Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1992, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 3. -JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91 >626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötuge'rð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 . Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Verslunarhátíð Mitt í öllu krepputalinu vekur það athygli að íslend- ingar virtust hafa sæmileg auraráð fyrir og um hátíðarn- ar. Þúsundir landsmanna héldu í sérstakar innkaupa- ferðir til Bretlandseyja og annarra borga og versluðu drjúgt. Kaupmannasamtökin reiknuðu það út að íslend- ingar hefðu verslað erlendis í desembermánuði sem næmi samtals um tveimur og hálfum milljarði króna. Þó var ekki kvartað að ráði undan lélegri verslun hér heima fyrir jóhn. Bókasala mun aldrei hafa verið betri og örtröð var í öðrum verslunum dagana fyrir hátíðarn- ar. Matarinnkaup voru til að mynda stórtækari nú en áður. Ekki var lát á flugeldasölu og áætlað að skotið hafi verið upp blysum og flugeldum fyrir um tvö hundr- uð milljónir króna. Mörg veitingahús efndu til mannfagnaða í tilefni nýs árs og fréttir herma að þær samkomur hafi verið vel sóttar. í Perlunni var nýársfagnaður þar sem aðgangs- eyrir fyrir manninn kostaði kr. 10.400 og var þó fullt hús. Nú eins og jafnan áður var örtröð í áfengisverslun- um og þurfti að hleypa inn í „hollum“ til að hafa stjórn á afgreiðslu. Af öllu þessu má ráða að kreppan hefur að minnsta kosti ekki ennþá seilst niður í buddurnar hjá þeim þorra fólks sem hefur haldið upp á jólin og áramótin með hefðbundnum hætti. Sagt er að greiðslukortin hafi forð- að fólki frá því að fara í jólaköttinn, en varla er hægt að væna allan almenning um slíkt fyrirhyggjuleysi að bregða kortum á loft án þess að vera borgunarmenn þegar að gjalddaga kemur. Hitt er miklu nær sanni að þjóðin hafi enn nokkur fjárráð og ekki fundið fyrir kreppunni. Ekki enn. Meðan kaupgetan er þessi skiptir máli hvað hlutirnir kosta. íslendingar nota aðventuna og tilefni jólanna til að fata sig upp, gefa sjálfum sér húsbúnað eða kaupa það sem þarf til heimilis og heimilisfólks. Verslun og viðskipti á þessum árstíma eru snar þáttur í lífs- munstri flestra og þeir eru furðanlega fundvísir á bestu kjör. Það er þess vegna sem farnar eru innkaupaferðir til útlanda. Kaupmannasamtökin hafa margoft lýst yfir áhyggj- um sínum að verslun flytjist úr landi og ríkissjóður nagar sig í handarbökin við að tapa tollum og sköttum þegar vamingur er fluttur til landsins í ferðatöskum. Hér er ekki við neinn að sakast nema þá staðreynd að erlendur gjaldeyrir er á útsölu og er búinn að vera það lengi og íslendingar eru fljótir að átta sig á hag- kvæmum innkaupum. Auk þess er ljóst að innlend verslun stendur ekki jafnfætis í þessari samkeppni meðan hún þarf að greiða jöfnunargjald og vörugjald af innfluttum vörum, sérstaka skatta af húsnæði sínu og mun hærri virðisauki er lagður á alla vöru og þjón- ustu hér á landi. Meginniðurstaðan er sú að verslun hér á landi er dýr, án þess þó að verslunarmenn eigi sérstaka sök á því. Þegar allt bendir til versnandi afkomu þjóðarinnar á næsta ári er mikilvægt að stjórnvöld leiti leiða til að lækka vöruverð og gefa innlendri verslun tækifæri til að keppa við útlönd á samkeppnisgrundvelli. Ekki með því að girða okkur af með tollmúrum heldur með auknu fijálsræði og lægri álögum. Það skilar sér líka í ríkis- sjóð. Verkalýðshreyfmgin á að láta til sín taka í þeim efnum, enda eru það bestu kjarabætumar að vömverð lækki. Ellert B. Schram Ný heimsmynd Nú á fyrstu dögum ársins 1992 blasir við alveg ný heimsmynd, óþekkjanleg frá því sem áður var. Sovétríkin eru úr sögunni og heim- ur kalda stríösins og barátta aust- urs og vesturs í fyrri skilningi þar með. En barátta austurs og vesturs heldur áfram í allt annarri mynd. Óvinurinn í austri er ekki lengur kommúnisminn, heldur önnur, eldri og lífseigari lífsskoðun og trú- arbrögð: íslam. Skipting Sovétríkjanna í slav- neskt samveldi evrópskra, krist- inna ríkja og asískra, íslamskra ríkja, sem hafa eins konar aukaað- ild að samveldinu, gjörbreytir ásýnd heimsins og býður heim nýj- um hættum og því að gamall og mjög djúpstæður ágreiningur komi upp á yfirborðið með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Slavnesku ríkin eiga sameigin- legan menningararf, þau eru efna- hagslega miklu betur sett en hin ríkin og þótt á milli þeirra séu djúp ágreiningsmál er ástæða til að ætla að ríkin þrjú geti leyst úr honum friðsamlega sín á milh. Vandamál- in innan slavnesku ríkjanna eru annaö mál. Þar eru miklar and- stæður og sérstaklega í