Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. Hvasst um áramótin Á morgun, gamlársdag, verður ríkjandi suðvestanátt á landinu. Henni fylgja skúrir og slydduél, eink- um sunnan- og vestaiilands. Á Aust- urlandi og Norðurlandi verður veður hægara. Á nýársdag verður áttin heldur vestlægari með éljagangi. Nokkuö hvasst verður báða dagana. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofu íslands átti veðriö sem gekk yfir vestanvert landið i nótt að vera gengið niður um hádegisbil. Þó mátti gera ráð fyrir allhvössum skúrum þaðsemeftirerdagsins. -JSS Góðfærð Mjög góð færð er nú um land allt. Snjó hefur víðast tekið upp, sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins. I morgun var þó veriö að moka heiðar á Vestfjörðum. Er gert ráð fyrir ágætri færð um landiö yfir áramótin en fólk má vara sig á hálku ef veður kólnar. -JSS Gunnar G. Schram: Hvalvéiðiráðið binduríslandekki „Það dettur engum öðrum en grænfriðungum í hug að ísland verði áfram skuldbundið af ákvörðunum Alþjóða hvalveiðráðsins. Almenna reglan er sú að þegar þjóðir ganga úr alþjóðlegum samtökum þ4 losna þær undan þeim skuldbindingum sem viökomandi samtök leggja aðild- arþjóðum á herðar. Það getur engin bundið þjóð nema þær sjálfar. Þær eru fjálsar í krafti sálfstæðis og full- veldis til að ganga úr slíkum samtök- um og samningum," segir Gunnar G. Schram lagaprófessor. Gunnar vísar alfarið á bug þeirri túlkun grænfriðunga að ísland sé bundið af samþykktum Alþjóða hval- veiðiráðsins eftir úrsögn. Þjóðir segi sig úr álíka hagsmunasamtökum til þess aö losna við fyrri skuldbinding- ar. Ella væri enginn tilgangur með úrsögn, segir hann. -kaa Smáauglýsingadeild DV verður opin sem hér segir um áramótin: í dag, mánudaginn 30. desember, er opið frá kl. 9-22, þriðjudaginn 31. desember verður opið ki. 9-12. Miðvikudaginn 1. janúar verður lokað. Fimmtudaginn 2, janúar verð- ur opið kl. 9-22. Fyrsta blað eftir áramót kemur út fimmtudaginn 2. janúar. Gleðilegt nýári LOKI Þar kom að því að Gvend- ur fékk að stíga ölduna! höndina þegar púð' Fjórtán ára piltur úr Kópavogi missti nær alla vinstri höndina þegar rör fyllt með flugeldapúðri sprakk meðan hann hélt á þvi. Pílt- urinn var í aðgerð á Borgarspítal- anum í nótt þar sem gerð var til- raun til að bjarga þumaifingri og vísifingri en Ijóst er að hann missir þrjá finpir og meirihluta lófans. Pilturinn var aö fikta í skoteldum í bílskúr í austurbæ Kópavogs þeg- ar slysið varð um miönætti í gær. Tildrög slyssihs eru ekki fyllilega ljós en piltarnir tnunu haia troðiö púðri og fleiru úr skoteldum í hálfr- ar tommu vatnsrör, 20 sentímetra langt, sem lokað var í annan end- ann. Fóru þeir í dyragættina og kveiktu í opna endanum í þeirri von að gjósa mundi upp úr rörinu. Hins vegar sprakk niður úr rörinu með fyrrgreindum afleiðingum. Sprengingin var það öflug að um 7 sentimetra rifa kom í rörið sem er um 3 millímetra þykkt. Bróðir piltsins og félagi sluppu með skrekkinn. