Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RViK, SÍMI (91)27022- FAX: Auglýsingar: (91 )626684 - aðrar deildir: (91 )27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Tímabundnir erfiðleikar Erfiðu ári er að ljúka. Sagt er að samdrátturinn í þjóðarbúi íslendinga sé meiri um þessar mundir en hann hefur áður orðið verstur frá upphafi lýðveldisins. Við erum að hefja fimmta árið í röð þar sem hagvöxtur hefur dregist saman og muna menn ekki eftir jafnlöngu samdráttar- og kreppuskeiði. Þetta hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á stjómmálin og atvinnulífið og efnahag heimilanna. Enn er ósamið um kaup og kjör og verkfallshótanir eru hafðar uppi. Enn eru lausir endar í þeim efnahagsráðstöfunum sem ríkisstjórnin hyggst grípa til og fáir hafa trú á þeim fjár- lögum sem alþingi afgreiddi fyrir jól. Það er greinilegur kvíði í landsmönnum vegna þessarar óvissu og dökka úthts og ekki bætir úr skák að álverið, Evrópusamkomu- lagið og framtíð undirstöðuatvinnugreina eru í bið- stöðu. Er þar einkum átt við deilurnar í sjávarútvegs- málum, kvótann, veiðileyfagjaldið, fiskvinnsluna og hvalveiðarnar. Það er ekki gæfulegt þegar þjóðin getur ekki komið sér saman um stefnuna í þeirri atvinnu- grein sem allt þjóðfélagið hvílir á. Fiskvinnslan kvartar undan vaxandi byrðum. Land- búnaðurinn er kominn í þrot. Iðnaðurinn á í vök að verjast og verslunin í landinu er ekki lengur samkeppn- isfær við erlend innkaup. Nýjar atvinnugreinar hafa ekki fest sig í sessi. Kaupmátturinn fer minnkandi og launþegar verða áfram að heyja varnarbaráttu til að hafa í sig og á. Á árinu, sem senn er á enda, hefur sennilega verið sett nýtt íslandsmet í gjaldþrotum. Það er leitun á atvinnu- rekstri sem gengur vel. Það er leitun á þeim íslendingi sem horfir bjartsýnn til næsta árs. Á þessu ári fengum við nýja ríkisstjóm. Hún hefur farið þannig af stað að traust á henni mælist minna og minna með hverri skoðanakönnun, enda bið á því að hún hafi látið til sín taka. Fálmkenndar aðgerðir í tengsl- um við fjárlagaafgreiðslu og karpið allt í þinginu hefur grafið undan henni. Verst er þó að fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur magnað upp kröfur um uppstokkun á velferðarkerfmu, skólun- um og sjúkrahúsunum og hafa þeir sem lengst vilja ganga seilst til sparnaðar hjá þeim sem síst skyldi. Slík- ar ráðagerðir valda óhug. Ymislegt er vissulega athuga- vert í rekstri slíkra stofnana en neyðin má vera mikil ef þjóðin þarf að krukka í samhjálpina og gera upp á milli þegar kemur að námi og hjúkrun. Jafnrétti 1 þeim efnum á að vera hafið yfir efnahag og þjóðfélagsstöðu. Þetta er ekki gæfuleg upptalning og því dapurlegri sem horfur í alþjóðamálum eru bjartar. Endalok Sovét- ríkjanna skapa gerbreytta stöðu í vígbúnaðar- og utan- ríkismálum. ísraelar og Palestínumenn eru sestir að samningaborði og frelsis- og friðaralda fer um heiminn, jafnframt því sem hagvöxtur eykst á Vesturlöndum. Er sannarlega ólíkt um að litast frá síðustu áramótum, þegar heimsbyggðin beið milli vonar og ótta eftir átökum við Persaflóann og enginn vissi hvernig lyktaði. Þótt hér á landi stefni flest í öfuga átt við þróunina annars staðar í efnahagslegu tilliti er engin ástæða til að örvænta. Breytt heimsmynd býður upp á marga möguleika og íslendingar eru vel menntaðir og vel fær- ir um að bjarga sér. Tímabundnir erfiðleikar mega ekki draga kjarkinn úr okkur. Við höfum öll skilyrði til að standa af okkur smáskell og rétta úr kútnum. Þar er hver sjálfum sér næstur. íslensku þjóðinni er óskað farsældar á nýju ári. Ellert B. Schram Ávarpa böm þannig heiminn? Einhvern tímann á útmánuðum týndust þrjár telpur á Spáni. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema af sérstökum ástæðum því börn eru alltaf að týnast í heiminum. Talið er tíl dæmis að um 50 milljón- ir bama séu „týndar" í Suður- Ameríku einni. Þetta merkir í ýms- um tilvikum að þau gangi þar sjálf- ala en svo em líka til börn sem hverfa hreinlega og ekkert spyrst til þeirra, sum flnnast þó sem lík á ruslahaugum, önnur í vændishús- um. í nafni réttlætis Telpurnar á Spáni vom tíu ára. Þær voru dætur verkafólks og frá ýmsum stöðum á landinu. Þegar þær fundust hvergi, þrátt fyrir mikla eftirgrennslan og lögreglu- leit, kom upp í heimabæjum þeirra kvittur, sem breiddist eins og eldur í sinu fjölmiðlanna, að óður karl- maður hlyti að ganga laus og leggj- ast á litlar telpur. Lögreglan reyndi að kveða orðróminn niður með þeim rökum að hversu óður sem maðurinn væri gætí hann ekki hafa hlaupið um landið þvert og endilangt frá suðri til norðurs á jafn stuttum tíma og þeim sem var á milli hvarfs telpnanna. Hvað um það, innan skamms greip