Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. 11 Útlönd Þaö er víðar en á íslandi sem menn fagna nýju ári með rakettum, blysum og öðrum flugeldum. Á þessari mynd sjást íbúar i bænum Bocaue á Filipps- eyjum virða fyrir sér úrvalið af rakettum og öðru gamlárskvöldsgóðmeti. Mikill fjöldi manna slasast af völdum flugelda á hverju gamlárskvöldi á Filippseyjum. Simamynd Reuter INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL. B.1986 Hinn 10. janúar 1992 er tólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl.B.1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr.12 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000, kr. skírteini = kr. 4.686,25 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1991 til 10. janúar 1992 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3196 hinn 1. janúar n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.12 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1992. Reykjavík, 31. desember 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Karlovac helsti vigvöllurinn 1 Króatíu: Sprengjur falla á alla bæiarhluta Júgóslavneski sambandsherinn hélt uppi látlausum sprengjuárásum á króatíska bæinn Karlovac langt fram á nótt. Karlovac er um 55 kíló- metra fyrir suðvestan Zagreb, höfuð- borg Króatíu, og er mikilvægur tengihður við suðurhluta lýðveldis- ins, þar á meðal Adríahafsströndina. „Karlovac hefur verið helsti vig- völlurinn í Króatíu á undanfornum dögum,“ sagði útvarpið í Króatíu í gær. Lögregla í bænum sagði að sprengj- um hefði verið varpað á hann í allan gærdag og sprengingar hefðu heyrst langt fram á nótt. Sprengjur lentu m.a. á sjúkrahúsi í Qölmennu borg- arhverfi. Ekki var vitað hvort eitt- hvert mannfaU hefði orðið. „Það er rólegt í tíu mínútur og síð- an faUa 30-40 sprengjur í einu. Þær faUa á hvem emasta bæjarhiuta," sagði varðstjórinn á lögreglustöðinni í Karlovac í símtaU við Reuters- fréttastofuna. Sóknin gegn Karlovac og flug- skeytaárásir á úthverfi Zagreb um helgina eru merki þess að átök Kró- ata og sambandshersins fari harðn- andi. Króatar segja aö flugskeyti, sem herinn beitti, hefðu valdið sex öflugum sprengingum í Zagreb í gær. Vestrænir fréttamenn skoðuðu verksummerki á tveimur stöðum og sáu sprengjugíga og skemmd hús. Króatískir embættismenn sögðu að bardagarnir væru viðbrögð sam- bandshersins vegna hugsanlegrar viöurkenningar á sjálfstæði Króatíu af hálfu Evrópubandalagsins þann 15. janúar. Tanjug-fréttastofan, sem hefur að- setur í Belgrad og skýrir frá atburð- um af sjónarhóh hersins, sakaði Kró- ata um að eiga upptökin að bardög- imum undanfama daga og að her- menn væm aðeins að svara fyrir sig. Þúsundir manna hafa látið lífið í bardögunum í Króatíu á undanfom- um sex mánuðum eða frá því að lýð- veldið lýsti yfir sjálfstæði sínu í júní. Reuter Treystirðu annarri filmu fyrir dýrmœtu minningunum þínum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.