Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. 15 Skrípaleikur aldarinnar: EES-ævintýrinu lokið Þegar hugsað er til þeirra hörm- unga sem ganga yílr samninga- menn íslands um evrópskt efna- hagssvæði hvarflar aö manni að landvættimar fomu séu líklega enn í fullu fjöri. Á sínum tíma bægðu þær útsendara erlends kon- ungs frá landinu þótt sá væri rammgöldróttur. Nú er eins og þær hafi snúist gegn ásælni arftaka ein- valdskonunga Evrópu, lénsherr- anna í Brassel. Þrettán dómarar við hinn alvalda Evrópudómstól hafa ógilt EES-samninginn og menn verða að hugsa málin upp á nýtt en nú út frá breyttum forsend- um. Núverandi landsfeður okkar virðast samt galvaskir og utanrík- isráðherra lýsir yfir að tvíhhða samningar komi ekki enn til greina. Þetta er EB-klúður, segir hann, sem lénsherrar verða að laga sjálfir. Frá Bmssel heyrist að vonin sé alls ekki úti enn og að mögulegt sé að greiða úr flækjunni á stuttum tíma. Ástæður ógildingar EES-samningsins í forsíðugrein í Financial Times 16. desember sl. er ástæðum ógild- ingar og hugsanlegum viðbrögðum Brassel manna lýst. Ástæðunum er lýst sem hér segir, í eigin laus- legri þýðingu: „í yfirlýsingu frá Framkvæmdastjórn EB í gær segir að 13 dómarar við Evrópudómstól- inn hafi haft grandvallar mótbárur gegn stofnun „samsíða dómstóls" fyrir evrópskt efnahagssvæði... Dómstóllinn telur að þetta dóm- stólafyrirkomulag sé ósamrýman- legt Rómarsáttmálanum og að ekki sé nægilegt að lagfæra lagalegan grandvöli EES-samkomulagsins til að ráða bót á þessu lagalega mis- ræmi.“ Og síðar í sömu grein segir: „Evrópudómstóllinn telur sig ein- an hafa rétt til að túlka lög EB. En í 52 síðna áliti sínu um EES-samn- KjaUarinn Bjarni Einarsson aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar lega frá hugmyndinni um EES- dómstól, þannig að EFTA-löndin verði að sætta sig við dómsvald Evrópudómstólsins eins og það er. Hins vegar er sá möguleiki að EB- ríkisstjómir geti ákveðið að grípa fram fyrir hendur dómstólsins en til þess þarf leiötogaráðstefnu slíka sem þá sem lauk í Maastricht í síð- ustu viku.“ Ljóst er hvað fyrri kost- urinn merkir. Þann síðari skilur undirritaður þannig að breyta þurfi grundvallarlögum EB, Róm- arsáttmálanum. Utanstefnur viljum við engar hafa! Afleiðingar þess að við segjum okkur í nýjum EES-samningi undir vald Evrópudómstólsins merkja að sá dómstóll hefur endanlegt dóms- vald í íslenskum málum, er orðinn „Islendingar vilja og þurfa að eiga góð samskipti við Evrópustórveldið ekki síður en Norður-Ameríku og Austur- Asíu. Því er nauðsynlegt að ganga til samninga við EB um breytingar á gild- andi samningi okkar við stórveldið.“ inginn segir dómstóllinn að hætta sé á að EES-dómstóllinn mundi á afgerandi hátt taka fram fyrir hendumar á Evrópudómstólnum við úrskurði í málum sem snerta EB-lög en á þeim eru lög EES byggð." Evrópudómstóllinn hefur fleiri athugasemdir við tilvist og starfsemi EES-dómstólsins. Afleiðingar úrskurðarins í lok greinarinnar segir: „En Evr- ópudómstóllinn hefur stillt ríkis- stjórnum framan við mögulega en óþægilega kosti. Annars vegar gæti EB krafist að horfið verði algjör- hæstiréttur íslands á mjög víðtæku sviði dómsmála. Meira að segja er' íslenskum dóm- stólum ætlaö að leita bindandi for- úrskurða hjá Evrópudómstólnum þannig aö þeir verða háðir hinum erlenda dómstól. Þetta er að sjálf- sögðu með öllu óþolandi réttindaaf- sal og fullveldisskerðing