um sig örlítið æði sem lýsir vel bæði straumum og stefnum í hugmyndaheimi nútímans. Þegar útilokað var með rökum að einn maður hefði lagst á allar fór fólk að leita, hvað á sínum stað, að mönnum sem bíta nálægt greninu. í bæjunum, þar sem telpurnar týndust, voru að sjálfsögðu tíl utan- garðsmenn og réttsýnt fólk fann strax sökina hjá þeim. Það leið ekki á löngu áður en alþýðudómstólar voru settir upp þar sem ríktí mikil og heilög „reiði fólksins". Þótt foreldrar telpnanna bæðu almenning um að sýna stillingu og jafnvel grátbæðu menn í sjónvarp- inu að gera ekkert rangt í nafni réttlætísins þá vildi fólk sýna sam- úð sína, hvað sem foreldramir segðu. Það réðst á sökudólgana, sem það hafði gefið sér fyrirfram, og næstum drap þá í nafni réttlæt- isins. Það vildi „sökudólgunum" til happs að með því að réttlátt fólk fer sjaldan um í þögn, tókst lögregl- unni að bjarga þeim frá dauða en ekki ósködduðum. Engum af hinum réttlátu datt í hug annað en aö telpunum hefði verið nauðgað, pair heíðu verið sviptar meydómi sínum og síðan dáið sem píslarvottar. Kaþólska kirkjan á Spáni studdi þetta aö ein- hveiju leyti, óbeinlínis, enda er Maríumeyjardýrkun ríkjandi inn- an hennar og fólk hafði mikið hætt Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur að sækja kirkjur eftír að Franco dó því hún hafði stutt hann. Nú hélt hún að sér kæmi vel að fá meyjarpíslarvotta í nútímanum. Dómgreind á villigötum Nú liðu mánuðir og fólk fylltí kirkjumar. Jafnframt ákalli til guðs fór það að hrópa í fréttaþyrst- um fjölmiðlum um áhyggjuefni sín sem fátækt fólk í samfélagi sem er því ofviða. Útbreiddur ótti mæðra kom í ljós þegar ekkert sannaðist á utangarðsmenn. Hann var sá að telpunum hefði verið rænt tíl að selja þær í vændishús eða foreldr- um sem gætu ekki átt böm eða svo líffærin væru tekin úr þeim og þau grædd í sjúk böm „ríkra“ foreldra. Læknar neituðu að slíkt gæti gerst en fólk trúði samt að börn í Suður-Ameríku „týndust“ oft í þeim tilgangi á sama hátt og vitað var að einræðisstjórnir þar versl- uðu með blóð fanga sinna og fluttu það út til að afla sér gjaldeyris- tekna; að jafnvel eyðnin sé komin úr þannig sýktu blóði. Svo allt í einu fannst lík einnar stúlkunnar grafið á stað fyrir utan þorpið þar sem fólk skemmtí sér og borðaði nesti. Þá játaði jafnaldri og frændi hennar að hann hefði drepið hana og það ekki af neinni skiljanlegri ástæðu. Allt var þetta samt óljóst. Fólk áttí bágt með að gera sér í hugarlund að börn myrtu böm bara til þess að myrða. Engu að síður var víst raunin sú: Litlu seinna fundust hinar telp- urnar og það var helst að skilja aö öll morðin stöfuðu af svipuðum ástæðum: ekkert var tengt dæmi- gerðum morðingja eða utangarðs- manni. Dómgreind manna var því á algerum villigötum. En kirkjan fann kallið og hélt „opinbera" útfór á torgi einu í stórborg í viðurvist þúsunda syrgjenda. Meydómurinn var hafmn tíl virðingar ásamt sak- leysinu og gefið í skyn við páfann að þörf væri á píslarvætti meyja, til að laða trúaða aftur í kirkju. En hann virtíst hafa lokað eyrunum og hlustaði ekki á bænir múgæs- inga. Þá gerðist það... Meðan á þessu stóð var ekki laus við að faraldur kæmi upp, sá að foreldrar vildu losna við börn sín, láta þau týnast og skella skuldinni á „morðingja sem gengi laus“. Böm fóm að fmnast á ólíklegustu stöð- um, einkum nýfædd. Konur báru út börn sín. Um tíma vom stöðugar fréttir af nýfundnum bömum og hjúkrunarkonum að hlynna að þeim í gegnsæjum plastkössum fyrir böm sem fæðast fyrir tímann. Þá gerðist það að útslitin portúg- ölsk verkakona á akri í miðju landi kvaðst hafa týnt dóttur sinni. Hún komst í sjónvarpið og það var hald- ið að hún væri að plata, bara til að komast á skjáinn og verða fræg. Með því að hún var útlendingur vakti hvarfið ekki eins mikla sam- úð og hvarf hinna telpnanna. Jafn- vel var látíð í það skína að útlend- ingar hirtu ekki um bömin sín en Spánverjar litu á afkvæmi sín sem dýrlinga. Svo gerðist ekkert í nokkra daga, portúgalska teplan gleymdist. Þá kom vömbílstjóri fram á sjónar- sviðið og í sjónvarpið og kvaðst hafa tekið litla telpu upp í. Svo kom annar. Síðan sá þriöji og vörubíl- sljórar í röð. Þá upplýstist aö telpan hafði strokið frá foreldmm sínum og komist i gegnum allan Spán og langt inn í Portúgal til þess aö leita hælis hjá afa sínum og ömmu, blá- snauðu bændafólki, og kvaðst held- ur kasta sér í brunninn og drekkja sér en hverfa frá þeim. Ávarpa böm nútímans þannig heiminn? Guðbergur Bergsson „Meydómurinn var hafinn til virðingar ásamt sakleysinu og gefið í skyn við páfann að þörf væri á píslarvætti meyja til að laða trúaða aftur í kirkju.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.