Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Page 7
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992. 7 Fréttir Hertar reglur um meðferð fisks hjá EB eftir 1993: Leiðin til að auka fisk- Hip-hop 10 vikna námskeið fyrir alla aldurs- hópa! Innritun er hafin! VISA Dagný Björk danskennari DSl-Di-ICBD Símar 642535 - 641333 Styrkveiting úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen fór fram sl. sunnudag og féll styrkurinn í hlut Sigriðar Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðings fyrir störf að mannúðarmálum. Sigriður, sem fékk styrk að upphæð kr. 250.000, er starfsmaður alþjóðadeildar Rauða kross íslands en áður hafði hún m.a. starfað við flóttamannabúðir í Asíu og við hjálparstörf í Afriku. Á myndinni tekur Sigríður, tv., við styrknum úr hendi frú Völu Thoroddsen en borgar- stjórinn í Reykjavík, Markús örn Antonsson, fylgist með. Lára Halla sendir Sighvati tóninn 1 dreifibréfi: Furðulegt plagg - segir heilbrigðisráðherra „Mér þykir þetta plagg furðulegt, svo að ekki sé meira sagt. Ég vil helst ekki hafa nein orð um þetta, þetta er bara í samræmi við annað,“ sagði Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- ráðherra um dreifibréf sem Lára Halla Maack lét ganga til starfsfólks geðdeilda Landspítalans. Bréfið var samið og því dreift vegna þess að heilbrigöisráðherra var á beinni línu í þættinum Þjóðarsálinni á rás 2 á dögunum. í bréfinu segir: „Sum ykkar hafið reynslu í að hjúkra og sitja yfir óró- legum sjúklingum - kannski bráð- hættulegum líka.“ Margir hafa sagt við mig undan- fama daga í átökum mínum við heil- brigðisráðherra eitthvað á þessa leið: „Hann Sighvatur ætti bara að prófa að sitja eina vakt yfir órólegum sjúkl- ingi.“ og „Hvaö veit Sighvatur um meðferð geðsjúklinga?" eða „Er það mannúð að stofna lífi ættingja fávit- ans í hættu og notfæra sér þannig ást og umhyggju þeirra?" í bréfinu kemur síðan áskorun um að láta símtölin ganga á heilbrigðis- ráðherra í þjóöarsálinni: „Símakerfi Landspítalans getur aiveg kaffært hann (þ.e. Sighvat) ef þiö viljið. Það er stuðningur við allar heilbrigðis- stéttir (og líka mig að sjálfsögðu) að láta hann heyra það í kvöld. Kannski stuðlar það að því að ráðamenn hugsi sig a.m.k. tvisvar um áður en þeir valtra yfir okkur í framtíðinni með ákvörðunum sínum án þess að tala við okkur." „Þetta er bara í samræmi við þau vinnubrögð sem blessuð konan hefur tíðkað í þessu máli,“ sagði Sighvatur. „Og því miður eru dæmi um hluti sem eru ekki betri, jafnvel verri. Mér er ekki kunnugt um að hún hafi skoðað þaö fólk sem átti að fara að Sogni. Hins vegar hefur hún verið óspör á að halda því á lofti hve hættu- lega einstaklinga þarna sé um að ræða.“ -JSS 58 létust af slysförum -ásíöastaári 58 íslendingar létust af slysförum - slysforum á árinu 1990. Þá létust alls ásíðastaári. Þar aflétustl3ísjóslys- 57 íslendingar af þeim sökum, 13 í um, 30 í umferðarslysum og 15 í öðr- sjóslysum, 28 í umferðarslysum, 4 í um slysum. flugslysum og 12 í ýmsum slysum. Þetta er svipaður fiöldi og lést af -JSS bætt meðferð Talið er að til séu um 350 hákarlategundir í heiminum. Fræðimenn segja flestar tegundirnar rólegar skepnur. er að baða sig í sjónum, stofni fiski- mönnum í hættu og eyði fiskistofn- um. Franski nátturufræðingurinn Jaques Coustenus segir að svona tali fólk um það sem það þekki ekki. Flestar hárkarlategundir eiga heimkynni sín í heitum sjó, þó eru nokkrar tegundir sem eru í norður- höfum og þekkjum við vel til þeirrar tegundar sem menn borða mest af á þorranum. Norðmenn veiða nokkuð af háfi en það er ein þeirra tegunda sem eiga heima í norðurhöfum. Þeg- ar menn höfðu rætt mikiö um hve mikil hætta stafaði af hákarli hvað líf manna áhrærði sá ameríska tíma- ritið Live sig knúið til að taka þátt í ummræðunni og komu eftirfarandi niðurstöður fram: Líkur á því að láta lífið af völdum hákarls eru 1 á móti 300 milljónum. Til samanburðar er hættan af því að verða fyrir biti flugna svo dauðsfall fylgi 1 á móti 5,5 millj. og aö deyja af eldingu er 1 á móti 2 millj. Til eru að minnsta kosti 350 há- karlategundir. Eins og