Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 44
52 MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. Fréttir Myndgáta Brennur að verða klárar Þessir hressu krakkar í Breiðholtinu voru að leggja síðustu hönd á áramótabrennuna þegar Ijósmyndara DV bar að garði. Það er þó að verða æ sjaldgæfara að börnin leggi á sig að safna í brennur og því hafa opinberir starfs- menn að mestu tekið við því mikilvæga hlutverki. Á myndinni eru, f.v., Þráinn Óskarsson, ívar Heimisson og systurnar Halla og Arndís. DV-mynd JAK Andlát Kristján Friðberg Bjarnason, Tungu- seli 9, er látinn. Áslaug Ingibjörg Friðbjörnsdóttir frá Vík, Fáskrúðsfirði, Krókahrauni 6, Hafnarfirði, lést að kvöldi 23. des- ember í St. Jósepsspítala, Hafnar- firði. Friðrik Lúðvík Karlsson Suðurgötu 15-17, Keflavík, andaðist í Sjúkra- húsi Keflavíkur fostudaginn 27. des- ember. Þorsteinn örn Þorsteinsson, Njáls- götu 43, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 27. desember. Jarðarfarir Bjarney Samúelsdóttir hjúkrunar- kona andaðist í Borgarspítalanum 23. desember sl. Útfórin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 3. janúar 1992 kl. 13.30. Halldór Gunnar Ragnarsson, Fanna- fold 52, Reykjavík, sem lést af slysför- um 18. desember sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag, 30. desember, kl. 13.30. Narfi B. Haraldsson, sem lést 18. des- ember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu í dag, 30. desember, kl. 15. Akstur Strætisvagna Reykjavíkur um áramótin 1991. Gamlársdagur Ekið er eins og venjulega á virkum dögum til kl. 13.00. Eftir það samkvæmt tímaáætlun helgidaga til kl. 17.00 en þá lýkur akstri. Nýársdagur 1992 Ekið er á öllum leiðum samkvæmt tímaáætlun helgi- daga í leiðabók SVR að því undanskildu að allir vagn- ar hefja akstur um kl. 14.00. Upplýsingar í símum 12700 og 812642. Fyrstu ferðir nýársdag 1992 og síðustu ferðir á gaml- ársdag. Leið Fyrstu Síðustu ferðir ferðir 2 frá Öldugranda kl. 14.05 16.36 frá Skeiðarv. kl. 13.44 17.14 3 frá Suðurströnd kl. 14.03 17.03 frá Efstaleiti kl. 14.10 16.40 4 frá Holtavegi kl. 14.09 16.39 frá Ægisíðu kl. 14.02 17.02 5 frá Skeljanesi kl. 13.45 16.45 frá Sunnutorgi kl. 14.08 16.38 6 frá Lækjartorgi kl. 13.45 16.45 frá Óslandi kl. 14.05 17.05 7 frá Lækjartorgi kl. 13.55 16.55 frá Óslandi kl. 14.09 17.09 8 frá Hlemmi kl. 13.53 16.53 9 frá Hlemmi kl. 14.00 17.00 10 frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 frá Selási kl. 13.54 16.54 11 frá Hlemmi kl. 14.00 16.30 frá Skógarseli kl. 13.49 16.49 12 frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 frá Suðurhólum kl. 13.56 16.56 15 frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 frá Keldnaholti kl. 13.57 16.57 17 frá Hverfisgötu kl. 14.07 17.07 111 frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.05 frá Skógarseli kl. 13.55 16.55 112 frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.05 frá Vesturbergi kl. 14.25 16.25 Leiðabók og farmiðar SVR eru til sölu á Hlemmi, Lækjar- torgi, Grensásstöð og í skiptistöð í Mjódd. Farmiðar eru nú einnig seldir á sundstöðum borgarinnar Ellert Hannesson, Grænukinn 12, Hafnarfirði, lést á heimili sínu að kvöldi 23. desember. Útfórin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstu- daginn 3. janúar kl. 13.30. Viggó B. Bachmann, Hrafnistu, Reykjavík, lést 23. desember. Jarð- sett verður frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 2. janúar kl. 15. Jón Þórarinsson frá Skeggjastöðum, Ránargötu 29, Akureyri, sem andað- ist 19. desember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 30. des- ember kl. 13.30. Michael R. Lepore kvikmyndasýn- ingarstjóri, New York, lést 23. des- ember. Jarðarförin hefur farið fram. Karl Þórðarson verður jarðsunginn