fyrir okk- ur og án efa stjórnarskrárbrot. Breyting á Rómar- sáttmálanum Financial Times telur í framan- greindri grein, eins og flestir aðrir, að úrskurður Evrópudómstólsins „Nú er um það að ræða að setja Hæstarétt út i horn,“ segir m.a. i grein Bjarna. muni flýta mjög fyrir að EFTA- ríkin sæki um aðild aö EB. Austur- ríkismenn og Svíar hafa þegar sent umsóknir sínar inn svo hér er átt við þá sem era eftir, Sviss, Noreg, Lichtenstein og ísland. Svisslend- ingar hafa lýst því yfir að þeir líti á EES sem aðdraganda að inn- göngu sinni í EB svo líklegt er að þeir sendi fljótlega inn umsókn sína. Lichtenstein gæti fylgt þar með enda hluti af hagkerfi Sviss. Óvíst er um Noreg því andstaða þar er mikil. Ekki þarf aö breyta Rómarsáttmálanum vegna um- sækjendanna. En eru þá einhverjar líkur á að EB-ríkin fari að breyta Rómarsáttmálanum til þess eins að Norðmenn og íslendingar eða ís- lendingar einir geti gengið inn í EES? Ekki fmnst mér það senni- legt. Látum skynsemina ráða Á þvi sem hér hefur komið fram ætti að vera ljóst að ekki eru lengur neinar forsendur fyrir samningum um evrópskt efnahagssvæði, a.m.k. ekki hvað okkur snertir. Líkurnar á breytingum á Rómarsáttmálan- um okkar vegna eru litlar sem eng- ar og útilokað er að semja sig und- ir Evrópudómstólinn. Fullveldis- skerðing var ærin meö EES-samn- ingnum eins og hann lá fyrir og bitnaði fyrst og fremst á Alþingi. Nú er um það að ræða að setja Hæstarétt út í horn. Ef ríkisstjórn íslands gengur til nýrra samninga um EES á þeim forsendum sem nú liggja fyrir er ljóst að hún telur fyrri kostinn koma til greina, að íslendingar segi sig undir Evrópu- dómstólinn. Ekki er áhtamál að slíkum samningi verður að fylgja breyting á stjórnarskránni og kosningar á næsta ári. íslendingar vilja og þurfa að eiga góð samskipti við Evrópustórveld- ið ekki síður en Norður-Ameríku og Austur-Asíu. Því er nauðsynlegt að ganga til samninga ið EB um breytingar á gildandi samningi okkar við stórveldið. Lénsherrarnir í Brussel hljóta að taka okkur vel því þeir vita upp á sig skömmina. Samningaaðstaðan er því góö. Með slíkum samningi getum við haldið fuUveldi okkar óskertu samanborið við það sem fyrir hefur legiö og sjálfstæði ís- lendinga er þá ekki lengur í hættu. Þetta er skynsamlega leiðin sem er íslendingum sæmandi. Bjarni Einarsson Satt best að segja íþróttir „Iþróttamenn einstaklingsgreina unnu einnig mörg frækileg afrek ...1 - Sigurður Einarsson og Einar Vilhjálmsson ásamt Ragnheiði Runólfs- dóttur sem greinarhöfundur tilgreinir sérstaklega. Þeir sem starfað hafa innan íþróttahreyfingarinnar undan- farna áratugi verða óneitanlega varir við þá miklu breytingu sem orðið hefur á þeim vettvangi. Sum- ir tala jafnvel um byltingu. Það er alveg sama hvert litið er. Fjöldi íþróttagreina hefur nær tvöfaldast og sömu sögu er að segja um iðk- endafjöldann sem skráður er hjá hinum ýmsu félögum vítt og breitt um landið. Einnig era ótaldar þúsundimar sem trimma reglulega og nægir þar að nefna sund, skíðaiðkun, skokk o.s.frv., að ógleymdum líkams- ræktarstöðvunum, sem stöðugt fjölgar. Allt er þetta af hinu góða og þeim, sem hugsa vel um líkama sinn, hlýtur að líða betur og þurfa sannanlega síður á aöstoð lækna og annarra heilbrigðisstétta að halda á lífsleiðinni. Það er góð tíska aö trimma reglulega, slíkt bætir mannlífið og fólk verður hamingju- samara. Þáttur DV Sá þáttur í íþróttastarfinu, sem mest er í sviðsljósinu era keppnis- íþróttirnar. Fjölmiðlarnir sinna íþróttunum með ágætum, bæði ljósvakamiðlamir og dagblöðin. Hjá DV fylgir blaðinu t.d. myndar- legt íþróttablað alla mánudaga, þar sem úrslit c~ umfjöllun íþrótta- móta og leikj; eru birt og tíunduð ítarlega. Alla í.