áður hefur komið fram lifa þeir flestir í heitu höfunum. Helmingur þeirra er minni en 1 metri en 12 tegundir eru frá 4-12 metra langir. Fræðimenn segja þetta rólegar skepnur sem lifi mest á svifi og rækju og öðrum krabbadýrum. Árlega eru veiddar um 100 millj. dýra en veiði Norðmanna er stór hluti af þessari veiði en ekki mörg tonn. í Asíulöndum er búin til svonefnd hákarlasúpa og þykir hafa marga góða kosti, svo sem að auka kynget- una, skerpa hugann og auka við- skiptavitið, en menn tala nú um aö það sé nú kannski frá framleiðend- um súpunnar komið. Úti fyrir Kaliforniu og á hafsvæöi Costa Rica telja menn að hákarlinn sé í útrýmingarhættu, en þar eru sportveiöar á hákarli stundaðar af milljónum manna og þykir mikið sport í því að veiða sem stærstan hárkarlinn á sem grennsta línuna. í Ástralíu eru menn ekki sammála um tilveru hákarlsins. Sumir telja að veiða þurfi meira en gert hefur verið en aörir telja að hann sé í út- rýmingarhættu. Tahð er aö eini óvin- ur hákarlsins sé maðurinn. Tann- garður úr hvíthákarli selst á um 300.000 kr. „Heyrðu" neyslu er I nýjasta hefti af Fréttablaði Ríkis- mats sjávarafurða eru ýmsar greinar um reglur þær sem munu gilda í löndum EB eftir 1993. Aðaláhersla virðist lögð á að með- ferð fisksins hafi verið góð allt frá því hann kemur úr sjónum þar til hann kemur á borð neytandans. Miklar framfarir Mikil framfór hefur orðið á undan- fornum árum hvað varðar meðferð Fiskmarkaöur Ingólfur Stefánsson aflans. Stærsta skrefið í þá átt varð þegar kassavæðinginn gekk í garð, áður var það alsiða að fiskinum væri kastað fram og aftur og jafnvel voru þess dæmi að menn settu jarðýtur í fiskikasimar og færðu með þeim fiskinn upp á færiböndin. Sem betur fer sést nú ekki lengur að menn fari svo illa með fisk. í þessu umrædda hefti eru hinar ýmsu reglur til- greindar og hvaða reglur gilda hjá stærstu kaupendum okkar. Það em fleiri en við sem veitum þessum harðnandi reglum mikla at- hygli. í leiðara Fiskaren frá 20. des- ember 1991 er rætt um þessi mál og telur blaðið að eina leiðin til að auka fiskneyslu sé að vanda sem allra mest meðferð fisksins og búa hann í snyrtilegar umbúðir, svo menn fái vatn í munninn við að sjá þær. í þess- um leiðara er mikið lagt upp úr því að gera vömna sem best úr garði, ekki síst þá vöm sem fara á til Jap- ans og Austurlanda fjær. Telur blað- ið að með þvi að gera vöruna girni- lega sé hægt að auka sölu á fiski til Austurlanda fjær mikið. Lítið af ferskum fiski í Bret- landi Að undanfornu hefur borist nokk- uð af heilfrystum þorski á enska markaðinn og getur það haft áhrif á ferskfisksöluna hjá útflytjendum okkar. Lítið hefur veriö um sölu á ferskum fiski í Englandi að undan- fomu. Þar hefur ráðið mestu aö ótíð hefur verið mikil og tregur afli. Eftir- taldar sölur hafa verið síðan 20. des sl. Fiskur var seldur úr gámum 20. des. sl. alls 545 tonn fyrir 24,688 millj. kr. Þorskur seldist á 153,70 kr. kg, ýsa 183,24, ufsi 82,40, karfi 104,27, koli 159,81, grálúða 147,93 og blandað 142,49 kr. kg. Dagana 20.-27. des. sl. vora seld alls 200,7 tonn úr gámum fyrir 24,7 millj. kr. Þorskur seldist á 131,53 kr. kg, ýsa 142,28, ufsi 59,66, karfi 82,38, koli 89,17 og blandað 123,10 kr. kg. Meðalverð 123,10 kr. kg. Eitt skip, Otto Wathne, seldi afla sinn 20. des. sl. alls 82,7 tonn fyrir 12,1 millj. kr. Þorskur seldist á 148,61 kr. kg, ýsa 157,73, ufsi 50,49, karfi 87,53, grálúða 142,08 og blandað 101,10 kr. kg. í Þýskalandi hafa eftirtalin skip selt afla sinn: Bv. Már seldi í Bremer- haven 20. des. sl. alls 185,9 tonn fyrir 15,9 millj. kr., meðalverð 85,48 kr. kg. Þorskur 136,18 kr. kg, ýsa 179,40, ufsi 65,84, karfi 87,95, grálúða 72,79 og blandaö 58,21 kr. kg. Bv. Ottó N. Þor- láksson seldi í Bremerhaven 27. des. sl. alls 151,4 tonn fyrir 14,158 millj. kr„ meðalverð 93,47 kr. kg. Bv. Sindri seldi afla sinn í Bremerhaven og fékk 130 kr. fyrir kg að meðaltali. Fyrst selurinn, síðan hvalur- inn, nú hákarlinn Blaðam. Terje Engö, Fiskaren: Sumir segja um hákarlinn að hann sé blóðþyrst skrímsh sem éti fólk sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.