að sögn Oddrunn Pettersen, sjávarútvegsráðherra Noregs. Hún sagði þó að þeirri ákvörðun norsku stjórnarinnar að taka þátt í fundi ráðsins í Glasgow í vor yrði ekki breytt. Oddrunn Pettersen sagði að Norðmenn mundu endurskoða aðild sína að ráðinu ef það héldi áfram á þeirri braut að snúa sér alfarið að hvalavemd og leggjast algjörlega gegn öllum hvalveið- um í ábataskyni. Einar Hepsö, formaður Norges Fiskarlag, samtaka sjávarútvegs- ins, segir aö Norðmenn eigi að fylgja fordæmi íslendinga og stofha eigi samtök hvalveiðiþjóða við Noröur-Atlantshaf. Lettar vilja öfluga riffla í nýársgjöf Nær fjórðungur Letta vill fá öfluga rifila í nýársgjöf. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem lettneska dagblaðið Diena stóð fyrir. Bóklestur á þó hug mun fleiri. Skoðanakönnunin leiddi í Ijós að meira en 40 prósent aðspurðra vildu fa bók að gjöf. Áttalétu Iffið í körfuboltaleik Átta manns að minnsta kosti létu lífið og 28 slösuðust í troðn- ingi sem varð á körfuboltaleik í New York á laugardag. Borgaryfirvöld sögöu að milli þrjú og fimm þúsund manns hefðu reynt að ryðjast inn í íþróttahús háskóla í borginni til að horfa á leikinn sem frægt fólk átti að taka þátt i. Leikurinn átti að vera til styrktar liknannálum. íþróttahúsiö tekur 2730 manns í sæti. Sjónvarvottar sögöu að ekki hefðu verið nægilega margir ör- yggisverðir til að hafa hemil á mannfjöldanum og hægt heföi gengið að hleypa fólki inn þar sem leitað var á öllum. David Dinkins, borgarsljóri New York, sagði að atburðurinn yrði rannsakaður. NTB og Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.