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er þetta ekki í fyrsta skipti sem böm og unglingar fikta með skot- elda með hræðilegum afleiðingum. Gerist það oftar en ekki þannig að þeir séu að pukra í kjallara eða í bílskúr, í friði fyrir foreldrum. Lög- reglan segir þetta slys sýna svo ekki verði um villst að ekki sé að- eins hættulegt að fikta með rör sem lokuð séu í báða enda. Allt fikt meö skotelda er stórhættulegt og brýnir lögregla sérstaklega fyrir foreldr- um að fylgjast vel með börnum sín- umíkringumáramótin. -hlh Guðmundur H. Jónsson, yfirlögregluþjónn f Kópavogi, heidur á rörlnu sem sprakk og eyðilagði vinstri hönd 14 ára piHs í gærkvöldi. Sprengingln var það öflug að rörið rifnaði og tættist í annan endann. Guðmundur heidur einnig á röri sem lokað er i báða enda, svokallaðri rörspengju. Á minni myndinni sést betur hvernig sprengíngin hefur flett rörið eins og banana. DV-myndirS 1 1 -6» %K Veðriö á morgun: ■=* rj Léttyfir • /-4° Austurlandi 7 # y/ -e° -10» Á morgun verður suðvestanátt, allhvöss eða hvöss suðvestan- og vestanlandsenmunhægariíöðr- “5 um landshlutum. É1 verða suð- vestan-, vestan-, og norðvestan- lands en léttir til á Austurlandi, annars staöar verður skýjað en úrkomulaust. -6° -4C Aldan styður Guðmund Stjóm Stýrimannafélagsins Öld- unnar hefur lýst yfir stuðningi yið störf Guðmundar Hallvarðssonar al- þingismanns við afgreiðslu á skerð- ingu sjómannaafsláttarins á Alþingi fyrir jól. Stuðningsyfirlýsingin kom í kjölfar þess að sjómannafélögin í Eyjafirði ályktuðu um máhð og kröfðust þess að Guðmundur segði af sér sem vara- formaður Sjómannasambands ís- lands. -S.dór RÚVAK: Eldurlaus Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Tahð er að reykskynjari í húsa- kynnum Ríkisútvarpsins á Akureyri hafi orðið til þess að ekki varð þar stórtjón í gærkvöldi. Reykskynjarinn, sem er beintengd- ur við slökkvistöðina, gaf merki um eld og þegar slökkvihðið kom á vett- vang var eldur í jólaskreytingu á neðri hæð og eldur logaði einnig á kerti á efri hæð hússins sem var mannlaust. Skemmdir urðu sárahtl- ar og virðist sem þartia hefði getað farið mun verr. Indverjinn vann Kasparov Heimsmeistarinn í skák Garrij Kasparov hefur átt í erfiðleikum á miklu stórmeistaramótí sem nú stendur yfir í Reggio Emilia á Ítalíu. Hann vann Gurevic í 1. umferð en tapaði síðan fyrir Indverjanum An- and og gerði jafntefli á hvítt við Karpov í gær í 3. umferð eftir 61 leik. Áhorfendur voru þá um tvö þúsund. Gelfand vann Beljavski í þeirri umferð en öllum öðrum skákum lauk með jafntefli í umferðmni. Anand tefldi við Khalifman, Ivanchuk við Salov. Staðan eftir 3 umferðir: Anand og Gelfand 2 A v., Karpov 2 v., Ivanc- huk, Khalifman og Kasparov 1 'A v„ Gurevic, Salov og Polugajevski 1 v. ogBeljavski neðstur með A vinning. -hsím Sprengdu saltkistu Saltkista á mótum Selvogsgötu og Suðurgötu í Hafnarfirði fór bókstaf- lega í tætlur og salt úr henni dreifð- ist um næsta nágrenni þegar sprengja sprakk í kistunni í gær- kvöld. Sprengjan var svo öflug að ekkert varð eftir nema brotinn kistu- botninn. Engar skemmdir urðu þó á húsum né slys á fólki. Að gefnu thefni biður lögregla for- eldra aö hafa augun með börnum sínum séu þau eitthvað að bralla með heimatilbúið sprengiefni eða flug- elda. -hlh ORYGGISSÍMINN Vandað og viðurkennt öiyggistæki fyrir þig og þá sem þér þykir vænt um Sala - leiga - Þjónusta ‘ ® 91-29399 yyjr Allan sólarhringinn _____ Öryggisþjónusta WARB síðan 1 969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.