Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1991, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. DESEMBER 1991. 13 Sviðsljós Ingvi Gomo (til hægri) þykir nokkuð líkur goðinu træga, Eivis Presley. DV-mynd Hanna Tvífarinn... Ingvi Gomo heitir hann þessi og er hálfnorskur að uppruna. Ingvi er 21 árs og nýbúinn aö ljúka herþjón- ustu í Noregi þar sem hann hefur búið síðastliðin 18 ár. Hann segir að fólk þar í landi, jafnt sem hérlendis, hafi oft haft á orði við sig hversu líkur hann sé Elvis Pres- ley, hinum eina sanna. Við báðum Ingva því að koma til okkar og sitja fyrir og árangurinn sést á meðfylgjandi myndum. Aðspurður hvort hann væri Élvis- aðdáandi neitaði Ingvi því en sagðist þó eiga nokkrar spólur meö kappan- um. Ingvi er hér í þriggja vikna heim- sókn, að heimsækja ættingja yfir jól- in, en fer svo aftur til Noregs. Nú rignir yfir okkur ábendingum um hugsanlega tvífara og til þess að árangurinn verði sem bestur viljum við að þessu sinni hvetja fólk til þess að senda okkur myndir af hugsanleg- um tvifórum hér á landi sem líkjast frægu fólki hér heima eða erlendis. Merkið myndirnar vel með nafni viðkomandi og símanúmeri og segið hverjum hann eða hún á að líkjast. Munið að farið er með allar ábend- ingar sem trúnaðarmál en það mætti vera meira af því að hugsanlegir tví- farar hringdu sjálfir í okkur eða sendu inn mynd. Síminn er 2 70 22! 1 Merkismenn AUGLÝSINGAR - SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c — 108 REYKJAVÍK SÍMI: 680020 FAX: 68 00 21 Láta af störfum Ægir Már Káxason, DV, Suöumesjum: Þeir félagarnir, Axel Jónsson og Valur Ármann Gunnarsson, takast hér í hendur og þakka hvor öðrum fyrir samstarfið en þeir láta nú af störfum eftir að hafa hafa rekið veit- ingastaðinn K-17 í Keflavík um nokk- urt skeið. Þeir Axel Jónsson og Valur Ármann Gunnarsson takast í hendur og þakka hvor öörum samstarfið. DV-mynd Ægir Már SMÁAUGLÝSINGASiMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 -talandi dæmi um þjónustu! Axel hefur rekiö staðinn síðan í mars en Valur hefur verið fram- kvæmdastjóri hússins síðastliðin íjögur ár, eða alveg síðan hann var opnaður. Nýir rekstraraðilar munu taka við um áramótin og þá munu þeir Axel og Valur báðir hverfa að öðru. Þeim ber að þakka vel unnin störf því þeir hafa haldið uppi frábærri stemningu á staðnum og staðið fyrir stórkostleg- um skemmtunum. Starfsfólk í BÓNUS óskar viðskiptavinum sínum svo og landsmönnum öllum árs og friðar Gleðjumst yfir lækkuðu vöruverði og vinnum saman að enn lægra verði á árinu sem nú rennur upp VERÐÖRYGGI FRÁ UPPHAFI -4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.