óra dagá, sem blaöið kemur út nema laugardaga, era tvær síður lagðar undir íþróttir, reyndar þijár á þriðjudögum. Á fóstudögum er fjallaö um það sem KjaUaiinn Örn Eiðsson fulltrúi framundan er viðkomandi helgi. Fjölmargir iðkendur íþrótta og áhugamenn um íþróttir úr fjarlægð svo ekki sé talað um dygga áhorf- endur íþróttamóta og leikja, eiga auðvelt með að fylgjast með sinni íþróttagrein. Lesendur DV með áhugamáliö íþróttir hljóta að vera ánægðir með umfjöllun blaðsins á þeim vettvangi. Keppni við stórþjóðirnar Stundum heyrast hjáróma raddir um að umfang íþróttafrétta í blöð- um og frásagna í ljósvakamiðlum sé alltof mikið og í eúgu samræmi við getu íslenskra íþróttamanna. Þessi skoðun er nú augljóslega byggð á miklum misskilningi. Áður hefur verið minnst á þann mikla fjölda iðkenda innan skipulagðrar íþróttahreyfingar, sem er um 40% þjóðarinnar, þar að auki er fjöldi trimmara utan félagasamtaka. En ekki fer mikið fyrir frásögn- um af trimmurum í íjölmiðlunum og það er vissulega rétt. Stóru fyrir- sagnirnar eru um afreksmennina. Og hvernig skyldi þeim nú vegna í keppni viö fulltrúa stórþjóðanna? - Við skulum nefna nokkur dæmi frá þessu ári. Knattspyrnan er vinsælust íþrótta hérlendis eins og víða ann- ars staðar. Landshð okkar í þeirri íþróttagrein hefur háð marga leiki á yfirstandandi ári og unnið góða sigra og þó að Uð okkar hafi beðiö ósigra, þá hefur það ávallt ver- ið eftir jafna og drengilega bar- áttu. Eftirminnilegastur var sigurinn gegn Spánverjum nú í haust og verður lengi í minnum hafður. Félagshð okkar, sem tóku þátt í Evrópumótum félagsUða í haust, féUu að vísu öll úr leik í fyrstu umferð en eftir jafna og harða bar- áttu. Á þessu hefur orðið mikfi breyting frá fyrri tíö. Handknattleiksmenn eiga ávallt í fuUu tré við bestu landsUð heims og vinna marga sæta sigra á hveiju ári. Félagsliðin stóðu sig mjög vel í fyrstu umferð Evrópumótanna og tvö þeirra, Valur og Víkingur, kom- ust í 2. umferð þrátt fyrir sterka andstæðinga. Körfuknattleiksmenn eru í mik- ilU sókn, bæði hvað snertir getu og áhuga. íslandsmeistarar Njarðvík- inga féUu úr í Evrópukeppninni í haust eftir góða frammistöðu gegn einu besta liöi álfunnar. Þrír fræknir íþróttamenn einstaklingsgreina unnu einnig mörg frækfieg afrek, en þar ber hæst 5. sæti Sigurðar Einarssonar spjótkastara á heims- meistaramótinu í Japan í haust. Sigurður og Einar Vilhjálmsson komust báðir í úrsUt í heimsbikar- keppninni í haust. - Þá má ekki gleyma frækilegri framgöngu Ragnheiðar Runólfsdóttur á Evr- ópumeistaramótinu í sundi, en hún hlaut 7. sæti í 200 m bringusundi. Hér verður látið staðar numið að sinni þó að eflaust væri hægt aö nefna margt fleira. Staðreyndin er sú að afrek íslenskra íþróttamanna hafa ávallt vakið athygU meðal annarra þjóða. Og þegar taUð berst að fámenni okkar breytist sú at- hygU í undrun. - Við skulum ekki miklast heldur halda ótrauð áfram þó að oft sé á brattann að sækja. örn Eiðsson „ ... afrek íslenskra íþróttamanna hafa ávallt vakið athygli meðal annarra þjóða. Og þegar talið berst að fámenni okkar breytist sú athygli í undrun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.