frá Seltjamarneskirkju í dag, 30. des- ember, kl. 15. Anna Jónasdóttir frá Álfsnesi, Hörðalandi 4, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag, 30. desember, kl. 14. Remo Rollini andaðist 22. desember sl. í Róm. Jarðarförin hefur farið fram. Kristín Daníelsdóttir, Hlégerði 29, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, 30. desember, kl. 13.30. Ásgerður Guðmundsdóttir frá Stóru-Giljá, tii heimilis í Víðilundi 141, Akureyri, er andaðist 23. des- ember, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Tilkyimingar Dregið í getraun Demantahússins Nýlega var dregið úr réttum lausnum í getraunaleik Demantahússins í Borgar- kringlunni, Vandræði lestarstjórans. Um 9.000 þúsund manns tóku þátt í leiknum en aðeins 9 aðilar, eða 1 af hverjum 1.000, voru með rétta tölu. Leikurinn gekk út á að áætla fjölda steinanna rétt og upp kom nafnið Erla Gísladóttir, Álftarima 34, Sel- fossi. Voru henni afhent verðlaunin sam- dægurs en þau voru 14 karata hvítagulls- hringur með kvartkarat demantssteini að verðmæti kr. 125.000. Það var maður Erlu, Kristinn Grímsson, sem leið átti í eyÞoft Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Lausn gátu nr. 216: Slúðurdálkar EVfcÓH,---- Borgarkringluna fyrir nokkru og ritaði nafn konu sinnar á miðann ásamt réttum fjölda steina. Það kom henni þvi í opna skjöldu að fá þessa óvæntu stórglæsilegu jólagjöf. Aramótafagnaður í Húsinu á sléttunni Nú um þessi áramót verður haldin ára- mótafagnaður í Húsinu á sléttunni í Hveragerði. Boðið er upp á vandaða dag- skrá þar sem Hvergerðingar eru í öllum hlutverkum. Bryddað er upp á ýmsum nýmælum. Bjjórar hljómsveitir leika og kynnir verður Magnús Stefánsson, garð- yrkjubóndi í Grósku. Leikhús Snúðurog Snælda sýna „Fugl í búri“ Leikfélagið Snúður og Snælda hafa unnið að uppsetningu leiksýningar á leikritinu „Fugl í búri“ eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Tekur það u.þ.b. einn klukkutíma í flutningi. Leikritið verður sýnt í Risinu, Hverfisgötu 105, eystri sal. Leikarar eru allt áhugaleikarar úr F.E.B. og flestir í fyrsta skipti á sviði. Ákveðnar verða fjórar sýningar og verður frumsýn- ing 4. janúar nk. kl. 17. Síðan verður leik- ritið sýnt sunnudaginn 5. jan. kl. 17, mið- vikud. 8. jan. kl. 21 og laugardaginn 11. jan. kl. 17. Félag eldri borgara í Reykja- vík annast sölu aðgöngumiða. Snúður og Snælda var stofnað 20. jan. 1990 og er leikfélag á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. I sumar fékk leik- félagið inngöngu í Bandalag íslenskra leikfélaga. Haustannarlok í Flens- borgarskólanum Haustannarlok í Flensborgarskólanum fóru fram fóstudaginn 20. des. sl. með brautskráningarathöfn í Hafnarborg. Þá voru brautskráðir 33 stúdentar frá skól- anum og 1 nemandi með verslunarpróf. Stúdentamir 9 skiptast þannig á brautir, að 16 luku prófi af hagfræðibraut, 9 af félagsfræðibraut, 4 af eðlisfræðibraut, 3 af náttúrufræðibraut og 1 af málabraut. Bestum námsárangri náði Ami Hrannar Haraldsson sem brautskráðist af eðlis- fræðibraut eftir 7 anna nám í skólanum. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR ÞETTING eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson Aukasýningar vegna mikillar aðsóknar: Föstud. 3. jan. Laugard. 4. jan. ÆVINTÝRIÐ Bamaleikrit unnið upp úr evrópskmn ævintýrum undir stjóm Ásu Hllnar Svavarsdóttur. Sunnud. 5.jan. kl. 15. LJON ISIÐBUXUM eftir Bjöm Th. Bjömsson Föstud. 3. jan. Laugard. 4. jan. MIÐASALA LOKUÐ 31.DES.OG1. JAN. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. Leikhúslínan 99-1015. Leikhúskortin, skemmti- leg nýjung, aðeins kr. 1000. Gjafakortin okkar, vinsæl gjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur. Borgarleikhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.