Rússlandi þar sem um 60 þjóðir búa innan ríkis sem nær frá Eystrasalti til Kyrrahafs. - Margar þjóðirnar, ef ekki flestar, innan rússneska sam- bandsríkisins eru múslímskar og það er ekkert geflð mál aö þær vilji halla sér um alla framtiö að slav- neskri yfirstjóm. Skörp skil Það er mikil hætta á því að skörp skil myndist milli hins evrópska, slavneska hluta samveldisins nýja og múslímska hlutans og ágrein- ingsmálin muni í framtíðinni verða mjög af trúarlegum og menningar- legum toga, ekki fyrst og fremst efnahagslegum. Að vísu skiptir efnahagurinn meginmáh og músl- ímsku ríkin eru miklu fátækari en hin og í rauninni efnahagsíeg byrði á hinum ríkjunum á borð við Úkra- ínu, sem er efnahagslega mest sjálf- bjarga innan samveldisins. Kákasusríkin era síðan sér á parti, en þar eru Hnurnar núna ein- mitt skarpastar, samanber stríð Armena og Azera og Georgíu- manna og Ossetíumanna. En það eru múslímsku ríkin í Mið-Asíu sem geta orðið alveg ný uppspretta ólgu og þjóðfélagsupp- lausnar með nýrri trúarvakningu íslams, sem hafa mun þau áhrif í raun og veru að stækka Miðaustur- lönd allt inn í miðja Asíu. Þessi ríki eru Kazakhstan, þar sem 60 pró- sent íbúanna eru múslímar, en um 40 prósent Rússar, Úzbekistan, Kírgízía, Tadzhíkistan og Turk- menía, þar sem allir íbúar að heita Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður má eru múslímar. Að auki sem Azerbajdzhan, sem er nær alger- lega múshmskt, en það ríki er talið með Kákasus, Alls eru músHmar í þessum ríkj- um um 40 milljónir. Þeim ijölgar um helmingi hraðar en öðrum þjóðum innan samveldisins nýja og samfara þessari íjölgun er fyrir- sjáanlegt atvinnuleysi, ef til viU allt aö 30 tH 40 af hundraði. SHkt er uppskrift að róttækni og bók- stafstrúarofstæki, eins og gerst hef- ur í öðrum fátækum ríkjum músl- íma. Þessi ríki í Mið-Asíu eru nær Mekka en Moskvu. Þau eru í land- fræðilegum tengslum við önnur ríki múslíma aUt frá Afganistan, Pakistan og íran tíl Tyrklands og áhfrifa þaðan gætir orðið sterklega. Jafnframt er farið að bera á ríg miUi hinna tveggja greina íslams, sunni og shía, þar sem íranir, sem eru sjítar, ota sínumtota, en Saudi- Arabar, sem eru súnnítar, reyna að hafa áhrif á móti. Strangtrúar- mönnum vex fiskur um hrygg, allt frá Azerbajdzhan, sem er undir sterkum áhrifum frá íran, til Tadz- híkistans, sem er í nánum tengsl- um við Afganistan. Efnishyggja og andleg gildi íslam mun verða miklu lífseigari og iUvígari andstæðingiu- vest- rænna gUda og hugsunarháttar en kommúnisminn var nokkru sinni. Kommúnisminn var efnishyggju- trúarbrögð, byggður á oftrú á óper- sónulegu kerfi þar sem einstakling- urinn hvarf í heildina. íslam er allt annað, þar eru andleg gildi og sam- band einstakUngsins við guð sinn, Allah, í fyrirrúmi. Hugmyndir um vestrænt lýðræði og þingræði eru þeim framandi og fjandsamlegar. Lýðræði íslams er fólgið í samfé- laginu sjálfu, sem þeir kalla umma. Þessi umma ákveður sameiginlega á grundveUi trúar sinnar hvað sé rétt og satt í samræmi við vUja guðs. I framkvæmd er þetta alræði ættarhöfðingja, virtra múlla, eða klerka, og annarra þeirra í samfé- laginu sem hafa á einhvern hátt sambærilegan sess í samfélaginu og Múhameð spámaður hafði á sín- um tíma við upphaf íslams. Skiptingin í greinar súnníta og sjíta á einmitt rætur að rekja til ágreinings um hver hefði átt að vera réttur leiðtogi ummunnar í þriðja lið eftir Múhameð á sínum tíma á áttundu öld, í öUum megin- atriðum sjálfra trúarbragðanna eru þessar tvær greinar samhljóða. Sameiningartákn íslam er í stórsókn um allan heim. Þeir eru þegar um miUjarð- ur, eða fimmtungur mannkyns, og þeim fjölgar ört í Afríku og öðrum ríkjum þriðja heimsins. Bókstafs- trúarmönnum vex jafnframt stöð- ugt fylgi, nú síðast í Alsír. Þeir vilja koma á alræði íslams, það er að lög Kóransins verði jafnframt landslög og lögmál íslams verði allsráðandi í þjóðfélaginu, eins og er í íran, Pakistan, Saudi-Arabíu og víðar. Þetta er sú þróun sem orðið getur í Mið-Asíuríkjum Sovétríkjanna fyrrverandi, með tílheyrandi tengslum við Miðausturlönd og vaxandi klofningi gagnvart slav- neska hluta samveldisins. íslam er á leið með að verða sameiningar- tákn þriðja heimsins gegn yfir- drottnun hinna þróuðu ríkja og trúarleiðtogar músUma munu geta orðið Ulvígir andstæðingar aUs sem vestrænt er, Ulvígari en kommún- istaleiðtogar voru nokkru sinni. Gunnar Eyþórsson „íslam er á leið með að verða samein- ingartákn þriðja heimsins gegn yfir- drottnun hinna þróuðu ríkja og trúar- leiðtogar múslíma munu geta orðið ill- vígir andstæðingar alls sem vestrænt er...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.