Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Side 13
FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992.
13
LífsstOl
Framlag ríkis til Neytendasamtakanna:
Niðurskurður
um helming
Aldur ökumanns og fjöldi kílómetra, sem ekinn er á ári hverju, getur skipt máli þegar keyptar eru bifreiðatryggingar.
Bílatryggingar:
„Það liggur fyrir í fjárlagafrum-
varpinu að það. á að skera niður
framlag til Neytendasamtakanna úr
5 milljónum í 2,5 milljónir króna.
Þetta kemur okkur vægast sagt mjög
á óvart. Umræðan hér á landi hefur
frekar verið í þá veru, meðal annars
af hálfu stjómvalda, að það þurfi að
efla neytendastarf. Við trúum því
ekki að Alþingi láti þetta verða að
veruleika," sagði Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendasamtak-
anria, í samtah við DV.
„Við hljótum, vegna þeirrar um-
ræðu sem hefur verið, að álykta að
hér sé um einhver mistök að ræða
sem leiðrétt verði. Við bendum á að
aðild okkar að Evrópska efnahags-
svæðinu kailar á aukna þörf fyrir
neytendastarf. Sú aukna samkeppni,
sem mun koma, kallar á aukið neyt-
endastarf.
Það hefur verið notað sem rök í
nágrannalöndum okkar að það megi
ekki skera niður neytendastarf
vegna þess samruna sem er að verða
í Evrópu, þrátt fyrir að reynt sé að
skera niður í opinbera geiranum víð-
ast hvar. Framlög íslenskra stjóm-
valda til neytendamála vom 29 krón-
ur á íbúa miðað við 5 milljóna króna
framlag. Þessi tala er yfir 100 krónur
á íbúa annars staðar á Norðurlönd-
unum.
Við minnum einnig á að í hvítbók
nokkurri, sem ríkisstjómin hefur
gefið út um stefnu sína, er talað um
að þaö eigi að efla markaðskerfið hér
á landi. Jafnframt sé mjög mikilvægt
að neytendastarf eflist um leið. Það
er ekki samræmi í orðum og gerðum.
Við trúum því ekki öðru en að þetta
séu mistök sem Alþingismenn hljóti
að leiðrétta," sagði Jóhannes.
Framlög nauðsynleg
vegna fámennis
„Forsætisráðherra lét svo ummælt
að það væri ekki í verkahring ríkis-
vaidsins að styrkja félagasamtök á
borð við Neytendasamtökin. Ég vil
að fram komi að á Norðurlöndum er
það talið nauðsynlegt að hið opinbera
Neytendasamtökin mega illa við því
að framlög ríkisins til þeirra séu
skorin niður, að sögn Jóhannesar
Gunnarssonar, formanns samtak-
anna.
veiji verulegum upphæðum til neyt-
endastarfs vegna þess fámennis sem
er í þessum löndum.
Frjáls félagasamtök geta í raun
ekki gegnt þessum mikilvæga mála-
flokki án myndarlegra framlaga hins
opinbera. Það er einvörðungu í þeim
löndum þar sem íjölmennið er mest,
svo sem Englandi og Bandaríkjun-
um, að hægt hefur verið að byggja
þettá fyrst og fremst á tekjum sem
þessi samtök hafa af útgáfu sinni og
rannsóknarstarfi. Flest lönd í Evr-
ópu hafa talið nauðsyniegt að það
komi veruiegir fjármunir frá hinu
opinbera. Ég minni einnig á það að
Evrópubaridaiagið ver miklum fjár-
munum í þessu skyni sameiginlega.
Það er útilokað, ef við ætlum að
tala um að jafnræði ríki milli neyt-
enda annars vegar og framleiðenda
og seljenda hins vegar, að koma á
slíku jafnræði nema ríkið leggi einn-
ig fram fjármuni. íslensk stjórnvöld
hafa lagt fram mjög lítið til þessa
málaflokks," sagði Jóhannnes.
Erfiöar aðstæður
í ríkisfjármálum
„Taian, sem ákveðin var sem fram-
lag ríkisins til Neytendasamtakanna,
er tvær og hálf milljón króna. Það
er að sjálfsögðu jákvæður hlutur en
ekki neikvæður að það er ríkisfram-
lag til samtaka neytenda. Því miður
var óhjákvæmilegt að það yrði aftur-
kippur í þessu ríkisframlagi," sagði
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í
samtali við DV.
„Ég bendi á það að neytendamálin,
seip eru mjög mikilvægur málaflokk-
ur, hafa verið efld á síðustu árum.
Ég hef beitt mér fyrir margvíslegri
löggjöf til að styrkja réttarstöðu
neytenda og fyrir auknu samstarfi
við nágrannaríkin á þessu sviði.
Staða neytendamála innan við-
skiptaráðuneytis hefur verið skil-
greind og efld. Stuðningur við Neyt-
endasamtökin fór vaxandi alveg frá
1987-91. Nú eru erfiðar aöstæður í
ríkisfjármálum. Við höfum því
neyðst til aö fallast á þessa lækkun.
Ég tel það réttlætanlegt, meðal ann-
ars vegna þess að félagafjöldi Neyt-
endasamtakanna hefur stóraukist og
þau hafa notið það sem kailast má
fósturstyrks frá ríkissjóði. Ég held
líka aö þaö sé ekki æskilegt að sam-
tökin séu alveg upp á ríkið komið
með fjárstuðning.
Mín skoðun er sú að ef baráttan
fyrir hagsmunum neytenda á að
skiia góðum árangri eigi hún ekki
að vera ríkisrekin né stjómað af
embættismönnum. Hún verður að
koma frá grasrótmni. Auðvitað von-
ast ég til þess að ríkið geti stutt Neyt-
endasamtökin með ýmsum hætti í
því meginmarkmiði að styrkja stöðu
neytenda á markaði gagnvart valdi
fyrirtækja og stofriana. Það er einnig
gert með ýmsum öðrum hætti,“ sagði
Jón. -ÍS
Tryggingafélagið VÍS hefur kunn-
gert að væntanlegar séu breytingar
á iðgjöldum bifreiða og þær verða
kunngerðar þann 26. janúar. Hjá
Sjóvá/Aimennum hafa engar
ákvarðanir verið teknar enn um
breytingar en ekki er óhklegt að af
þeim verði, Talið er að þær breyting-
ar á bhatryggingum sem era í vænd-
um hjá VÍS og Sjóvá/Almennum
verði sniðnar með tiiliti til aldurs
ökumanns og hve mikið hann keyrir
á ári hveiju. Bifreiðaiðgjöld hjá
Scandia ísland eru byggð upp á ann-
an hátt en hjá öðrum tryggingafélög-
um í landinu, með fyrirmynd frá
Norðurlöndunum.
„Við hjá Scandia erum að reyna
að höfða til ákveðins aldurshóps og
þeirra sem keyra ekki mikið. Það
sem skilur að hjá okkur og öðrum
tryggingafélögum á iðgjöldum bif-
reiða er að við bjóðum nokkuð lægri
gjöld fyrir þá sem aka lítið. Einnig
eru í boði lægri tryggingagjöld fyrir
þá sem eru eldri en 30 ára,“ sagði
Þórður Þórðarson, framkvæmda-
stjóri vátryggingasviðs Scandia h/f, í
samtali við DV.
„Þeir sem eru yngri en 30 ára eru
með 30% hærra gjald. Síðan erum
við með fjóra akstursflokka. Lægsti
flokkurinn er fyrir þá ökumenn sem
keyra 10 þúsund kílómetra eða
Neytendur
minna. Næsti fiokkur er 10-15 þús-
und eknir kílómetrar og svo fram-
vegis.
Það má segja að verð bifreiðaið-
gjalda hjá okkur sé lægra en hjá öðr-
um tryggingaaðilum upp í 15 þúsund
ekna kílómetra á ári. Þeir sem eru
yngri en 30 ára og keyra mikið eru
með hærri iðgjöld hjá okkur heldur
en hinum tryggingafélögunum.
Gjaldskráin okkar verður í gildi til
1. apríl á þessu ári og það verða hugs-
anlega gerðar einhveijar verðlags-
breytingar í samræmi við það sem
gerist hjá öðrum tryggingafélögum.
Okkar bifreiðaiögjaldakerfi tekur
mið af því sem gildir í allri Skandi-
navíu og miðum við aðallega við
kerflð í Svíþjóð og Noregi.
Ef viðkomandi ökumaður, sem hef-
ur tilkynnt að hann aki 10 þúsund
kílómetra eða minna, lendir í akst-
urstjóni og í ljós kemur að hann hef-
ur ekið meira en hann áætlaði gilda
refsiákvæði. Við munum þá endur-
greiða tryggingartakanum upp að
hámarkssjálfsábyrgð eins og hún er
í tryggingunum. Öðrum refsiákvæð-
um er ekki beitt. Menn missa ekki
bónus þó að þeir lendi í því að vera
búnir að aka meira en það sem þeir
sögðu til um. Menn verða ekki rukk-
aðir aftur í tímann, það er að segja
ef menn sleppa við að lenda í tjóni,"
sagði Þórður.
-ÍS
68 55 22
SBffi